Geðraskanir og Pisa-rannsókn Ingibjörg Karlsdóttir skrifar 14. ágúst 2014 07:00 Í framhaldi af niðurstöðu nýrrar PISA-rannsóknar sem bendir til versnandi ástands í íslenska skólakerfinu er vert að fjalla sérstaklega um þann hóp nemenda sem glímir við geðröskun af einhverjum toga. Þar eru nemendur með ADHD fjölmennastir eða um 5-10% og nemendur á einhverfurófi eru um 1,2%. Auk þess er talsverður fjöldi nemenda með aðrar raskanir s.s. Tourette, áráttu-þráhyggju, þunglyndi eða kvíða. Fjöldi barna sem greinast með ADHD eða einhverfu hefur tvöfaldast á síðustu 10 árum. Töluvert er um að barn greinist með fleiri en eina geðröskun og eru fylgiraskanir algengar. Flest þessara barna glíma við einhvern vanda sem hefur áhrif á bæði námslega og félagslega stöðu þeirra sem gerir það að verkum að þau hafa svokallaðar sérþarfir sem þarf að mæta með viðeigandi hætti svo þau hafi jafngild tækifæri til náms á við önnur börn.Nemendur finni til öryggis Ástæða er til þess, út frá niðurstöðum PISA, að skoða stöðu nemenda með sérþarfir skv. grunnskólalögum nr. 91/2008. Þar stendur orðrétt: „Grunnskóli er vinnustaður nemenda. Allir nemendur grunnskóla eiga rétt á kennslu við sitt hæfi í hvetjandi námsumhverfi í viðeigandi húsnæði sem tekur mið af þörfum þeirra og almennri vellíðan. Grunnskóli skal í hvívetna haga störfum sínum þannig að nemendur finni til öryggis og njóti hæfileika sinna.“ Í grunnskólalögum nr. 91/2008 segir enn fremur um nemendur með sérþarfir orðrétt: „Nemendur eiga rétt á að komið sé til móts við námsþarfir þeirra í almennum grunnskóla án aðgreiningar, án tillits til líkamlegs eða andlegs atgervis. Nemendur sem eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika, tilfinningalegra eða félagslegra örðugleika og/eða fötlunar, sbr. 2. gr. laga um málefni fatlaðra, nemendur með leshömlun, langveikir nemendur og aðrir nemendur með heilsutengdar sérþarfir eiga rétt á sérstökum stuðningi í námi í samræmi við metnar sérþarfir.“Auking þekking mikilvæg Víða í skólakerfinu er unnið lofsvert starf í þágu nemenda með ADHD, einhverfu og aðrar geðraskanir. Engu að síður er það mismunandi hversu mikil þekking er til staðar í skólakerfinu á vanda þessara nemenda og hvort verið sé að beita kennsluaðferðum sem skilað hafa árangri þeim til handa. Margt hefur horft til betri vegar á undanförnum árum og er það helst að þakka frumkvæði og elju kennara og annars starfsfólks grunnskóla við að leita sér þekkingar á símenntunarstigi um geðraskanir nemenda. Ljóst er að aukin þekking á geðröskunum nemenda eykur færni kennara og annars starfsfólks grunnskóla til að mæta þörfum nemenda með geðraskanir og getur einnig orðið til þess að bæta viðhorf innan skólakerfisins til þessa nemendahóps. Í þessu samhengi er ástæða til að vísa til þess að í kennaranámi á Íslandi er æði misjafnt hvernig staðið er að fræðslu um nemendur með ADHD, einhverfu og aðrar geðraskanir. Í kennaranámi á menntavísindasviði HÍ er umfjöllun um sérþarfir í einu 10 eininga skyldunámskeiði í 300 eininga námi verðandi kennara. Í námi verðandi sérkennara í HÍ er umfjöllun um sérþarfir nemenda að mestu bundin við valnámskeið. Í kennaranáminu í HA er umfjöllun um sérþarfir í tveimur 5 eininga skyldunámskeiðum í 300 eininga námi verðandi kennara. Í báðum háskólum er fjallað um geðraskanir nemenda í valnámskeiðum kennaranáms en aðeins hluti verðandi kennara tekur þau enda mörg önnur valnámskeið í boði.Vandinn getur vaxið Til að stefnan um skóla án aðgreiningar standi undir nafni þurfa kennarar að hafa þekkingu á sérþörfum nemenda og leiðum til að mæta þeim á árangursríkan hátt í almennu skólaumhverfi. Þegar þessa þekkingu skortir, þá getur það leitt til neikvæðra viðhorfa og úrræðaleysis í skólum, sérstaklega í málum nemenda með alvarlegri geðraskanir. Tekið skal fram að börn með ADHD og aðrar geðraskanir eru yfirleitt í almennum bekkjardeildum og því undir bekkjarkennara komið að mæta þörfum þeirra. Ef nemandi með geðröskun fær ekki stuðning og nám við hæfi er fyrirsjáanlegt að vandinn vex. Hætt er við því að geðrænn vandi vaxi eða nemandinn bregðist við úrræðaleysi með versnandi hegðun. Í báðum tilfellum hefur ástandið áhrif á líðan og ástundun nemandans og þar með námslega og félagslega stöðu. Þá eykst í kjölfarið þörfin fyrir tilvísanir á Barna- og unglingageðdeild og umsóknir um dýrari úrræði á vegum sveitarfélaga, barnaverndarnefnda og Barnaverndarstofu.ADHD og farsæl skólaganga Undirrituð var formaður ADHD samtakanna um 9 ára skeið og leiddi hagsmunabaráttu samtakanna fyrir bættri þjónustu við börn með ADHD. Þá var aukin til muna fræðsla um ADHD fyrir grunnskóla og sett saman sérstakt námskeið um ADHD fyrir kennara og annað starfsfólk grunnskóla þar sem helstu sérfræðingar í ADHD miðluðu þekkingu sinni. Enn fremur kom út fyrir ári bókin ADHD og farsæl skólaganga, sem undirrituð er höfundur að, í samvinnu við ADHD samtökin, SÍSF og Námsgagnastofnun sem gaf bókina út. Bókinni var dreift í alla leik-, grunn- og framhaldsskóla á landinu og er hún aðgengileg á vefsíðu ADHD samtakanna og Námsgagnastofnunar. Í kjölfar útkomu ADHD handbókarinnar hefur undirrituð farið mikið út í grunnskóla með fræðslu um ADHD og hagnýt ráð við kennslu nemenda með ADHD. Undirrituð hefur nú starfað um þriggja ára skeið sem félagsráðgjafi á göngudeild BUGL sem felur í sér víðtækt samstarf við grunnskóla landsins, félags- og skólaþjónustu sveitarfélaga og barnaverndarnefndir.Viðurkenndar kennsluaðferðir Margt má bæta með aukinni þekkingu og æskilegt væri að menntavísindasvið HÍ og kennaradeild HA væru leiðandi í menntun og þróun viðurkenndra kennsluaðferða við kennslu nemenda með ADHD, einhverfu og aðrar geðraskanir. Aukin þekking á nemendum með geðraskanir í grunnskólum landsins væri ávinningur fyrir alla, nemendur, kennara, annað starfsfólk grunnskóla og foreldra. Ástæða er til að nefna að fjölmargir nemendur glíma við væg einkenni ýmissa geðraskana án þess að uppfylla greiningarviðmið og nytu góðs af aukinni þekkingu almennt á umræddum geðrænum vanda vaxandi fjölda nemenda í íslensku skólasamfélagi til að geta brugðist við honum á árangursríkan hátt. Undirrituð leyfir sér að halda því fram að með því að nota árangursríkar aðferðir til að mæta sérþörfum nemenda megi bæta árangur þeirra í PISA-könnuninni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í framhaldi af niðurstöðu nýrrar PISA-rannsóknar sem bendir til versnandi ástands í íslenska skólakerfinu er vert að fjalla sérstaklega um þann hóp nemenda sem glímir við geðröskun af einhverjum toga. Þar eru nemendur með ADHD fjölmennastir eða um 5-10% og nemendur á einhverfurófi eru um 1,2%. Auk þess er talsverður fjöldi nemenda með aðrar raskanir s.s. Tourette, áráttu-þráhyggju, þunglyndi eða kvíða. Fjöldi barna sem greinast með ADHD eða einhverfu hefur tvöfaldast á síðustu 10 árum. Töluvert er um að barn greinist með fleiri en eina geðröskun og eru fylgiraskanir algengar. Flest þessara barna glíma við einhvern vanda sem hefur áhrif á bæði námslega og félagslega stöðu þeirra sem gerir það að verkum að þau hafa svokallaðar sérþarfir sem þarf að mæta með viðeigandi hætti svo þau hafi jafngild tækifæri til náms á við önnur börn.Nemendur finni til öryggis Ástæða er til þess, út frá niðurstöðum PISA, að skoða stöðu nemenda með sérþarfir skv. grunnskólalögum nr. 91/2008. Þar stendur orðrétt: „Grunnskóli er vinnustaður nemenda. Allir nemendur grunnskóla eiga rétt á kennslu við sitt hæfi í hvetjandi námsumhverfi í viðeigandi húsnæði sem tekur mið af þörfum þeirra og almennri vellíðan. Grunnskóli skal í hvívetna haga störfum sínum þannig að nemendur finni til öryggis og njóti hæfileika sinna.“ Í grunnskólalögum nr. 91/2008 segir enn fremur um nemendur með sérþarfir orðrétt: „Nemendur eiga rétt á að komið sé til móts við námsþarfir þeirra í almennum grunnskóla án aðgreiningar, án tillits til líkamlegs eða andlegs atgervis. Nemendur sem eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika, tilfinningalegra eða félagslegra örðugleika og/eða fötlunar, sbr. 2. gr. laga um málefni fatlaðra, nemendur með leshömlun, langveikir nemendur og aðrir nemendur með heilsutengdar sérþarfir eiga rétt á sérstökum stuðningi í námi í samræmi við metnar sérþarfir.“Auking þekking mikilvæg Víða í skólakerfinu er unnið lofsvert starf í þágu nemenda með ADHD, einhverfu og aðrar geðraskanir. Engu að síður er það mismunandi hversu mikil þekking er til staðar í skólakerfinu á vanda þessara nemenda og hvort verið sé að beita kennsluaðferðum sem skilað hafa árangri þeim til handa. Margt hefur horft til betri vegar á undanförnum árum og er það helst að þakka frumkvæði og elju kennara og annars starfsfólks grunnskóla við að leita sér þekkingar á símenntunarstigi um geðraskanir nemenda. Ljóst er að aukin þekking á geðröskunum nemenda eykur færni kennara og annars starfsfólks grunnskóla til að mæta þörfum nemenda með geðraskanir og getur einnig orðið til þess að bæta viðhorf innan skólakerfisins til þessa nemendahóps. Í þessu samhengi er ástæða til að vísa til þess að í kennaranámi á Íslandi er æði misjafnt hvernig staðið er að fræðslu um nemendur með ADHD, einhverfu og aðrar geðraskanir. Í kennaranámi á menntavísindasviði HÍ er umfjöllun um sérþarfir í einu 10 eininga skyldunámskeiði í 300 eininga námi verðandi kennara. Í námi verðandi sérkennara í HÍ er umfjöllun um sérþarfir nemenda að mestu bundin við valnámskeið. Í kennaranáminu í HA er umfjöllun um sérþarfir í tveimur 5 eininga skyldunámskeiðum í 300 eininga námi verðandi kennara. Í báðum háskólum er fjallað um geðraskanir nemenda í valnámskeiðum kennaranáms en aðeins hluti verðandi kennara tekur þau enda mörg önnur valnámskeið í boði.Vandinn getur vaxið Til að stefnan um skóla án aðgreiningar standi undir nafni þurfa kennarar að hafa þekkingu á sérþörfum nemenda og leiðum til að mæta þeim á árangursríkan hátt í almennu skólaumhverfi. Þegar þessa þekkingu skortir, þá getur það leitt til neikvæðra viðhorfa og úrræðaleysis í skólum, sérstaklega í málum nemenda með alvarlegri geðraskanir. Tekið skal fram að börn með ADHD og aðrar geðraskanir eru yfirleitt í almennum bekkjardeildum og því undir bekkjarkennara komið að mæta þörfum þeirra. Ef nemandi með geðröskun fær ekki stuðning og nám við hæfi er fyrirsjáanlegt að vandinn vex. Hætt er við því að geðrænn vandi vaxi eða nemandinn bregðist við úrræðaleysi með versnandi hegðun. Í báðum tilfellum hefur ástandið áhrif á líðan og ástundun nemandans og þar með námslega og félagslega stöðu. Þá eykst í kjölfarið þörfin fyrir tilvísanir á Barna- og unglingageðdeild og umsóknir um dýrari úrræði á vegum sveitarfélaga, barnaverndarnefnda og Barnaverndarstofu.ADHD og farsæl skólaganga Undirrituð var formaður ADHD samtakanna um 9 ára skeið og leiddi hagsmunabaráttu samtakanna fyrir bættri þjónustu við börn með ADHD. Þá var aukin til muna fræðsla um ADHD fyrir grunnskóla og sett saman sérstakt námskeið um ADHD fyrir kennara og annað starfsfólk grunnskóla þar sem helstu sérfræðingar í ADHD miðluðu þekkingu sinni. Enn fremur kom út fyrir ári bókin ADHD og farsæl skólaganga, sem undirrituð er höfundur að, í samvinnu við ADHD samtökin, SÍSF og Námsgagnastofnun sem gaf bókina út. Bókinni var dreift í alla leik-, grunn- og framhaldsskóla á landinu og er hún aðgengileg á vefsíðu ADHD samtakanna og Námsgagnastofnunar. Í kjölfar útkomu ADHD handbókarinnar hefur undirrituð farið mikið út í grunnskóla með fræðslu um ADHD og hagnýt ráð við kennslu nemenda með ADHD. Undirrituð hefur nú starfað um þriggja ára skeið sem félagsráðgjafi á göngudeild BUGL sem felur í sér víðtækt samstarf við grunnskóla landsins, félags- og skólaþjónustu sveitarfélaga og barnaverndarnefndir.Viðurkenndar kennsluaðferðir Margt má bæta með aukinni þekkingu og æskilegt væri að menntavísindasvið HÍ og kennaradeild HA væru leiðandi í menntun og þróun viðurkenndra kennsluaðferða við kennslu nemenda með ADHD, einhverfu og aðrar geðraskanir. Aukin þekking á nemendum með geðraskanir í grunnskólum landsins væri ávinningur fyrir alla, nemendur, kennara, annað starfsfólk grunnskóla og foreldra. Ástæða er til að nefna að fjölmargir nemendur glíma við væg einkenni ýmissa geðraskana án þess að uppfylla greiningarviðmið og nytu góðs af aukinni þekkingu almennt á umræddum geðrænum vanda vaxandi fjölda nemenda í íslensku skólasamfélagi til að geta brugðist við honum á árangursríkan hátt. Undirrituð leyfir sér að halda því fram að með því að nota árangursríkar aðferðir til að mæta sérþörfum nemenda megi bæta árangur þeirra í PISA-könnuninni.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun