Skipun sendiherra Dr. Svala Guðmundsdóttir skrifar 8. ágúst 2014 13:15 Í síðustu viku skipaði utanríkisráðherra tvo nýja sendiherra, þá Geir H. Haarde og Árna Þór Sigurðsson. Talsvert hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum og skipun þeirra Geirs og Árna verið gagnrýnd, en báðir eru sem kunnugt er fyrrverandi/núverandi stjórnmálamenn og koma ekki úr röðum starfsmanna utanríkisráðuneytisins. Í fjölmiðlum hefur auk þess verið fjallað um möguleikann á að auglýsa starfið líkt og önnur störf embættismanna og bent hefur verið á að töluvert halli á kvenfólk í skipunum í embætti sendiherra. Í gegnum tíðina hefur í reynd verið framgangskerfi í utanríkisþjónustunni, þ.e. starfsmenn hafa átt þess kost að vinna sig upp eftir hinum diplómatísku stöðuheitum og orðið loks sendiherrar. Er það fyrirkomulag í samræmi við venju í flestum nágrannaríkjum okkar. Gallinn við framkvæmdina í þessu kerfi hefur hins vegar verið sá að utanríkisráðherrann hverju sinni hefur haft um það alræðisvald að skipa sendiherra, og hefur í þeim efnum ekki þurft að styðjast við mat á hæfni, árangri, starfsreynslu eða öðrum viðmiðunum. Með skipun þeirra Geirs og Árna í embætti sendiherra er augljóslega verið að takmarka möguleika núverandi starfsmanna utanríkisráðuneytisins til starfsframa, auk þess sem verið er að endurvekja gamla siði með því að skipa stjórnmálamenn í slíkar stöður.Reynsla og rannsóknir Bent hefur verið á þá leið að auglýsa stöður sendiherra, þar sem þeir teljist embættismenn samkvæmt skilgreiningu starfsmannalaganna svokölluðu um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Það tel ég hins vegar ekki vera góða leið. Um er að ræða tæplega fjörutíu stöðugildi innan sama ráðuneytis. Ætti þá t.d. að auglýsa sendiherrastöðurnar í Washington og Moskvu sérstaklega? Auk þess teljast sendifulltrúar í utanríkisþjónustunni til embættismanna samkvæmt starfsmannalögunum. Ætti þá einnig að auglýsa störf þeirra lausar til umsóknar? Hætt er við því að það dragi úr stöðugleika innan stjórnsýslunnar ef auglýsa þarf opinberlega störf á öllum stigum innan utanríkisþjónustunnar, auk þess sem starfsmönnum yrði þá ekki gefinn kostur á að vaxa og dafna í starfi án þess að sækja stöðugt um ný störf á sama vinnustað. Reynsla og rannsóknir hafa sýnt að erfitt getur verið að ráða starfsmenn sem eiga að starfa í alþjóðlegu umhverfi. Huga þarf að þáttum eins og aðlögunarhæfni viðkomandi starfsmanns og fjölskyldu hans. Brottfall er gjarnan mikið meðal útsendra starfsmanna og mikill kostnaður sem hlýst af ef viðkomandi starfsmaður vill koma heim fyrr en áætlað er. Einnig er þekkt að starfsmenn hætta gjarnan störfum eftir að heim er komið af ýmsum ástæðum. En eins og flestum er kunnugt felst starf sendiherra ekki bara í vinnu erlendis heldur einnig hér heima í ráðuneytinu.Hæfni og árangur Ef við lítum okkur nær og skoðum utanaðkomandi ráðningar í störf sendiherra hérlendis lítur út fyrir, að þegar sendiherrar hafa verið skipaðir í embætti án þess að hafa unnið í utanríkisþjónustunni, þá hafa þeir í flestum tilvikum farið strax til starfa erlendis í um 4-8 ár en að þeim tíma liðnum farið til starfa á öðrum vettvangi og hætt í utanríkisþjónustunni. Þeir hafa því hvorki verið að störfum í ráðuneytinu í upphafi ráðningar né þegar heim er komið. Á Norðurlöndunum er þessu þannig háttað að í flestum tilfellum er um að ræða framgang í starfi enda má ætla að starfsmenn utanríkisþjónustunnar hafi reynslu af því að starfa og búa erlendis og ekki óalgengt að starfandi sendiherra hafi starfað og búið erlendis í nokkrum löndum áður en viðkomandi kemur til greina sem sendiherra. Starfsmenn eru því búnir að gera það upp við sig hvort þessi starfsgrein og flutningar hentar þeim og fjölskyldum þeirra. Utanríkisþjónustan ætti að standa að ráðningu starfsmanna sinna með því að auglýsa stöður sendiráðsritara, þar sem gerð væri krafa um ákveðna menntun, þekkingu og færni, auk þess sem jafnréttissjónarmið yrðu höfð til hliðsjónar við skipun í starfið. Eftir það myndi það ráðast af reynslu, hæfni og árangri í starfi hvort og hversu fljótt starfsmenn ynnu sig upp í það að verða sendiráðunautar, sendifulltrúar og síðan sendiherrar. Að því leyti væri ekki þörf á því að huga sérstaklega að kynjasjónarmiðum við skipun sendiherra, enda hefðu starfsmenn af báðum kynjum jafnan rétt og möguleika til að vinna sig upp í starfi og verða sendiherrar. Til að auka fagmennsku í kringum skipan sendiherra væri hægt að skipa sérstaka framgangsnefnd innan utanríkisráðuneytisins sem væri skipuð ráðuneytisstjóra, mannauðsstjóra og skrifstofustjórum þeirra þriggja skrifstofa sem kynntar eru í skipuriti ráðuneytisins. Framgangsnefndin hefði það hlutverk að gera tillögu til utanríkisráðherra um skipun embættismanna ráðuneytisins, þ.e. sendifulltrúa og sendiherra, og væri utanríkisráðherra bundinn af því að skipa í embættin á grundvelli tillagna nefndarinnar. Ef ekki finnst einstaklingur með þá þekkingu, færni og hæfni sem til þarf, er sjálfsagt að leita utan veggja ráðuneytisins, og myndi það vera hlutverk framgangsnefndar að leggja fram þá tillögu að undangengnu mati. Tilgangur framgangskerfisins yrði þá fyrst og fremst sá að starfsmenn og almenningur geti treyst því að við skipun í æðstu embætti utanríkisþjónustunnar verði byggt á faglegu mati, og að samhliða verði dregið úr pólitískum áhrifum varðandi þessar skipanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku skipaði utanríkisráðherra tvo nýja sendiherra, þá Geir H. Haarde og Árna Þór Sigurðsson. Talsvert hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum og skipun þeirra Geirs og Árna verið gagnrýnd, en báðir eru sem kunnugt er fyrrverandi/núverandi stjórnmálamenn og koma ekki úr röðum starfsmanna utanríkisráðuneytisins. Í fjölmiðlum hefur auk þess verið fjallað um möguleikann á að auglýsa starfið líkt og önnur störf embættismanna og bent hefur verið á að töluvert halli á kvenfólk í skipunum í embætti sendiherra. Í gegnum tíðina hefur í reynd verið framgangskerfi í utanríkisþjónustunni, þ.e. starfsmenn hafa átt þess kost að vinna sig upp eftir hinum diplómatísku stöðuheitum og orðið loks sendiherrar. Er það fyrirkomulag í samræmi við venju í flestum nágrannaríkjum okkar. Gallinn við framkvæmdina í þessu kerfi hefur hins vegar verið sá að utanríkisráðherrann hverju sinni hefur haft um það alræðisvald að skipa sendiherra, og hefur í þeim efnum ekki þurft að styðjast við mat á hæfni, árangri, starfsreynslu eða öðrum viðmiðunum. Með skipun þeirra Geirs og Árna í embætti sendiherra er augljóslega verið að takmarka möguleika núverandi starfsmanna utanríkisráðuneytisins til starfsframa, auk þess sem verið er að endurvekja gamla siði með því að skipa stjórnmálamenn í slíkar stöður.Reynsla og rannsóknir Bent hefur verið á þá leið að auglýsa stöður sendiherra, þar sem þeir teljist embættismenn samkvæmt skilgreiningu starfsmannalaganna svokölluðu um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Það tel ég hins vegar ekki vera góða leið. Um er að ræða tæplega fjörutíu stöðugildi innan sama ráðuneytis. Ætti þá t.d. að auglýsa sendiherrastöðurnar í Washington og Moskvu sérstaklega? Auk þess teljast sendifulltrúar í utanríkisþjónustunni til embættismanna samkvæmt starfsmannalögunum. Ætti þá einnig að auglýsa störf þeirra lausar til umsóknar? Hætt er við því að það dragi úr stöðugleika innan stjórnsýslunnar ef auglýsa þarf opinberlega störf á öllum stigum innan utanríkisþjónustunnar, auk þess sem starfsmönnum yrði þá ekki gefinn kostur á að vaxa og dafna í starfi án þess að sækja stöðugt um ný störf á sama vinnustað. Reynsla og rannsóknir hafa sýnt að erfitt getur verið að ráða starfsmenn sem eiga að starfa í alþjóðlegu umhverfi. Huga þarf að þáttum eins og aðlögunarhæfni viðkomandi starfsmanns og fjölskyldu hans. Brottfall er gjarnan mikið meðal útsendra starfsmanna og mikill kostnaður sem hlýst af ef viðkomandi starfsmaður vill koma heim fyrr en áætlað er. Einnig er þekkt að starfsmenn hætta gjarnan störfum eftir að heim er komið af ýmsum ástæðum. En eins og flestum er kunnugt felst starf sendiherra ekki bara í vinnu erlendis heldur einnig hér heima í ráðuneytinu.Hæfni og árangur Ef við lítum okkur nær og skoðum utanaðkomandi ráðningar í störf sendiherra hérlendis lítur út fyrir, að þegar sendiherrar hafa verið skipaðir í embætti án þess að hafa unnið í utanríkisþjónustunni, þá hafa þeir í flestum tilvikum farið strax til starfa erlendis í um 4-8 ár en að þeim tíma liðnum farið til starfa á öðrum vettvangi og hætt í utanríkisþjónustunni. Þeir hafa því hvorki verið að störfum í ráðuneytinu í upphafi ráðningar né þegar heim er komið. Á Norðurlöndunum er þessu þannig háttað að í flestum tilfellum er um að ræða framgang í starfi enda má ætla að starfsmenn utanríkisþjónustunnar hafi reynslu af því að starfa og búa erlendis og ekki óalgengt að starfandi sendiherra hafi starfað og búið erlendis í nokkrum löndum áður en viðkomandi kemur til greina sem sendiherra. Starfsmenn eru því búnir að gera það upp við sig hvort þessi starfsgrein og flutningar hentar þeim og fjölskyldum þeirra. Utanríkisþjónustan ætti að standa að ráðningu starfsmanna sinna með því að auglýsa stöður sendiráðsritara, þar sem gerð væri krafa um ákveðna menntun, þekkingu og færni, auk þess sem jafnréttissjónarmið yrðu höfð til hliðsjónar við skipun í starfið. Eftir það myndi það ráðast af reynslu, hæfni og árangri í starfi hvort og hversu fljótt starfsmenn ynnu sig upp í það að verða sendiráðunautar, sendifulltrúar og síðan sendiherrar. Að því leyti væri ekki þörf á því að huga sérstaklega að kynjasjónarmiðum við skipun sendiherra, enda hefðu starfsmenn af báðum kynjum jafnan rétt og möguleika til að vinna sig upp í starfi og verða sendiherrar. Til að auka fagmennsku í kringum skipan sendiherra væri hægt að skipa sérstaka framgangsnefnd innan utanríkisráðuneytisins sem væri skipuð ráðuneytisstjóra, mannauðsstjóra og skrifstofustjórum þeirra þriggja skrifstofa sem kynntar eru í skipuriti ráðuneytisins. Framgangsnefndin hefði það hlutverk að gera tillögu til utanríkisráðherra um skipun embættismanna ráðuneytisins, þ.e. sendifulltrúa og sendiherra, og væri utanríkisráðherra bundinn af því að skipa í embættin á grundvelli tillagna nefndarinnar. Ef ekki finnst einstaklingur með þá þekkingu, færni og hæfni sem til þarf, er sjálfsagt að leita utan veggja ráðuneytisins, og myndi það vera hlutverk framgangsnefndar að leggja fram þá tillögu að undangengnu mati. Tilgangur framgangskerfisins yrði þá fyrst og fremst sá að starfsmenn og almenningur geti treyst því að við skipun í æðstu embætti utanríkisþjónustunnar verði byggt á faglegu mati, og að samhliða verði dregið úr pólitískum áhrifum varðandi þessar skipanir.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun