Væntingastjórnun Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 14. ágúst 2014 09:30 Væntingastjórnun er nýjasta tískuorðið. Þegar stjórnendur búa fólk undir það versta og ná þannig að halda því ánægðu þótt ekki sé boðið upp á það besta. Hamingjan snýst víst ekki um hvað þú færð heldur hvað þú færð miðað við hvað þú taldir þig eiga rétt á að fá. Nýlega var gerð könnun á vegum University College í London með það að markmiði að búa til jöfnu fyrir hamingjuna. Þátttakendur voru látnir svara spurningunni „hversu hamingjusamur ertu núna“ á meðan þeir undirgengust veðmál með mismunandi forsendum. Til að sannreyna svörin voru höfuð þátttakenda tengd við tölvu þar sem lesið var í rafboð sem heili þeirra gaf frá sér þegar svör voru gefin. Í ljós kom að það er ekki raunverulegur ávinningur sem stjórnar hamingjunni heldur hlutfallsleg útkoma miðað við væntingar. Að koma út á núlli í veðmáli með slæmum líkum veitir fólki hlutfallslega jafn mikla hamingju og að græða á veðmáli þar sem taplíkur eru litlar. Á mannamáli þýðir þetta að það getur veitt heilsulitlum manni jafn mikla hamingju að labba upp Öskjuhlíðina eins og atvinnufjallagarpi að klífa á tind Everest. Um þetta hafa skáldin ort og óþarfi að fjölyrða um það. Miðað við þetta er „væntingastjórnun“ klókt bragð hvort sem því er beitt af stjórnmálamönnum eða foreldrum. En svo er einnig spurning hvort „hamingja“ sé aðeins of stórt hugtak til að rúmast innan þessara hugsana. „Þeir segja að ef maður vísi burt voninni, þá veitist manni allt,“ söng Megas og það geta vísindamennirnir frá University College tekið undir. En í línunni er undirliggjandi hryggð. Fylgi maður þessari hugsun til enda þá er alltaf best að gera sjálfan sig eins vonlítinn og mögulegt er. Samkvæmt því ætti leiðin að hamingjunni að vera að rífa sjálfan sig niður, útiloka vonir og væntingar, krefjast og vænta einskis – en það er leið ógæfunnar. Væntingastjórnun er vandmeðfarin. Hún virkar lógísk en hamingjan er þrátt fyrir allt ekki bundin rökum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun
Væntingastjórnun er nýjasta tískuorðið. Þegar stjórnendur búa fólk undir það versta og ná þannig að halda því ánægðu þótt ekki sé boðið upp á það besta. Hamingjan snýst víst ekki um hvað þú færð heldur hvað þú færð miðað við hvað þú taldir þig eiga rétt á að fá. Nýlega var gerð könnun á vegum University College í London með það að markmiði að búa til jöfnu fyrir hamingjuna. Þátttakendur voru látnir svara spurningunni „hversu hamingjusamur ertu núna“ á meðan þeir undirgengust veðmál með mismunandi forsendum. Til að sannreyna svörin voru höfuð þátttakenda tengd við tölvu þar sem lesið var í rafboð sem heili þeirra gaf frá sér þegar svör voru gefin. Í ljós kom að það er ekki raunverulegur ávinningur sem stjórnar hamingjunni heldur hlutfallsleg útkoma miðað við væntingar. Að koma út á núlli í veðmáli með slæmum líkum veitir fólki hlutfallslega jafn mikla hamingju og að græða á veðmáli þar sem taplíkur eru litlar. Á mannamáli þýðir þetta að það getur veitt heilsulitlum manni jafn mikla hamingju að labba upp Öskjuhlíðina eins og atvinnufjallagarpi að klífa á tind Everest. Um þetta hafa skáldin ort og óþarfi að fjölyrða um það. Miðað við þetta er „væntingastjórnun“ klókt bragð hvort sem því er beitt af stjórnmálamönnum eða foreldrum. En svo er einnig spurning hvort „hamingja“ sé aðeins of stórt hugtak til að rúmast innan þessara hugsana. „Þeir segja að ef maður vísi burt voninni, þá veitist manni allt,“ söng Megas og það geta vísindamennirnir frá University College tekið undir. En í línunni er undirliggjandi hryggð. Fylgi maður þessari hugsun til enda þá er alltaf best að gera sjálfan sig eins vonlítinn og mögulegt er. Samkvæmt því ætti leiðin að hamingjunni að vera að rífa sjálfan sig niður, útiloka vonir og væntingar, krefjast og vænta einskis – en það er leið ógæfunnar. Væntingastjórnun er vandmeðfarin. Hún virkar lógísk en hamingjan er þrátt fyrir allt ekki bundin rökum.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun