Kjaramál eru mannréttindamál Guðjón Sigurðsson skrifar 26. ágúst 2015 07:00 Að lifa eða lifa af er tvennt ólíkt. Stundum fær maður á tilfinninguna að stjórnvöld reikni með að það að lifa af sé fullnægjandi aðstæður fyrir hluta þjóðarinnar. Ekki er staðið við gerða samninga um hækkun bóta eða samning um réttindi fatlaðs fólks sem skrifað var undir 2007. Þó einstaklingar séu almennt ekki að drepast úr hor hér á landi þá eru margir bótaþegar ansi nálægt því. Fólk bjargar sér og lifir af.Að lifa er að geta valið En það er krafa okkar Íslendinga að geta lifað í þessu frábæra landi. Að lifa er að mínu mati það að geta valið. Það að börnin mín geti stundað íþróttir og aðrar tómstundir. Að eiga fyrir fjölbreyttum næringarríkum mat alla daga. Að eiga fyrir lyfjum. Að geta leitað mér læknisaðstoðar. Að eiga fyrir skólabókum og öðru sem börn þurfa í skólann. Auk annars sem nánast telst eðlilegt fyrir flesta. Það eru mannréttindi. Eitt er að fá það sem yfirvöld telja til lágmarksframfærslu og hitt er svo gleði yfirvalda við að hækka hlut notenda við allt og ekkert. Hlutur sjúklinga við lyf hækkar, að leita sér lækninga hækkar og síðast en ekki síst okkar hlutur við útvegun lífsnauðsynlegra hjálpartækja fyrir okkur sem viljum lifa. Auðvitað gætum við lagst í bælið og lifað af, en þar skilur á milli vilja míns og vilja yfirvalda. Ég vel lífið.Fækka til að gera betur Minn draumur og ósk er um samvinnu við stjórnvöld til að fækka þeim sem þurfa bætur svo betur megi gera við þá sem geta ekki annað en verið á bótum. Þar er fyrst og fremst að gera raunverulegt átak í vinnu fyrir alla, hlutastörfum verður að fjölga, endurmenntun verður að vera fjölbreytt og að veita okkur tækifæri til þátttöku í lífinu. Innleiðum/lögleiðum samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það er grunnurinn að svo mörgu. Meðal annars að við fáum tækifæri til sjálfstæðs lífs. Lifið heil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Að lifa eða lifa af er tvennt ólíkt. Stundum fær maður á tilfinninguna að stjórnvöld reikni með að það að lifa af sé fullnægjandi aðstæður fyrir hluta þjóðarinnar. Ekki er staðið við gerða samninga um hækkun bóta eða samning um réttindi fatlaðs fólks sem skrifað var undir 2007. Þó einstaklingar séu almennt ekki að drepast úr hor hér á landi þá eru margir bótaþegar ansi nálægt því. Fólk bjargar sér og lifir af.Að lifa er að geta valið En það er krafa okkar Íslendinga að geta lifað í þessu frábæra landi. Að lifa er að mínu mati það að geta valið. Það að börnin mín geti stundað íþróttir og aðrar tómstundir. Að eiga fyrir fjölbreyttum næringarríkum mat alla daga. Að eiga fyrir lyfjum. Að geta leitað mér læknisaðstoðar. Að eiga fyrir skólabókum og öðru sem börn þurfa í skólann. Auk annars sem nánast telst eðlilegt fyrir flesta. Það eru mannréttindi. Eitt er að fá það sem yfirvöld telja til lágmarksframfærslu og hitt er svo gleði yfirvalda við að hækka hlut notenda við allt og ekkert. Hlutur sjúklinga við lyf hækkar, að leita sér lækninga hækkar og síðast en ekki síst okkar hlutur við útvegun lífsnauðsynlegra hjálpartækja fyrir okkur sem viljum lifa. Auðvitað gætum við lagst í bælið og lifað af, en þar skilur á milli vilja míns og vilja yfirvalda. Ég vel lífið.Fækka til að gera betur Minn draumur og ósk er um samvinnu við stjórnvöld til að fækka þeim sem þurfa bætur svo betur megi gera við þá sem geta ekki annað en verið á bótum. Þar er fyrst og fremst að gera raunverulegt átak í vinnu fyrir alla, hlutastörfum verður að fjölga, endurmenntun verður að vera fjölbreytt og að veita okkur tækifæri til þátttöku í lífinu. Innleiðum/lögleiðum samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það er grunnurinn að svo mörgu. Meðal annars að við fáum tækifæri til sjálfstæðs lífs. Lifið heil.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar