Verður þjóðinni bjargað frá sjálfri sér enn og aftur? Einar Guðmundsson skrifar 21. ágúst 2015 07:00 Íslensk þjóð hefur búið við þá gæfu að eiga á síðustu áratugum nokkur stórmenni sem eru slíkar mannvitsbrekkur að engin þörf er fyrir þjóðina að hugsa sjálfstætt, enda engin eftirspurn eftir hennar hugsun lengur. Íslensk þjóð hefur hins vegar búið við þá ógæfu að allur almenningur er svo vitlaus við hlið stórmennanna að þeir (stórmennin) hafa ekkert þangað að sækja. Stórmennin, búa hins vegar við það óréttlæti að geta ekki kosið sjálfa sig á þing og þurfa því að leita á 4ra ára fresti til þess sama almennings og þeir treysta alls ekki. Því miður er viðbúið að sauðsvartur almúginn, vegna fáfræði sinnar, skilji ekki hverjir eru stórmenni og hverjir ekki og kjósi því vitlaust. Það er þó smá sárabót að hin sæmilegustu eftirlaun fylgja starfinu. „Mikið er á mann lagt að vita einn rétt,“ var viðkvæðið í gömlu Sovétríkjunum, því ekki mátti andmæla Kommúnistaflokknum. Þessi tilvitnun er því miður ekki það eina sem minnir á Sovét þessa dagana, en þar réðu einmitt ríkjum einhverjar mestu mannvitsbrekkur (að mati þeirra sjálfra) þess tíma. Þjóðaratkvæðagreiðslur voru eitur í þeirra beinum, enda aldrei að hægt að treysta almenningi til að kjósa rétt.Hin algjöra fjarvera þjóðaratkvæðagreiðsla á Íslandi Þrátt fyrir líkur á langlífi hafði undirritaður búið sig undir að verða aldrei spurður um neitt, nema þá auðvitað hver af gömlu góðu flokkunum ætti að hugsa fyrir undirritaðan næstu fjögur árin. En viti menn, forseti vor, Ólafur Ragnar, hafnaði svokölluðu fjölmiðlafrumvarpi og vísaði til þjóðarinnar. Þá skapaðist veruleg hætta á að almenningur tæki fram fyrir hendurnar á mestu mannvitsbrekkum þess tíma. En snilldin var tær og frumvarpið var bara dregið til baka, og þó var Alþingi búið að samþykkja það sem lög og málið einnig farið frá forseta, sem hafði vísað því til þjóðarinnar. Málið sem sagt komið úr höndum ríkisstjórnar og Alþingis og forseta til þjóðarinnar. Það tókst hins vegar að afstýra því stórslysi að til þjóðaratkvæðagreiðslu kæmi. Höfundarréttur reyndist vera á frumvarpinu sem taldist æðri samþykktum Alþingis og málskoti forsetans, stórmennum landsins til léttis. Að kjósa um eitthvert málefni, en ekki flokka, var þjóðinni einfaldlega of framandi til að mótmæli heyrðust. (Skv. þessu virðist höfundarréttur á lögum á Íslandi og að höfundurinn geti afturkallað lög þegar honum sýnist, hvernig svo sem Alþingi hefur verið að fikta í þeim). Þjóðinni var þannig bjargað frá sjálfri sér og öllum létti.Armæðan varðandi málskotsrétt forsetans Það var átakanlegt að sjá framámenn, sem jafnvel höfðu lokið prófi frá lagadeild HÍ, láta málskotsrétt forsetans koma sér gjörsamlega á óvart og úr jafnvægi. Það verður að teljast áfellisdómur yfir íslensku skólakerfi og þá lagadeild HÍ sérstaklega að þaðan sé hægt að útskrifast án þess að vita um málskotsrétt forsetans. Síðan þá hefur hver mannvitsbrekkan á fætur annarri útskýrt fyrir þjóðinni að það samræmist ekki lýðræðinu að einn maður (forsetinn) geti ákveðið að leita til þjóðarinnar sjálfrar varðandi lausn mikilvægra mála. Málflutningurinn gengur út á að þjóðin sjálf megi ekki grípa fram í fyrir ríkisstjórninni. Þjóðin er því í raun svipt sjálfræði til 4ra ára í senn.Þingræði er langt frá því að vera lokaskrefið á lýðræðisbrautinni Það vekur furðu hve margir Íslendingar hræðast þjóðaratkvæðagreiðslur, ekki bara stórmennin. Menn virðast þekkja svo mikið af hálfvitum, sem þeir treysta alls ekki til að greiða atkvæði. Kannski liggur eigin vanmáttarkennd á bak við, sem birtist í vantrausti á öðrum. Sagan segir okkur að út um allan heim hefur ríkt vantraust gagnvart aukinni lýðræðisþátttöku almennings. Þegar konur og óæðri karlar fengu loks kosningarétt á Íslandi var auðvitað margt af þeim fólk, sem þekkti lítið til pólitísks landslags þess tíma. En konurnar og karlarnir hafa svo sannarlega vaxið með verkefninu og í dag dettur engum í hug að þessir hópar séu óhæfir til að kjósa í almennum kosningum. Þjóðin mun vaxa með aukinni ábyrgð á einstökum málum. Þjóðaratkvæði í öllum umdeildum, en mikilvægum, málum er óhjákvæmilega framtíðin, annað er kúgandi forræðishyggja. Spurningin er bara hvort það unga fólk, sem nú er í forystu vilji að sagan minnist þess sem mikilvægra brautryðjenda í lýðræðisþróuninni, eða mun þetta fólk bjarga þjóðinni frá sjálfri sér t.d. í Evrópumálinu og hverfa þar með í hóp þeirra gamaldags forræðis pólitíkusa sem þjóðin mun vilja gleyma sem fyrst? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Íslensk þjóð hefur búið við þá gæfu að eiga á síðustu áratugum nokkur stórmenni sem eru slíkar mannvitsbrekkur að engin þörf er fyrir þjóðina að hugsa sjálfstætt, enda engin eftirspurn eftir hennar hugsun lengur. Íslensk þjóð hefur hins vegar búið við þá ógæfu að allur almenningur er svo vitlaus við hlið stórmennanna að þeir (stórmennin) hafa ekkert þangað að sækja. Stórmennin, búa hins vegar við það óréttlæti að geta ekki kosið sjálfa sig á þing og þurfa því að leita á 4ra ára fresti til þess sama almennings og þeir treysta alls ekki. Því miður er viðbúið að sauðsvartur almúginn, vegna fáfræði sinnar, skilji ekki hverjir eru stórmenni og hverjir ekki og kjósi því vitlaust. Það er þó smá sárabót að hin sæmilegustu eftirlaun fylgja starfinu. „Mikið er á mann lagt að vita einn rétt,“ var viðkvæðið í gömlu Sovétríkjunum, því ekki mátti andmæla Kommúnistaflokknum. Þessi tilvitnun er því miður ekki það eina sem minnir á Sovét þessa dagana, en þar réðu einmitt ríkjum einhverjar mestu mannvitsbrekkur (að mati þeirra sjálfra) þess tíma. Þjóðaratkvæðagreiðslur voru eitur í þeirra beinum, enda aldrei að hægt að treysta almenningi til að kjósa rétt.Hin algjöra fjarvera þjóðaratkvæðagreiðsla á Íslandi Þrátt fyrir líkur á langlífi hafði undirritaður búið sig undir að verða aldrei spurður um neitt, nema þá auðvitað hver af gömlu góðu flokkunum ætti að hugsa fyrir undirritaðan næstu fjögur árin. En viti menn, forseti vor, Ólafur Ragnar, hafnaði svokölluðu fjölmiðlafrumvarpi og vísaði til þjóðarinnar. Þá skapaðist veruleg hætta á að almenningur tæki fram fyrir hendurnar á mestu mannvitsbrekkum þess tíma. En snilldin var tær og frumvarpið var bara dregið til baka, og þó var Alþingi búið að samþykkja það sem lög og málið einnig farið frá forseta, sem hafði vísað því til þjóðarinnar. Málið sem sagt komið úr höndum ríkisstjórnar og Alþingis og forseta til þjóðarinnar. Það tókst hins vegar að afstýra því stórslysi að til þjóðaratkvæðagreiðslu kæmi. Höfundarréttur reyndist vera á frumvarpinu sem taldist æðri samþykktum Alþingis og málskoti forsetans, stórmennum landsins til léttis. Að kjósa um eitthvert málefni, en ekki flokka, var þjóðinni einfaldlega of framandi til að mótmæli heyrðust. (Skv. þessu virðist höfundarréttur á lögum á Íslandi og að höfundurinn geti afturkallað lög þegar honum sýnist, hvernig svo sem Alþingi hefur verið að fikta í þeim). Þjóðinni var þannig bjargað frá sjálfri sér og öllum létti.Armæðan varðandi málskotsrétt forsetans Það var átakanlegt að sjá framámenn, sem jafnvel höfðu lokið prófi frá lagadeild HÍ, láta málskotsrétt forsetans koma sér gjörsamlega á óvart og úr jafnvægi. Það verður að teljast áfellisdómur yfir íslensku skólakerfi og þá lagadeild HÍ sérstaklega að þaðan sé hægt að útskrifast án þess að vita um málskotsrétt forsetans. Síðan þá hefur hver mannvitsbrekkan á fætur annarri útskýrt fyrir þjóðinni að það samræmist ekki lýðræðinu að einn maður (forsetinn) geti ákveðið að leita til þjóðarinnar sjálfrar varðandi lausn mikilvægra mála. Málflutningurinn gengur út á að þjóðin sjálf megi ekki grípa fram í fyrir ríkisstjórninni. Þjóðin er því í raun svipt sjálfræði til 4ra ára í senn.Þingræði er langt frá því að vera lokaskrefið á lýðræðisbrautinni Það vekur furðu hve margir Íslendingar hræðast þjóðaratkvæðagreiðslur, ekki bara stórmennin. Menn virðast þekkja svo mikið af hálfvitum, sem þeir treysta alls ekki til að greiða atkvæði. Kannski liggur eigin vanmáttarkennd á bak við, sem birtist í vantrausti á öðrum. Sagan segir okkur að út um allan heim hefur ríkt vantraust gagnvart aukinni lýðræðisþátttöku almennings. Þegar konur og óæðri karlar fengu loks kosningarétt á Íslandi var auðvitað margt af þeim fólk, sem þekkti lítið til pólitísks landslags þess tíma. En konurnar og karlarnir hafa svo sannarlega vaxið með verkefninu og í dag dettur engum í hug að þessir hópar séu óhæfir til að kjósa í almennum kosningum. Þjóðin mun vaxa með aukinni ábyrgð á einstökum málum. Þjóðaratkvæði í öllum umdeildum, en mikilvægum, málum er óhjákvæmilega framtíðin, annað er kúgandi forræðishyggja. Spurningin er bara hvort það unga fólk, sem nú er í forystu vilji að sagan minnist þess sem mikilvægra brautryðjenda í lýðræðisþróuninni, eða mun þetta fólk bjarga þjóðinni frá sjálfri sér t.d. í Evrópumálinu og hverfa þar með í hóp þeirra gamaldags forræðis pólitíkusa sem þjóðin mun vilja gleyma sem fyrst?
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar