Hverjir koma að stefnumörkun fyrirtækja? Guðrún Ragnarsdóttir skrifar 19. ágúst 2015 07:00 Stefnumörkun er orðin árlegur viðburður hjá flestum fyrirtækjum. Ferlið getur verið mismunandi umfangsmikið á milli ára en allir stjórnendur eru meðvitaðir um að í nútíma samfélagi breytist umhverfið það ört að stefnumörkun á þriggja ára fresti dugar ekki til. Enn fremur eru flest fyrirtæki farin að útvíkka hóp þátttakenda í ferlinu. Áður fyrr fór þröngur hópur stjórnenda í hina hefðbundnu SVÓT-greiningu (styrkleika-veikleika-ógnanir-tækifæri) og út frá henni var stefnan mörkuð. Í dag leita stjórnendur til allra helstu hagaðila, eins og starfsmanna, viðskiptavina, samstarfsaðila og síðast en ekki síst stjórnarinnar og/eða eigenda eftir innleggi í ferlið.Vannýtt auðlind Eitt af meginhlutverkum stjórna er að móta stefnu viðkomandi fyrirtækis. Alltof oft er sú stefnumörkun unnin af stjórnendum fyrirtækisins án beinnar aðkomu stjórnar nema þá til þess eins að samþykkja þá stefnu sem hefur verið mörkuð. Í þeim tilfellum eru stjórnendur að vannýta þá auðlind sem býr í stjórn viðkomandi fyrirtækis. Stjórnarmenn eiga auðveldara með að horfa hlutlausum augum á starfsemi fyrirtækisins og hafa oft víðtæka reynslu frá öðrum rekstri sem útvíkkar umræðuna. Það er því mikilvægt að teikna upp ferlið á þann hátt að aðkoma stjórnar verði þannig að sú stefna sem verður mörkuð verði sameiginlegt leiðarljós stjórnarinnar og stjórnenda.Eins og rauður þráður Stefnumörkun á að vera eins og rauður þráður í gegnum starfsáætlanir stjórna. Fyrst er það aðkoman að mótun hennar, síðan samþykki hennar og loks eftirfylgni og rýni. Þau gestsaugu sem stjórnarmenn hafa á starfsemi fyrirtækisins ættu að auðvelda gagnrýna umræðu um það hvort sú stefna sem mörkuð hefur verið sé að skila þeim árangri sem til var ætlast. Ef ekki, þarf að endurskoða hana og út frá fyrirliggjandi staðreyndum. Aðkoma eigenda/hluthafa að stefnumörkun ætti að vera eins og allra annarra hagaðila. Það er mikilvægt að kalla eftir sjónarmiðum og taka mið af þeim eigenda/hluthafastefnum sem liggja fyrir. Það er hins vegar stjórnarinnar að bera ábyrgð á þeirri stefnu sem er mörkuð hverju sinni og stjórnendanna að fylgja henni eftir. Hraði breytinga er mjög mismunandi eftir atvinnugreinum en í dag eru breytingarnar það örar í flestöllum starfsgreinum að ekki er svigrúm til margra mánaða vinnu við stefnumörkun. Betra er að innleiða vel þokkalega góða stefnu en að innleiða aldrei þessa einu réttu stefnu sem lítur aldrei dagsins ljós! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Stefnumörkun er orðin árlegur viðburður hjá flestum fyrirtækjum. Ferlið getur verið mismunandi umfangsmikið á milli ára en allir stjórnendur eru meðvitaðir um að í nútíma samfélagi breytist umhverfið það ört að stefnumörkun á þriggja ára fresti dugar ekki til. Enn fremur eru flest fyrirtæki farin að útvíkka hóp þátttakenda í ferlinu. Áður fyrr fór þröngur hópur stjórnenda í hina hefðbundnu SVÓT-greiningu (styrkleika-veikleika-ógnanir-tækifæri) og út frá henni var stefnan mörkuð. Í dag leita stjórnendur til allra helstu hagaðila, eins og starfsmanna, viðskiptavina, samstarfsaðila og síðast en ekki síst stjórnarinnar og/eða eigenda eftir innleggi í ferlið.Vannýtt auðlind Eitt af meginhlutverkum stjórna er að móta stefnu viðkomandi fyrirtækis. Alltof oft er sú stefnumörkun unnin af stjórnendum fyrirtækisins án beinnar aðkomu stjórnar nema þá til þess eins að samþykkja þá stefnu sem hefur verið mörkuð. Í þeim tilfellum eru stjórnendur að vannýta þá auðlind sem býr í stjórn viðkomandi fyrirtækis. Stjórnarmenn eiga auðveldara með að horfa hlutlausum augum á starfsemi fyrirtækisins og hafa oft víðtæka reynslu frá öðrum rekstri sem útvíkkar umræðuna. Það er því mikilvægt að teikna upp ferlið á þann hátt að aðkoma stjórnar verði þannig að sú stefna sem verður mörkuð verði sameiginlegt leiðarljós stjórnarinnar og stjórnenda.Eins og rauður þráður Stefnumörkun á að vera eins og rauður þráður í gegnum starfsáætlanir stjórna. Fyrst er það aðkoman að mótun hennar, síðan samþykki hennar og loks eftirfylgni og rýni. Þau gestsaugu sem stjórnarmenn hafa á starfsemi fyrirtækisins ættu að auðvelda gagnrýna umræðu um það hvort sú stefna sem mörkuð hefur verið sé að skila þeim árangri sem til var ætlast. Ef ekki, þarf að endurskoða hana og út frá fyrirliggjandi staðreyndum. Aðkoma eigenda/hluthafa að stefnumörkun ætti að vera eins og allra annarra hagaðila. Það er mikilvægt að kalla eftir sjónarmiðum og taka mið af þeim eigenda/hluthafastefnum sem liggja fyrir. Það er hins vegar stjórnarinnar að bera ábyrgð á þeirri stefnu sem er mörkuð hverju sinni og stjórnendanna að fylgja henni eftir. Hraði breytinga er mjög mismunandi eftir atvinnugreinum en í dag eru breytingarnar það örar í flestöllum starfsgreinum að ekki er svigrúm til margra mánaða vinnu við stefnumörkun. Betra er að innleiða vel þokkalega góða stefnu en að innleiða aldrei þessa einu réttu stefnu sem lítur aldrei dagsins ljós!
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar