Lyfjafyrirtæki og blekkingar steindór j. erlingsson skrifar 26. nóvember 2009 06:00 Sífellt koma fram fleiri sönnunargögn um að læknar við suma af helstu læknaháskólum Bandaríkjanna setji nafn sitt á vísindagreinar sem skrifaðar eru af hulduhöfundum fyrir lyfjafyrirtækin". Þessu er haldið fram í frétt sem birtist í New York Times 4. ágúst sl. og því bætt við að greinarnar séu skrifaðar til þess að auka sölu á lyfjum. Ef við horfum sérstaklega til geðlyfja er þetta ekki nýtt vandamál. Hvernig geta læknar svívirt Hippókratesareiðinn með þessu móti? Í nýlegri vísindagrein eftir bandaríska geðlækninn Kenneth S. Kendler er því haldið fram að geðheilbrigðisrannsóknir stjórnist of oft af hugmyndafræðilegum rökum en ekki vísindalegum. Sem dæmi um þetta nefnir Kendler þá tilhneigingu innan geðlæknisfræðinnar undanfarna áratugi að finna einfaldar líffræðilegar skýringar á orsökum geðsjúkdóma. Hann segir slíkar skýringar ekki til. Sem dæmi um einfalda skýringu má nefna tilgátuna um að orsök þunglyndis liggi í ójafnvægi í serótónínbúskap heilans. Hér er um umdeilda tilgátu að ræða (SJE, Fbl., 8. janúar, 2009). Hún er lyfjaiðnaðinum mikilvæg því algengustu þunglyndislyfin, sk. SSRI-lyf, eiga að lækna þetta ójafnvægi. Stundum er óheiðarlegum aðferðum beitt til að verja tilgátuna og lyfin. Í fyrra birtust tvær vísindagreinar þar sem ítarlega er greint frá því hvernig GlaxoSmithKline (GSK) og forveri þess birti neikvæða rannsókn á virkni SSRI-lyfsins Seroxats sem „jákvæða". Um er að ræða rannsókn nr. 329 á virkni Seroxats á þunglyndi í unglingum, sem birtist í Journal of the American Academy of Child and Adolescent Psychiatry (JAACAP) árið 2001. Þar er því haldið fram að lyfið „sé áhrifaríkt á meiriháttar þunglyndi í unglingum og almennt vel þolað". Í umræddum greinum kemur hins vegar fram að rannsókn nr. 329, auk tveggja annarra, leiddi í ljós að Seroxat var ekki fremra lyfleysu í að meðhöndla þunglyndi í unglingum, auk þess hafði lyfið slæmar aukaverkanir. GSK hafði áhyggjur af því að þessar neikvæðu niðurstöður gætu dregið úr sölu lyfsins til fullorðinna einstaklinga. Því var ákveðið að birta rannsóknina sem „jákvæða" og var almannatengslafyrirtæki, sem sérhæfir sig í læknisfræði, fengið til þess að skrifa grein um rannsóknina. Eftir að fyrsta uppkast fyrirtækisins lá fyrir gerðu hinir eiginlegu „höfundar" rannsóknarinnar, 22 talsins, litlar efnislegar breytingar á greininni þar til handrit var sent til birtingar. Rétt er að taka fram að þótt því sé haldið fram í texta JAACP-greinarinnar að Seroxat sé gott til þess að meðhöndla þunglyndi í unglingum eru allar neikvæðu niðurstöðurnar birtar í töflu í greininni. Þrátt fyrir töfluna virðist blekkingarleikur GSK hafa tekist vel því af þeim 153 greinum sem vísað hafa í virkni lyfsins í rannsókn 329 er því haldið fram í 68 greinum að virknin sé jákvæð. Lesandinn gæti skilið 54 aðrar greinar sem svo að virkni Seroxats sé jákvæðari en niðurstöðurnar gefa til kynna. Í einungis 31 grein er rétt greint frá niðurstöðunum og í 12 þeirra eru „höfundar" greinarinnar sérstaklegar gagnrýndir fyrir blekkingarleikinn. Að undanförnu höfum við orðið vitni að því hvernig hugmyndafræði ný-frjálshyggjunnar og gróðafíkn hefur leitt íslenskt samfélag í miklar ógöngur. Á hliðstæðan hátt hefur serótónín-hugmyndafræðin og gróðafíkn varpað dimmum skugga yfir þróun, markaðssetningu og mögulegan lækningamátt SSRI-þunglyndislyfja. Þennan blekkingarleik mikils minnihluta geðlækna og lyfjaiðnaðarins verður að stöðva. Höfundur er vísindasagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Sífellt koma fram fleiri sönnunargögn um að læknar við suma af helstu læknaháskólum Bandaríkjanna setji nafn sitt á vísindagreinar sem skrifaðar eru af hulduhöfundum fyrir lyfjafyrirtækin". Þessu er haldið fram í frétt sem birtist í New York Times 4. ágúst sl. og því bætt við að greinarnar séu skrifaðar til þess að auka sölu á lyfjum. Ef við horfum sérstaklega til geðlyfja er þetta ekki nýtt vandamál. Hvernig geta læknar svívirt Hippókratesareiðinn með þessu móti? Í nýlegri vísindagrein eftir bandaríska geðlækninn Kenneth S. Kendler er því haldið fram að geðheilbrigðisrannsóknir stjórnist of oft af hugmyndafræðilegum rökum en ekki vísindalegum. Sem dæmi um þetta nefnir Kendler þá tilhneigingu innan geðlæknisfræðinnar undanfarna áratugi að finna einfaldar líffræðilegar skýringar á orsökum geðsjúkdóma. Hann segir slíkar skýringar ekki til. Sem dæmi um einfalda skýringu má nefna tilgátuna um að orsök þunglyndis liggi í ójafnvægi í serótónínbúskap heilans. Hér er um umdeilda tilgátu að ræða (SJE, Fbl., 8. janúar, 2009). Hún er lyfjaiðnaðinum mikilvæg því algengustu þunglyndislyfin, sk. SSRI-lyf, eiga að lækna þetta ójafnvægi. Stundum er óheiðarlegum aðferðum beitt til að verja tilgátuna og lyfin. Í fyrra birtust tvær vísindagreinar þar sem ítarlega er greint frá því hvernig GlaxoSmithKline (GSK) og forveri þess birti neikvæða rannsókn á virkni SSRI-lyfsins Seroxats sem „jákvæða". Um er að ræða rannsókn nr. 329 á virkni Seroxats á þunglyndi í unglingum, sem birtist í Journal of the American Academy of Child and Adolescent Psychiatry (JAACAP) árið 2001. Þar er því haldið fram að lyfið „sé áhrifaríkt á meiriháttar þunglyndi í unglingum og almennt vel þolað". Í umræddum greinum kemur hins vegar fram að rannsókn nr. 329, auk tveggja annarra, leiddi í ljós að Seroxat var ekki fremra lyfleysu í að meðhöndla þunglyndi í unglingum, auk þess hafði lyfið slæmar aukaverkanir. GSK hafði áhyggjur af því að þessar neikvæðu niðurstöður gætu dregið úr sölu lyfsins til fullorðinna einstaklinga. Því var ákveðið að birta rannsóknina sem „jákvæða" og var almannatengslafyrirtæki, sem sérhæfir sig í læknisfræði, fengið til þess að skrifa grein um rannsóknina. Eftir að fyrsta uppkast fyrirtækisins lá fyrir gerðu hinir eiginlegu „höfundar" rannsóknarinnar, 22 talsins, litlar efnislegar breytingar á greininni þar til handrit var sent til birtingar. Rétt er að taka fram að þótt því sé haldið fram í texta JAACP-greinarinnar að Seroxat sé gott til þess að meðhöndla þunglyndi í unglingum eru allar neikvæðu niðurstöðurnar birtar í töflu í greininni. Þrátt fyrir töfluna virðist blekkingarleikur GSK hafa tekist vel því af þeim 153 greinum sem vísað hafa í virkni lyfsins í rannsókn 329 er því haldið fram í 68 greinum að virknin sé jákvæð. Lesandinn gæti skilið 54 aðrar greinar sem svo að virkni Seroxats sé jákvæðari en niðurstöðurnar gefa til kynna. Í einungis 31 grein er rétt greint frá niðurstöðunum og í 12 þeirra eru „höfundar" greinarinnar sérstaklegar gagnrýndir fyrir blekkingarleikinn. Að undanförnu höfum við orðið vitni að því hvernig hugmyndafræði ný-frjálshyggjunnar og gróðafíkn hefur leitt íslenskt samfélag í miklar ógöngur. Á hliðstæðan hátt hefur serótónín-hugmyndafræðin og gróðafíkn varpað dimmum skugga yfir þróun, markaðssetningu og mögulegan lækningamátt SSRI-þunglyndislyfja. Þennan blekkingarleik mikils minnihluta geðlækna og lyfjaiðnaðarins verður að stöðva. Höfundur er vísindasagnfræðingur.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar