100 ára kosningaréttur, kvennamenning og kvennasaga Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir skrifar 20. ágúst 2015 07:00 Enn er margt á döfinni vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Heimsóknir í Alþingishúsið eru til 25. ágúst með leiðsögn, en þar stendur yfir einstök sýning um konur í stjórnmálum. Senn hefjast þingstörf á ný og því eru síðustu forvöð að nýta þetta tækifæri. Alþjóðleg ráðstefna á vegum afmælisnefndarinnar í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina, RIKK og fleiri verður haldin í Hörpu dagana 22. og 23. október. Fyrri daginn er norræn ráðstefna og málþing til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur. Á norrænu ráðstefnunni verður m.a. fjallað um 100 ára þátttöku kvenna í stjórnmálum á Norðurlöndum. Þar koma fram norrænir fræðimenn og konur sem eiga sæti á þjóðþingum Norðurlanda. Síðari dagurinn er alþjóðlegur, með heimsþekktum fyrirlesurum. Þá verður m.a. rætt um það sem ógnar fullum kvenréttindum og hvert beri að stefna til að tryggja þau til framtíðar. Ráðstefnan er öllum opin og ókeypis, en nauðsynlegt er að skrá þátttöku. Skráning er hafin á heimasíðunni kosningarettur100ara.is/radstefna. Verið er að gera heimildarmynd um fyrsta kvenfélagið, Kvenfélag Rípurhrepps, og verður hún sýnd 24. október nk., á 40 ára afmæli kvennafrídagsins, á sjónvarpsstöðinni N4. Með vorinu kemur út bók um útsaum alþýðufólks á vegum Safnasafnsins á Svalbarðseyri, sem hefur safnað heimildum og verkum sem þar koma fyrir sjónir almennings. Á sama tíma verður útsaumssýning í safninu. Í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttarins er þar nú sýning á sérstæðum myndverkum 95 ára konu, Hrefnu Sigurðardóttur. Ástæða er til að hvetja þá sem eru á ferðinni í sumar að láta þetta yndislega safn ekki fram hjá sér fara. Enn stendur yfir fjöldi sýninga vegna kosningaréttarafmælisins, svo sem sýningin „Hvað er svona merkilegt við það“ í Þjóðminjasafninu. Í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi er sýningin „Fínerí úr fórum formæðra,“ verk Guðrúnar Auðunsdóttur. Á Akranesi stendur sýningin „Saga líknandi handa“ til 27. september. Þar er rakin saga heilbrigðisþjónustu og sagt frá merkum konum sem þar koma við sögu. Í Safnahúsi Borgarfjarðar stendur sýningin „Gleym þeim ei“ til 1. nóvember – saga fimmtán kvenna úr héraðinu, unnin í samvinnu við afkomendur þeirra. Svona má rekja sig eftir söfnunum í landinu. Á heimasíðunni www.kosningarettur100ara.is má finna nánari upplýsingar um viðburði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Enn er margt á döfinni vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Heimsóknir í Alþingishúsið eru til 25. ágúst með leiðsögn, en þar stendur yfir einstök sýning um konur í stjórnmálum. Senn hefjast þingstörf á ný og því eru síðustu forvöð að nýta þetta tækifæri. Alþjóðleg ráðstefna á vegum afmælisnefndarinnar í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina, RIKK og fleiri verður haldin í Hörpu dagana 22. og 23. október. Fyrri daginn er norræn ráðstefna og málþing til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur. Á norrænu ráðstefnunni verður m.a. fjallað um 100 ára þátttöku kvenna í stjórnmálum á Norðurlöndum. Þar koma fram norrænir fræðimenn og konur sem eiga sæti á þjóðþingum Norðurlanda. Síðari dagurinn er alþjóðlegur, með heimsþekktum fyrirlesurum. Þá verður m.a. rætt um það sem ógnar fullum kvenréttindum og hvert beri að stefna til að tryggja þau til framtíðar. Ráðstefnan er öllum opin og ókeypis, en nauðsynlegt er að skrá þátttöku. Skráning er hafin á heimasíðunni kosningarettur100ara.is/radstefna. Verið er að gera heimildarmynd um fyrsta kvenfélagið, Kvenfélag Rípurhrepps, og verður hún sýnd 24. október nk., á 40 ára afmæli kvennafrídagsins, á sjónvarpsstöðinni N4. Með vorinu kemur út bók um útsaum alþýðufólks á vegum Safnasafnsins á Svalbarðseyri, sem hefur safnað heimildum og verkum sem þar koma fyrir sjónir almennings. Á sama tíma verður útsaumssýning í safninu. Í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttarins er þar nú sýning á sérstæðum myndverkum 95 ára konu, Hrefnu Sigurðardóttur. Ástæða er til að hvetja þá sem eru á ferðinni í sumar að láta þetta yndislega safn ekki fram hjá sér fara. Enn stendur yfir fjöldi sýninga vegna kosningaréttarafmælisins, svo sem sýningin „Hvað er svona merkilegt við það“ í Þjóðminjasafninu. Í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi er sýningin „Fínerí úr fórum formæðra,“ verk Guðrúnar Auðunsdóttur. Á Akranesi stendur sýningin „Saga líknandi handa“ til 27. september. Þar er rakin saga heilbrigðisþjónustu og sagt frá merkum konum sem þar koma við sögu. Í Safnahúsi Borgarfjarðar stendur sýningin „Gleym þeim ei“ til 1. nóvember – saga fimmtán kvenna úr héraðinu, unnin í samvinnu við afkomendur þeirra. Svona má rekja sig eftir söfnunum í landinu. Á heimasíðunni www.kosningarettur100ara.is má finna nánari upplýsingar um viðburði.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar