Útúrsnúningar Landsvirkjunar um verð Þorsteinn Þorsteinsson skrifar 24. ágúst 2015 06:00 Magnús Þór Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar, svarar nýlega grein minni, „Pyrrhosarsigrar í orkusamningum“. Hann leggur áherslu á mikilvægi þess að réttum staðreyndum um orkuverð sé haldið til haga. Það flokkast hins vegar undir útúrsnúning hjá Magnúsi að taka einungis hálfa setningu út úr grein minni og gera hana að aðalatriði. Setningarhlutinn sem Magnús velur að gagnrýna er þessi: „Þannig hefur Landsvirkjun t.d. hækkað raforkuverð undanfarið um tugi prósenta á matvælaframleiðendur og ýmiss konar iðnfyrirtæki…“ en Magnús gætir þess að tjá sig ekki um framhaldið: „…á sama tíma og orkuverð í nágrannalöndum hefur lækkað um 54% til 75%“. Magnús forðast greinilega að tala um samanburðinn við nágrannalöndin enda er hann Landsvirkjun ekki hagfelldur. Það er dapurleg aðferðafræði þegar menn eru uppiskroppa með mótrök, að taka hlutina úr samhengi og leggja áherslu á allt annað en inntakið. Eitt er að taka grein mína úr samhengi en verra er þegar meðaltalsútreikningar eru notaðir til að slá ryki í augu lesenda. Magnús gengur jafnvel svo langt að taka út árið 2007 eitt og sér til samanburðar til að fegra málflutning sinn, sem verður að teljast afvegaleiðandi. Er þetta trikk kannski dæmi um hið hárómaða samtal við þjóðina sem Landsvirkjun hefur svo mikið talað um undanfarið? Fyrrnefndir meðaltalsútreikningar Magnúsar hjálpuðu t.d. Ölgerðinni lítið þegar við fyrirtækinu blasti 17% hækkun á raforkuverði sem afleiðing af verðstefnu Landsvirkjunar. Í fjölmiðli 16. júní sl. kom m.a. eftirfarandi fram um umrædda hækkun: „Rafmagnsreikningur Ölgerðarinnar, eins stærsta matvörufyrirtækis landsins, hefur hækkað um 17% á milli ára, eða tífalt meira en almennt verðlag í landinu. Fyrirtækið kaupir raforkuna af Fallorku og hefur Ölgerðin fengið þær upplýsingar frá seljanda að heildsalinn, Landsvirkjun, hafi hækkað meðalverð í skammtímasamningum um 40%“. Það er m.a. þessi framganga Landsvirkjunar sem grein undirritaðs tekur mið af. Í því samhengi er ágætt að rifja upp að eitt helsta verkefni eiganda Landsvirkjunar er að halda verðbólgu í skefjum. Það verkefni virðist ekki vera á stefnuskrá Landsvirkjunar ef mið er tekið af ofangreindri hækkun. Inntakið í grein minni var m.a. að benda á þetta misræmi og Magnúsi hefði verið sæmra að miða svar sitt við það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Magnús Þór Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar, svarar nýlega grein minni, „Pyrrhosarsigrar í orkusamningum“. Hann leggur áherslu á mikilvægi þess að réttum staðreyndum um orkuverð sé haldið til haga. Það flokkast hins vegar undir útúrsnúning hjá Magnúsi að taka einungis hálfa setningu út úr grein minni og gera hana að aðalatriði. Setningarhlutinn sem Magnús velur að gagnrýna er þessi: „Þannig hefur Landsvirkjun t.d. hækkað raforkuverð undanfarið um tugi prósenta á matvælaframleiðendur og ýmiss konar iðnfyrirtæki…“ en Magnús gætir þess að tjá sig ekki um framhaldið: „…á sama tíma og orkuverð í nágrannalöndum hefur lækkað um 54% til 75%“. Magnús forðast greinilega að tala um samanburðinn við nágrannalöndin enda er hann Landsvirkjun ekki hagfelldur. Það er dapurleg aðferðafræði þegar menn eru uppiskroppa með mótrök, að taka hlutina úr samhengi og leggja áherslu á allt annað en inntakið. Eitt er að taka grein mína úr samhengi en verra er þegar meðaltalsútreikningar eru notaðir til að slá ryki í augu lesenda. Magnús gengur jafnvel svo langt að taka út árið 2007 eitt og sér til samanburðar til að fegra málflutning sinn, sem verður að teljast afvegaleiðandi. Er þetta trikk kannski dæmi um hið hárómaða samtal við þjóðina sem Landsvirkjun hefur svo mikið talað um undanfarið? Fyrrnefndir meðaltalsútreikningar Magnúsar hjálpuðu t.d. Ölgerðinni lítið þegar við fyrirtækinu blasti 17% hækkun á raforkuverði sem afleiðing af verðstefnu Landsvirkjunar. Í fjölmiðli 16. júní sl. kom m.a. eftirfarandi fram um umrædda hækkun: „Rafmagnsreikningur Ölgerðarinnar, eins stærsta matvörufyrirtækis landsins, hefur hækkað um 17% á milli ára, eða tífalt meira en almennt verðlag í landinu. Fyrirtækið kaupir raforkuna af Fallorku og hefur Ölgerðin fengið þær upplýsingar frá seljanda að heildsalinn, Landsvirkjun, hafi hækkað meðalverð í skammtímasamningum um 40%“. Það er m.a. þessi framganga Landsvirkjunar sem grein undirritaðs tekur mið af. Í því samhengi er ágætt að rifja upp að eitt helsta verkefni eiganda Landsvirkjunar er að halda verðbólgu í skefjum. Það verkefni virðist ekki vera á stefnuskrá Landsvirkjunar ef mið er tekið af ofangreindri hækkun. Inntakið í grein minni var m.a. að benda á þetta misræmi og Magnúsi hefði verið sæmra að miða svar sitt við það.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar