Um nýjungar í orkumálum Kínverja Jóhann Helgason skrifar 12. ágúst 2014 12:00 Mengun í Kína er gríðarlegt vandamál. Um 40 prósent af útblæstri gróðurhúsalofttegunda á jörðinni stafa frá Kína og Bandaríkjunum. Hagvöxtur í Kína hefur ráðið ferðinni á kostnað umhverfisins og til að knýja sitt öfluga hagkerfi nota Kínverjar orku sem að mestu er fengin með brennslu óendurnýjanlegra orkugjafa, þ.e. kola, gass og olíu. Mengun er almenningi þungbær í Kína og mun koma niður á hagvexti. Fyrir þá eru engar vistvænar skammtímalausnir til að draga að ráði úr mengun. Nú byggja Kínverjar 28 úranorkuver, fleiri en nokkur önnur þjóð. Þau eru svar þeirra við mengun frá núverandi orkuverum en þykja þó varasöm, samanber Fukushima í Japan árið 2011. En eru kjarnorkuver framtíðarlausn Kínverja þegar slík orkuver eru á útleið? Jú, sú er raunin, en þau yrðu þó ekki venjuleg úranorkuver. Kínverjar ætla að nýta þórín í stað úrans en mikill munur er á þessum efnum. Sé úran notað er þörf á miklu vatni til kælingar og framleiðslu rafmagns. Sá vökvi nær 300°C undir miklum þrýstingi. Komi eitthvað fyrir í verinu getur losnað um kælivatnið (gufu) sem getur sprengt sér leið til andrúmsloftsins. Skortur á kælivatni getur þá leitt til „bráðnunar“ svo að geislavirk efni losni (Tsjernóbyl). Þórín má nýta án kælivatns við háan þrýsting. Komi til hamfara fer af stað sjálfvirkt ferli sem tappar geislavirkri þórínblöndu í rammgert hólf þar sem það kólnar niður á skömmum tíma. Í Idaho væri t.d. unnt að vinna þórín af svæði á stærð við fótboltavöll sem anna myndi árlegri orkuþörf mannkyns. Verkfræðingurinn Kirk Sorensen endurvakti kosti þóríns og hvatti Bandaríkjamenn til að nýta það í stað úrans. Áhugi þeirra á að fjármagna slíkar rannsóknir var lítill og svipað er að segja um ESB. Kínverjar hafa þó tekið þóríni opnum örmum. Í Bandaríkjunum náðu þeir löglega í gögn um þórínorkuvinnslu og komu nýlega á feiknastóru verkefni til að leysa vandamál henni samfara. Þeir lögðu 350 milljónir Bandaríkjadala í verkefnið og réðu til þess 140 vísindamenn, en starfsmenn verða 750 árið 2015. Kínverjar hyggjast gangsetja þórínorkuver eftir tíu ár en ekki 25 ár eins og ráðgert var í upphafi. Leið Kínverja er bylting. Takist þeim ætlunarverk sitt má ætla að þórínorkuvinnsla verði útbreidd og leysi af hólmi óvistvæna orkuöflun. Þá leggist einfaldlega af notkun óendurnýjanlegrar orku því eldsneyti á bifreiðar verði án mengunar og framleiðslan vistvæn. Tíu ár eru skammur tími og verður spennandi að fylgjast með hvort þeim takist ætlunarverk sitt. Þetta er þeirra leið út úr þeirra umhverfislegu ógöngum. Þórínorkuver virðast áhættulítil og umhverfisvæn þegar á heildina er litið. Kínverjar eiga birgðir þóríns til orkuvinnslu næstu 20.000 árin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Mengun í Kína er gríðarlegt vandamál. Um 40 prósent af útblæstri gróðurhúsalofttegunda á jörðinni stafa frá Kína og Bandaríkjunum. Hagvöxtur í Kína hefur ráðið ferðinni á kostnað umhverfisins og til að knýja sitt öfluga hagkerfi nota Kínverjar orku sem að mestu er fengin með brennslu óendurnýjanlegra orkugjafa, þ.e. kola, gass og olíu. Mengun er almenningi þungbær í Kína og mun koma niður á hagvexti. Fyrir þá eru engar vistvænar skammtímalausnir til að draga að ráði úr mengun. Nú byggja Kínverjar 28 úranorkuver, fleiri en nokkur önnur þjóð. Þau eru svar þeirra við mengun frá núverandi orkuverum en þykja þó varasöm, samanber Fukushima í Japan árið 2011. En eru kjarnorkuver framtíðarlausn Kínverja þegar slík orkuver eru á útleið? Jú, sú er raunin, en þau yrðu þó ekki venjuleg úranorkuver. Kínverjar ætla að nýta þórín í stað úrans en mikill munur er á þessum efnum. Sé úran notað er þörf á miklu vatni til kælingar og framleiðslu rafmagns. Sá vökvi nær 300°C undir miklum þrýstingi. Komi eitthvað fyrir í verinu getur losnað um kælivatnið (gufu) sem getur sprengt sér leið til andrúmsloftsins. Skortur á kælivatni getur þá leitt til „bráðnunar“ svo að geislavirk efni losni (Tsjernóbyl). Þórín má nýta án kælivatns við háan þrýsting. Komi til hamfara fer af stað sjálfvirkt ferli sem tappar geislavirkri þórínblöndu í rammgert hólf þar sem það kólnar niður á skömmum tíma. Í Idaho væri t.d. unnt að vinna þórín af svæði á stærð við fótboltavöll sem anna myndi árlegri orkuþörf mannkyns. Verkfræðingurinn Kirk Sorensen endurvakti kosti þóríns og hvatti Bandaríkjamenn til að nýta það í stað úrans. Áhugi þeirra á að fjármagna slíkar rannsóknir var lítill og svipað er að segja um ESB. Kínverjar hafa þó tekið þóríni opnum örmum. Í Bandaríkjunum náðu þeir löglega í gögn um þórínorkuvinnslu og komu nýlega á feiknastóru verkefni til að leysa vandamál henni samfara. Þeir lögðu 350 milljónir Bandaríkjadala í verkefnið og réðu til þess 140 vísindamenn, en starfsmenn verða 750 árið 2015. Kínverjar hyggjast gangsetja þórínorkuver eftir tíu ár en ekki 25 ár eins og ráðgert var í upphafi. Leið Kínverja er bylting. Takist þeim ætlunarverk sitt má ætla að þórínorkuvinnsla verði útbreidd og leysi af hólmi óvistvæna orkuöflun. Þá leggist einfaldlega af notkun óendurnýjanlegrar orku því eldsneyti á bifreiðar verði án mengunar og framleiðslan vistvæn. Tíu ár eru skammur tími og verður spennandi að fylgjast með hvort þeim takist ætlunarverk sitt. Þetta er þeirra leið út úr þeirra umhverfislegu ógöngum. Þórínorkuver virðast áhættulítil og umhverfisvæn þegar á heildina er litið. Kínverjar eiga birgðir þóríns til orkuvinnslu næstu 20.000 árin.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun