Menntamálastofnun Arnór Guðmundsson skrifar 26. ágúst 2015 07:00 Undanfarið hafa rektor og aðrir starfsmenn Háskólans á Akureyri gagnrýnt greiningu Menntamálastofnunar á árangri nemenda sem stundað hafa nám í skólum sem kenna samkvæmt aðferðum byrjendalæsis. Hafa þeir borið brigður á niðurstöður Menntamálastofnunar og sakað stofnunina að ganga fram í samkeppni við Háskólann á Akureyri. Menntamálastofnun fagnar því að rýnt sé í þau gögn og greiningu sem stofnunin leggur fram. Jafnframt hvetur stofnunin aðra til að leggja fram gögn og rannsóknir sem hægt væri að nota til samanburðar. Því fer hins vegar fjarri að Menntamálastofnun sé stefnt gegn háskólum og öðrum sem vinna að skólaþróun. Þvert á móti er henni ætlað að eiga samstarf við þá og veita þeim sem og öðrum aðgang að gögnum sem nýta má til rannsókna og þróunar. Menntamálastofnun var sett á fót með lögum sem Alþingi samþykkti þann 1. júlí síðastliðinn. Hún tekur m.a. við verkefnum Námsmatsstofnunar og Námsgagnastofnunar. Stofnunin er ,,... stjórnsýslustofnun á sviði menntamála sem stuðla skal að auknum gæðum skólastarfs og framförum í þágu menntunar í samræmi við lög og stefnu stjórnvalda, bestu þekkingu og alþjóðleg viðmið.“ Menntamálastofnun hefur víðtækt hlutverk sem felst meðal annars í því að annast söfnun, greiningu og birtingu upplýsinga um menntamál og að hafa eftirlit með og meta árangur af skólastarfi. Stofnuninni er einnig ætlað að veita stjórnvöldum, fagaðilum og almenningi upplýsingar og leiðbeiningar um málefni á sínu verksviði. Til þess að sinna sem best hlutverki sínu leggur Menntamálastofnun áherslu á að gera gögn aðgengileg fyrir stjórnvöld, skóla og almenning þannig að þau nýtist sem flestum til upplýstrar ákvarðanatöku varðandi menntun. Einnig vill stofnunin gjarnan eiga samstarf við háskóla og rannsóknarstofnanir hérlendis sem erlendis um að nýta þau gögn sem hún hefur aflað með prófum og þátttöku í alþjóðlegum könnunum svo sem PISA. Í því skyni verður í október næstkomandi opnuð rafræn gátt þar sem meðal annars verður hægt að nálgast niðurstöður samræmdra prófa á aðgengilegan hátt. Nýlega var Menntamálastofnun falið að fylgja eftir aðgerðum til eflingar læsis sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur haft frumkvæði að. Hafa sveitarstjórnir lýst yfir vilja til samstarfs um verkefnið og að undirrita með ráðherra Þjóðarsáttmála um læsi. Til þess að sinna þessu verkefni hafa verið ráðnir til Menntamálastofnunar ráðgjafar sem hafa það hlutverk að leiðbeina um notkun prófa og gagnreyndra aðferða til eflingar læsis. Ráðgjafarnir munu meðal annars leiðbeina skólastjórnendum, kennurum og foreldrum um hvernig megi nýta niðurstöður skimunarprófa til að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda. Það er síðan skólastjórnenda og kennara að taka faglega afstöðu til þess hvaða aðferðir stuðla best að því að nemendur nái árangri. Menntamálastofnun hefur nú birt á vef sínum svör við athugasemdum sem Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri setti fram við greiningu stofnunarinnar á byrjendalæsi. Jafnframt hefur Menntamálastofnun gert aðgengileg gögn um niðurstöður samræmdra prófa í 4. bekk eftir skólum sem auðvelda öðrum að leggja mat á greiningu stofnunarinnar. Hvetur Menntamálastofnun Háskólann á Akureyri og aðra aðila til að leggja fram frekari gögn þannig að hægt sé að taka upplýsta afstöðu til ólíkra aðferða við lestrarkennslu. Kjörorð Menntamálastofnunar er að nemendur fái notið bestu mögulegrar menntunar. Til að svo megi verða þarf að byggja á áreiðanlegri þekkingu og sem víðtækastri samvinnu allra sem láta sig menntun varða. Að því vill Menntamálastofnun stuðla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa rektor og aðrir starfsmenn Háskólans á Akureyri gagnrýnt greiningu Menntamálastofnunar á árangri nemenda sem stundað hafa nám í skólum sem kenna samkvæmt aðferðum byrjendalæsis. Hafa þeir borið brigður á niðurstöður Menntamálastofnunar og sakað stofnunina að ganga fram í samkeppni við Háskólann á Akureyri. Menntamálastofnun fagnar því að rýnt sé í þau gögn og greiningu sem stofnunin leggur fram. Jafnframt hvetur stofnunin aðra til að leggja fram gögn og rannsóknir sem hægt væri að nota til samanburðar. Því fer hins vegar fjarri að Menntamálastofnun sé stefnt gegn háskólum og öðrum sem vinna að skólaþróun. Þvert á móti er henni ætlað að eiga samstarf við þá og veita þeim sem og öðrum aðgang að gögnum sem nýta má til rannsókna og þróunar. Menntamálastofnun var sett á fót með lögum sem Alþingi samþykkti þann 1. júlí síðastliðinn. Hún tekur m.a. við verkefnum Námsmatsstofnunar og Námsgagnastofnunar. Stofnunin er ,,... stjórnsýslustofnun á sviði menntamála sem stuðla skal að auknum gæðum skólastarfs og framförum í þágu menntunar í samræmi við lög og stefnu stjórnvalda, bestu þekkingu og alþjóðleg viðmið.“ Menntamálastofnun hefur víðtækt hlutverk sem felst meðal annars í því að annast söfnun, greiningu og birtingu upplýsinga um menntamál og að hafa eftirlit með og meta árangur af skólastarfi. Stofnuninni er einnig ætlað að veita stjórnvöldum, fagaðilum og almenningi upplýsingar og leiðbeiningar um málefni á sínu verksviði. Til þess að sinna sem best hlutverki sínu leggur Menntamálastofnun áherslu á að gera gögn aðgengileg fyrir stjórnvöld, skóla og almenning þannig að þau nýtist sem flestum til upplýstrar ákvarðanatöku varðandi menntun. Einnig vill stofnunin gjarnan eiga samstarf við háskóla og rannsóknarstofnanir hérlendis sem erlendis um að nýta þau gögn sem hún hefur aflað með prófum og þátttöku í alþjóðlegum könnunum svo sem PISA. Í því skyni verður í október næstkomandi opnuð rafræn gátt þar sem meðal annars verður hægt að nálgast niðurstöður samræmdra prófa á aðgengilegan hátt. Nýlega var Menntamálastofnun falið að fylgja eftir aðgerðum til eflingar læsis sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur haft frumkvæði að. Hafa sveitarstjórnir lýst yfir vilja til samstarfs um verkefnið og að undirrita með ráðherra Þjóðarsáttmála um læsi. Til þess að sinna þessu verkefni hafa verið ráðnir til Menntamálastofnunar ráðgjafar sem hafa það hlutverk að leiðbeina um notkun prófa og gagnreyndra aðferða til eflingar læsis. Ráðgjafarnir munu meðal annars leiðbeina skólastjórnendum, kennurum og foreldrum um hvernig megi nýta niðurstöður skimunarprófa til að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda. Það er síðan skólastjórnenda og kennara að taka faglega afstöðu til þess hvaða aðferðir stuðla best að því að nemendur nái árangri. Menntamálastofnun hefur nú birt á vef sínum svör við athugasemdum sem Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri setti fram við greiningu stofnunarinnar á byrjendalæsi. Jafnframt hefur Menntamálastofnun gert aðgengileg gögn um niðurstöður samræmdra prófa í 4. bekk eftir skólum sem auðvelda öðrum að leggja mat á greiningu stofnunarinnar. Hvetur Menntamálastofnun Háskólann á Akureyri og aðra aðila til að leggja fram frekari gögn þannig að hægt sé að taka upplýsta afstöðu til ólíkra aðferða við lestrarkennslu. Kjörorð Menntamálastofnunar er að nemendur fái notið bestu mögulegrar menntunar. Til að svo megi verða þarf að byggja á áreiðanlegri þekkingu og sem víðtækastri samvinnu allra sem láta sig menntun varða. Að því vill Menntamálastofnun stuðla.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar