Krónuþráhyggjan Martha Árnadóttir skrifar 13. ágúst 2014 07:30 Um fátt er meira rætt á Íslandi en krónur, fjölda þeirra, hverjir eiga þær og hverjir engar. Hversu margar krónur eru nógu margar krónur og hvert á að sækja þær krónur sem upp á vantar, hver á að dreifa þeim, láta þá hafa sem engar eiga – og af hverju eiga þeir engar og aðrir svona margar – og svo auðvitað hvaða krónur eru vel og illa fengnar. Þetta er rætt alla daga í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum, í kommentakerfum, bloggum og kaffistofum.Huglæg fátækt Aftur á móti fer mjög lítið fyrir almennri umræðu um stöðu annarra verðmæta sem kalla mætti „huglæg verðmæti“. Þá á ég ekki við andleg eða einhvers konar „spiritual“ verðmæti heldur mun frekar verðmæti sem tengjast getu okkar til að taka ákvarðanir frá degi til dags, hinar fjölmörgu litlu ákvarðanir sem marka kúrsinn í lífi okkar annaðhvort smátt og smátt, svo smátt að við tökum varla eftir því að við stefnum hægt og örugglega að feigðarósi, og svo hinar stóru sem skipta sköpum á örstuttum tíma. En – hvað er svo sem hægt að ræða þetta, engin vísitala, enginn til að krefja úrlausna, ekki einu sinni Seðlabanki til að skamma eða stjórnmálamenn til að gera lítið úr.Ímyndunarafl og sannfæring Í bók sinni Íkarusblekkingin hvetur Mr. Godin okkur til að vera listamenn á okkar eigin forsendum, hætta að máta okkur í starfsheiti, stöður, merkimiða eða aðra ramma sem þegar hafa verið meitlaðir af samfélaginu. Að sjálfsögðu er það ekki einfalt því flestum, þó ekki öllum, finnst erfitt að máta sig í eitthvað sem er ekki til, auðvitað, því það er ekki hægt nema með einbeittu ímyndunarafli og sterkri tilfinningu, sem er einmitt eiginleiki svo margra sem hafa skilið svo mikið eftir sig.Vertu listamaður Að feta ótroðna slóð krefst heilmikils kjarks og samkvæmt skilgreiningu Mr. Godin verður „listaverk“ að uppfylla þrennt; að það það breyti heiminum örlítið, að það sé gert af heilum hug, sannfæringu og örlæti og að það felist í því áhætta að framkvæma það. Form og rammar hvers tíma eru svo takmarkandi og koma iðulega í veg fyrir fullan blóma hjá alltof mörgum einstaklingum. Vertu listamaður í stað þess að vera kokkur, forstjóri, framsóknarmaður, kona og leyfðu lífinu að koma þér á óvart! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Um fátt er meira rætt á Íslandi en krónur, fjölda þeirra, hverjir eiga þær og hverjir engar. Hversu margar krónur eru nógu margar krónur og hvert á að sækja þær krónur sem upp á vantar, hver á að dreifa þeim, láta þá hafa sem engar eiga – og af hverju eiga þeir engar og aðrir svona margar – og svo auðvitað hvaða krónur eru vel og illa fengnar. Þetta er rætt alla daga í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum, í kommentakerfum, bloggum og kaffistofum.Huglæg fátækt Aftur á móti fer mjög lítið fyrir almennri umræðu um stöðu annarra verðmæta sem kalla mætti „huglæg verðmæti“. Þá á ég ekki við andleg eða einhvers konar „spiritual“ verðmæti heldur mun frekar verðmæti sem tengjast getu okkar til að taka ákvarðanir frá degi til dags, hinar fjölmörgu litlu ákvarðanir sem marka kúrsinn í lífi okkar annaðhvort smátt og smátt, svo smátt að við tökum varla eftir því að við stefnum hægt og örugglega að feigðarósi, og svo hinar stóru sem skipta sköpum á örstuttum tíma. En – hvað er svo sem hægt að ræða þetta, engin vísitala, enginn til að krefja úrlausna, ekki einu sinni Seðlabanki til að skamma eða stjórnmálamenn til að gera lítið úr.Ímyndunarafl og sannfæring Í bók sinni Íkarusblekkingin hvetur Mr. Godin okkur til að vera listamenn á okkar eigin forsendum, hætta að máta okkur í starfsheiti, stöður, merkimiða eða aðra ramma sem þegar hafa verið meitlaðir af samfélaginu. Að sjálfsögðu er það ekki einfalt því flestum, þó ekki öllum, finnst erfitt að máta sig í eitthvað sem er ekki til, auðvitað, því það er ekki hægt nema með einbeittu ímyndunarafli og sterkri tilfinningu, sem er einmitt eiginleiki svo margra sem hafa skilið svo mikið eftir sig.Vertu listamaður Að feta ótroðna slóð krefst heilmikils kjarks og samkvæmt skilgreiningu Mr. Godin verður „listaverk“ að uppfylla þrennt; að það það breyti heiminum örlítið, að það sé gert af heilum hug, sannfæringu og örlæti og að það felist í því áhætta að framkvæma það. Form og rammar hvers tíma eru svo takmarkandi og koma iðulega í veg fyrir fullan blóma hjá alltof mörgum einstaklingum. Vertu listamaður í stað þess að vera kokkur, forstjóri, framsóknarmaður, kona og leyfðu lífinu að koma þér á óvart!
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar