Um feminisma og félagsvísindi Björg Árnadóttir skrifar 12. ágúst 2014 06:00 Eva Hauksdóttir er snjall penni sem ég er stundum sammála, en þegar hún skrifar annars vegar um félagsvísindi og hins vegar feminisma get ég ekki tekið undir orð hennar. Ég ætla ekki að rekja hvað það er í skrifum Evu sem ég er ósammála enda erum við svo heppin að hérlendis er öllum frjálst að hafa sínar skoðanir. Mig langar hins vegar að gera örstutta grein fyrir því hvernig ég lít á feminisma og félagsvísindi, sem eru í mínum huga nátengd. Ég tók svo sem þátt í því að gera grín að félagsvísindum og rannsóknarefnum þeirra. Það var áður en ég kynnist þeim innan frá. Hér áður fyrr vissi ég heldur ekki hvort ég ætti að álíta mig vera jafnréttissinna eða feminista. Ég taldi að sjálfsögðu að konur og karlar ættu að hafa sama rétt en þar sem verkaskipting var nokkuð jöfn á mínu heimili hélt ég að stutt væri í fullkomið jafnrétti í heiminum öllum. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og reynsluheimur minn þanist út. Nú kalla ég mig stolt feminista og skil nú markmið og aðferðir félagsvísinda. Félagsvísindi skýra hegðun einstaklinga, hópa og samfélaga og samskipti fólks. Í raun fjalla þau afar mikið um völd enda eru völd sterkt afl, ekki eingöngu í stjórnmálum heldur líka í einkalífi. Þegar flett er ofan af eðli og birtingarmynd valdbeitingar fá þeir kúguðu tæki til að verja sig. Fólk er ekki bara kúgað úti í hinum stóra heimi heldur gengur það um mitt á meðal okkar, já, kannski erum við öll á einhvern hátt kúguð. Ég tel að félagsvísindin hafi hjálpað fólki að koma auga á misrétti sem það sjálft og aðrir eru beittir. Að sjálfsögðu eru ekki allar rannsóknir félagsvísindanna jafn merkilegar fremur en annarra vísinda, en hér eins og annars staðar þarf hágróðurinn botngróður til að þrífast. Merkileg rannsókn verður ekki til ekki án samhengis. Allar þessar rannsóknir mynda vef þekkingar sem almenningur nýtir sér, þekkingar sem greinir samfélag okkar frá miðaldasamfélaginu. Að mínu mati gerir sú þekking sem við nú búum yfir um samskipti fólks okkur betur kleift að koma auga á misrétti sem við sjálf og aðrir verða fyrir – og berjast gegn því. Það gerum við með ólíkum aðferðum; sumir taka líf og aðrir fórna lífi, menn stunda dólgslegan aktívisma eða taka þátt í friðsamlegum gleðigöngum, menn leita til dómstóla eða skrifa á samfélagsmiðla og menn tala við trúnaðarvini. Og svo eru þeir sem eygja engar leiðir og þjást í einsemd. Feminismi er ein leið til að verjast valdbeitingu. Jafnrétti snýst nefnilega ekki um uppvask heldur valddreifingu á heimili og í heiminum. Á meðan karlar hafa meiri völd en konur þurfum við feminisma af því að misskipting valda er hættuleg. Á meðan misrétti er ríkjandi þarf að berjast gegn því, misrétti sem bitnar á konum, körlum, börnum, fólki með aðra kynhneigð og kyngervi, fötluðum, sjúkum og fólki af ólíkum uppruna. Á meðan við fögnum ekki fjölbreytileikanum af heilum hug og á öllum sviðum þarf að berjast. Ástæða þess að ég er nú stoltur feministi er sú að ég sé ekki feminisma lengur sem þrönga jafnréttisbaráttu kynjanna. Feminismi er miklu meira. Undir merkjum feminisma finnst mér ég geta barist gegn hvers kyns óréttlæti. Merking orða er alltaf að taka breytingum. Í iðnbyltingunni þýddi franska orðið sabotage að verkamenn settu skóinn sinn í vélarnar til að fá hvíld. Nú er það notað almennt um skemmdarverk. Orðið rasismi þýðir samkvæmt Sameinuðu þjóðunum ekki lengur hatur á kynþáttum heldur hatur á ákveðnum uppruna og trúarbrögðum. Og feminismi hefur í hugum margra kvenna og karla orðið safnheiti margs konar réttindabaráttu. Vinur minn, tyrkneskur náttúruverndarsinni, segir: „Ástæðan þess að ég valdi að berjast fyrir náttúruna en ekki fyrir mannréttindum er sú að náttúran berst ekki gegn því að ég berjist í hennar nafni.“ Það getur verið erfitt að berjast fyrir réttindum fólks af því að fólk vill ekki alltaf þessa baráttu eða líkar ekki baráttuaðferðirnar. En það er efni í annan pistil. Höfundur er sjálfstætt starfandi í ReykjavíkurAkademíunni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Eva Hauksdóttir er snjall penni sem ég er stundum sammála, en þegar hún skrifar annars vegar um félagsvísindi og hins vegar feminisma get ég ekki tekið undir orð hennar. Ég ætla ekki að rekja hvað það er í skrifum Evu sem ég er ósammála enda erum við svo heppin að hérlendis er öllum frjálst að hafa sínar skoðanir. Mig langar hins vegar að gera örstutta grein fyrir því hvernig ég lít á feminisma og félagsvísindi, sem eru í mínum huga nátengd. Ég tók svo sem þátt í því að gera grín að félagsvísindum og rannsóknarefnum þeirra. Það var áður en ég kynnist þeim innan frá. Hér áður fyrr vissi ég heldur ekki hvort ég ætti að álíta mig vera jafnréttissinna eða feminista. Ég taldi að sjálfsögðu að konur og karlar ættu að hafa sama rétt en þar sem verkaskipting var nokkuð jöfn á mínu heimili hélt ég að stutt væri í fullkomið jafnrétti í heiminum öllum. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og reynsluheimur minn þanist út. Nú kalla ég mig stolt feminista og skil nú markmið og aðferðir félagsvísinda. Félagsvísindi skýra hegðun einstaklinga, hópa og samfélaga og samskipti fólks. Í raun fjalla þau afar mikið um völd enda eru völd sterkt afl, ekki eingöngu í stjórnmálum heldur líka í einkalífi. Þegar flett er ofan af eðli og birtingarmynd valdbeitingar fá þeir kúguðu tæki til að verja sig. Fólk er ekki bara kúgað úti í hinum stóra heimi heldur gengur það um mitt á meðal okkar, já, kannski erum við öll á einhvern hátt kúguð. Ég tel að félagsvísindin hafi hjálpað fólki að koma auga á misrétti sem það sjálft og aðrir eru beittir. Að sjálfsögðu eru ekki allar rannsóknir félagsvísindanna jafn merkilegar fremur en annarra vísinda, en hér eins og annars staðar þarf hágróðurinn botngróður til að þrífast. Merkileg rannsókn verður ekki til ekki án samhengis. Allar þessar rannsóknir mynda vef þekkingar sem almenningur nýtir sér, þekkingar sem greinir samfélag okkar frá miðaldasamfélaginu. Að mínu mati gerir sú þekking sem við nú búum yfir um samskipti fólks okkur betur kleift að koma auga á misrétti sem við sjálf og aðrir verða fyrir – og berjast gegn því. Það gerum við með ólíkum aðferðum; sumir taka líf og aðrir fórna lífi, menn stunda dólgslegan aktívisma eða taka þátt í friðsamlegum gleðigöngum, menn leita til dómstóla eða skrifa á samfélagsmiðla og menn tala við trúnaðarvini. Og svo eru þeir sem eygja engar leiðir og þjást í einsemd. Feminismi er ein leið til að verjast valdbeitingu. Jafnrétti snýst nefnilega ekki um uppvask heldur valddreifingu á heimili og í heiminum. Á meðan karlar hafa meiri völd en konur þurfum við feminisma af því að misskipting valda er hættuleg. Á meðan misrétti er ríkjandi þarf að berjast gegn því, misrétti sem bitnar á konum, körlum, börnum, fólki með aðra kynhneigð og kyngervi, fötluðum, sjúkum og fólki af ólíkum uppruna. Á meðan við fögnum ekki fjölbreytileikanum af heilum hug og á öllum sviðum þarf að berjast. Ástæða þess að ég er nú stoltur feministi er sú að ég sé ekki feminisma lengur sem þrönga jafnréttisbaráttu kynjanna. Feminismi er miklu meira. Undir merkjum feminisma finnst mér ég geta barist gegn hvers kyns óréttlæti. Merking orða er alltaf að taka breytingum. Í iðnbyltingunni þýddi franska orðið sabotage að verkamenn settu skóinn sinn í vélarnar til að fá hvíld. Nú er það notað almennt um skemmdarverk. Orðið rasismi þýðir samkvæmt Sameinuðu þjóðunum ekki lengur hatur á kynþáttum heldur hatur á ákveðnum uppruna og trúarbrögðum. Og feminismi hefur í hugum margra kvenna og karla orðið safnheiti margs konar réttindabaráttu. Vinur minn, tyrkneskur náttúruverndarsinni, segir: „Ástæðan þess að ég valdi að berjast fyrir náttúruna en ekki fyrir mannréttindum er sú að náttúran berst ekki gegn því að ég berjist í hennar nafni.“ Það getur verið erfitt að berjast fyrir réttindum fólks af því að fólk vill ekki alltaf þessa baráttu eða líkar ekki baráttuaðferðirnar. En það er efni í annan pistil. Höfundur er sjálfstætt starfandi í ReykjavíkurAkademíunni
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar