Heilbrigðisáætlun Unnur Brá Konráðsdóttir skrifar 13. ágúst 2014 07:00 Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum fyrir aldraða hafa um nokkurt skeið verið langir. Eftirspurn eftir slíkum rýmum mun fara vaxandi enda mun öldruðum fjölga mjög á næstu árum og áratugum. Aðstaða þeirra einstaklinga sem bíða eftir hjúkrunarrými í dag er misjöfn en hluti hópsins er inniliggjandi á sjúkrahúsum landsins sem leiðir af sér meiri kostnað en ef hjúkrunarrými væri til staðar. Skortur á hjúkrunarrýmum leiðir því af sér aukinn kostnaður í kerfinu og fjármunir ríkisins nýtast ekki sem skyldi. Auk þess er óvissan um hvenær viðunandi úrræði fæst óþolandi bæði fyrir viðkomandi einstakling og aðstandendur. Við síðustu fjárlagagerð var samþykkt tillaga fjárlaganefndar um að veita 200 milljónum króna til þess að fjölga hjúkrunarrýmum á landsbyggðinni án þess að leggja í nýframkvæmdir. Heilbrigðisráðherra var síðan falið að koma þeim fjármunum í notkun en víða á hjúkrunarheimilum landsins voru til staðar auð herbergi sem nú eru nýtt. Verkefnið skilaði bæði betri nýtingu á þeirri fjárfestingu sem lagt hefur verið í og styttingu biðlista. Ljóst er að þessi fjárveiting dugir ekki ein og sér til þess að leysa málið til framtíðar og ljóst að leggja þarf í fjárfestingar. Við mat á því hversu mörg hjúkrunarrými þurfa að vera til staðar þarf að skoða kerfið í heild. Það skiptir máli hvernig heilsugæslan starfar og með hvaða hætti heimahjúkrun er sinnt. Það skiptir máli fyrir einstaklinga sem geta verið lengur heima að hafa öfluga heimahjúkrun og að hægt sé að komast í hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili þegar þannig stendur á. Það skiptir einnig máli fyrir framtíðaruppbyggingu LSH og heilbrigðisstofnanna á landsbyggðinni hvernig hjúkrunarheimilin starfa og hvaða kröfur eru gerðar til aðstöðu og þjónustu þar. Allir þessir mikilvægu þættir þurfa að spila saman og nauðsynlegt er að stjórnvöld hafi heildaryfirsýn yfir málaflokkinn. Besta leiðin til að takast á við uppbyggingu heilbrigðiskerfisins til framtíðar er að gera áætlanir varðandi uppbyggingu og fjárfestingu í heilbrigðiskerfinu líkt og tíðkast t.d. varðandi samgöngumál. Markmið slíkrar áætlunar er að nýta fjármuni skattborgara skynsamlega og veita þeim sem á þurfa að halda góða þjónustu. Ég mun á haustþingi leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að slík áætlun verði unnin af heilbrigðisráðherra og lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og samþykktar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum fyrir aldraða hafa um nokkurt skeið verið langir. Eftirspurn eftir slíkum rýmum mun fara vaxandi enda mun öldruðum fjölga mjög á næstu árum og áratugum. Aðstaða þeirra einstaklinga sem bíða eftir hjúkrunarrými í dag er misjöfn en hluti hópsins er inniliggjandi á sjúkrahúsum landsins sem leiðir af sér meiri kostnað en ef hjúkrunarrými væri til staðar. Skortur á hjúkrunarrýmum leiðir því af sér aukinn kostnaður í kerfinu og fjármunir ríkisins nýtast ekki sem skyldi. Auk þess er óvissan um hvenær viðunandi úrræði fæst óþolandi bæði fyrir viðkomandi einstakling og aðstandendur. Við síðustu fjárlagagerð var samþykkt tillaga fjárlaganefndar um að veita 200 milljónum króna til þess að fjölga hjúkrunarrýmum á landsbyggðinni án þess að leggja í nýframkvæmdir. Heilbrigðisráðherra var síðan falið að koma þeim fjármunum í notkun en víða á hjúkrunarheimilum landsins voru til staðar auð herbergi sem nú eru nýtt. Verkefnið skilaði bæði betri nýtingu á þeirri fjárfestingu sem lagt hefur verið í og styttingu biðlista. Ljóst er að þessi fjárveiting dugir ekki ein og sér til þess að leysa málið til framtíðar og ljóst að leggja þarf í fjárfestingar. Við mat á því hversu mörg hjúkrunarrými þurfa að vera til staðar þarf að skoða kerfið í heild. Það skiptir máli hvernig heilsugæslan starfar og með hvaða hætti heimahjúkrun er sinnt. Það skiptir máli fyrir einstaklinga sem geta verið lengur heima að hafa öfluga heimahjúkrun og að hægt sé að komast í hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili þegar þannig stendur á. Það skiptir einnig máli fyrir framtíðaruppbyggingu LSH og heilbrigðisstofnanna á landsbyggðinni hvernig hjúkrunarheimilin starfa og hvaða kröfur eru gerðar til aðstöðu og þjónustu þar. Allir þessir mikilvægu þættir þurfa að spila saman og nauðsynlegt er að stjórnvöld hafi heildaryfirsýn yfir málaflokkinn. Besta leiðin til að takast á við uppbyggingu heilbrigðiskerfisins til framtíðar er að gera áætlanir varðandi uppbyggingu og fjárfestingu í heilbrigðiskerfinu líkt og tíðkast t.d. varðandi samgöngumál. Markmið slíkrar áætlunar er að nýta fjármuni skattborgara skynsamlega og veita þeim sem á þurfa að halda góða þjónustu. Ég mun á haustþingi leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að slík áætlun verði unnin af heilbrigðisráðherra og lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og samþykktar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar