Nauðgun án frekari valdbeitingar 28. nóvember 2009 06:00 Ofbeldi gegn konum er mun algengari ástæða fyrir heilsubresti kvenna en umferðarslys og malaría samanlagt. Þetta er sláandi fullyrðing en sönn. Nú stendur yfir árlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Markmið 16 daga átaksins er að vekja athygli á að kynbundið ofbeldi ógnar lífi og heilsu kvenna um allan heim og ekki síður að knýja á um afnám þess. Okkur er alltaf hollt að vera minnt á það grimmilega ofbeldi sem konur verða fyrir um víða veröld og hver hönd sem lögð er á plóginn í vinnunni gegn því er mikilvæg. Staða íslenskra kvenna er vissulega sterk miðað við stöðu kvenna víða annars staðar. Hitt má ekki gleymast að verkefnin eru næg hér heima fyrir. Á síðasta ári leituðu til dæmis 547 einstaklingar til Stígamóta og það sem af er þessu ári hafa 530 konur leitað til Kvennaathvarfs. Niðurskurðarhnífurinn hefur hangið yfir neyðarmóttöku kvenna um nokkurt skeið. Tilkoma neyðarmóttökunnar var bylting í móttöku þeirra sem fyrir þeirri óhamingju verða að vera nauðgað. Yfirlýsing Jóhönnu Sigurðardóttur við upphaf 16 daga átaksins um að staðið yrði vörð um neyðarmóttökuna í niðurskurðarvinnunni er því mikið gleðiefni. Fréttir um að aldurshópurinn tólf til átján ára sé stærsti einstaki hópurinn sem til neyðarmóttökunnar leitar segja sína sögu um það grimmilega ofbeldi sem fer fram, einnig gegn stúlkum á barnsaldri, hér á landi. Það er algert lágmark að ekki verði dregið úr þeirri þjónustu sem þegar er veitt konum og stúlkum sem verða fyrir nauðgun. Næsta skref er að fjölga kærum, ákærum og dómum í þessum málaflokki og lokamarkmiðið getur aldrei verið annað en að útrýma óværunni. Skilgreiningin á orðinu nauðgun samkvæmt orðabók er að hafa samfarir við manneskju gegn vilja hennar. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir bendir í bók sinni Á mannamáli sem út kom fyrr í haust að skilgreiningin á nauðgun samkvæmt núgildandi íslenskum lögum sé með öðrum hætti. Ákæruvaldið verði að sanna að kynmök hafi verið knúin fram með valdbeitingu, þ.e. ofbeldi, hótun um ofbeldi eða annars konar ólögmætri nauðung. Í engilsaxneskum rétti er nauðgun hins vegar skilgreind út frá samþykki. Samræði telst sem sagt nauðgun ef annar aðilinn er því ekki samþykkur, jafnvel þótt hann, eða öllu heldur hún í flestum tilvikum, verjist ekki. Valdbeitingin er þannig ekki þáttur í skilgreiningu á nauðgunarhugtakinu í engilsaxneskum rétti fremur en í íslensku orðabókinni. Fyrir liggur að stjarfi eða getuleysi til athafna eru náttúruleg viðbrögð við áfalli. Því er ljóst að nauðgun getur átt sér stað, og á sér oft stað, án þess að viðnám sé veitt. Glæpurinn er hins vegar nákvæmlega sá sami því líkamlegir áverkar blikna samanborið við þá andlegu áverka sem af nauðguninni hljótast. Það væri því mikil réttarbót að nauðgun væri skilgreind í lögum út frá samþykki fremur en valdbeitingu. Þetta er eitt fjölmargra verkefna í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi heima fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ofbeldi gegn konum er mun algengari ástæða fyrir heilsubresti kvenna en umferðarslys og malaría samanlagt. Þetta er sláandi fullyrðing en sönn. Nú stendur yfir árlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Markmið 16 daga átaksins er að vekja athygli á að kynbundið ofbeldi ógnar lífi og heilsu kvenna um allan heim og ekki síður að knýja á um afnám þess. Okkur er alltaf hollt að vera minnt á það grimmilega ofbeldi sem konur verða fyrir um víða veröld og hver hönd sem lögð er á plóginn í vinnunni gegn því er mikilvæg. Staða íslenskra kvenna er vissulega sterk miðað við stöðu kvenna víða annars staðar. Hitt má ekki gleymast að verkefnin eru næg hér heima fyrir. Á síðasta ári leituðu til dæmis 547 einstaklingar til Stígamóta og það sem af er þessu ári hafa 530 konur leitað til Kvennaathvarfs. Niðurskurðarhnífurinn hefur hangið yfir neyðarmóttöku kvenna um nokkurt skeið. Tilkoma neyðarmóttökunnar var bylting í móttöku þeirra sem fyrir þeirri óhamingju verða að vera nauðgað. Yfirlýsing Jóhönnu Sigurðardóttur við upphaf 16 daga átaksins um að staðið yrði vörð um neyðarmóttökuna í niðurskurðarvinnunni er því mikið gleðiefni. Fréttir um að aldurshópurinn tólf til átján ára sé stærsti einstaki hópurinn sem til neyðarmóttökunnar leitar segja sína sögu um það grimmilega ofbeldi sem fer fram, einnig gegn stúlkum á barnsaldri, hér á landi. Það er algert lágmark að ekki verði dregið úr þeirri þjónustu sem þegar er veitt konum og stúlkum sem verða fyrir nauðgun. Næsta skref er að fjölga kærum, ákærum og dómum í þessum málaflokki og lokamarkmiðið getur aldrei verið annað en að útrýma óværunni. Skilgreiningin á orðinu nauðgun samkvæmt orðabók er að hafa samfarir við manneskju gegn vilja hennar. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir bendir í bók sinni Á mannamáli sem út kom fyrr í haust að skilgreiningin á nauðgun samkvæmt núgildandi íslenskum lögum sé með öðrum hætti. Ákæruvaldið verði að sanna að kynmök hafi verið knúin fram með valdbeitingu, þ.e. ofbeldi, hótun um ofbeldi eða annars konar ólögmætri nauðung. Í engilsaxneskum rétti er nauðgun hins vegar skilgreind út frá samþykki. Samræði telst sem sagt nauðgun ef annar aðilinn er því ekki samþykkur, jafnvel þótt hann, eða öllu heldur hún í flestum tilvikum, verjist ekki. Valdbeitingin er þannig ekki þáttur í skilgreiningu á nauðgunarhugtakinu í engilsaxneskum rétti fremur en í íslensku orðabókinni. Fyrir liggur að stjarfi eða getuleysi til athafna eru náttúruleg viðbrögð við áfalli. Því er ljóst að nauðgun getur átt sér stað, og á sér oft stað, án þess að viðnám sé veitt. Glæpurinn er hins vegar nákvæmlega sá sami því líkamlegir áverkar blikna samanborið við þá andlegu áverka sem af nauðguninni hljótast. Það væri því mikil réttarbót að nauðgun væri skilgreind í lögum út frá samþykki fremur en valdbeitingu. Þetta er eitt fjölmargra verkefna í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi heima fyrir.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun