Innleiðingarhraðinn Guðmundur Haukur Sigurðarson skrifar 21. ágúst 2015 07:00 Flestum er orðið það ljóst að ekki verður lengur beðið með afgerandi aðgerðir í loftslagsmálum en einhverra hluta vegna er lítið um stórtækar aðgerðir hjá ráðamönnum. Einu leiðirnar til að draga verulega úr jarðefnaeldsneytisnotkun felast í betri nýtni og notkun umhverfisvænni orkugjafa. Á Íslandi notar almenningur aðeins jarðefnaeldsneyti í samgöngum og á því sviði liggur meginverkefnið næstu árin. Það eru ekki lengur nein tæknileg vandkvæði í orkuskiptum í samgöngum; lausnirnar eru komnar og hér eftir snýst þetta eingöngu um innleiðingarhraða. Það er hægt að hafa áhrif á neytendur þegar kemur að samgöngum og mörg dæmi um að breytingar á opinberum gjöldum hafi breytt markaðshlutdeild bifreiða. Pallbílar, sem áður sáust eingöngu til sveita, urðu alltof algengir í þéttbýli þegar óheppileg ívilnun var innleidd á sínum tíma. Mun jákvæðari gjaldbreyting var innleidd þegar innflutningsgjöld á bíla voru tröpputengd við útblástursgildi í stað tveggja þrepa kerfis. Markaðurinn brást hratt við og meðalútblástursgildi nýskráðra bifreiða hefur hrunið úr yfir 200 g/km árið 2005 niður undir 130 g/km nú 10 árum síðar. Margir fleiri ættu auðvitað að hoppa á ívilnana- og innleiðingarvagninn. Sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki geta með ýmsum hætti lagt sitt af mörkum. Til dæmis með bættu aðgengi að umhverfisvænni orku, fjölbreyttara úrvali af farartækjum, betri bílastæðum, lægri tryggingum, afslætti í skoðun, samgöngustyrkjum til starfsmanna o.s.frv. Núorðið dylst það fæstum að ekki verður hjá því komist að skipta yfir í aðra orkugjafa hvort sem það er vegna aðgerða í loftslagsmálum eða út frá þeirri einföldu staðreynd að olían er endanleg auðlind. Tveir góðir kostir eru tilbúnir að taka við keflinu, í mismiklum mæli. Hér er um að ræða raforku og metan sem eru bæði innlendir og umhverfisvænir orkugjafar. Sem betur fer hafa stjórnvöld innleitt ívilnanir til að auka hlutdeild þessara kosta. Metan og rafmagn eru ekki skattfrjálsir orkugjafar eins og stundum er haldið fram enda með fullan virðisaukaskatt en hins vegar eru þessir orkugjafar undanþegnir olíugjöldum sem eiga að standa undir vegakerfinu. Bent hefur verið á að þessir bílar keyri frítt á vegum landsins. Vissulega er það rétt og slíkar undanþágur ekki mögulegar til langs tíma en á meðan hlutdeild nýorkubíla er enn undir 1% af heildarflotanum þá eru þetta ótímabærar áhyggjur að mínu mati. Hvernig koma þessar ívilnanir út gagnvart neytendum sem eru að huga að umhverfisvænni bílakaupum? Það er mjög erfitt að bera saman bíla þar sem útlit, tegund, litur og glasahaldarar trufla oft tæknilegan samanburð. Það er hins vegar til bifreið á markaði sem er til í bensín-, dísil-, metan- og rafmagnsútgáfu og hentar því vel til samanburðar. Bifreiðin er Volkswagen Golf en hún hefur selst vel í gegnum tíðina hér sem erlendis. Samanburðurinn sem settur er fram hér til hliðar er einfaldur og ekki teknir inn þættir eins og t.d. afskriftir, fjármagnskostnaður og þjóðhagsleg áhrif heldur einungis innkaupsverð og þriggja ára orkukostnaður. Miðað er við núverandi verðlag á bíl og orku og 20.000 km akstur á ári. Eins og sjá má duga núverandi ívilnanir að miklu leyti til að gera orkuskiptin álitleg gagnvart neytendum. Metanbifreiðin er bæði ódýrari í innkaupum og rekstri og í raun án vandkvæða enda eru metanbifreiðar tvíorkubílar og geta ekið á bensíni ef langt er í næstu metanstöð. Reyndar er komin metanstöð á Akureyri og nokkrar á höfuðborgarsvæðinu. Það er því í raun hálfgalið að velja bensínbílinn umfram metanbílinn. Rafbíllinn er nokkuð dýrari í innkaupum þrátt fyrir ívilnanir en afar lágur rekstrarkostnaður étur upp muninn með talsverðum hraða. Það er ekkert leyndarmál að ríkissjóður verður af skatttekjum á meðan ívilnanir gilda en ef stjórnmálamenn meina eitthvað með yfirlýsingum sínum um nauðsynlegar aðgerðir í loftslagsmálum þá er þetta réttlætanlegur stríðskostnaður í baráttunni við jarðefnaeldsneytið og loftslagsbreytingar. Ef ráðamenn eru að tapa sér yfir töpuðum tekjum ríkissjóðs er lítið mál að hækka kolefnisgjald á olíulítrann um 2-3 krónur til að bæta upp tekjutapið og rúmlega það. Það eina sem vantar er stefna um ívilnanir til lengri tíma, t.d. 10 ár eða þangað til 10% flotans ganga fyrir umhverfisvænni orku. Eftir það verður samkeppnisstaða nýorkubíla líklega og vonandi betri og þörf fyrir ívilnanir minni eða engar. Flóknara er þetta nú ekki.Tegund Verð [kr.] Orka [kr./ár] Samtals [kr./3 ár] CO2 áhrif [kg/ár] VW Golf Comfortline bensín 3.750.000 215.000 4.395.000 2.300 VW Golf Comfortline dísill 4.190.000 152.100 4.646.300 2.000 VW Golf Comfortline metan 3.590.000 104.300 3.905.000 0 VW e-Golf rafmagn 4.590.000 33.020 4.689.060 0 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Flestum er orðið það ljóst að ekki verður lengur beðið með afgerandi aðgerðir í loftslagsmálum en einhverra hluta vegna er lítið um stórtækar aðgerðir hjá ráðamönnum. Einu leiðirnar til að draga verulega úr jarðefnaeldsneytisnotkun felast í betri nýtni og notkun umhverfisvænni orkugjafa. Á Íslandi notar almenningur aðeins jarðefnaeldsneyti í samgöngum og á því sviði liggur meginverkefnið næstu árin. Það eru ekki lengur nein tæknileg vandkvæði í orkuskiptum í samgöngum; lausnirnar eru komnar og hér eftir snýst þetta eingöngu um innleiðingarhraða. Það er hægt að hafa áhrif á neytendur þegar kemur að samgöngum og mörg dæmi um að breytingar á opinberum gjöldum hafi breytt markaðshlutdeild bifreiða. Pallbílar, sem áður sáust eingöngu til sveita, urðu alltof algengir í þéttbýli þegar óheppileg ívilnun var innleidd á sínum tíma. Mun jákvæðari gjaldbreyting var innleidd þegar innflutningsgjöld á bíla voru tröpputengd við útblástursgildi í stað tveggja þrepa kerfis. Markaðurinn brást hratt við og meðalútblástursgildi nýskráðra bifreiða hefur hrunið úr yfir 200 g/km árið 2005 niður undir 130 g/km nú 10 árum síðar. Margir fleiri ættu auðvitað að hoppa á ívilnana- og innleiðingarvagninn. Sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki geta með ýmsum hætti lagt sitt af mörkum. Til dæmis með bættu aðgengi að umhverfisvænni orku, fjölbreyttara úrvali af farartækjum, betri bílastæðum, lægri tryggingum, afslætti í skoðun, samgöngustyrkjum til starfsmanna o.s.frv. Núorðið dylst það fæstum að ekki verður hjá því komist að skipta yfir í aðra orkugjafa hvort sem það er vegna aðgerða í loftslagsmálum eða út frá þeirri einföldu staðreynd að olían er endanleg auðlind. Tveir góðir kostir eru tilbúnir að taka við keflinu, í mismiklum mæli. Hér er um að ræða raforku og metan sem eru bæði innlendir og umhverfisvænir orkugjafar. Sem betur fer hafa stjórnvöld innleitt ívilnanir til að auka hlutdeild þessara kosta. Metan og rafmagn eru ekki skattfrjálsir orkugjafar eins og stundum er haldið fram enda með fullan virðisaukaskatt en hins vegar eru þessir orkugjafar undanþegnir olíugjöldum sem eiga að standa undir vegakerfinu. Bent hefur verið á að þessir bílar keyri frítt á vegum landsins. Vissulega er það rétt og slíkar undanþágur ekki mögulegar til langs tíma en á meðan hlutdeild nýorkubíla er enn undir 1% af heildarflotanum þá eru þetta ótímabærar áhyggjur að mínu mati. Hvernig koma þessar ívilnanir út gagnvart neytendum sem eru að huga að umhverfisvænni bílakaupum? Það er mjög erfitt að bera saman bíla þar sem útlit, tegund, litur og glasahaldarar trufla oft tæknilegan samanburð. Það er hins vegar til bifreið á markaði sem er til í bensín-, dísil-, metan- og rafmagnsútgáfu og hentar því vel til samanburðar. Bifreiðin er Volkswagen Golf en hún hefur selst vel í gegnum tíðina hér sem erlendis. Samanburðurinn sem settur er fram hér til hliðar er einfaldur og ekki teknir inn þættir eins og t.d. afskriftir, fjármagnskostnaður og þjóðhagsleg áhrif heldur einungis innkaupsverð og þriggja ára orkukostnaður. Miðað er við núverandi verðlag á bíl og orku og 20.000 km akstur á ári. Eins og sjá má duga núverandi ívilnanir að miklu leyti til að gera orkuskiptin álitleg gagnvart neytendum. Metanbifreiðin er bæði ódýrari í innkaupum og rekstri og í raun án vandkvæða enda eru metanbifreiðar tvíorkubílar og geta ekið á bensíni ef langt er í næstu metanstöð. Reyndar er komin metanstöð á Akureyri og nokkrar á höfuðborgarsvæðinu. Það er því í raun hálfgalið að velja bensínbílinn umfram metanbílinn. Rafbíllinn er nokkuð dýrari í innkaupum þrátt fyrir ívilnanir en afar lágur rekstrarkostnaður étur upp muninn með talsverðum hraða. Það er ekkert leyndarmál að ríkissjóður verður af skatttekjum á meðan ívilnanir gilda en ef stjórnmálamenn meina eitthvað með yfirlýsingum sínum um nauðsynlegar aðgerðir í loftslagsmálum þá er þetta réttlætanlegur stríðskostnaður í baráttunni við jarðefnaeldsneytið og loftslagsbreytingar. Ef ráðamenn eru að tapa sér yfir töpuðum tekjum ríkissjóðs er lítið mál að hækka kolefnisgjald á olíulítrann um 2-3 krónur til að bæta upp tekjutapið og rúmlega það. Það eina sem vantar er stefna um ívilnanir til lengri tíma, t.d. 10 ár eða þangað til 10% flotans ganga fyrir umhverfisvænni orku. Eftir það verður samkeppnisstaða nýorkubíla líklega og vonandi betri og þörf fyrir ívilnanir minni eða engar. Flóknara er þetta nú ekki.Tegund Verð [kr.] Orka [kr./ár] Samtals [kr./3 ár] CO2 áhrif [kg/ár] VW Golf Comfortline bensín 3.750.000 215.000 4.395.000 2.300 VW Golf Comfortline dísill 4.190.000 152.100 4.646.300 2.000 VW Golf Comfortline metan 3.590.000 104.300 3.905.000 0 VW e-Golf rafmagn 4.590.000 33.020 4.689.060 0
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar