Útúrsnúningar Landsvirkjunar um verð Þorsteinn Þorsteinsson skrifar 24. ágúst 2015 06:00 Magnús Þór Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar, svarar nýlega grein minni, „Pyrrhosarsigrar í orkusamningum“. Hann leggur áherslu á mikilvægi þess að réttum staðreyndum um orkuverð sé haldið til haga. Það flokkast hins vegar undir útúrsnúning hjá Magnúsi að taka einungis hálfa setningu út úr grein minni og gera hana að aðalatriði. Setningarhlutinn sem Magnús velur að gagnrýna er þessi: „Þannig hefur Landsvirkjun t.d. hækkað raforkuverð undanfarið um tugi prósenta á matvælaframleiðendur og ýmiss konar iðnfyrirtæki…“ en Magnús gætir þess að tjá sig ekki um framhaldið: „…á sama tíma og orkuverð í nágrannalöndum hefur lækkað um 54% til 75%“. Magnús forðast greinilega að tala um samanburðinn við nágrannalöndin enda er hann Landsvirkjun ekki hagfelldur. Það er dapurleg aðferðafræði þegar menn eru uppiskroppa með mótrök, að taka hlutina úr samhengi og leggja áherslu á allt annað en inntakið. Eitt er að taka grein mína úr samhengi en verra er þegar meðaltalsútreikningar eru notaðir til að slá ryki í augu lesenda. Magnús gengur jafnvel svo langt að taka út árið 2007 eitt og sér til samanburðar til að fegra málflutning sinn, sem verður að teljast afvegaleiðandi. Er þetta trikk kannski dæmi um hið hárómaða samtal við þjóðina sem Landsvirkjun hefur svo mikið talað um undanfarið? Fyrrnefndir meðaltalsútreikningar Magnúsar hjálpuðu t.d. Ölgerðinni lítið þegar við fyrirtækinu blasti 17% hækkun á raforkuverði sem afleiðing af verðstefnu Landsvirkjunar. Í fjölmiðli 16. júní sl. kom m.a. eftirfarandi fram um umrædda hækkun: „Rafmagnsreikningur Ölgerðarinnar, eins stærsta matvörufyrirtækis landsins, hefur hækkað um 17% á milli ára, eða tífalt meira en almennt verðlag í landinu. Fyrirtækið kaupir raforkuna af Fallorku og hefur Ölgerðin fengið þær upplýsingar frá seljanda að heildsalinn, Landsvirkjun, hafi hækkað meðalverð í skammtímasamningum um 40%“. Það er m.a. þessi framganga Landsvirkjunar sem grein undirritaðs tekur mið af. Í því samhengi er ágætt að rifja upp að eitt helsta verkefni eiganda Landsvirkjunar er að halda verðbólgu í skefjum. Það verkefni virðist ekki vera á stefnuskrá Landsvirkjunar ef mið er tekið af ofangreindri hækkun. Inntakið í grein minni var m.a. að benda á þetta misræmi og Magnúsi hefði verið sæmra að miða svar sitt við það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Magnús Þór Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar, svarar nýlega grein minni, „Pyrrhosarsigrar í orkusamningum“. Hann leggur áherslu á mikilvægi þess að réttum staðreyndum um orkuverð sé haldið til haga. Það flokkast hins vegar undir útúrsnúning hjá Magnúsi að taka einungis hálfa setningu út úr grein minni og gera hana að aðalatriði. Setningarhlutinn sem Magnús velur að gagnrýna er þessi: „Þannig hefur Landsvirkjun t.d. hækkað raforkuverð undanfarið um tugi prósenta á matvælaframleiðendur og ýmiss konar iðnfyrirtæki…“ en Magnús gætir þess að tjá sig ekki um framhaldið: „…á sama tíma og orkuverð í nágrannalöndum hefur lækkað um 54% til 75%“. Magnús forðast greinilega að tala um samanburðinn við nágrannalöndin enda er hann Landsvirkjun ekki hagfelldur. Það er dapurleg aðferðafræði þegar menn eru uppiskroppa með mótrök, að taka hlutina úr samhengi og leggja áherslu á allt annað en inntakið. Eitt er að taka grein mína úr samhengi en verra er þegar meðaltalsútreikningar eru notaðir til að slá ryki í augu lesenda. Magnús gengur jafnvel svo langt að taka út árið 2007 eitt og sér til samanburðar til að fegra málflutning sinn, sem verður að teljast afvegaleiðandi. Er þetta trikk kannski dæmi um hið hárómaða samtal við þjóðina sem Landsvirkjun hefur svo mikið talað um undanfarið? Fyrrnefndir meðaltalsútreikningar Magnúsar hjálpuðu t.d. Ölgerðinni lítið þegar við fyrirtækinu blasti 17% hækkun á raforkuverði sem afleiðing af verðstefnu Landsvirkjunar. Í fjölmiðli 16. júní sl. kom m.a. eftirfarandi fram um umrædda hækkun: „Rafmagnsreikningur Ölgerðarinnar, eins stærsta matvörufyrirtækis landsins, hefur hækkað um 17% á milli ára, eða tífalt meira en almennt verðlag í landinu. Fyrirtækið kaupir raforkuna af Fallorku og hefur Ölgerðin fengið þær upplýsingar frá seljanda að heildsalinn, Landsvirkjun, hafi hækkað meðalverð í skammtímasamningum um 40%“. Það er m.a. þessi framganga Landsvirkjunar sem grein undirritaðs tekur mið af. Í því samhengi er ágætt að rifja upp að eitt helsta verkefni eiganda Landsvirkjunar er að halda verðbólgu í skefjum. Það verkefni virðist ekki vera á stefnuskrá Landsvirkjunar ef mið er tekið af ofangreindri hækkun. Inntakið í grein minni var m.a. að benda á þetta misræmi og Magnúsi hefði verið sæmra að miða svar sitt við það.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun