Fríkirkjuprestur á villigötum 27. nóvember 2009 06:00 Í hátíðarriti vegna 110 ára afmælis Fríkirkjunnar í Reykjavík, sem fylgdi Fréttablaðinu nýlega, er grein eftir séra Hjört Magna Jóhannsson um lagafrumvarp að nýjum þjóðkirkjulögum. Í þessari grein eru þvílíkar dylgjur, rangfærslur og vísvitandi blekkingar að ekki verður hjá því komist að andmæla og minna á þau orð Ara fróða að skylt sé að hafa það heldur er sannara reynist. Áður en lengra er haldið er rétt að halda því til haga að þjóðkirkjan íslenska á sér sterkar rætur í kirkjusögu landsins. Hér var kirkja og kristni nánast frá upphafi Íslandsbyggðar og siðbreyting um miðja 16. öld kollvarpaði ekki þeim grunni, sem kristinn dómur í landinu byggðist á. Þau þáttaskil urðu hins vegar árið 1874 að Íslendingar fengu sína fyrstu stjórnarskrá þar sem bæði var kveðið á um trúfrelsi, sem ekki þekktist áður, og hugtakið þjóðkirkja var löghelgað. Þarna var í fyrsta skipti sagt í lögum að hin evangelíska lúterska kirkja skyldi vera þjóðkirkja á Íslandi og skyldi ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Þessi skipan stendur enn þótt straumhvörf hafi orðið í innri málefnum þjóðkirkjunnar í átt til aukins sjálfræðis og sjálfsstjórnar. Sú þróun og stjórnarskrárákvæðið sjálft undirstrika það rækilega að þjóðkirkjan er ekki ríkiskirkja heldur sjálfstæð stofnun, sjálfstæður réttaraðili sem ber réttindi og skyldur að lögum. Öðrum aðila, íslenska ríkinu, er falið að styðja og vernda kirkjuna eða með öðrum orðum gera henni kleift að gegna stjórnarskrárbundnu hlutverki sínu sem þjóðkirkja á Íslandi. Það hefur ríkisvaldið einkum gert í seinni tíð með rammalöggjöf um þjóðkirkjuna, nú lögum nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, sem kirkjan hefur svo unnið úr og mótað sitt kirkjulega starf og sjálfstæði á þeim grunni, sem þar er lagður. Þeir sem stóðu að stofnun Fríkirkjunnar í Reykjavík í lok 19. aldar yfirgáfu þjóðkirkjuna, starfsumhverfi hennar og réttargrundvöll af fúsum og frjálsum vilja þótt hinn kenningarlegi grundvöllur beggja hafi áfram verið evangelísk lúterskur. Þeir tóku þá einlægu ákvörðun að yfirgefa trúfélagið þjóðkirkju Íslands og stofna til annars trúfélags, Fríkirkjunnar í Reykjavík. Það var þeim að sjálfsögðu heimilt að gera enda er félagafrelsi varið í stjórnarskránni ekki síður en trúfrelsið. Það verður hins vegar ekki bæði sleppt og haldið. Sá sem yfirgefur félag getur ekki um leið gert kröfu til þess að mega hverfa á brott með hluta af eignum félagsins, jafnvel ekki þótt hann stofni um leið annað samkynja félag. Allt tal fríkirkjuprestsins um að þjóðkirkjan sé „alls ekki einkaerfingi hins kirkjusögulega arfs Íslendinga" er út í hött. Málið snýst einfaldlega ekki um erfðir og arfskipti. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson staðhæfir að núgildandi þjóðkirkjulög frá 1997 séu „í anda gömlu einkavæðingarinnar og nýfrjálshyggjunnar sem stefndu öllu hér í sundrung og kreppu". Engin vitræn tilraun er þó gerð til að finna þessum orðum stað enda verður lýðskrum af þessu tagi ekki réttlætt með rökum. Alþingi samþykkti þessi lög að undangengnu svonefndu kirkjujarðasamkomulagi ríkisins og þjóðkirkjunnar frá 10. janúar 1997 þar sem þjóðkirkjan afsalaði ríkinu eignarrétti sínum á þeim kirkjujörðum og kirkjueignum, sem ríkissjóður hafði tekið við 90 árum áður eða 1907. Það er rangt hjá fríkirkjuprestinum og sett fram án nokkurra raka að mikil óvissa hafi ríkt um það við samningsgerðina hvort þjóðkirkjan hafi í raun og veru verið sjálfstæður eignaraðili þeirra kirkjueigna, sem um var samið að ríkið fengi í sínar hendur. Á móti þessum miklu verðmætum til ríkisins var svo kveðið á um það framtíðargagngjald af þess hálfu að ríkissjóður myndi m.a. greiða tilteknum fjölda starfsmanna þjóðkirkjunnar laun um ókomin ár. Efnisatriði þessa samnings voru lögfest í þjóðkirkjulögunum 1997 og þau marka vissulega réttarstöðu þjóðkirkjunnar gagnvart ríkisvaldinu og þá gildir einu hvort 62. gr. stjórnarskrárinnar um þjóðkirkjuna og stuðning ríkisvaldsins við hana heldur gildi sínu eða yrði felld brott. Samninga ber að efna í réttarríki og það hefur ríkisvaldið viðurkennt með ótvíræðum hætti í nýgerðum samningi við þjóðkirkjuna 10. nóvember 2009, sem kirkjuþing hefur staðfest. Þar tók þjóðkirkjan á sig 169 milljón króna skerðingu á árinu 2010 á framlögum úr ríkissjóði samkvæmt kirkjujarðasamkomulaginu 1997. Þetta var gert vegna hins alvarlega efnahagsástands í þjóðfélaginu um þessar mundir, sem þjóðkirkjan vill fyrir sitt leyti taka þátt í að bæta eftir því sem hún megnar. Samningurinn staðfestir um leið þann skilning, sem verið hefur ríkjandi um fjárhagslega stöðu kirkjunnar gagnvart ríkisvaldinu. Kirkjuþing 2008 beindi því til Alþingis að samþykkja frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga, sem fríkirkjupresturinn biður nú Guð að forða okkur frá vegna þeirra milljarða, sem samþykkt þess muni hafa í för með sér. Hér er mjög hallað réttu máli. Þetta frumvarp felur fyrst og fremst í sér einföldun og undirstrikun sjálfstæðis þjóðkirkjunnar með flutningi ábyrgðar og ákvarðana um innri málefni hennar í enn ríkara mæli til kirkjuþings en þó hefur verið. Samþykkt þessa frumvarps myndi ekki hafa í för með sér kostnaðaraukningu úr ríkissjóði um eina einustu krónu. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson segir að með þjóðkirkjulögunum hafi valdið „verið fært til eins biskups sem stýrir kirkjuþingi og í raun flest öllu sem gerist innan hinnar ríkisreknu stofnunar". Eins og ég gerði grein fyrir í upphafi er það langt í frá haldbær kenning að þjóðkirkjan sé ríkisrekin stofnun eins og málefnum hennar er nú háttað. Staðhæfingin um kirkjuþingið er ámóta fjarstæð. Kirkjuþing var sett á laggirnar fyrir rúmum 50 árum og vissulega var biskup Íslands þar lengst af í forsæti. Því var hins vegar breytt með þjóðkirkjulögunum 1997 og frá þeim tíma hefur forseti kirkjuþings komið úr hópi leikmanna, sem nú eru jafnframt í meirihluta á þinginu, 17 á móti 12 vígðum mönnum. Séra Hjörtur Magni þyrfti ekki nema að fylgjast með svo sem einu kirkjuþingi til að sjá að fullyrðing hans er ekki aðeins formlega röng heldur einnig efnislega. Margt fleira er missagt í fræðum þessa fríkirkjuprests en ekki er rúm til að elta ólar við það allt. Miklu nær væri að minnast þess og hlúa að því, sem sameinar kristna menn á Íslandi fremur en sundrar. Fríkirkjan í Reykjavík ætti að nota hugarorku sína og starfskrafta til annars nýtilegra en leita óvina þar sem enga óvini er að finna. Höfundur er forseti kirkjuþings og fyrrverandi hæstaréttardómari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í hátíðarriti vegna 110 ára afmælis Fríkirkjunnar í Reykjavík, sem fylgdi Fréttablaðinu nýlega, er grein eftir séra Hjört Magna Jóhannsson um lagafrumvarp að nýjum þjóðkirkjulögum. Í þessari grein eru þvílíkar dylgjur, rangfærslur og vísvitandi blekkingar að ekki verður hjá því komist að andmæla og minna á þau orð Ara fróða að skylt sé að hafa það heldur er sannara reynist. Áður en lengra er haldið er rétt að halda því til haga að þjóðkirkjan íslenska á sér sterkar rætur í kirkjusögu landsins. Hér var kirkja og kristni nánast frá upphafi Íslandsbyggðar og siðbreyting um miðja 16. öld kollvarpaði ekki þeim grunni, sem kristinn dómur í landinu byggðist á. Þau þáttaskil urðu hins vegar árið 1874 að Íslendingar fengu sína fyrstu stjórnarskrá þar sem bæði var kveðið á um trúfrelsi, sem ekki þekktist áður, og hugtakið þjóðkirkja var löghelgað. Þarna var í fyrsta skipti sagt í lögum að hin evangelíska lúterska kirkja skyldi vera þjóðkirkja á Íslandi og skyldi ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Þessi skipan stendur enn þótt straumhvörf hafi orðið í innri málefnum þjóðkirkjunnar í átt til aukins sjálfræðis og sjálfsstjórnar. Sú þróun og stjórnarskrárákvæðið sjálft undirstrika það rækilega að þjóðkirkjan er ekki ríkiskirkja heldur sjálfstæð stofnun, sjálfstæður réttaraðili sem ber réttindi og skyldur að lögum. Öðrum aðila, íslenska ríkinu, er falið að styðja og vernda kirkjuna eða með öðrum orðum gera henni kleift að gegna stjórnarskrárbundnu hlutverki sínu sem þjóðkirkja á Íslandi. Það hefur ríkisvaldið einkum gert í seinni tíð með rammalöggjöf um þjóðkirkjuna, nú lögum nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, sem kirkjan hefur svo unnið úr og mótað sitt kirkjulega starf og sjálfstæði á þeim grunni, sem þar er lagður. Þeir sem stóðu að stofnun Fríkirkjunnar í Reykjavík í lok 19. aldar yfirgáfu þjóðkirkjuna, starfsumhverfi hennar og réttargrundvöll af fúsum og frjálsum vilja þótt hinn kenningarlegi grundvöllur beggja hafi áfram verið evangelísk lúterskur. Þeir tóku þá einlægu ákvörðun að yfirgefa trúfélagið þjóðkirkju Íslands og stofna til annars trúfélags, Fríkirkjunnar í Reykjavík. Það var þeim að sjálfsögðu heimilt að gera enda er félagafrelsi varið í stjórnarskránni ekki síður en trúfrelsið. Það verður hins vegar ekki bæði sleppt og haldið. Sá sem yfirgefur félag getur ekki um leið gert kröfu til þess að mega hverfa á brott með hluta af eignum félagsins, jafnvel ekki þótt hann stofni um leið annað samkynja félag. Allt tal fríkirkjuprestsins um að þjóðkirkjan sé „alls ekki einkaerfingi hins kirkjusögulega arfs Íslendinga" er út í hött. Málið snýst einfaldlega ekki um erfðir og arfskipti. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson staðhæfir að núgildandi þjóðkirkjulög frá 1997 séu „í anda gömlu einkavæðingarinnar og nýfrjálshyggjunnar sem stefndu öllu hér í sundrung og kreppu". Engin vitræn tilraun er þó gerð til að finna þessum orðum stað enda verður lýðskrum af þessu tagi ekki réttlætt með rökum. Alþingi samþykkti þessi lög að undangengnu svonefndu kirkjujarðasamkomulagi ríkisins og þjóðkirkjunnar frá 10. janúar 1997 þar sem þjóðkirkjan afsalaði ríkinu eignarrétti sínum á þeim kirkjujörðum og kirkjueignum, sem ríkissjóður hafði tekið við 90 árum áður eða 1907. Það er rangt hjá fríkirkjuprestinum og sett fram án nokkurra raka að mikil óvissa hafi ríkt um það við samningsgerðina hvort þjóðkirkjan hafi í raun og veru verið sjálfstæður eignaraðili þeirra kirkjueigna, sem um var samið að ríkið fengi í sínar hendur. Á móti þessum miklu verðmætum til ríkisins var svo kveðið á um það framtíðargagngjald af þess hálfu að ríkissjóður myndi m.a. greiða tilteknum fjölda starfsmanna þjóðkirkjunnar laun um ókomin ár. Efnisatriði þessa samnings voru lögfest í þjóðkirkjulögunum 1997 og þau marka vissulega réttarstöðu þjóðkirkjunnar gagnvart ríkisvaldinu og þá gildir einu hvort 62. gr. stjórnarskrárinnar um þjóðkirkjuna og stuðning ríkisvaldsins við hana heldur gildi sínu eða yrði felld brott. Samninga ber að efna í réttarríki og það hefur ríkisvaldið viðurkennt með ótvíræðum hætti í nýgerðum samningi við þjóðkirkjuna 10. nóvember 2009, sem kirkjuþing hefur staðfest. Þar tók þjóðkirkjan á sig 169 milljón króna skerðingu á árinu 2010 á framlögum úr ríkissjóði samkvæmt kirkjujarðasamkomulaginu 1997. Þetta var gert vegna hins alvarlega efnahagsástands í þjóðfélaginu um þessar mundir, sem þjóðkirkjan vill fyrir sitt leyti taka þátt í að bæta eftir því sem hún megnar. Samningurinn staðfestir um leið þann skilning, sem verið hefur ríkjandi um fjárhagslega stöðu kirkjunnar gagnvart ríkisvaldinu. Kirkjuþing 2008 beindi því til Alþingis að samþykkja frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga, sem fríkirkjupresturinn biður nú Guð að forða okkur frá vegna þeirra milljarða, sem samþykkt þess muni hafa í för með sér. Hér er mjög hallað réttu máli. Þetta frumvarp felur fyrst og fremst í sér einföldun og undirstrikun sjálfstæðis þjóðkirkjunnar með flutningi ábyrgðar og ákvarðana um innri málefni hennar í enn ríkara mæli til kirkjuþings en þó hefur verið. Samþykkt þessa frumvarps myndi ekki hafa í för með sér kostnaðaraukningu úr ríkissjóði um eina einustu krónu. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson segir að með þjóðkirkjulögunum hafi valdið „verið fært til eins biskups sem stýrir kirkjuþingi og í raun flest öllu sem gerist innan hinnar ríkisreknu stofnunar". Eins og ég gerði grein fyrir í upphafi er það langt í frá haldbær kenning að þjóðkirkjan sé ríkisrekin stofnun eins og málefnum hennar er nú háttað. Staðhæfingin um kirkjuþingið er ámóta fjarstæð. Kirkjuþing var sett á laggirnar fyrir rúmum 50 árum og vissulega var biskup Íslands þar lengst af í forsæti. Því var hins vegar breytt með þjóðkirkjulögunum 1997 og frá þeim tíma hefur forseti kirkjuþings komið úr hópi leikmanna, sem nú eru jafnframt í meirihluta á þinginu, 17 á móti 12 vígðum mönnum. Séra Hjörtur Magni þyrfti ekki nema að fylgjast með svo sem einu kirkjuþingi til að sjá að fullyrðing hans er ekki aðeins formlega röng heldur einnig efnislega. Margt fleira er missagt í fræðum þessa fríkirkjuprests en ekki er rúm til að elta ólar við það allt. Miklu nær væri að minnast þess og hlúa að því, sem sameinar kristna menn á Íslandi fremur en sundrar. Fríkirkjan í Reykjavík ætti að nota hugarorku sína og starfskrafta til annars nýtilegra en leita óvina þar sem enga óvini er að finna. Höfundur er forseti kirkjuþings og fyrrverandi hæstaréttardómari.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar