Fleiri fréttir

Landbúnaðarpólitík í hakki

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Ein af forsendum íslenzkrar landbúnaðarpólitíkur eins og hún hefur verið útfærð undanfarna áratugi er að Ísland sé, eigi að vera og verði um fyrirsjáanlega framtíð sjálfu sér nógt um þær landbúnaðarvörur sem á annað borð eru framleiddar í landinu.

Rittúlkun er málið

Klara Matthíasdóttir skrifar

Laugardaginn 9. ágúst sl. birtist grein í Fréttablaðinu þar sem framkvæmdastjóri Heyrnarhjálpar talar um verulegan skort á þjónustu við heyrnarskerta, þrátt fyrir að um stóran hóp sé að ræða, eða um fimmtíu þúsund manns. Þetta eru sannarlega orð í tíma töluð.

Væntingastjórnun

Bergur Ebbi Benediktsson skrifar

Væntingastjórnun er nýjasta tískuorðið. Þegar stjórnendur búa fólk undir það versta og ná þannig að halda því ánægðu þótt ekki sé boðið upp á það besta.

Landbúnaður skiptir máli

Hörður Harðarson skrifar

Fátt skiptir okkur mannfólkið meira máli en matur. Fyrir utan hinar augljósu ástæður skiptir matur líka miklu máli fyrir menningu okkar og oft eigum við okkar bestu stundir með fjölskyldu og vinum við matarborðið. Allir eiga sér sinn uppáhaldsmat og hefðir hafa skapast í flestum fjölskyldum varðandi hvað er á borðum á hátíðisdögum og við önnur

Áhugalausar konur

Brynhildur Pétursdóttir skrifar

Utanríkisráðherrar telja margir að fyrrverandi ráðherrar séu góður kostur þegar skipað er í sendiherrastöður. Þeir virðast líka telja að körlum sé betur treystandi til starfans en konum.

Geðraskanir og Pisa-rannsókn

Ingibjörg Karlsdóttir skrifar

Í framhaldi af niðurstöðu nýrrar PISA-rannsóknar sem bendir til versnandi ástands í íslenska skólakerfinu er vert að fjalla sérstaklega um þann hóp nemenda sem glímir við geðröskun af einhverjum toga. Þar eru nemendur með ADHD fjölmennastir eða um 5-10% og nemendur á einhverfurófi eru um 1,2%. Auk þess er talsverður fjöldi nemenda

Til byrði eða bóta?

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, skrifaði grein í Fréttablaðið í gær undir fyrirsögninni "fjölskylduskatturinn“ og gerði að umtalsefni áform Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að jafna þrep virðisaukaskattsins; tvöfalda virðisaukaskattinn á matvælum úr sjö prósentum í fjórtán en lækka á móti almenna þrepið úr 25,5 prósentum í 24,5.

Þvergirðingsháttur og kassahugsun UMFÍ og Frjálsíþróttasambands Íslands

Orri Þórðarson skrifar

Systurdóttir mín er fædd í febrúar 2004. Hún er bráðger og er ári á undan í skóla. Hún æfir fótbolta og frjálsar með Breiðabliki og fylgir sínum bekk í íþróttum þ.a. hún er einnig einu ári á undan þar. Ekki af því að hún sé eitthvað yfirburða góð heldur út af félagslega þættinum, þar eru hennar vinkonur.

Takk fyrir stuðninginn

Haraldur Guðmundsson skrifar

Um miðjan desember á síðasta ári stefndi í dræma sölu á fatnaði fyrir jólin. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), benti þá á að fataverslun hafði dregist töluvert saman. Hann sagði mikilvægt að stjórnvöld sköpuðu hér samkeppnishæf skilyrði og næðu viðskiptunum heim. Í viðtali í fréttum RÚV nefndi hann þrjár ástæður fyrir samdrættinum; háa tolla, verslunarferðir Íslendinga til útlanda og aukna netverslun við útlönd.

Krónuþráhyggjan

Martha Árnadóttir skrifar

Um fátt er meira rætt á Íslandi en krónur, fjölda þeirra, hverjir eiga þær og hverjir engar. Hversu margar krónur eru nógu margar krónur og hvert á að sækja þær krónur sem upp á vantar, hver á að dreifa þeim, láta þá hafa sem engar eiga – og af hverju eiga þeir engar og aðrir svona margar – og svo auðvitað hvaða krónur eru vel og illa fengnar. Þetta er rætt alla daga í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum, í kommentakerfum, bloggum og kaffistofum.

Heilbrigðisáætlun

Unnur Brá Konráðsdóttir skrifar

Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum fyrir aldraða hafa um nokkurt skeið verið langir. Eftirspurn eftir slíkum rýmum mun fara vaxandi enda mun öldruðum fjölga mjög á næstu árum og áratugum

Akkuru

Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar

Systurdóttir mín er á áhugaverðum aldri. Eða öllu heldur aldri hins óbilandi áhuga. Ja, eða ennfremur aldri hinna óteljandi spurninga.

Dásamleg læknisþjónusta

Drifa Kristjánsdóttir skrifar

Nú get ég ekki orða bundist. Ég hef alltaf verið full aðdáunar á læknum og hjúkrunarfólki á Íslandi. Þessa dagana fæ ég að fylgjast með störfum þeirra í návígi og ekki minnkar aðdáun mín.

Agi og óvinsælar ákvarðanir

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Það lofar góðu hversu fast fjárlaganefnd Alþingis virðist ætla að taka á eyðslu ríkisstofnana umfram fjárlög, sem hefur verið í fréttum undanfarna daga.

Um nýjungar í orkumálum Kínverja

Jóhann Helgason skrifar

Mengun í Kína er gríðarlegt vandamál. Um 40 prósent af útblæstri gróðurhúsalofttegunda á jörðinni stafa frá Kína og Bandaríkjunum.

Við græðum á því

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Íslendingar eru eina Evrópuþjóðin, sem hagnaðist fjárhagslega á hörmungum síðari heimsstyrjaldarinnar.

Lok, lok og læs í júlí

Álfrún Pálsdóttir skrifar

Af hverju geta leikskólar ekki verið með sumarstarfsmenn eins og aðrar stofnanir á landinu? Leyft barnafjölskyldum að ráða hvenær þær fara í sumarfrí? Er það of dýrt?

Steik, vín og bólgueyðandi

Teitur Guðmundsson skrifar

Sumarið er tíminn þegar fleiri en færri nota tækifærið og grilla sér til matar. Oftar en ekki er um að ræða kjöt þótt fiskurinn sé alltaf að verða vinsælli. Þá finnst býsna mörgum gott að fá sér aðeins í tána og drekka gott vín með matnum, jafnvel fá sér fordrykk, þá er ekki óalgengt að einstaka fái sér koníak með kaffinu

Fjölskylduskatturinn

Bjarkey Gunnarsdóttir skrifar

Nú eru línur teknar að skýrast í vinnunni við fjárlagafrumvarp næsta árs. Fréttir berast af því að ríkisstjórnin, og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn, leggi sérstaka áherslu á breytingar á virðisaukaskattkerfinu

Um feminisma og félagsvísindi

Björg Árnadóttir skrifar

Eva Hauksdóttir er snjall penni sem ég er stundum sammála, en þegar hún skrifar annars vegar um félagsvísindi og hins vegar feminisma get ég ekki tekið undir orð hennar. Ég ætla ekki að rekja hvað það er í skrifum Evu sem ég er ósammála enda erum við svo heppin að hérlendis er öllum frjálst að hafa sínar skoðanir. Mig langar hins vegar að gera örstutta grein fyrir því hvernig ég lít á feminisma og félagsvísindi, sem eru í mínum huga nátengd.

Óljóst endatafl í Írak

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Barack Obama Bandaríkjaforseti skipti um skoðun fyrir helgina og fyrirskipaði bandaríska flughernum að gera loftárásir á sveitir öfgasamtakanna Íslamsks ríkis, sem áður kallaði sig ISIS og hefur lagt undir sig stóran hluta Íraks.

Lekamálið snýst um okkur

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Lekamálið snýst ekki um að undarlegt sé að sumir hælisleitendur séu með fölsuð skilríki eins og skilja má á Brynjari Níelssyni.

Forvarnasplatter

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar

Fyrir rúmlega ári sat ég einn heima hjá mér að gera ekki neitt þegar ég tók þá ákvörðun að nú væri komið að því. Ég hafði slegið þessu á frest þar sem ég taldi mig ekki nægilega andlega undirbúinn. En nú skyldi ég reyna að finna ljósmynd af einhverjum sem hefði lent undir valtara.

Takk!

Sóley Tómasdóttir skrifar

Á ráðherra að vera eða fara?

Þorsteinn Pálsson skrifar

Lekamálið sem svo hefur verið kallað hefur vakið spurningar um hvort innanríkisráðherra hefði átt að víkja í tengslum við lögreglurannsókn sem beinst hefur að ráðuneytinu. Tilefnið er skjal með persónuupplýsingum sem ráðuneytið bar ábyrgð á að kæmu ekki fyrir almenningssjónir. En það gerðist og sú gáta er óleyst.

Að starfrækja náttúrufræðibraut

Stefán G. Jónsson skrifar

Í upphafi júlímánaðar var birt skýrsla á vef menntamálaráðuneytisins um úttekt á stærðfræðikennslu í framhaldsskólum en athugaðir voru níu framhaldsskólar. Ákveðið var að horfa á nám nemenda á fyrstu önn (STÆ102/103 eða sambærilegt nám), nám í tölfræði (STÆ313 eða sambærilegt nám) og nám sambærilegt við STÆ503 sem er síðasti stærðfræðiáfangi á náttúrufræðibraut í mörgum skólum.

Sveitarfélögin axli meiri ábyrgð

Ingimar Einarsson skrifar

Ísland sker sig úr hópi norrænu ríkjanna m.t.t. þess að hér eru heilbrigðismál að stærstum hluta verkefni ríkisins. Annars staðar á Norðurlöndum er þessi málaflokkur aðallega á hendi sveitarfélaga og svæðisstjórna. Hér á landi telur hluti landsmanna að bæði fagleg og fjárhagsleg rök styðji að fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu sé með öðrum hætti en í nágrannalöndunum. Aðrir álíta að valddreifing í heilbrigðisþjónustu sé nauðsynleg til að leysa úr læðingi frumkvæði og framþróun. Þessi sjónarmið takast sífellt á en síðustu áratugina hefur miðstýringin haft yfirhöndina og ekki virðist mikilla breytinga að vænta í náinni framtíð.

Til hamingju með daginn!

Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar

Ein birtingarmynd þess að búa í góðu, frjálsu og umburðarlyndu samfélagi er sá miklu fjöldi sem árlega tekur þátt í gleðigöngunni, sem í dag mun setja fallegan svip á miðborgina. Þar koma saman samkynhneigðir, tvíkynhneigðir og transfólk með fjölskyldum sínum, vinum og stuðningsmönnum til að fagna fjölbreytileikanum og minna á jöfn tækifæri og réttindi allra.

Hommar og íslensk þjóðarsál

Sveinn Arnarsson skrifar

Íslensk þjóð telur sig vera þá mestu og bestu sem gjörvallt sólkerfið hefur barið augum frá Miklahvelli. Á tyllidögum teljum við okkur komin ljósár á undan öðrum þjóðum hvað varðar jafnrétti kynjanna, frelsi fjölmiðla, eigum hreinustu orkuna, fallegustu náttúruna, fallegustu konurnar. Nú og ef við erum ekki alveg að ná markmiðinu þá trompum við allt með íslensku uppfinningunni "höfðatölu“, sem virðist vera einhvers konar afturhvarf til grískra dæmisagna um refinn sem náði ekki berjunum og taldi þau súr fyrir bragðið.

Staðið í lappirnar gagnvart Rússum

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Íslenzkir fiskútflytjendur fylgjast nú áhyggjufullir með útfærslunni á innflutningsbanni rússneskra stjórnvalda á matvæli frá Vesturlöndum. Bannið er hugsað sem svar við efnahagslegum og pólitískum þvingunaraðgerðum vestrænna ríkja gagnvart Rússum vegna framferðis þeirra í Úkraínu.

Skipun sendiherra

Dr. Svala Guðmundsdóttir skrifar

Með skipun þeirra Geirs og Árna í embætti sendiherra er augljóslega verið að takmarka möguleika núverandi starfsmanna utanríkisráðuneytisins til starfsframa, auk þess sem verið er að endurvekja gamla siði með því að skipa stjórnmálamenn í slíkar stöður.

Í HM-draumi spilar enginn á gervigrasi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

„Það eru eiginlega bara strákar sem veðja á leikina sem mæta,“ sagði vinkona mín í Pepsi-deild kvenna við mig á dögunum.

Þversagnakennd Evrópustefna

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Jóna Sólveig Elínardóttir alþjóðastjórnmálafræðingur hefur undanfarið skrifað áhugaverðar greinar um Evrópumál í Fréttablaðið. Í einni slíkri sem birtist í gær bendir hún á þversögnina sem felst í því að í svokallaðri Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um stóreflda hagsmunagæzlu Íslands á vettvangi EES-samningsins, en um leið leggur stjórnarliðið ofuráherzlu á niðurskurð í utanríkisþjónustunni. (Nema þegar kemur að skipan stjórnmálamanna í sendiherrastöður, mætti bæta við.)

Ef ég hefði verið í takkaskóm

Atli Fannar Bjarkason skrifar

Hugsið ykkur: Ef ég hefði verið í takkaskóm en ekki gúmmítúttum sumarið '96 hefði þessi strákur verið ég. Og það hefði verið stórslys. Ég kann ekki einu sinni á gítar. Takk, Ingó.

Minjavarsla á villigötum

Dr. Bjarni F. Einarsson og framkvæmdastjóri Fornleifafræðistofunnar og fleiri. skrifa

Ef fram heldur sem horfir mun þessi stefna Minjastofnunar gera út af við íslenska fornleifafræði eins og hún hefur þróast síðastliðna áratugi.

Ert þú að styrkja hernám Ísraelsmanna?

Sema Erla Serdar. skrifar

Í fréttunum var sagt frá því að um 1.800 Palestínumenn hefðu látið lífið frá því að átök hófust, enn á ný, á Gaza-svæðinu, fyrir tæpum mánuði. Af þessum 1.800 einstaklingum sem hafa látið lífið voru fæstir í stríði við Ísraelsmenn.

Sjá næstu 50 greinar