Menntamálastofnun Arnór Guðmundsson skrifar 26. ágúst 2015 07:00 Undanfarið hafa rektor og aðrir starfsmenn Háskólans á Akureyri gagnrýnt greiningu Menntamálastofnunar á árangri nemenda sem stundað hafa nám í skólum sem kenna samkvæmt aðferðum byrjendalæsis. Hafa þeir borið brigður á niðurstöður Menntamálastofnunar og sakað stofnunina að ganga fram í samkeppni við Háskólann á Akureyri. Menntamálastofnun fagnar því að rýnt sé í þau gögn og greiningu sem stofnunin leggur fram. Jafnframt hvetur stofnunin aðra til að leggja fram gögn og rannsóknir sem hægt væri að nota til samanburðar. Því fer hins vegar fjarri að Menntamálastofnun sé stefnt gegn háskólum og öðrum sem vinna að skólaþróun. Þvert á móti er henni ætlað að eiga samstarf við þá og veita þeim sem og öðrum aðgang að gögnum sem nýta má til rannsókna og þróunar. Menntamálastofnun var sett á fót með lögum sem Alþingi samþykkti þann 1. júlí síðastliðinn. Hún tekur m.a. við verkefnum Námsmatsstofnunar og Námsgagnastofnunar. Stofnunin er ,,... stjórnsýslustofnun á sviði menntamála sem stuðla skal að auknum gæðum skólastarfs og framförum í þágu menntunar í samræmi við lög og stefnu stjórnvalda, bestu þekkingu og alþjóðleg viðmið.“ Menntamálastofnun hefur víðtækt hlutverk sem felst meðal annars í því að annast söfnun, greiningu og birtingu upplýsinga um menntamál og að hafa eftirlit með og meta árangur af skólastarfi. Stofnuninni er einnig ætlað að veita stjórnvöldum, fagaðilum og almenningi upplýsingar og leiðbeiningar um málefni á sínu verksviði. Til þess að sinna sem best hlutverki sínu leggur Menntamálastofnun áherslu á að gera gögn aðgengileg fyrir stjórnvöld, skóla og almenning þannig að þau nýtist sem flestum til upplýstrar ákvarðanatöku varðandi menntun. Einnig vill stofnunin gjarnan eiga samstarf við háskóla og rannsóknarstofnanir hérlendis sem erlendis um að nýta þau gögn sem hún hefur aflað með prófum og þátttöku í alþjóðlegum könnunum svo sem PISA. Í því skyni verður í október næstkomandi opnuð rafræn gátt þar sem meðal annars verður hægt að nálgast niðurstöður samræmdra prófa á aðgengilegan hátt. Nýlega var Menntamálastofnun falið að fylgja eftir aðgerðum til eflingar læsis sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur haft frumkvæði að. Hafa sveitarstjórnir lýst yfir vilja til samstarfs um verkefnið og að undirrita með ráðherra Þjóðarsáttmála um læsi. Til þess að sinna þessu verkefni hafa verið ráðnir til Menntamálastofnunar ráðgjafar sem hafa það hlutverk að leiðbeina um notkun prófa og gagnreyndra aðferða til eflingar læsis. Ráðgjafarnir munu meðal annars leiðbeina skólastjórnendum, kennurum og foreldrum um hvernig megi nýta niðurstöður skimunarprófa til að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda. Það er síðan skólastjórnenda og kennara að taka faglega afstöðu til þess hvaða aðferðir stuðla best að því að nemendur nái árangri. Menntamálastofnun hefur nú birt á vef sínum svör við athugasemdum sem Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri setti fram við greiningu stofnunarinnar á byrjendalæsi. Jafnframt hefur Menntamálastofnun gert aðgengileg gögn um niðurstöður samræmdra prófa í 4. bekk eftir skólum sem auðvelda öðrum að leggja mat á greiningu stofnunarinnar. Hvetur Menntamálastofnun Háskólann á Akureyri og aðra aðila til að leggja fram frekari gögn þannig að hægt sé að taka upplýsta afstöðu til ólíkra aðferða við lestrarkennslu. Kjörorð Menntamálastofnunar er að nemendur fái notið bestu mögulegrar menntunar. Til að svo megi verða þarf að byggja á áreiðanlegri þekkingu og sem víðtækastri samvinnu allra sem láta sig menntun varða. Að því vill Menntamálastofnun stuðla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa rektor og aðrir starfsmenn Háskólans á Akureyri gagnrýnt greiningu Menntamálastofnunar á árangri nemenda sem stundað hafa nám í skólum sem kenna samkvæmt aðferðum byrjendalæsis. Hafa þeir borið brigður á niðurstöður Menntamálastofnunar og sakað stofnunina að ganga fram í samkeppni við Háskólann á Akureyri. Menntamálastofnun fagnar því að rýnt sé í þau gögn og greiningu sem stofnunin leggur fram. Jafnframt hvetur stofnunin aðra til að leggja fram gögn og rannsóknir sem hægt væri að nota til samanburðar. Því fer hins vegar fjarri að Menntamálastofnun sé stefnt gegn háskólum og öðrum sem vinna að skólaþróun. Þvert á móti er henni ætlað að eiga samstarf við þá og veita þeim sem og öðrum aðgang að gögnum sem nýta má til rannsókna og þróunar. Menntamálastofnun var sett á fót með lögum sem Alþingi samþykkti þann 1. júlí síðastliðinn. Hún tekur m.a. við verkefnum Námsmatsstofnunar og Námsgagnastofnunar. Stofnunin er ,,... stjórnsýslustofnun á sviði menntamála sem stuðla skal að auknum gæðum skólastarfs og framförum í þágu menntunar í samræmi við lög og stefnu stjórnvalda, bestu þekkingu og alþjóðleg viðmið.“ Menntamálastofnun hefur víðtækt hlutverk sem felst meðal annars í því að annast söfnun, greiningu og birtingu upplýsinga um menntamál og að hafa eftirlit með og meta árangur af skólastarfi. Stofnuninni er einnig ætlað að veita stjórnvöldum, fagaðilum og almenningi upplýsingar og leiðbeiningar um málefni á sínu verksviði. Til þess að sinna sem best hlutverki sínu leggur Menntamálastofnun áherslu á að gera gögn aðgengileg fyrir stjórnvöld, skóla og almenning þannig að þau nýtist sem flestum til upplýstrar ákvarðanatöku varðandi menntun. Einnig vill stofnunin gjarnan eiga samstarf við háskóla og rannsóknarstofnanir hérlendis sem erlendis um að nýta þau gögn sem hún hefur aflað með prófum og þátttöku í alþjóðlegum könnunum svo sem PISA. Í því skyni verður í október næstkomandi opnuð rafræn gátt þar sem meðal annars verður hægt að nálgast niðurstöður samræmdra prófa á aðgengilegan hátt. Nýlega var Menntamálastofnun falið að fylgja eftir aðgerðum til eflingar læsis sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur haft frumkvæði að. Hafa sveitarstjórnir lýst yfir vilja til samstarfs um verkefnið og að undirrita með ráðherra Þjóðarsáttmála um læsi. Til þess að sinna þessu verkefni hafa verið ráðnir til Menntamálastofnunar ráðgjafar sem hafa það hlutverk að leiðbeina um notkun prófa og gagnreyndra aðferða til eflingar læsis. Ráðgjafarnir munu meðal annars leiðbeina skólastjórnendum, kennurum og foreldrum um hvernig megi nýta niðurstöður skimunarprófa til að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda. Það er síðan skólastjórnenda og kennara að taka faglega afstöðu til þess hvaða aðferðir stuðla best að því að nemendur nái árangri. Menntamálastofnun hefur nú birt á vef sínum svör við athugasemdum sem Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri setti fram við greiningu stofnunarinnar á byrjendalæsi. Jafnframt hefur Menntamálastofnun gert aðgengileg gögn um niðurstöður samræmdra prófa í 4. bekk eftir skólum sem auðvelda öðrum að leggja mat á greiningu stofnunarinnar. Hvetur Menntamálastofnun Háskólann á Akureyri og aðra aðila til að leggja fram frekari gögn þannig að hægt sé að taka upplýsta afstöðu til ólíkra aðferða við lestrarkennslu. Kjörorð Menntamálastofnunar er að nemendur fái notið bestu mögulegrar menntunar. Til að svo megi verða þarf að byggja á áreiðanlegri þekkingu og sem víðtækastri samvinnu allra sem láta sig menntun varða. Að því vill Menntamálastofnun stuðla.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun