Styrkjum konur Sigríður Erla Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2009 06:00 Landsnefnd UNIFEM á Íslandi hefur nú verið starfandi í 20 ár. En hvaða erindi skyldu nú íslenskar konur eiga við alþjóðleg samtök eins og Sameinuðu þjóðirnar og hví skyldum við gerast UNIFEM-systur? Með þátttöku í starfi landsnefndarinnar hérlendis sér maður fljótt að UNIFEM á Íslandi er miklu meira en enn ein hjálparsamtökin. Þessi félagasamtök eru ein af 17 landsnefndum UNIFEM í heiminum, en þetta eru frjáls félagasamtök sem styðja við Kvennasjóð Sameinuðu þjóðanna, UNIFEM. Sá sjóður hefur margsinnis verið útnefndur best rekni þróunarsjóðurinn innan SÞ. Tilvera sjóðsins undir þessum útbreiddu og sýnilegu formerkjum gefur bágstöddum og réttindalitlum konum fyrst og fremst von. Þessi von má ekki slokkna og þess vegna þarf að fylkja liði um að koma til hjálpar og bæta stöðu þessara kvenna. Og það er gott að styrkja konu, því þá styrkjum við heila fjölskyldu. Síðustu tvö ár hefur markvisst verið safnað hérlendis í Styrktarsjóð UNIFEM til afnáms ofbeldis gegn konum og rann meginhluti þess fjár til stuðnings konum á stríðshrjáðum svæðum í Suður-Súdan, Kongó og Líberíu. Í Líberíu studdi söfnunarféð konur, sem urðu fyrir miklu ofbeldi og nauðgunum á meðan borgarastyrjöld stóð þar yfir í 14 ár. Í Kongó eflir framlagið framfylgni lagasetningar um kynferðisofbeldi en þar hefur ríkt alger lögleysa, ofbeldi og misnotkun. UNIFEM hefur líka sinnt því hlutverki sínu gegnum tíðina að vera málsvari kvenna í þróunarlöndunum og stuðla að viðhorfsbreytingu fólks bæði í þróunarlöndunum sjálfum sem og í þeim samfélögum sem geta komið til hjálpar. Hér heima fer einnig fram gjöfult og upplýsandi starf og má þar m.a. nefna umræðufundi, undirskriftasöfnun fyrir átakið - Segjum nei við ofbeldi gegn konum - svo eitthvað sé nefnt. Hér söfnuðust 10.000 undirskriftir. Allir slíkir þræðir efla von og styrkja starf í þágu kynsystra okkar, sem hafa því miður hlotið það hlutskipti að líkamar þeirra eru vígvellir í stríðsátökum, skiptimynt í neðanjarðarviðskiptum og mansali og þær réttlausar með öllu. Sem betur fer er hér á landi stór hópur fólks, og ört stækkandi, sem lætur sig varða slíkt óréttlæti. Höfundur er M.Sc í alþjóðaviðskiptum frá CBS og stjórnarkona í UNIFEM á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Landsnefnd UNIFEM á Íslandi hefur nú verið starfandi í 20 ár. En hvaða erindi skyldu nú íslenskar konur eiga við alþjóðleg samtök eins og Sameinuðu þjóðirnar og hví skyldum við gerast UNIFEM-systur? Með þátttöku í starfi landsnefndarinnar hérlendis sér maður fljótt að UNIFEM á Íslandi er miklu meira en enn ein hjálparsamtökin. Þessi félagasamtök eru ein af 17 landsnefndum UNIFEM í heiminum, en þetta eru frjáls félagasamtök sem styðja við Kvennasjóð Sameinuðu þjóðanna, UNIFEM. Sá sjóður hefur margsinnis verið útnefndur best rekni þróunarsjóðurinn innan SÞ. Tilvera sjóðsins undir þessum útbreiddu og sýnilegu formerkjum gefur bágstöddum og réttindalitlum konum fyrst og fremst von. Þessi von má ekki slokkna og þess vegna þarf að fylkja liði um að koma til hjálpar og bæta stöðu þessara kvenna. Og það er gott að styrkja konu, því þá styrkjum við heila fjölskyldu. Síðustu tvö ár hefur markvisst verið safnað hérlendis í Styrktarsjóð UNIFEM til afnáms ofbeldis gegn konum og rann meginhluti þess fjár til stuðnings konum á stríðshrjáðum svæðum í Suður-Súdan, Kongó og Líberíu. Í Líberíu studdi söfnunarféð konur, sem urðu fyrir miklu ofbeldi og nauðgunum á meðan borgarastyrjöld stóð þar yfir í 14 ár. Í Kongó eflir framlagið framfylgni lagasetningar um kynferðisofbeldi en þar hefur ríkt alger lögleysa, ofbeldi og misnotkun. UNIFEM hefur líka sinnt því hlutverki sínu gegnum tíðina að vera málsvari kvenna í þróunarlöndunum og stuðla að viðhorfsbreytingu fólks bæði í þróunarlöndunum sjálfum sem og í þeim samfélögum sem geta komið til hjálpar. Hér heima fer einnig fram gjöfult og upplýsandi starf og má þar m.a. nefna umræðufundi, undirskriftasöfnun fyrir átakið - Segjum nei við ofbeldi gegn konum - svo eitthvað sé nefnt. Hér söfnuðust 10.000 undirskriftir. Allir slíkir þræðir efla von og styrkja starf í þágu kynsystra okkar, sem hafa því miður hlotið það hlutskipti að líkamar þeirra eru vígvellir í stríðsátökum, skiptimynt í neðanjarðarviðskiptum og mansali og þær réttlausar með öllu. Sem betur fer er hér á landi stór hópur fólks, og ört stækkandi, sem lætur sig varða slíkt óréttlæti. Höfundur er M.Sc í alþjóðaviðskiptum frá CBS og stjórnarkona í UNIFEM á Íslandi.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun