Rittúlkun er málið Klara Matthíasdóttir skrifar 14. ágúst 2014 10:00 Laugardaginn 9. ágúst sl. birtist grein í Fréttablaðinu þar sem framkvæmdastjóri Heyrnarhjálpar talar um verulegan skort á þjónustu við heyrnarskerta, þrátt fyrir að um stóran hóp sé að ræða, eða um fimmtíu þúsund manns. Þetta eru sannarlega orð í tíma töluð. Samtökin Heyrnarhjálp fögnuðu sjötíu og fimm ára afmæli haustið 2012 svo þau eru síður en svo ný af nálinni og hafa alla tíð barist fyrir hagsmunum heyrnarskertra. Eitt af baráttumálum félagsins er að rittúlkun verði viðurkennd sem aðgengisleið heyrnarskertra og að sjónvarpsefni sé rittúlkað (textað), sjá www.heyrnarhjalp.is. Eins og réttilega er bent á í greininni nýtist rittúlkun mjög stórum hópi fólks, öllum þeim sem eru heyrnarskertir en einnig þeim sem eru að ná tökum á íslensku máli. Heyrnarlausir geta auk þess nýtt sér rittúlkun, þrátt fyrir að íslenska táknmálið sé þeirra viðurkennda aðgengisleið að samfélaginu. Rittúlkun fer þannig fram að rittúlkurinn situr (yfirleitt) við hlið þess sem er heyrnarskertur og ritar allt sem fram fer og er sagt. Sá sem er heyrnarskertur les þessar upplýsingar jafnóðum og er því alltaf meðvitaður um það sem rætt er um. Hann þarf því ekki að leggja sig allan fram um að reyna að heyra eitthvað eða eiga á hættu að missa samhengið sem gerist svo oft þegar margir tala saman. Ef fleiri en einn þurfa rittúlkun, eða um fund eða ráðstefnu er að ræða, er algengt að rittúlkuninni sé varpað á tjald. Ég hef sjálf verið á fundum þar sem notast er við rittúlkun, og ætla ekki að hafa mörg orð um það hversu þægilegra það er að sjá textann sífellt á tjaldinu og ná hverju einasta orði. Þó er ég svo heppin að hafa fulla heyrn en get ímyndað mér hvernig það er fyrir þá sem eru heyrnarskertir. Rittúlkun er skilvirk og tiltölulega auðveld leið til að miðla sjálfsögðum upplýsingum til heyrnarskertra og fjölmargra annarra. Það er hins vegar skortur á fjármagni frá hinu opinbera sem orsakar það að hún er ekki eins algeng og hún ætti að vera. Greitt er fyrir rittúlkun í menntakerfinu, heilbrigðiskerfinu og dómskerfinu, en við aðrar aðstæður þarf fólk sjálft að borga fyrir starf rittúlksins (sbr. grein um rittúlkun eftir Þórnýju Björk Jakobsdóttur sem birtist í Heyrnarhjálp, 1. tbl. 17. árg., desember 2013). Best þekki ég til rittúlkunar í skólakerfinu, sem hefur gert heyrnarskertum einstaklingum mögulegt að stunda háskólanám. Okkur verður tíðrætt um aðgengi, en hvað er aðgengi? Í víðum skilningi er það möguleiki okkar til að upplifa, njóta, sjá og hlusta á það sem fram fer í umhverfinu. Enginn vill vera lokaður af og missa af því sem gefur lífinu gildi og við teljum mikilvægt. Textun er aðgengi að lífinu og rittúlkun er málið. Notum hana meira en nú er gert og gerum þannig sem flestum kleift að „heyra“ og vera með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Laugardaginn 9. ágúst sl. birtist grein í Fréttablaðinu þar sem framkvæmdastjóri Heyrnarhjálpar talar um verulegan skort á þjónustu við heyrnarskerta, þrátt fyrir að um stóran hóp sé að ræða, eða um fimmtíu þúsund manns. Þetta eru sannarlega orð í tíma töluð. Samtökin Heyrnarhjálp fögnuðu sjötíu og fimm ára afmæli haustið 2012 svo þau eru síður en svo ný af nálinni og hafa alla tíð barist fyrir hagsmunum heyrnarskertra. Eitt af baráttumálum félagsins er að rittúlkun verði viðurkennd sem aðgengisleið heyrnarskertra og að sjónvarpsefni sé rittúlkað (textað), sjá www.heyrnarhjalp.is. Eins og réttilega er bent á í greininni nýtist rittúlkun mjög stórum hópi fólks, öllum þeim sem eru heyrnarskertir en einnig þeim sem eru að ná tökum á íslensku máli. Heyrnarlausir geta auk þess nýtt sér rittúlkun, þrátt fyrir að íslenska táknmálið sé þeirra viðurkennda aðgengisleið að samfélaginu. Rittúlkun fer þannig fram að rittúlkurinn situr (yfirleitt) við hlið þess sem er heyrnarskertur og ritar allt sem fram fer og er sagt. Sá sem er heyrnarskertur les þessar upplýsingar jafnóðum og er því alltaf meðvitaður um það sem rætt er um. Hann þarf því ekki að leggja sig allan fram um að reyna að heyra eitthvað eða eiga á hættu að missa samhengið sem gerist svo oft þegar margir tala saman. Ef fleiri en einn þurfa rittúlkun, eða um fund eða ráðstefnu er að ræða, er algengt að rittúlkuninni sé varpað á tjald. Ég hef sjálf verið á fundum þar sem notast er við rittúlkun, og ætla ekki að hafa mörg orð um það hversu þægilegra það er að sjá textann sífellt á tjaldinu og ná hverju einasta orði. Þó er ég svo heppin að hafa fulla heyrn en get ímyndað mér hvernig það er fyrir þá sem eru heyrnarskertir. Rittúlkun er skilvirk og tiltölulega auðveld leið til að miðla sjálfsögðum upplýsingum til heyrnarskertra og fjölmargra annarra. Það er hins vegar skortur á fjármagni frá hinu opinbera sem orsakar það að hún er ekki eins algeng og hún ætti að vera. Greitt er fyrir rittúlkun í menntakerfinu, heilbrigðiskerfinu og dómskerfinu, en við aðrar aðstæður þarf fólk sjálft að borga fyrir starf rittúlksins (sbr. grein um rittúlkun eftir Þórnýju Björk Jakobsdóttur sem birtist í Heyrnarhjálp, 1. tbl. 17. árg., desember 2013). Best þekki ég til rittúlkunar í skólakerfinu, sem hefur gert heyrnarskertum einstaklingum mögulegt að stunda háskólanám. Okkur verður tíðrætt um aðgengi, en hvað er aðgengi? Í víðum skilningi er það möguleiki okkar til að upplifa, njóta, sjá og hlusta á það sem fram fer í umhverfinu. Enginn vill vera lokaður af og missa af því sem gefur lífinu gildi og við teljum mikilvægt. Textun er aðgengi að lífinu og rittúlkun er málið. Notum hana meira en nú er gert og gerum þannig sem flestum kleift að „heyra“ og vera með.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar