Um nýjungar í orkumálum Kínverja Jóhann Helgason skrifar 12. ágúst 2014 12:00 Mengun í Kína er gríðarlegt vandamál. Um 40 prósent af útblæstri gróðurhúsalofttegunda á jörðinni stafa frá Kína og Bandaríkjunum. Hagvöxtur í Kína hefur ráðið ferðinni á kostnað umhverfisins og til að knýja sitt öfluga hagkerfi nota Kínverjar orku sem að mestu er fengin með brennslu óendurnýjanlegra orkugjafa, þ.e. kola, gass og olíu. Mengun er almenningi þungbær í Kína og mun koma niður á hagvexti. Fyrir þá eru engar vistvænar skammtímalausnir til að draga að ráði úr mengun. Nú byggja Kínverjar 28 úranorkuver, fleiri en nokkur önnur þjóð. Þau eru svar þeirra við mengun frá núverandi orkuverum en þykja þó varasöm, samanber Fukushima í Japan árið 2011. En eru kjarnorkuver framtíðarlausn Kínverja þegar slík orkuver eru á útleið? Jú, sú er raunin, en þau yrðu þó ekki venjuleg úranorkuver. Kínverjar ætla að nýta þórín í stað úrans en mikill munur er á þessum efnum. Sé úran notað er þörf á miklu vatni til kælingar og framleiðslu rafmagns. Sá vökvi nær 300°C undir miklum þrýstingi. Komi eitthvað fyrir í verinu getur losnað um kælivatnið (gufu) sem getur sprengt sér leið til andrúmsloftsins. Skortur á kælivatni getur þá leitt til „bráðnunar“ svo að geislavirk efni losni (Tsjernóbyl). Þórín má nýta án kælivatns við háan þrýsting. Komi til hamfara fer af stað sjálfvirkt ferli sem tappar geislavirkri þórínblöndu í rammgert hólf þar sem það kólnar niður á skömmum tíma. Í Idaho væri t.d. unnt að vinna þórín af svæði á stærð við fótboltavöll sem anna myndi árlegri orkuþörf mannkyns. Verkfræðingurinn Kirk Sorensen endurvakti kosti þóríns og hvatti Bandaríkjamenn til að nýta það í stað úrans. Áhugi þeirra á að fjármagna slíkar rannsóknir var lítill og svipað er að segja um ESB. Kínverjar hafa þó tekið þóríni opnum örmum. Í Bandaríkjunum náðu þeir löglega í gögn um þórínorkuvinnslu og komu nýlega á feiknastóru verkefni til að leysa vandamál henni samfara. Þeir lögðu 350 milljónir Bandaríkjadala í verkefnið og réðu til þess 140 vísindamenn, en starfsmenn verða 750 árið 2015. Kínverjar hyggjast gangsetja þórínorkuver eftir tíu ár en ekki 25 ár eins og ráðgert var í upphafi. Leið Kínverja er bylting. Takist þeim ætlunarverk sitt má ætla að þórínorkuvinnsla verði útbreidd og leysi af hólmi óvistvæna orkuöflun. Þá leggist einfaldlega af notkun óendurnýjanlegrar orku því eldsneyti á bifreiðar verði án mengunar og framleiðslan vistvæn. Tíu ár eru skammur tími og verður spennandi að fylgjast með hvort þeim takist ætlunarverk sitt. Þetta er þeirra leið út úr þeirra umhverfislegu ógöngum. Þórínorkuver virðast áhættulítil og umhverfisvæn þegar á heildina er litið. Kínverjar eiga birgðir þóríns til orkuvinnslu næstu 20.000 árin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Mengun í Kína er gríðarlegt vandamál. Um 40 prósent af útblæstri gróðurhúsalofttegunda á jörðinni stafa frá Kína og Bandaríkjunum. Hagvöxtur í Kína hefur ráðið ferðinni á kostnað umhverfisins og til að knýja sitt öfluga hagkerfi nota Kínverjar orku sem að mestu er fengin með brennslu óendurnýjanlegra orkugjafa, þ.e. kola, gass og olíu. Mengun er almenningi þungbær í Kína og mun koma niður á hagvexti. Fyrir þá eru engar vistvænar skammtímalausnir til að draga að ráði úr mengun. Nú byggja Kínverjar 28 úranorkuver, fleiri en nokkur önnur þjóð. Þau eru svar þeirra við mengun frá núverandi orkuverum en þykja þó varasöm, samanber Fukushima í Japan árið 2011. En eru kjarnorkuver framtíðarlausn Kínverja þegar slík orkuver eru á útleið? Jú, sú er raunin, en þau yrðu þó ekki venjuleg úranorkuver. Kínverjar ætla að nýta þórín í stað úrans en mikill munur er á þessum efnum. Sé úran notað er þörf á miklu vatni til kælingar og framleiðslu rafmagns. Sá vökvi nær 300°C undir miklum þrýstingi. Komi eitthvað fyrir í verinu getur losnað um kælivatnið (gufu) sem getur sprengt sér leið til andrúmsloftsins. Skortur á kælivatni getur þá leitt til „bráðnunar“ svo að geislavirk efni losni (Tsjernóbyl). Þórín má nýta án kælivatns við háan þrýsting. Komi til hamfara fer af stað sjálfvirkt ferli sem tappar geislavirkri þórínblöndu í rammgert hólf þar sem það kólnar niður á skömmum tíma. Í Idaho væri t.d. unnt að vinna þórín af svæði á stærð við fótboltavöll sem anna myndi árlegri orkuþörf mannkyns. Verkfræðingurinn Kirk Sorensen endurvakti kosti þóríns og hvatti Bandaríkjamenn til að nýta það í stað úrans. Áhugi þeirra á að fjármagna slíkar rannsóknir var lítill og svipað er að segja um ESB. Kínverjar hafa þó tekið þóríni opnum örmum. Í Bandaríkjunum náðu þeir löglega í gögn um þórínorkuvinnslu og komu nýlega á feiknastóru verkefni til að leysa vandamál henni samfara. Þeir lögðu 350 milljónir Bandaríkjadala í verkefnið og réðu til þess 140 vísindamenn, en starfsmenn verða 750 árið 2015. Kínverjar hyggjast gangsetja þórínorkuver eftir tíu ár en ekki 25 ár eins og ráðgert var í upphafi. Leið Kínverja er bylting. Takist þeim ætlunarverk sitt má ætla að þórínorkuvinnsla verði útbreidd og leysi af hólmi óvistvæna orkuöflun. Þá leggist einfaldlega af notkun óendurnýjanlegrar orku því eldsneyti á bifreiðar verði án mengunar og framleiðslan vistvæn. Tíu ár eru skammur tími og verður spennandi að fylgjast með hvort þeim takist ætlunarverk sitt. Þetta er þeirra leið út úr þeirra umhverfislegu ógöngum. Þórínorkuver virðast áhættulítil og umhverfisvæn þegar á heildina er litið. Kínverjar eiga birgðir þóríns til orkuvinnslu næstu 20.000 árin.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar