Fleiri fréttir

Að bera harm á torg í táraborg

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar

Allt fer í hringi. Rúllukragapeysur eru komnar aftur í tísku, neonlitir líka, líklega styttist í að greitt verði í píku, fyrrum sveitarstjóri sem barðist hvað harðast fyrir stóriðju í sveitarfélaginu sem hann stjórnaði er kominn í vinnu hjá fyrirtækinu sem ætlar að reisa stóriðju í sveitarfélaginu sem hann stjórnaði, foreldrar kvarta yfir kostnaði við skólavist sem við annars gumum af að sé ókeypis og bílaeigendur kvarta yfir því að geta ekki lagt bílum sínum hvar sem þeim sýnist án þess að fá sekt.

Happdrættisvinningur í efnahagslögsögunni

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Tjón íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja vegna innflutningsbanns Rússa undirstrikar vel mikilvægi makrílsins fyrir þjóðarbúið. Hvað gerist ef makríllinn, sem kom eins og happdrættisvinningur inn í efnahagslögsöguna, fer aftur suður á bóginn?

Skilin milli fagmanns og leikmanns

Ólöf Skaftadóttir skrifar

Er ekki eðlileg krafa að foreldrar viti af því þegar börnin þeirra eru notuð sem tilraunadýr?

Menntamálastofnun

Arnór Guðmundsson skrifar

Undanfarið hafa rektor og aðrir starfsmenn Háskólans á Akureyri gagnrýnt greiningu Menntamálastofnunar á árangri nemenda sem stundað hafa nám í skólum sem kenna samkvæmt aðferðum byrjendalæsis. Hafa þeir borið brigður á niðurstöður Menntamálastofnunar og sakað stofnunina að ganga fram í samkeppni við Háskólann á Akureyri.

Kjaramál eru mannréttindamál

Guðjón Sigurðsson skrifar

Að lifa eða lifa af er tvennt ólíkt. Stundum fær maður á tilfinninguna að stjórnvöld reikni með að það að lifa af sé fullnægjandi aðstæður fyrir hluta þjóðarinnar. Ekki er staðið við gerða samninga um hækkun bóta eða samning um réttindi fatlaðs fólks sem skrifað var undir 2007. Þó einstaklingar séu almennt ekki að drepast úr hor hér á landi þá eru margir bótaþegar ansi nálægt því. Fólk bjargar sér og lifir af.

Lægra verð til neytenda

Hörður Harðarson skrifar

Það vakti verðskuldaða athygli á dögunum þegar IKEA tilkynnti að verslunin myndi lækka verð á vörum í verslun sinni um 2,8% þrátt fyrir aukinn kostnað vegna nýrra kjarasamninga.

Óvild, arður og réttlæti

Páll Valur Björnsson skrifar

Það er því miður of mikið til í því hjá hæstvirtum fjármálaráðherra að óvild í garð sjávarútvegsfyrirtækja er allt of algeng og allt of mikil meðal fólks. Það er mjög skaðlegt hugarfar og engum til gagns. En það er kolrangt hjá ráðherra ef hann heldur að óvildin sé tilkomin vegna þess að stjórnkerfi fiskveiða er arðbært.

Rauður dagur austanhafs

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar

Gærdagurinn var rauður víða um heim í gær. Hlutabréf hríðlækkuðu í verði og í Kína hefur Shanghai Composite-vísitalan ekki litið jafn illa út síðan árið 2007. Vísitalan hafði í lok viðskiptadags í Asíu lækkað um 8,5 prósent og fjölmiðlar ytra kölluðu daginn "The Great Fall of China“.

Allt í ólestri

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar

Stemningin er svolítið súr í kringum skólabyrjun þegar menntamálaráðherra og kennsludoktorar rífast um vonlausar kennsluaðferðir í fjölmiðlum.

Jeppar í ám eru saga til næsta bæjar

Magnús Guðmundsson skrifar

Á Listasafni Íslands stendur nú yfir forvitnileg og reyndar bráðskemmtileg myndlistarsýning undir titlinum SAGA – ÞEGAR MYNDIRNAR TALA. Í stuttu máli eiga verkin á sýningunni það sameiginlegt að bera í sér ákveðið frásagnar­eðli og vera þannig með einum eða öðrum hætti lýsandi fyrir mikilvægi sagnalistarinnar í íslenskri menningu sem er jafnframt mikilvægasta framlag þjóðarinnar til heimsmenningarinnar. Blessaðar bókmenntirnar eru s.s. öðru fremur okkar framlag og þessi ágæta myndlistarsýning hefur þau sannindi sögueyjunnar í hávegum.

Ómarktæk þjóð

rithöfundur skrifar

Þjóðfélagsumræðan á Íslandi er oft meira eins og gjörningaþoka en sólskinsblettur. Maður ráfar þar um og reynir að grilla í einhver kennileiti en heyrir aðallega í þokulúðrunum sem baula hver úr sinni átt.

Hvernig verst maður dómi Götudómstólsins?

Þórunn Helgadóttir skrifar

Í lýðræðisríkjum þá gildir sú almenna mannréttinda regla að maður telst saklaus þar til sekt er sönnuð fyrir rétti, hafinn yfir vafa.

Enginn er eyland

Þröstur Ólafsson skrifar

Ísland er smáríki. Ef tekið er mið af íbúafjölda erum við örþjóð. Menningarlega, stjórnmálalega og sögulega erum við hluti þeirrar vestrænu samfélagstilraunar sem enn stendur yfir. Frelsi einstaklingsins,mannréttindi, réttarríki og lýðræði eru meginstoðir vestræns samfélags. Ekkert af fyrrnefndum gildum er sjálfgefið.

Bíllausi lífsstíllinn

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar

Ég hjóla í vinnuna. Það tekur ekki nema 15 mínútur, er gott fyrir heilsuna og sparar mér höfuðverkinn sem fylgir því að eiga bíl. Það er notalegt að þeysast eftir Langholtsveginum á morgnana með eitthvert hressandi rokk í eyrunum og finna svalan síðsumarvindinn leika um pípararaufina. Finna ilminn af laufinu og dögginni. Vera mættur á undan þeim vinnufélögum sem eru á bíl – þeir eru fastir í umferð einhvers staðar.

Búseta 1.000 eldri borgara í uppnámi

Haraldur Finnsson skrifar

Búmenn er húsnæðissamvinnufélag fyrir 50 ára og eldri. Það á 540 íbúðir í 13 sveitarfélögum. Á höfuð­borg­ar­svæð­inu eru þessar íbúðir eftir­sóttar enda mjög hentugar fyrir eldra fólk. Í íbúðum þeirra búa nú nær 1.000 manns við óvissu eftir að félagið fór í greiðslustöðvun í vor. Gjaldþrot félagsins hefði ófyrir­sjáanlegar af­leið­ingar, bæði fyrir íbúana og Íbúða­lánasjóð, sem myndi tapa mikl­um fjármunum. Meðal­aldur íbúanna er 70-75 ár, flestir því eftir­launafólk sem hefur þurft að taka á sig miklar kjara­skerðingar á liðnum árum.

Hjartahnoð með hælnum

Sigmundur Guðbjarnason skrifar

Í grein sem birtist í tímaritinu New Scientist í ágúst 2015 er fjallað um hjartahnoð, sem oft er beitt við óvænt hjartastopp og getur komið í veg fyrir heilaskaða þar til hjálp berst og bjargar þannig lífi þess sem varð fyrir áfallinu. Bob Trenkamp kennir þessa aðferð á vegum samtaka sem nefnast „Saving Lives“ eða „Björgum lífi“ í Savannah í Georgia í Bandaríkjunum og svaraði hann nokkrum spurningum blaðamannsins Jessicu Harnzelou. Jessica spurði: „Eru einhver vandamál varðandi þá aðferð sem er notuð í dag við hjartahnoð?“ Bob svaraði: „Til að pressa brjóstkassann niður um 5 cm, sem er nauðsynlegt til að hjartað dæli eftir hjartastopp, þá þarf að beita þrýstingi sem er 59 kg á bringubeinið. Þú heldur ef til vill að þetta sé ekki mikið en konan mín er 52 kg svo þetta verður erfitt fyrir mig. Hún getur ekki náð þessum þrýstingi þegar hún er á hnjánum hjá mér en hún getur þetta með hælunum ef hún stendur upprétt.“

Útúrsnúningar Landsvirkjunar um verð

Þorsteinn Þorsteinsson skrifar

Magnús Þór Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar, svarar nýlega grein minni, "Pyrrhosar­sigrar í orkusamningum“. Hann leggur áherslu á mikilvægi þess að réttum staðreyndum um orkuverð sé haldið til haga.

Hvar á Ísland heima?

Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

Makríldeilan og viðskiptabann stjórnvalda í Rússlandi á íslenskar sjávarafurðir ýta undir holla umræðu um stöðu Íslands. Við fylgjum NATO og ESB að málum í viðskiptaþvingunum gegn stjórn Pútíns. Kreml bregst ókvæða við og það kemur illa við kaunin á okkur, einkum vegna makríls. Deilurnar við ESB torvelda okkur að fá fellda niður háa tolla á fiskinn umdeilda í ESB. Það nánast dæmir okkur úr leik á okkar traustasta markaði.

Að vera stjórnmálamaður

Bergur Ebbi Benediktsson skrifar

Ég hugsa stundum um hvernig það sé að vera stjórnmálamaður. Að vakna upp einn daginn og vera formaður einhverrar þingnefndar eða utanríkisráðherra. Ég held að það sé glatað.

Kjötvinnsla kærleikans

Jón Gnarr skrifar

Ég var svo heppinn að vera í Houston þegar hið árlega Ródeó fór þar fram. Svona Ródeó eru alþjóðlegt fyrirbæri. Þar eru sýningar og skemmtiatriði en líka verslanir og sölubásar og kynningar á landbúnaði og húsdýrum og iðnaði þeim tengdum. Ródeóið í Houston er hið stærsta í heimi. Það er á Ródeóinu þar sem ofurhugar ríða ótemjum og mannígum nautum. Hátíðin dregur að sér margar milljónir gesta

Enn er bætt í vextina

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Fagnaðarefni er að Seðlabankinn ætli að grípa til aðgerða til að takmarka vaxtamunarviðskipti. Már Guðmundsson seðlabankastjóri upplýsti á vaxtaákvörðunarfundi bankans á miðvikudag að annaðhvort stæði til að leggja skatt eða bindiskyldu á færslur í slíkum viðskiptum.

Við munum öll deyja – byrjum karpið í dag

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Sá tími rennur upp í lífi sérhvers manns að hann getur ekki annað en gefist upp. Ég vona að þið getið fyrirgefið mér ef ykkur finnst ég sýna af mér sjálfselsku

Verður þjóðinni bjargað frá sjálfri sér enn og aftur?

Einar Guðmundsson skrifar

Íslensk þjóð hefur búið við þá gæfu að eiga á síðustu áratugum nokkur stórmenni sem eru slíkar mannvitsbrekkur að engin þörf er fyrir þjóðina að hugsa sjálfstætt, enda engin eftirspurn eftir hennar hugsun lengur.

Verkfræðingurinn sem varð „Mindful“

Þórður Víkingur Friðgeirsson skrifar

Sá sem ritar þessa grein hefur lengi starfað við stjórnun á margvíslegan hátt. Stjórnun er heillandi viðfangsefni. Með réttum stjórnunaraðferðum er hægt að vinna glæsta sigra. Á sama hátt getur vanstjórnun leitt til mikils tjóns.

Aktívistinn

Hildur Sverrisdóttir skrifar

Í sumar fór ég í verslun í miðbænum. Við innganginn var ég næstum gengin á kæli fullan af pilsner. Kælirinn var furðulega stór, á besta stað, upplýstur og nánast glimmer­skreyttur, svo lokkandi var hann.

Rúllugjald

Kári Stefánsson skrifar

Einu sinni lagði framsóknarráðherra nokkur fram frumvarp til laga um samræmda stafsetningu sem átti meðal annars að koma böndum á óheftan skandalista, Halldór Kiljan Laxness að nafni.

Innleiðingarhraðinn

Guðmundur Haukur Sigurðarson skrifar

Flestum er orðið það ljóst að ekki verður lengur beðið með afgerandi aðgerðir í loftslagsmálum en einhverra hluta vegna er lítið um stórtækar aðgerðir hjá ráðamönnum.

Rangfærslur um raforkuverð

Magnús Þór Gylfason skrifar

Þorsteinn Þorsteinsson markaðsrýnir staðhæfir í grein í Fréttablaðinu í gær að Landsvirkjun hafi "hækkað raforkuverð undanfarið um tugi prósenta á matvælaframleiðendur og ýmiss konar iðnfyrirtæki“. Það er ekki rétt.

Gleðilega menningarnótt!

Dagur B. Eggertsson skrifar

Á morgun höldum við Menningarnótt í 20. sinn en hún var fyrst haldin árið 1996 og hefur stækkað jafnt og þétt síðan. Menningarnótt er stærsta og fjölmennasta einstaka hátíð sem haldin er á landinu en meira en 100.000 gestir koma í bæinn og meira en hundrað mismunandi viðburðir eru haldnir.

Eitraður útgerðarauður

Jón Steinsson skrifar

Ég hef lengi barist fyrir því að þjóðin fái fullt gjald fyrir afnot af fiskveiðiauðlindum sínum. Einföld og góð markaðslausn sem myndi tryggja það væri uppboð á veiðiheimildum.

Dunkin' Dónar

Atli Fannar Bjarkason skrifar

Innreið Dunkin' Donuts er til marks um gjaldþrot menningar okkar.

Sérhagsmuna­gæsla fyrir nokkrar fjölskyldur

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Löggjafinn ætti að afnema sem fyrst tollvernd kjúklinga og svínakjöts því engin rök réttlæta slíka tolla sem nokkrar fjölskyldur í landinu ­njóta að mestu góðs af.

Tjón á tónlistarlífi

Halldór Halldórsson skrifar

Og enn standa skólarnir og hið öfluga menningarlíf sem þeir skapa frammi fyrir algjörri óvissu vegna andvaraleysis eða miklu frekar áhugaleysis meirihluta borgarstjórnar.

Annað tæki­færi fyrir alla?

Viktoría Hermannsdóttir skrifar

Fyrrverandi föngum tekst illa að fóta sig. Samfélagið tekur illa á móti þeim.

Tónlistartjón

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar

Barátta þessara skóla gengur svo illa að þeir sjá vart fyrir sér að lifa af. Hvort heldur sem borgin eða ráðuneytið veldur er ljóst að svona vinnubrögð hjá stjórnvöldum eru ólíðandi. Enginn rekstur getur lifað af sem á sífellt von á fjármunum sem síðan aldrei berast.

Sjá næstu 50 greinar