Þversagnakennd Evrópustefna Ólafur Þ. Stephensen skrifar 7. ágúst 2014 08:00 Jóna Sólveig Elínardóttir alþjóðastjórnmálafræðingur hefur undanfarið skrifað áhugaverðar greinar um Evrópumál í Fréttablaðið. Í einni slíkri sem birtist í gær bendir hún á þversögnina sem felst í því að í svokallaðri Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um stóreflda hagsmunagæzlu Íslands á vettvangi EES-samningsins, en um leið leggur stjórnarliðið ofuráherzlu á niðurskurð í utanríkisþjónustunni. (Nema þegar kemur að skipan stjórnmálamanna í sendiherrastöður, mætti bæta við.) „Þversögnin verður þeim mun vandræðalegri þegar horft er til þess hversu illa Íslandi gengur að innleiða EES-löggjöf,“ skrifar Jóna. Hún rifjar upp að Ísland stendur sig verst allra EES-ríkjanna í innleiðingu Evrópulöggjafarinnar. Í byrjun marz var sagt frá því að í lok síðasta árs hefði Ísland enn ekki innleitt 3,2 prósent EES-reglna, samkvæmt yfirliti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Eins og Jóna bendir á þýðir þetta að íslenzkir borgarar og fyrirtæki búa ekki við sama regluverk og gildir í öðrum ríkjum EES. Dráttur á innleiðingu löggjafar leiðir líka til tímafrekra og kostnaðarsamra málaferla fyrir EFTA-dómstólnum. Stuttu eftir að þessar vondu tölur voru birtar í marz birti ríkisstjórnin „Evrópustefnu“ sína, þar sem sett er fram áætlun um að vinna á innleiðingarhallanum, meðal annars til þess að mannskapur stjórnsýslunnar, sem ætti að vera að gæta að hagsmunum Íslands á upphafsstigum löggjafarferlis Evrópusambandsins, losni úr verkefnum vegna tafa á innleiðingu. Í áætluninni er kveðið á um að á fyrri hluta næsta árs verði „innleiðingarhallinn“ kominn undir eitt prósent. Samkvæmt nýjustu tölum, sem birtust í síðasta mánuði, hefur staðan hins vegar ekki skánað mikið; talan lækkar um 0,1 prósentustig. Í „Evrópustefnunni“ eru fleiri metnaðarfull markmið um að gæta hagsmuna Íslands á fyrri stigum löggjafarferlisins, stórfjölga fundum sem ráðherrar og embættismenn sæki í þágu slíkrar hagsmunagæzlu og efla samráðið við hin EFTA-ríkin. Og þar er líka setning um að utanríkisráðherra muni gera tillögur um hvernig megi „styrkja starf einstakra fagráðuneyta og við sendiráð Íslands í Brussel“. Þar stendur hins vegar hnífurinn í kúnni. Undanfarin ár hefur sendiráðið í Brussel verið veikt verulega. Jóna Sólveig bendir á að þar starfi nú aðeins þrír fulltrúar fagráðuneyta. Þeir voru einu sinni sjö til átta. Jóna ber þetta saman við sendiráð Noregs í Brussel, þar sem 30 af 50 starfsmönnum vinna í EES-tengdum málum. Samt er það svo að norsk stjórnvöld telja sig í raun hafa fremur takmörkuð áhrif á löggjöf ESB. Markmið „Evrópustefnu“ ríkisstjórnarinnar hvað EES-samninginn varðar nást ekki nema talsverð vinna, mannskapur og peningar verði sett í málið. Fyrsta verkefnið er að tryggja að Ísland standi sig sem hluti af einsleitu efnahagssvæði þar sem sömu reglur gilda. Í „Evrópustefnunni“ er það réttilega sagt varða „ítrustu hagsmuni“ íslenzkra einstaklinga og fyrirtækja. Önnur þversögn í málinu er þó sú að slíka einsleitni myndu ýmsir stjórnarliðar kalla „aðlögun“ að Evrópusambandinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Jóna Sólveig Elínardóttir alþjóðastjórnmálafræðingur hefur undanfarið skrifað áhugaverðar greinar um Evrópumál í Fréttablaðið. Í einni slíkri sem birtist í gær bendir hún á þversögnina sem felst í því að í svokallaðri Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um stóreflda hagsmunagæzlu Íslands á vettvangi EES-samningsins, en um leið leggur stjórnarliðið ofuráherzlu á niðurskurð í utanríkisþjónustunni. (Nema þegar kemur að skipan stjórnmálamanna í sendiherrastöður, mætti bæta við.) „Þversögnin verður þeim mun vandræðalegri þegar horft er til þess hversu illa Íslandi gengur að innleiða EES-löggjöf,“ skrifar Jóna. Hún rifjar upp að Ísland stendur sig verst allra EES-ríkjanna í innleiðingu Evrópulöggjafarinnar. Í byrjun marz var sagt frá því að í lok síðasta árs hefði Ísland enn ekki innleitt 3,2 prósent EES-reglna, samkvæmt yfirliti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Eins og Jóna bendir á þýðir þetta að íslenzkir borgarar og fyrirtæki búa ekki við sama regluverk og gildir í öðrum ríkjum EES. Dráttur á innleiðingu löggjafar leiðir líka til tímafrekra og kostnaðarsamra málaferla fyrir EFTA-dómstólnum. Stuttu eftir að þessar vondu tölur voru birtar í marz birti ríkisstjórnin „Evrópustefnu“ sína, þar sem sett er fram áætlun um að vinna á innleiðingarhallanum, meðal annars til þess að mannskapur stjórnsýslunnar, sem ætti að vera að gæta að hagsmunum Íslands á upphafsstigum löggjafarferlis Evrópusambandsins, losni úr verkefnum vegna tafa á innleiðingu. Í áætluninni er kveðið á um að á fyrri hluta næsta árs verði „innleiðingarhallinn“ kominn undir eitt prósent. Samkvæmt nýjustu tölum, sem birtust í síðasta mánuði, hefur staðan hins vegar ekki skánað mikið; talan lækkar um 0,1 prósentustig. Í „Evrópustefnunni“ eru fleiri metnaðarfull markmið um að gæta hagsmuna Íslands á fyrri stigum löggjafarferlisins, stórfjölga fundum sem ráðherrar og embættismenn sæki í þágu slíkrar hagsmunagæzlu og efla samráðið við hin EFTA-ríkin. Og þar er líka setning um að utanríkisráðherra muni gera tillögur um hvernig megi „styrkja starf einstakra fagráðuneyta og við sendiráð Íslands í Brussel“. Þar stendur hins vegar hnífurinn í kúnni. Undanfarin ár hefur sendiráðið í Brussel verið veikt verulega. Jóna Sólveig bendir á að þar starfi nú aðeins þrír fulltrúar fagráðuneyta. Þeir voru einu sinni sjö til átta. Jóna ber þetta saman við sendiráð Noregs í Brussel, þar sem 30 af 50 starfsmönnum vinna í EES-tengdum málum. Samt er það svo að norsk stjórnvöld telja sig í raun hafa fremur takmörkuð áhrif á löggjöf ESB. Markmið „Evrópustefnu“ ríkisstjórnarinnar hvað EES-samninginn varðar nást ekki nema talsverð vinna, mannskapur og peningar verði sett í málið. Fyrsta verkefnið er að tryggja að Ísland standi sig sem hluti af einsleitu efnahagssvæði þar sem sömu reglur gilda. Í „Evrópustefnunni“ er það réttilega sagt varða „ítrustu hagsmuni“ íslenzkra einstaklinga og fyrirtækja. Önnur þversögn í málinu er þó sú að slíka einsleitni myndu ýmsir stjórnarliðar kalla „aðlögun“ að Evrópusambandinu.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun