Hjartahnoð með hælnum Sigmundur Guðbjarnason skrifar 24. ágúst 2015 07:00 Í grein sem birtist í tímaritinu New Scientist í ágúst 2015 er fjallað um hjartahnoð, sem oft er beitt við óvænt hjartastopp og getur komið í veg fyrir heilaskaða þar til hjálp berst og bjargar þannig lífi þess sem varð fyrir áfallinu. Bob Trenkamp kennir þessa aðferð á vegum samtaka sem nefnast „Saving Lives“ eða „Björgum lífi“ í Savannah í Georgia í Bandaríkjunum og svaraði hann nokkrum spurningum blaðamannsins Jessicu Harnzelou. Jessica spurði: „Eru einhver vandamál varðandi þá aðferð sem er notuð í dag við hjartahnoð?“ Bob svaraði: „Til að pressa brjóstkassann niður um 5 cm, sem er nauðsynlegt til að hjartað dæli eftir hjartastopp, þá þarf að beita þrýstingi sem er 59 kg á bringubeinið. Þú heldur ef til vill að þetta sé ekki mikið en konan mín er 52 kg svo þetta verður erfitt fyrir mig. Hún getur ekki náð þessum þrýstingi þegar hún er á hnjánum hjá mér en hún getur þetta með hælunum ef hún stendur upprétt.“ „Hvernig datt þér í hug að nota hælinn við hjartahnoð?“ „Ég lifi í samfélagi eldriborgara þar sem margir eru með liðagigt í úlnlið og handleggjum. Þeir gátu ekki náð viðunandi þrýstingi á æfingadúkku svo ég sagði við einn náungann, notaðu stól til að styðjast við og notaðu svo hælinn til að ná fram nægum þrýstingi á bringubeinið.“ „Hvernig gerir þú hjartahnoð standandi?“ „Þú tekur af þér skóna og stendur við höfuðið á þeim meðvitundarlausa, snýrð að fótum hans og styður þig við stól. Næst setur þú hæl á mitt brjóstið milli geirvartanna og ýtir niður tvisvar á sekúndu.“ „Er auðveldara að gefa hjartahnoð standandi?“ „Eldra fólk fær oftast hjartastopp og þá heima hjá sér. Oftast er makinn á svipuðum aldri. Við báðum 44 einstaklinga sem voru í áhættuhópi að gefa dúkkunni hjartahnoð í 10 mín. sem er sá tími sem tekur sjúkrabílinn að komast á staðinn. Aðeins sjö einstaklingar gátu gert þetta. Þrír úr hópnum gátu ekki farið niður á gólfið vegna vanheilsu. Rúmlega helmingur þeirra sem voru í hópnum gat veitt hjartahnoð með hælnum.“ Að lokum spurði Jessica: „Ert þú líklegur til að meiða einhvern?“ Bob svaraði: „Við venjulegt hjartahnoð gert með réttum þrýstingi gæti maður skaðað rifbein í einhverjum, fólk kallar það rifbrot en þau brotna yfirleitt ekki en losna frá bringubeininu. Það getur tekið allt að 60 daga að lagast aftur en ef ekki er notaður nægur þrýstingur á bringubeinið við hjartahnoð þá deyr einstaklingurinn.“ Þessu er hér komið á framfæri því við sjáum oft í dagblöðum fréttir af því að einhver hafi orðið bráðkvaddur, hafi dáið skyndidauða, ýmist eldri og jafnvel yngri einstaklingar. Frá Embætti landlæknis fáum við þær upplýsingar að fjöldi þeirra sem deyja skyndidauða utan sjúkrahúsa sé á bilinu 120-140 á ári og í 80% tilvika hjá fullorðnum er orsökin hjartastopp. Fólk er hvatt til að kynna sér einföld viðbrögð við hjartastoppi sem Endurlífgunarráð, Landlæknisembættið og Rauði kross Íslands hafa kynnt. Þessar leiðbeiningar má finna á netinu en hjartahnoð með hælnum er þar ekki að finna en gæti komið að gagni við sérstakar aðstæður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í grein sem birtist í tímaritinu New Scientist í ágúst 2015 er fjallað um hjartahnoð, sem oft er beitt við óvænt hjartastopp og getur komið í veg fyrir heilaskaða þar til hjálp berst og bjargar þannig lífi þess sem varð fyrir áfallinu. Bob Trenkamp kennir þessa aðferð á vegum samtaka sem nefnast „Saving Lives“ eða „Björgum lífi“ í Savannah í Georgia í Bandaríkjunum og svaraði hann nokkrum spurningum blaðamannsins Jessicu Harnzelou. Jessica spurði: „Eru einhver vandamál varðandi þá aðferð sem er notuð í dag við hjartahnoð?“ Bob svaraði: „Til að pressa brjóstkassann niður um 5 cm, sem er nauðsynlegt til að hjartað dæli eftir hjartastopp, þá þarf að beita þrýstingi sem er 59 kg á bringubeinið. Þú heldur ef til vill að þetta sé ekki mikið en konan mín er 52 kg svo þetta verður erfitt fyrir mig. Hún getur ekki náð þessum þrýstingi þegar hún er á hnjánum hjá mér en hún getur þetta með hælunum ef hún stendur upprétt.“ „Hvernig datt þér í hug að nota hælinn við hjartahnoð?“ „Ég lifi í samfélagi eldriborgara þar sem margir eru með liðagigt í úlnlið og handleggjum. Þeir gátu ekki náð viðunandi þrýstingi á æfingadúkku svo ég sagði við einn náungann, notaðu stól til að styðjast við og notaðu svo hælinn til að ná fram nægum þrýstingi á bringubeinið.“ „Hvernig gerir þú hjartahnoð standandi?“ „Þú tekur af þér skóna og stendur við höfuðið á þeim meðvitundarlausa, snýrð að fótum hans og styður þig við stól. Næst setur þú hæl á mitt brjóstið milli geirvartanna og ýtir niður tvisvar á sekúndu.“ „Er auðveldara að gefa hjartahnoð standandi?“ „Eldra fólk fær oftast hjartastopp og þá heima hjá sér. Oftast er makinn á svipuðum aldri. Við báðum 44 einstaklinga sem voru í áhættuhópi að gefa dúkkunni hjartahnoð í 10 mín. sem er sá tími sem tekur sjúkrabílinn að komast á staðinn. Aðeins sjö einstaklingar gátu gert þetta. Þrír úr hópnum gátu ekki farið niður á gólfið vegna vanheilsu. Rúmlega helmingur þeirra sem voru í hópnum gat veitt hjartahnoð með hælnum.“ Að lokum spurði Jessica: „Ert þú líklegur til að meiða einhvern?“ Bob svaraði: „Við venjulegt hjartahnoð gert með réttum þrýstingi gæti maður skaðað rifbein í einhverjum, fólk kallar það rifbrot en þau brotna yfirleitt ekki en losna frá bringubeininu. Það getur tekið allt að 60 daga að lagast aftur en ef ekki er notaður nægur þrýstingur á bringubeinið við hjartahnoð þá deyr einstaklingurinn.“ Þessu er hér komið á framfæri því við sjáum oft í dagblöðum fréttir af því að einhver hafi orðið bráðkvaddur, hafi dáið skyndidauða, ýmist eldri og jafnvel yngri einstaklingar. Frá Embætti landlæknis fáum við þær upplýsingar að fjöldi þeirra sem deyja skyndidauða utan sjúkrahúsa sé á bilinu 120-140 á ári og í 80% tilvika hjá fullorðnum er orsökin hjartastopp. Fólk er hvatt til að kynna sér einföld viðbrögð við hjartastoppi sem Endurlífgunarráð, Landlæknisembættið og Rauði kross Íslands hafa kynnt. Þessar leiðbeiningar má finna á netinu en hjartahnoð með hælnum er þar ekki að finna en gæti komið að gagni við sérstakar aðstæður.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar