Búseta 1.000 eldri borgara í uppnámi Haraldur Finnsson skrifar 24. ágúst 2015 07:00 Búmenn er húsnæðissamvinnufélag fyrir 50 ára og eldri. Það á 540 íbúðir í 13 sveitarfélögum. Á höfuðborgarsvæðinu eru þessar íbúðir eftirsóttar enda mjög hentugar fyrir eldra fólk. Í íbúðum þeirra búa nú nær 1.000 manns við óvissu eftir að félagið fór í greiðslustöðvun í vor. Gjaldþrot félagsins hefði ófyrirsjáanlegar afleiðingar, bæði fyrir íbúana og Íbúðalánasjóð, sem myndi tapa miklum fjármunum. Meðalaldur íbúanna er 70-75 ár, flestir því eftirlaunafólk sem hefur þurft að taka á sig miklar kjaraskerðingar á liðnum árum. Ef ekki á illa að fara verða stjórnvöld, bæði ríkis og sveitarfélaga, að koma að lausn málsins. Stjórnvöld bera ábyrgð á því hvernig er komið, m.a. með því að íbúar húsnæðissamvinnufélaga sátu ekki við sama borð og aðrir íbúðareigendur varðandi leiðréttingu á húsnæðislánum og reyndar af fleiri ástæðum. Í reglum Íbúðalánasjóðs segir að meta skuli þörf fyrir húsnæði. Þrátt fyrir það var lánað til bygginga á svæðum þar sem þörfin var ekki fyrir hendi, líklega fyrir þrýsting frá sveitarfélögunum.Tugir tómra íbúða Ábyrgðin er því ekki eingöngu stjórnenda félagsins þó vissulega hafi ýmislegt farið úrskeiðis hjá þeim. Vandi félagsins felst einkum í endurgreiðslu á búseturétti í íbúðum sem ekki hefur tekist að selja aftur. Félagið situr uppi með nokkra tugi tómra íbúða í nokkrum sveitarfélögum, einkum á Suðurnesjum og í Hveragerði. Vandinn er bundinn við ákveðin svæði, annars staðar eru íbúðirnar eftirsóttar. En allir íbúar Búmannaíbúða eru samábyrgir. Þegar almennir sjóðir félagsins dugðu ekki til að greiða út búseturétti greip stjórnin til þess óyndisúrræðis að nýta Viðhaldssjóð félagsins sem allir íbúar hafa greitt í til að sinna eðlilegu viðhaldi, án þess að spyrja eða láta íbúa vita. Hvergi kemur fram í lögunum að sú notkun sjóðsins sé heimil. Þarna var fé í eigu félagsmanna notað á mjög vafasaman hátt. Stjórn félagsins hefur tregðast við að upplýsa og hafa samráð við félagsmenn. Hefur frestað að halda aðalfund fram í september þó samþykktir segi að hann skuli halda í júní. Þrátt fyrir að lög og samþykktir segi til um að þá skuli ráðuneyti grípa inn í þá gerist ekkert. Núverandi staða íbúanna er misjöfn eftir byggingarflokkum en greiðslur af lánum hafa hækkað jafnt og þétt og auk þess þarf að greiða fasteignagjöld, tryggingar, rekstur húsfélagsins og svo áfram í viðhaldssjóð sem er nánast tómur eftir að hafa verið (mis)notaður í að greiða út búseturéttargjöld. Sérstaklega bitnar þetta illa á einhleypum og þeim sem missa maka og þurfa að greiða af íbúð sinni einir. Þegar mánaðargjöld af íbúð hjá Búmönnum eru komin í 150-200 þúsund á mánuði þá er ljóst að staðan er alvarleg fyrir einstakling á lágmarkslífeyri. Boðuð frumvörp um húsnæðismál duga ekki í þessu máli. Leysa verður málið strax. Annars lenda 1.000 íbúar, flestir á eftirlaunaaldri, í ógöngum með búsetu sína. Hvernig ætla sveitarfélögin, þar sem þessar íbúðir eru, að bregðast við? Á enn einu sinni að herða að eftirlaunafólki og ganga á rétt þess? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Búmenn er húsnæðissamvinnufélag fyrir 50 ára og eldri. Það á 540 íbúðir í 13 sveitarfélögum. Á höfuðborgarsvæðinu eru þessar íbúðir eftirsóttar enda mjög hentugar fyrir eldra fólk. Í íbúðum þeirra búa nú nær 1.000 manns við óvissu eftir að félagið fór í greiðslustöðvun í vor. Gjaldþrot félagsins hefði ófyrirsjáanlegar afleiðingar, bæði fyrir íbúana og Íbúðalánasjóð, sem myndi tapa miklum fjármunum. Meðalaldur íbúanna er 70-75 ár, flestir því eftirlaunafólk sem hefur þurft að taka á sig miklar kjaraskerðingar á liðnum árum. Ef ekki á illa að fara verða stjórnvöld, bæði ríkis og sveitarfélaga, að koma að lausn málsins. Stjórnvöld bera ábyrgð á því hvernig er komið, m.a. með því að íbúar húsnæðissamvinnufélaga sátu ekki við sama borð og aðrir íbúðareigendur varðandi leiðréttingu á húsnæðislánum og reyndar af fleiri ástæðum. Í reglum Íbúðalánasjóðs segir að meta skuli þörf fyrir húsnæði. Þrátt fyrir það var lánað til bygginga á svæðum þar sem þörfin var ekki fyrir hendi, líklega fyrir þrýsting frá sveitarfélögunum.Tugir tómra íbúða Ábyrgðin er því ekki eingöngu stjórnenda félagsins þó vissulega hafi ýmislegt farið úrskeiðis hjá þeim. Vandi félagsins felst einkum í endurgreiðslu á búseturétti í íbúðum sem ekki hefur tekist að selja aftur. Félagið situr uppi með nokkra tugi tómra íbúða í nokkrum sveitarfélögum, einkum á Suðurnesjum og í Hveragerði. Vandinn er bundinn við ákveðin svæði, annars staðar eru íbúðirnar eftirsóttar. En allir íbúar Búmannaíbúða eru samábyrgir. Þegar almennir sjóðir félagsins dugðu ekki til að greiða út búseturétti greip stjórnin til þess óyndisúrræðis að nýta Viðhaldssjóð félagsins sem allir íbúar hafa greitt í til að sinna eðlilegu viðhaldi, án þess að spyrja eða láta íbúa vita. Hvergi kemur fram í lögunum að sú notkun sjóðsins sé heimil. Þarna var fé í eigu félagsmanna notað á mjög vafasaman hátt. Stjórn félagsins hefur tregðast við að upplýsa og hafa samráð við félagsmenn. Hefur frestað að halda aðalfund fram í september þó samþykktir segi að hann skuli halda í júní. Þrátt fyrir að lög og samþykktir segi til um að þá skuli ráðuneyti grípa inn í þá gerist ekkert. Núverandi staða íbúanna er misjöfn eftir byggingarflokkum en greiðslur af lánum hafa hækkað jafnt og þétt og auk þess þarf að greiða fasteignagjöld, tryggingar, rekstur húsfélagsins og svo áfram í viðhaldssjóð sem er nánast tómur eftir að hafa verið (mis)notaður í að greiða út búseturéttargjöld. Sérstaklega bitnar þetta illa á einhleypum og þeim sem missa maka og þurfa að greiða af íbúð sinni einir. Þegar mánaðargjöld af íbúð hjá Búmönnum eru komin í 150-200 þúsund á mánuði þá er ljóst að staðan er alvarleg fyrir einstakling á lágmarkslífeyri. Boðuð frumvörp um húsnæðismál duga ekki í þessu máli. Leysa verður málið strax. Annars lenda 1.000 íbúar, flestir á eftirlaunaaldri, í ógöngum með búsetu sína. Hvernig ætla sveitarfélögin, þar sem þessar íbúðir eru, að bregðast við? Á enn einu sinni að herða að eftirlaunafólki og ganga á rétt þess?
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar