Hverjir koma að stefnumörkun fyrirtækja? Guðrún Ragnarsdóttir skrifar 19. ágúst 2015 07:00 Stefnumörkun er orðin árlegur viðburður hjá flestum fyrirtækjum. Ferlið getur verið mismunandi umfangsmikið á milli ára en allir stjórnendur eru meðvitaðir um að í nútíma samfélagi breytist umhverfið það ört að stefnumörkun á þriggja ára fresti dugar ekki til. Enn fremur eru flest fyrirtæki farin að útvíkka hóp þátttakenda í ferlinu. Áður fyrr fór þröngur hópur stjórnenda í hina hefðbundnu SVÓT-greiningu (styrkleika-veikleika-ógnanir-tækifæri) og út frá henni var stefnan mörkuð. Í dag leita stjórnendur til allra helstu hagaðila, eins og starfsmanna, viðskiptavina, samstarfsaðila og síðast en ekki síst stjórnarinnar og/eða eigenda eftir innleggi í ferlið.Vannýtt auðlind Eitt af meginhlutverkum stjórna er að móta stefnu viðkomandi fyrirtækis. Alltof oft er sú stefnumörkun unnin af stjórnendum fyrirtækisins án beinnar aðkomu stjórnar nema þá til þess eins að samþykkja þá stefnu sem hefur verið mörkuð. Í þeim tilfellum eru stjórnendur að vannýta þá auðlind sem býr í stjórn viðkomandi fyrirtækis. Stjórnarmenn eiga auðveldara með að horfa hlutlausum augum á starfsemi fyrirtækisins og hafa oft víðtæka reynslu frá öðrum rekstri sem útvíkkar umræðuna. Það er því mikilvægt að teikna upp ferlið á þann hátt að aðkoma stjórnar verði þannig að sú stefna sem verður mörkuð verði sameiginlegt leiðarljós stjórnarinnar og stjórnenda.Eins og rauður þráður Stefnumörkun á að vera eins og rauður þráður í gegnum starfsáætlanir stjórna. Fyrst er það aðkoman að mótun hennar, síðan samþykki hennar og loks eftirfylgni og rýni. Þau gestsaugu sem stjórnarmenn hafa á starfsemi fyrirtækisins ættu að auðvelda gagnrýna umræðu um það hvort sú stefna sem mörkuð hefur verið sé að skila þeim árangri sem til var ætlast. Ef ekki, þarf að endurskoða hana og út frá fyrirliggjandi staðreyndum. Aðkoma eigenda/hluthafa að stefnumörkun ætti að vera eins og allra annarra hagaðila. Það er mikilvægt að kalla eftir sjónarmiðum og taka mið af þeim eigenda/hluthafastefnum sem liggja fyrir. Það er hins vegar stjórnarinnar að bera ábyrgð á þeirri stefnu sem er mörkuð hverju sinni og stjórnendanna að fylgja henni eftir. Hraði breytinga er mjög mismunandi eftir atvinnugreinum en í dag eru breytingarnar það örar í flestöllum starfsgreinum að ekki er svigrúm til margra mánaða vinnu við stefnumörkun. Betra er að innleiða vel þokkalega góða stefnu en að innleiða aldrei þessa einu réttu stefnu sem lítur aldrei dagsins ljós! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Stefnumörkun er orðin árlegur viðburður hjá flestum fyrirtækjum. Ferlið getur verið mismunandi umfangsmikið á milli ára en allir stjórnendur eru meðvitaðir um að í nútíma samfélagi breytist umhverfið það ört að stefnumörkun á þriggja ára fresti dugar ekki til. Enn fremur eru flest fyrirtæki farin að útvíkka hóp þátttakenda í ferlinu. Áður fyrr fór þröngur hópur stjórnenda í hina hefðbundnu SVÓT-greiningu (styrkleika-veikleika-ógnanir-tækifæri) og út frá henni var stefnan mörkuð. Í dag leita stjórnendur til allra helstu hagaðila, eins og starfsmanna, viðskiptavina, samstarfsaðila og síðast en ekki síst stjórnarinnar og/eða eigenda eftir innleggi í ferlið.Vannýtt auðlind Eitt af meginhlutverkum stjórna er að móta stefnu viðkomandi fyrirtækis. Alltof oft er sú stefnumörkun unnin af stjórnendum fyrirtækisins án beinnar aðkomu stjórnar nema þá til þess eins að samþykkja þá stefnu sem hefur verið mörkuð. Í þeim tilfellum eru stjórnendur að vannýta þá auðlind sem býr í stjórn viðkomandi fyrirtækis. Stjórnarmenn eiga auðveldara með að horfa hlutlausum augum á starfsemi fyrirtækisins og hafa oft víðtæka reynslu frá öðrum rekstri sem útvíkkar umræðuna. Það er því mikilvægt að teikna upp ferlið á þann hátt að aðkoma stjórnar verði þannig að sú stefna sem verður mörkuð verði sameiginlegt leiðarljós stjórnarinnar og stjórnenda.Eins og rauður þráður Stefnumörkun á að vera eins og rauður þráður í gegnum starfsáætlanir stjórna. Fyrst er það aðkoman að mótun hennar, síðan samþykki hennar og loks eftirfylgni og rýni. Þau gestsaugu sem stjórnarmenn hafa á starfsemi fyrirtækisins ættu að auðvelda gagnrýna umræðu um það hvort sú stefna sem mörkuð hefur verið sé að skila þeim árangri sem til var ætlast. Ef ekki, þarf að endurskoða hana og út frá fyrirliggjandi staðreyndum. Aðkoma eigenda/hluthafa að stefnumörkun ætti að vera eins og allra annarra hagaðila. Það er mikilvægt að kalla eftir sjónarmiðum og taka mið af þeim eigenda/hluthafastefnum sem liggja fyrir. Það er hins vegar stjórnarinnar að bera ábyrgð á þeirri stefnu sem er mörkuð hverju sinni og stjórnendanna að fylgja henni eftir. Hraði breytinga er mjög mismunandi eftir atvinnugreinum en í dag eru breytingarnar það örar í flestöllum starfsgreinum að ekki er svigrúm til margra mánaða vinnu við stefnumörkun. Betra er að innleiða vel þokkalega góða stefnu en að innleiða aldrei þessa einu réttu stefnu sem lítur aldrei dagsins ljós!
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar