Óvild, arður og réttlæti Páll Valur Björnsson skrifar 25. ágúst 2015 17:22 „En maður les líka á milli línanna hjá sumum að þar skín í gegn óvildin í garð sjávarútvegsins og þeirra fyrirtækja sem stunda útgerð á Íslandi.“ Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu 20. ágúst sl. þar sem hann ræðir um Rússadeiluna svonefndu. Og í viðtalinu segir Bjarni einnig: „Að ná höggi á fiskveiðistjórnunarkerfið er orðið sjálfstætt markmið hjá þessu fólki. En fiskveiðar og arðbært stjórnkerfi er það sem hefur komið undir okkur fótunum, með þessu höfum við byggt upp það samfélag sem við búum í. Það er ótrúlega dapurlegt að lesa þetta.“ Það er því miður of mikið til í því hjá hæstvirtum fjármálaráðherra að óvild í garð sjávarútvegsfyrirtækja er allt of algeng og allt of mikil meðal fólks. Það er mjög skaðlegt hugarfar og engum til gagns. En það er kolrangt hjá ráðherra ef hann heldur að óvildin sé tilkomin vegna þess að stjórnkerfi fiskveiða er arðbært. Ástæða þessarar óvildar er augljós og einföld og hún er sú að hann og aðrir stjórnmálamenn hafa ekki staðið sig í að tryggja að þjóðin geti treyst því að hún eigi fiskveiðiauðlindirnar og fái að njóta arðsins af þeim. Og fjármálaráðherra hefur raunar verið í liði með þeim sem hafa viljað tryggja að almenningur í landinu fái bara molana sem til falla þegar sérvaldir éta kökuna.Óásættanleg neikvæð umræða Til að breyta þessu neikvæða hugarfari þarf að gera tvennt. Það þarf að setja skýrt ákvæði í stjórnarskrá um að þjóðin eigi fiskveiðiauðlindirnar. Og það þarf að bjóða réttinn til að nýta auðlindirnar upp á jafnræðisgrundvelli. Aðeins þannig verður réttur þjóðarinnar til þessara auðlinda og arðsins af þeim tryggður í orði og í verki. Verði þetta hvorugt gert mun fólkið í landinu aldrei verða sátt og sem betur fer ekki. Það á ekki og má ekki verða sátt um óréttlæti. Þetta verður fjármálaráðherra að fara að skilja og það er brýnt að það gerist sem fyrst því að óánægjan sem er um þessi mál hjá þjóðinni er ekki bara skaðleg fyrir sáttina í samfélaginu. Hún er mjög skaðleg fyrir sjávarútvegsfyrirtækin og alla þá sem hjá þeim starfa, fjárhagslega hagsmuni þeirra og allrar þjóðarinnar. Það verður enn þá óásættanlegra hversu neikvæð umræðan um sjávarútveginn oft er þegar litið er til þess hversu margt í sambandi við hann ætti að vera okkur tilefni til að gleðjast og fyllast stolti. Framleiðsla á næringarríkum mat í heimi þar sem mikil þörf er fyrir holla fæðu. Og aðrar fiskveiðiþjóðir horfa mjög til okkar því að okkur hefur tekist mjög margt miklu betur en langflestum. Fiskistofnarnir okkar eru nýttir með ábyrgum hætti, sjávarútvegur skilar miklum arði og framleiðnin í honum er mjög góð miðað við það sem gerist í öðrum löndum. Hagfræðilegar rannsóknir sýna að sjómennirnir okkar eru einhverjir þeir hæfustu og duglegustu í heimi og fiskverkunarfólkið okkar skilar hágæða afurðum. Er ekki óþolandi að láta allt þetta dugmikla fólk þurfa að hlusta sí og æ á neikvæða umræðu um greinina sem það starfar í? Mér finnst það. Íslenskur sjávarútvegur á auðvitað að vera og hefur verið mjög jákvæður þáttur í sjálfsmynd okkar. Þetta er atvinnugreinin sem kom okkur almennilega á lappirnar. Það er mjög skaðlegt fyrir okkur öll hvernig deilur um úthlutun aflaheimilda og skiptingu arðsins af nýtingu fiskveiðiauðlindanna hafa skaðað ímynd starfsstétta sem tengjast sjávarútvegi og byggða sem mikið byggja á útgerð. Og leitt til hugarfars og umræðna sem fjármálaráðherra kallar óvild í garð fyrirtækja í sjávarútvegi. Þessu verður að breyta og eina leiðin til þess er að þjóðin geti treyst því að hún eigi fiskveiðiauðlindirnar og njóti þess arðs af þeirri eign sinni sem henni ber. Við þurfum að hafa það skýrt og skorinort í stjórnarskrá og það þarf að bjóða nýtingarréttinn upp. Þegar við höfum komið þessu í verk munu fyrirtæki í sjávarútvegi njóta velvildar þjóðarinnar allrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
„En maður les líka á milli línanna hjá sumum að þar skín í gegn óvildin í garð sjávarútvegsins og þeirra fyrirtækja sem stunda útgerð á Íslandi.“ Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu 20. ágúst sl. þar sem hann ræðir um Rússadeiluna svonefndu. Og í viðtalinu segir Bjarni einnig: „Að ná höggi á fiskveiðistjórnunarkerfið er orðið sjálfstætt markmið hjá þessu fólki. En fiskveiðar og arðbært stjórnkerfi er það sem hefur komið undir okkur fótunum, með þessu höfum við byggt upp það samfélag sem við búum í. Það er ótrúlega dapurlegt að lesa þetta.“ Það er því miður of mikið til í því hjá hæstvirtum fjármálaráðherra að óvild í garð sjávarútvegsfyrirtækja er allt of algeng og allt of mikil meðal fólks. Það er mjög skaðlegt hugarfar og engum til gagns. En það er kolrangt hjá ráðherra ef hann heldur að óvildin sé tilkomin vegna þess að stjórnkerfi fiskveiða er arðbært. Ástæða þessarar óvildar er augljós og einföld og hún er sú að hann og aðrir stjórnmálamenn hafa ekki staðið sig í að tryggja að þjóðin geti treyst því að hún eigi fiskveiðiauðlindirnar og fái að njóta arðsins af þeim. Og fjármálaráðherra hefur raunar verið í liði með þeim sem hafa viljað tryggja að almenningur í landinu fái bara molana sem til falla þegar sérvaldir éta kökuna.Óásættanleg neikvæð umræða Til að breyta þessu neikvæða hugarfari þarf að gera tvennt. Það þarf að setja skýrt ákvæði í stjórnarskrá um að þjóðin eigi fiskveiðiauðlindirnar. Og það þarf að bjóða réttinn til að nýta auðlindirnar upp á jafnræðisgrundvelli. Aðeins þannig verður réttur þjóðarinnar til þessara auðlinda og arðsins af þeim tryggður í orði og í verki. Verði þetta hvorugt gert mun fólkið í landinu aldrei verða sátt og sem betur fer ekki. Það á ekki og má ekki verða sátt um óréttlæti. Þetta verður fjármálaráðherra að fara að skilja og það er brýnt að það gerist sem fyrst því að óánægjan sem er um þessi mál hjá þjóðinni er ekki bara skaðleg fyrir sáttina í samfélaginu. Hún er mjög skaðleg fyrir sjávarútvegsfyrirtækin og alla þá sem hjá þeim starfa, fjárhagslega hagsmuni þeirra og allrar þjóðarinnar. Það verður enn þá óásættanlegra hversu neikvæð umræðan um sjávarútveginn oft er þegar litið er til þess hversu margt í sambandi við hann ætti að vera okkur tilefni til að gleðjast og fyllast stolti. Framleiðsla á næringarríkum mat í heimi þar sem mikil þörf er fyrir holla fæðu. Og aðrar fiskveiðiþjóðir horfa mjög til okkar því að okkur hefur tekist mjög margt miklu betur en langflestum. Fiskistofnarnir okkar eru nýttir með ábyrgum hætti, sjávarútvegur skilar miklum arði og framleiðnin í honum er mjög góð miðað við það sem gerist í öðrum löndum. Hagfræðilegar rannsóknir sýna að sjómennirnir okkar eru einhverjir þeir hæfustu og duglegustu í heimi og fiskverkunarfólkið okkar skilar hágæða afurðum. Er ekki óþolandi að láta allt þetta dugmikla fólk þurfa að hlusta sí og æ á neikvæða umræðu um greinina sem það starfar í? Mér finnst það. Íslenskur sjávarútvegur á auðvitað að vera og hefur verið mjög jákvæður þáttur í sjálfsmynd okkar. Þetta er atvinnugreinin sem kom okkur almennilega á lappirnar. Það er mjög skaðlegt fyrir okkur öll hvernig deilur um úthlutun aflaheimilda og skiptingu arðsins af nýtingu fiskveiðiauðlindanna hafa skaðað ímynd starfsstétta sem tengjast sjávarútvegi og byggða sem mikið byggja á útgerð. Og leitt til hugarfars og umræðna sem fjármálaráðherra kallar óvild í garð fyrirtækja í sjávarútvegi. Þessu verður að breyta og eina leiðin til þess er að þjóðin geti treyst því að hún eigi fiskveiðiauðlindirnar og njóti þess arðs af þeirri eign sinni sem henni ber. Við þurfum að hafa það skýrt og skorinort í stjórnarskrá og það þarf að bjóða nýtingarréttinn upp. Þegar við höfum komið þessu í verk munu fyrirtæki í sjávarútvegi njóta velvildar þjóðarinnar allrar.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar