Gegnsæ þrotameðferð 30. nóvember 2009 06:00 Halldór Árnason skrifar um þrotameðferðir Krafan var að allt skyldi upp á borðinu við uppgjör eftir hrunið. Margir óttast að bak við luktar dyr banka verði miklar eignatilfærslur, þar sem innvígðir fá samkeppnislaust að kaupa fyrirtæki, með afskrifuðum skuldum. Í Bandaríkjunum er gengið fram með öðrum hætti. Skiptastjóri fær DeCode í hendur, með bindandi samningi um sölu á Íslenskri erfðagreiningu, í samræmi við þarlend gjaldþrotalög. Söluverðið myndar gólf. Samningurinn er háður ýmsum skilyrðum, þar á meðal samþykki dómstóla og að opinbert uppboðsferli á vegum gjaldþrotadómstóls sé gagnsætt. Innleiða þarf svipaða aðferð hér á landi. Með lögum þarf að skylda banka til að afskrifa ekki skuldir fyrirtækja, nema staðið verði að málum líkt og gert er í Bandaríkjunum, með gegnsærri aðferð þar sem gætt er jafnræðis allra aðila. Fróðlegt er að skoða þrotameðferð 1998 ehf. í þessu ljósi. Þá semdi Arion um verð á Högum, með sölu til núverandi eigenda 1998 ehf., eða til annarra og sendi að því loknu 1998 ehf. í þrotameðferð. Þar með væri komið gólf á verð fyrir Haga. Þeir sem vilja og geta fá kost á að bjóða í eignir 1998 ehf., í samkeppni við fyrirliggjandi bindandi tilboð, í gagnsæju og opinberu uppboðsferli. Ef hærra verð býðst, þá verða Hagar seldir hæstbjóðanda. Slík meðferð banka á 1998 ehf. eða öðrum fyrirtækjum í svipaðri stöðu, kemur að sjálfsögðu ekki til greina ef fyrri eigendur greiða skuldbindingar félagsins að fullu, eða tryggja með fullnægjandi hætti að þær verði greiddar. Þannig getur banki afskrifað skuldir án þess að vera sakaður um pukur í reykfylltum bakherbergjum. Aðferðin ætti einnig að tryggja að bankar hirði ekki til sín, eða vina sinna, fyrirtæki á undirverði, ef aðrir eru tilbúnir að greiða hærra verð. Þjóðfundur 2009 krafðist: Heiðarleika, réttlætis og jafnréttis. Krafa fundarins beinist nú að Alþingi og ríkisstjórn, sem þurfa að forða þjóðfélaginu undan fyrirséðum skaða, sem verður vegna reiði og biturðar, ef almenningur telur að í uppgjöri bankanna sé verið að færa útvöldum eignir á silfurfati. Höfundur er efna- og hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Halldór Árnason skrifar um þrotameðferðir Krafan var að allt skyldi upp á borðinu við uppgjör eftir hrunið. Margir óttast að bak við luktar dyr banka verði miklar eignatilfærslur, þar sem innvígðir fá samkeppnislaust að kaupa fyrirtæki, með afskrifuðum skuldum. Í Bandaríkjunum er gengið fram með öðrum hætti. Skiptastjóri fær DeCode í hendur, með bindandi samningi um sölu á Íslenskri erfðagreiningu, í samræmi við þarlend gjaldþrotalög. Söluverðið myndar gólf. Samningurinn er háður ýmsum skilyrðum, þar á meðal samþykki dómstóla og að opinbert uppboðsferli á vegum gjaldþrotadómstóls sé gagnsætt. Innleiða þarf svipaða aðferð hér á landi. Með lögum þarf að skylda banka til að afskrifa ekki skuldir fyrirtækja, nema staðið verði að málum líkt og gert er í Bandaríkjunum, með gegnsærri aðferð þar sem gætt er jafnræðis allra aðila. Fróðlegt er að skoða þrotameðferð 1998 ehf. í þessu ljósi. Þá semdi Arion um verð á Högum, með sölu til núverandi eigenda 1998 ehf., eða til annarra og sendi að því loknu 1998 ehf. í þrotameðferð. Þar með væri komið gólf á verð fyrir Haga. Þeir sem vilja og geta fá kost á að bjóða í eignir 1998 ehf., í samkeppni við fyrirliggjandi bindandi tilboð, í gagnsæju og opinberu uppboðsferli. Ef hærra verð býðst, þá verða Hagar seldir hæstbjóðanda. Slík meðferð banka á 1998 ehf. eða öðrum fyrirtækjum í svipaðri stöðu, kemur að sjálfsögðu ekki til greina ef fyrri eigendur greiða skuldbindingar félagsins að fullu, eða tryggja með fullnægjandi hætti að þær verði greiddar. Þannig getur banki afskrifað skuldir án þess að vera sakaður um pukur í reykfylltum bakherbergjum. Aðferðin ætti einnig að tryggja að bankar hirði ekki til sín, eða vina sinna, fyrirtæki á undirverði, ef aðrir eru tilbúnir að greiða hærra verð. Þjóðfundur 2009 krafðist: Heiðarleika, réttlætis og jafnréttis. Krafa fundarins beinist nú að Alþingi og ríkisstjórn, sem þurfa að forða þjóðfélaginu undan fyrirséðum skaða, sem verður vegna reiði og biturðar, ef almenningur telur að í uppgjöri bankanna sé verið að færa útvöldum eignir á silfurfati. Höfundur er efna- og hagfræðingur.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar