Við græðum á því Sighvatur Björgvinsson skrifar 12. ágúst 2014 12:00 Íslendingar eru eina Evrópuþjóðin, sem hagnaðist fjárhagslega á hörmungum síðari heimsstyrjaldarinnar. Þegar önnur þjóðríki í Evrópu voru í rústum og sum gjaldþrota vegna afleiðinga styrjaldarátakanna höfðu Íslendingar eignast sjóði og gátu fyrir þeirra tilstilli hafið endurnýjun á fiskiskipaflota sínum og efnt til framkvæmda, sem önnur Evrópuríki áttu engan kost á að efna til fyrr en mörgum árum síðar. Þegar Bandaríki Norður-Ameríku ákváðu að leggja Evrópuríkjunum, sem í rústum voru, lið til uppbyggingar innviða og atvinnulífs græddum við Íslendingar líka á því. Þrátt fyrir að vera eina Evrópuríkið, sem beinlínis hagnaðist á átökum síðari heimsstyrjaldarinnar, hlaut Ísland samt sem áður hlutfallslega mesta bandaríska aðstoð allra Evrópuríkja. Við græddum sum sé líka allra Evrópuríkja mest á því þegar átökum síðari heimsstyrjaldarinnar lauk.Græddum líka á því Þegar átök kalda stríðsins svo leystu af átök heimsstyrjaldarinnar síðari græddu Íslendingar líka á því. Önnur ríki tóku að sér að ábyrgjast landvarnir og sjálfstæði landsins og báru af því allan kostnað – Íslendingar engan. Bandaríska herstöðin í Keflavík skapaði útvöldum fyrirtækjum með pólitísk tengsl stórgróða, varð jafnframt einhver stærsti vinnustaður Íslendinga ef ekki sá allra stærsti og lagði grunninn að öflugu mannlífi á Suðurnesjum. Samband okkar við Bandaríkin vegna átaka kalda stríðsins skóp okkur líka önnur ómetanleg tekjutækifæri – t.d. mjög eftirsótt og ekki auðfengin lendingarleyfi fyrir íslenskar flugvélar í Bandaríkjunum sem lögðu grundvöllinn að stórsókn íslenskra flugfélaga í loftferðaflutningum yfir Atlantshafið til mikils fjárhagslegs ábata fyrir samfélagið. Þá urðu samskiptin við Bandaríkin vegna átaka kalda stríðsins enn fremur til þess að íslensk stjórnvöld töldu sig geta sótt stuðning til bandarískra stjórnvalda nánast hvenær sem var til hvers sem var gegn hótunum um brottvísun hersins. Einhvern tíma kemur vonandi að því, að þessi stuðningskrafa Íslendinga á hendur bandarískum stjórnvvöldum gegn hótunum fæst viðurkennd sem veigamikil skýring á sigri Íslendinga í landhelgisdeilunum, sem ávallt hefur verið litið á sem hálfgildings hernaðarsigur íslensku strandgæslunnar einnar og óstuddrar gegn breska sjóveldinu. Þannig græddum við Íslendingar líka á kalda stríðinu – líklegast einir þjóða.Græðum við eitthvað á því? „Græðum við eitthvað á því?“ Þarf nokkurn að undra þótt sú spurning standi ofarlega í hugum þjóðfélagsþegnanna þegar hliðsjón er höfð af þessari söguframvindu. „Græðum við eitthvað á norrænni samvinnu?“ var fyrsta spurning sem ég fékk frá fréttamanni þegar ég tók við formennsku norrænu ráðherranefndarinnar fyrir tuttugu árum. Græðum við eitthvað á þróunaraðstoð?“ var ein af fyrstu spurningunum sem ég fékk þegar ég tók við framkvæmdastjórastarfi hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands fyrir fjórtán árum. Og nú gefst okkur aftur tækifæri til þess „að græða á því“.Að eiga köku og éta. Átökin milli Rússa og vestrænna þjóða vegna Úkraínumálsins hafa orðið til þess, að Rússar hafa bannað innflutning á öllum matvælum frá flestum vestrænum þjóðum – nema Íslendingum. Og þá strax fóru menn auðvitað að velta því fyrir sér hversu marga milljarðatugi Íslendingar gætu grætt á því. Jafnhliða því sem fiskútflytjendur hófu að telja þær tekjur í tugum milljarða, sem væntanlega munu bætast í budduna, lýstu þeir áhyggjum af því, að við kynnum að tapa á öðrum mörkuðum þegar fiskur sá, sem öðrum þjóðum verður bannað að selja Rússum, færi að leita þangað. Þannig munu Íslendingar halda áfram að hagnast á átökum þjóða. Mestur yrði þó hagnaðurinn ef viðskiptabönn yrðu upp tekin gagnvart öllum nema Íslendingum á öðrum mörkuðum líka þangað sem við seljum afurðir. Ef átökin næðu líka þangað. Mestur er ávinningur okkar þó í því að geta á sama tíma bæði átt kökuna og étið hana. Bæði mótmælt áfram framferði Rússa í Úkraínu og hagnast áfram á því að fá einir Evrópuþjóða að selja þeim fisk. Svo er sagt að ekki sé bæði hægt eð éta köku og eiga hana. Það er víst hægt. Það getum við! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Íslendingar eru eina Evrópuþjóðin, sem hagnaðist fjárhagslega á hörmungum síðari heimsstyrjaldarinnar. Þegar önnur þjóðríki í Evrópu voru í rústum og sum gjaldþrota vegna afleiðinga styrjaldarátakanna höfðu Íslendingar eignast sjóði og gátu fyrir þeirra tilstilli hafið endurnýjun á fiskiskipaflota sínum og efnt til framkvæmda, sem önnur Evrópuríki áttu engan kost á að efna til fyrr en mörgum árum síðar. Þegar Bandaríki Norður-Ameríku ákváðu að leggja Evrópuríkjunum, sem í rústum voru, lið til uppbyggingar innviða og atvinnulífs græddum við Íslendingar líka á því. Þrátt fyrir að vera eina Evrópuríkið, sem beinlínis hagnaðist á átökum síðari heimsstyrjaldarinnar, hlaut Ísland samt sem áður hlutfallslega mesta bandaríska aðstoð allra Evrópuríkja. Við græddum sum sé líka allra Evrópuríkja mest á því þegar átökum síðari heimsstyrjaldarinnar lauk.Græddum líka á því Þegar átök kalda stríðsins svo leystu af átök heimsstyrjaldarinnar síðari græddu Íslendingar líka á því. Önnur ríki tóku að sér að ábyrgjast landvarnir og sjálfstæði landsins og báru af því allan kostnað – Íslendingar engan. Bandaríska herstöðin í Keflavík skapaði útvöldum fyrirtækjum með pólitísk tengsl stórgróða, varð jafnframt einhver stærsti vinnustaður Íslendinga ef ekki sá allra stærsti og lagði grunninn að öflugu mannlífi á Suðurnesjum. Samband okkar við Bandaríkin vegna átaka kalda stríðsins skóp okkur líka önnur ómetanleg tekjutækifæri – t.d. mjög eftirsótt og ekki auðfengin lendingarleyfi fyrir íslenskar flugvélar í Bandaríkjunum sem lögðu grundvöllinn að stórsókn íslenskra flugfélaga í loftferðaflutningum yfir Atlantshafið til mikils fjárhagslegs ábata fyrir samfélagið. Þá urðu samskiptin við Bandaríkin vegna átaka kalda stríðsins enn fremur til þess að íslensk stjórnvöld töldu sig geta sótt stuðning til bandarískra stjórnvalda nánast hvenær sem var til hvers sem var gegn hótunum um brottvísun hersins. Einhvern tíma kemur vonandi að því, að þessi stuðningskrafa Íslendinga á hendur bandarískum stjórnvvöldum gegn hótunum fæst viðurkennd sem veigamikil skýring á sigri Íslendinga í landhelgisdeilunum, sem ávallt hefur verið litið á sem hálfgildings hernaðarsigur íslensku strandgæslunnar einnar og óstuddrar gegn breska sjóveldinu. Þannig græddum við Íslendingar líka á kalda stríðinu – líklegast einir þjóða.Græðum við eitthvað á því? „Græðum við eitthvað á því?“ Þarf nokkurn að undra þótt sú spurning standi ofarlega í hugum þjóðfélagsþegnanna þegar hliðsjón er höfð af þessari söguframvindu. „Græðum við eitthvað á norrænni samvinnu?“ var fyrsta spurning sem ég fékk frá fréttamanni þegar ég tók við formennsku norrænu ráðherranefndarinnar fyrir tuttugu árum. Græðum við eitthvað á þróunaraðstoð?“ var ein af fyrstu spurningunum sem ég fékk þegar ég tók við framkvæmdastjórastarfi hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands fyrir fjórtán árum. Og nú gefst okkur aftur tækifæri til þess „að græða á því“.Að eiga köku og éta. Átökin milli Rússa og vestrænna þjóða vegna Úkraínumálsins hafa orðið til þess, að Rússar hafa bannað innflutning á öllum matvælum frá flestum vestrænum þjóðum – nema Íslendingum. Og þá strax fóru menn auðvitað að velta því fyrir sér hversu marga milljarðatugi Íslendingar gætu grætt á því. Jafnhliða því sem fiskútflytjendur hófu að telja þær tekjur í tugum milljarða, sem væntanlega munu bætast í budduna, lýstu þeir áhyggjum af því, að við kynnum að tapa á öðrum mörkuðum þegar fiskur sá, sem öðrum þjóðum verður bannað að selja Rússum, færi að leita þangað. Þannig munu Íslendingar halda áfram að hagnast á átökum þjóða. Mestur yrði þó hagnaðurinn ef viðskiptabönn yrðu upp tekin gagnvart öllum nema Íslendingum á öðrum mörkuðum líka þangað sem við seljum afurðir. Ef átökin næðu líka þangað. Mestur er ávinningur okkar þó í því að geta á sama tíma bæði átt kökuna og étið hana. Bæði mótmælt áfram framferði Rússa í Úkraínu og hagnast áfram á því að fá einir Evrópuþjóða að selja þeim fisk. Svo er sagt að ekki sé bæði hægt eð éta köku og eiga hana. Það er víst hægt. Það getum við!
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun