Fleiri fréttir Sinnulausi neytandinn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Um helgina heyrði ég fregnir af því að einhver fyrirtæki úti í heimi hefðu verið dæmd fyrir eitthvað samráð. Gott ef ekki var um framleiðendur sjónvarpstækja að ræða. Ekki man ég fyrir mitt litla líf hvaða framleiðendur það voru og ég efast um að þegar þörfin á nýju sjónvarpstæki – sem er reyndar ekki ofarlega á forgangslistanum – bankar upp á, muni ég hafa fyrir því að fletta því upp. Það eru því töluverðar líkur á því að þegar fjárfest verður í sjónvarpi, sem vonandi er langt þangað til, muni ég verðlauna svikahrappana með viðskiptum mínum. 11.12.2012 06:00 Enn hoggið í sama knérunn Jórunn Tómasdóttir skrifar Eins og málin horfa við þessa stundina benda allar líkur til þess að Fjölbrautaskóli Suðurnesja sé nauðbeygður til að draga saman seglin, synja nemendum um skólavist á næstu önnum og segja upp starfsfólki. Hver er ástæðan? Skólastjórnendur FS og menntamálaráðuneytið greinir á um þær. Ráðuneyti telur sig ekki geta aðhafst, að sinni, til að mæta þeim vanda sem fulltrúar skólans hafa kynnt og ekki sé unnt að bregðast við breytingum miðað við þær forsendur sem fyrir liggja. 11.12.2012 06:00 Af skattpíningu og kúgun atvinnuvega dr. Edward H. Hujibens skrifar Það heyrist hátt í ferðaþjónustu um þessar mundir og að hluta er það að ósekju. Boðaðar skatta- og gjaldahækkanir á hótel og bílaleigur koma með hrikalega stuttum fyrirvara. Hins vegar hefur öll umræða umfram fyrirvarann fallið í heldur fyrirsjáanlegan og hefðbundinn farveg, ekki síst þar sem nú er kosningavetur. Má draga saman kjarna þeirrar umræðu með orðunum „allar skattahækkanir eru vondar“. 11.12.2012 06:00 Lýðræðið skrumskælt Guðmundur Gunnarsson skrifar Íslendingar kusu um framtíðina 20. okt. síðastliðinn. Fréttin um kosningarnar fór víða, og niðurstaðan ekki síður. Margir töldu að á Íslandi væri samfélag þar sem lýðræði virkaði í alvöru, væri ekki kæft eða skrumskælt af þingmönnum og gæslumönnum sérhagsmuna. Erlendir fjölmiðlar sendu fréttamenn til Íslands til þess að fjalla um byltinguna sem íslenska þjóðin framkallaði 2009 með því að stilla sér upp fyrir framan Alþingishúsið og hrekja sitjandi ríkisstjórn frá völdum og reka frá stjórnendur Seðlabankans sem höfðu gert hann gjaldþrota. Hún valdi síðan 25 einstaklinga úr 530 frambjóðendum og fól þeim að vinna úr samþykktum 1000 manna þjóðfundar og 800 blaðsíðna skýrslu Stjórnlaganefndar og setja stjórnmálamönnum nýjar leikreglur með því að skrifa nýja stjórnarskrá. 11.12.2012 06:00 Að meta hjúkrunarfræðinga að verðleikum Ragnhildur I. Bjarnadóttir skrifar Undanfarið hafa umræður um launakjör hjúkrunarfræðinga verið áberandi í fjölmiðlum, meðal annars greinar þar sem hjúkrunarfræðingar lýsa aðstæðum sínum og upplifunum af starfinu. Þessar greinar hafa vakið athygli á hinu mikilvæga hlutverki hjúkrunarfræðinga við að hlúa að og hjúkra sjúkum. Eins hafa höfundarnir minnt á að vegna vaktaálags og slakra launakjara getur starfið stangast á við önnur hlutverk þeirra, til dæmis sem foreldrar, makar og við rekstur heimilis. Þetta er þó ekki nema lítill hluti af ástæðunum fyrir því að kjarabætur hjúkrunarfræðinga eru brýnar. 11.12.2012 06:00 Grunnskólinn. Fagmennska eða fúsk? Arnar Ævarsson skrifar Hlutverk og staða grunnskólans þarfnast skoðunar. Skilvirkt skólakerfi á að vera staðreynd á Íslandi, en ekki eilífur draumur. 11.12.2012 06:00 „Hart í bak“ Sighvatur Björgvinsson skrifar Ein af aðalpersónunum í leikritinu Hart í bak eftir Jökul Jakobsson er "Strandkapteinninn“. Kapteinn þessi er sagður hafa kallað: "Hart í bak!“ til rórmannsins um leið og kapteinninn renndi skipi sínu á fullum dampi upp á sker. Leikrit Jökuls fjallar ekki um strandið heldur um framvindu mála eftir strand. 11.12.2012 06:00 Greiðslukortasvik og varnir gegn þeim Bergsveinn Sampsted skrifar Kortasvik eru núorðið meðal algengustu glæpa í fjármálakerfum heimsins. Á Íslandi eru slík afbrot þó enn fátíð en full ástæða er til að hafa varann á, sérstaklega varðandi hraðbanka, netviðskipti og símgreiðslur. 11.12.2012 06:00 Tillögur að skipulagi heilbrigðisþjónustu á Íslandi Teitur Guðmundsson skrifar Ég skrifaði grein nýverið um framtíð heilbrigðisþjónustu hérlendis og velti vöngum yfir því hvað væri skynsamlegt að athuga í því samhengi. Þessi grein er áætlað framhald hennar með innleggi í umræðuna sem hefur verið undanfarið. Allar götur síðan ég kom heim úr námi árið 1999 hefur verið býsna neikvæð umræða um heilbrigðisþjónustu. Þá þykir mér hún hafa aukist til muna síðastliðin ár eða frá kreppu og má líklega setja almenna vanlíðan og öryggisleysi samfara umfjöllun um skuldavanda heimila, fyrirtækja og ríkis að einhverju leyti í samhengi við það. Ítrekaðar frásagnir eru af sparnaði, lélegum tækjakosti og húsnæði, slælegum aðbúnaði starfsmanna, lélegum launum og svona mætti lengi telja. Það sárvantar að ræða hið góða og benda á jákvæða hluti sem eru að gerast alla daga líka í heilbrigðisþjónustunni. Þá má ekki gleyma að reikna þjóðhagsleg áhrif af góðri heilbrigðisþjónustu og fara að líta á það sem hagnað fremur en endalausan kostnað eins og okkur hættir til að gera. 11.12.2012 06:00 Kirkjan mótmælir kynbundnu ofbeldi! Arna Ýrr Sigurðardóttir skrifar Það hefur ekki ríkt nein lognmolla í kringum kirkjuna á undanförnum misserum. Reglulega birtast í fjölmiðlum fréttir af einstaklingum innan kirkjunnar sem hafa misnotað vald sitt með kúgun og ofbeldi. Jafnvel æðstu ráðamenn hafa orðið uppvísir að slíku, bæði innan íslensku þjóðkirkjunnar og kaþólsku kirkjunnar. Og þetta á ekki bara við hér á landi, heldur víða um heim. Alls staðar rísa upp einstaklingar sem hafa kjark til að segja sögu sína, sögu af því hvernig níðst var á þeim á stöðum sem áttu að veita öruggt skjól. Og þetta gerist ekki bara innan kirkjunnar, heldur víða í félagasamtökum, t.d. í íþróttahreyfingunni og skátahreyfingunni. 11.12.2012 06:00 Verður heilbrigðisstarfsfólk klónað? Auður Finnbogadóttir skrifar Síðustu viku hef ég verið sorgmædd og hrædd. Laugardaginn 1. desember fékk yndislegi dregurinn minn, Finnbogi Örn sem er 11 ára, heilablóðfall. Hann lamaðist hægra megin og missti málið sitt. Finnbogi Örn hefur oft háð baráttu á sinni stuttu ævi. Hann er með Down‘s heilkenni, hann fór í hjartaaðgerð þriggja mánaða í London og aðra í Lundi í apríl sl. svo við höfum meiri reynslu en við kærum okkur um vegna veikinda. 11.12.2012 06:00 Framgangskerfi hjúkrunarfræðinga Sigurveig Magnúsdóttir skrifar Ég hef tilheyrt hjúkrunarstéttinni frá árinu 2006 og þar af unnið í fimm ár á Landspítalanum. Þar sem ég hef aldrei tilheyrt annarri stétt hef ég hugleitt hvort starfsþróun annarra stétta sé með sama móti og hjá hjúkrunarfræðingum Landspítalans. 11.12.2012 06:00 Ferðaþjónustan sameinist gegn kynferðisofbeldi á börnum Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Öll börn heimsins eiga rétt á vernd gegn kynferðislegu ofbeldi, þau eiga rétt á vernd gegn hvers kyns kynferðislegu hátterni, vændi og klámi. Slíkt er tilgreint í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og í íslenskum lögum. 11.12.2012 06:00 Halldór 10.12.12 10.12.2012 16:00 Af vísindalegri fáfræði um græðara Gunnlaugur Sigurðsson skrifar Sannarlega er öfundsvert það fólk sem nýtur blíðviðris og góðrar tíðar án þess að kvíða því vonda veðri og ótíð sem hlýtur að binda enda á sæluna fyrr eða síðar. Ég er ekki þannig en mér hefur samt tekist að draga talsvert úr kvíðanum fyrir verri tíð með markvissri viðleitni til að sætta mig við vont veður þegar það loksins brestur á og sjá fegurðina í austan hreti og hvassviðri jafnvel og fagna norðan nepjunni sem býður mín utandyra að morgni og fer köldum höndum sínum inn undir klæðin og frostrigningunni sem sleikir vanga minn eins og vingjarnlegur hundur sem hefur verið að lepja krapavatn. Þetta hefur tekist bærilega, kvíðinn er minni og árangurinn sá að ég nýt betur bæði góðviðris og lakari tíðar og er umfram allt orðinn mun mildari í dómum mínum um vont veður en áður og að því leyti sjálfur örlítið skárri í umgengni við mína nánustu og jafnvel fleiri. 10.12.2012 15:00 Hver vill verða öryrki? Grétar Pétur Geirsson skrifar Af og til kemur upp umræða um mikla fjölgun öryrkja. Oftar en ekki er látið að því liggja að fólk geti sótt um örorkulífeyri alveg eins og sótt er um atvinnuleysisbætur, málið sé svo einfalt. Því fer fjarri að hlutirnir gangi þannig fyrir sig. Fram þarf að fara nokkuð ítarlegt læknisfræðilegt mat. Svo er það spurningin hver vill verða öryrki? 10.12.2012 15:00 Útflutningur rafmagns – besti kosturinn? Sveinn A. Sæland skrifar Á undanförnum árum hefur umræðan um lagningu sæstrengs til Evrópu og sala á rafmagni frá Íslandi um hann fengið byr undir vængi. Með tilkomu orkumikils forstjóra árið 2009 hefur Landsvirkjun (LV) gengið í gegnum stefnumörkun þar sem nýtt hlutverk fyrirtækisins er sett fram og áherslur eru aðrar en áður. 10.12.2012 15:00 Útgerðarmenn innheimta 92% veiðigjald Kristinn H. Gunnarsson skrifar Mikil orrusta stendur yfir um skiptingu arðsins sem fiskimiðin gefa af sér. Sjávarútvegurinn gefur af sér 35-45 milljarða króna árlega svo það er eftir miklu að slægjast. Um 75% af þessari fjárhæð fara til 18 stærstu fyrirtækjanna. 10.12.2012 15:00 Slagurinn við verðbólguna Magnús Halldórsson skrifar Þegar verðbólga fer yfir verðbólgumarkmið seðlabanka fer víðast hvar í heiminum fram rökræða um verðbólguhorfur og stöðu efnahagsmála milli seðlabankastjóra og síðan æðstu ráðamanna ríkisstjórna með bréfaskrifum og greiningum. 10.12.2012 08:53 Fjandsamlegar tollareglur Ólafur Þ. Stephensen skrifar Fréttablaðið hefur að undanförnu haldið áfram umfjöllun um reglur sem gilda um innflutning ferðamanna á tollfrjálsum varningi. Óhætt er að segja að það komi betur og betur í ljós hversu neytenda- og raunar mannfjandsamlegar þessar reglur eru. 10.12.2012 06:00 Stóristyrkur Sigurður Árni Þórðarson skrifar Í vorbirtunni 1941 settu stúdentar upp húfur sínar. Annar landsdúxanna var kona. Dúxar eru dýrmætir og hæsta einkunn skipti máli því dúxar fengu stórastyrk. Það var peningasjóður til að kosta nám erlendis. Svo var sagt frá í fréttum ríkisútvarpsins að menntamálaráð hefði ákveðið að styrkja ekki aðeins fjóra eins og verið hafði heldur tíu stúdenta. En engin kona var þó í hópi styrkþega! Stúdentinn með hæstu einkunn í 10.12.2012 06:00 Útflutningur rafmagns - besti kosturinn? Sveinn A. Sæland skrifar Á undanförnum árum hefur umræðan um lagningu sæstrengs til Evrópu og sala á rafmagni frá Íslandi um hann fengið byr undir vængi. Með tilkomu orkumikils forstjóra árið 2009 hefur Landsvirkjun (LV) gengið í gegnum stefnumörkun þar sem nýtt hlutverk fyrirtækisins er sett fram og áherslur eru aðrar en áður. Til upprifjunar þá byggir stefnumörkunin á þremur meginstoðum: 1. Að stunda skilvirka raforkuvinnslu og framþróun. 2. Að þróa fjölbreyttan viðskiptavinahóp. 3. Að tengjast evrópskum orkumarkaði. 10.12.2012 06:00 Sköpunarverkið í fabúlunni Guðmundur Andri Thorsson skrifar Við rogumst með heilt tré inn í stofuna til okkar, setjum á það skraut og ljós, dönsum kringum það og tignum það. Við lýsum hvern glugga og hvern skugga. Við fyllum munninn með sætum kökum og eldum mat sem okkur finnst hafa merkinguna: Jól. Við gefum hvert öðru, gleðjum hvert annað, erum saman. Við hlýðum á það fegursta sem mönnunum hefur dottið í hug að setja saman af tónafléttum. Við klæðumst okkar fínustu 10.12.2012 06:00 Kynbundið ofbeldi er mál sem snertir alla Kynbundið ofbeldi heldur áfram að vera mest langvarandi en samt minnst viðurkennda mannréttindabrot í heiminum. Það er mál sem snertir alla menningarheima, kynþætti, trúarbrögð, og félags- og efnahagslegar stöður. Birtingarform kynbundins ofbeldis eru nauðganir, heimilisofbeldi, kynferðisleg árás, mansal á konum og stúlkum, vændi, limlestingar á kynfærum kvenna, kynferðisleg áreitni og nauðungarhjónabönd. 10.12.2012 06:00 Heimilisofbeldi þrífst í skjóli þagnarinnar Borghildur Dóra Björnsdóttir skrifar Því miður hef ég ekki heyrt nægilega umræðu um heimilisofbeldi í samfélaginu eða í fjölmiðlum, hún þarf að vera meiri. Það þarf fræðslu um heimilisofbeldi í skólum og í samfélaginu öllu. Það er svo margt sem við vitum ekki um það og svo margt sem er í felum. Heimilisofbeldi er nær okkur en við höldum. Það kemur fram í ólíkum myndum, líkamlegu ofbeldi, vanrækslu, andlegu- og kynferðislegu ofbeldi. Ég hef horft upp á heimilisofbeldi, vitað um manneskjur sem hafa lent í því og einnig hef ég lent í flestum þáttum þess sjálf. 10.12.2012 06:00 Frelsið mun gjöra yður sanna Finnur Þór Vilhjálmsson skrifar Því fylgir jafnan einkennileg blanda af kátínu, furðu og ónotum að lesa frásagnir af boðunarsamkomum langt leiddra hægrimanna. (Með því á ég bara við jaðarhópinn sem heldur fastar í ósýnilegu höndina en eigin skynsemi.) Í viðskipta- og atvinnulífshluta Morgunblaðsins 20. nóvember sl. var viðtal vegna stólræðu innflutts farandpredikara frá fyrirheitnalandi þessa hóps yfir innvígðum á dögunum. (Og blaðamanni Morgunblaðsins, ef gera ber einhvern skilsmun þar á.) Sá var Daniel nokkur Mitchell, bandarískur starfsmaður Cato Institute í Washington DC, USA, og pípa nú kannski strax reykskynjarar hjá mörgum en látum gott heita og höldum áfram. (Bara sem smjörþefur þá var eftirfarandi bók efst á lista nýrra og forvitnilegra á heimasíðu Cato Institute um miðja vikuna: The Financial Crisis and the Free Market Cure: Why Pure Capitalism is the World Economy's Only Hope.) 8.12.2012 08:00 Útrýmum kynbundu ofbeldi! Jóhanna Sigurðardóttir skrifar Einn allra stærsti áfanginn í sögu jafnréttisbaráttunnar á síðustu áratugum felst óneitanlega í að þögnin um kynbundið ofbeldi hefur verið rofin og jafnframt hefur baráttan gegn því verið sett á dagskrá grasrótarsamtaka, stjórnmálanna og samfélagsins alls. Við vitum að á meðan kynbundið ofbeldi er við lýði eru mannréttindi og velferð, líf og heilsa fótum troðin. Í hvert einasta skipti sem fórnarlömb stíga fram og greina frá ofbeldinu og ná eyrum samfélagsins höfum við færst nær markmiðum okkar um samfélag án ofbeldis, samfélag virðingar fyrir mannréttindum allra og reisn og almennrar velferðar. 8.12.2012 08:00 Látið börnin koma til mín Brynhildur Björnsdóttir skrifar Kirkjuferð á aðventu er stór hluti af starfi fjölmargra skóla og leikskóla. Þá trítla börn af öllum stærðum og gerðum í næstu kirkju til að hlusta á hugvekju, taka þátt í helgihaldi og syngja sálma. Þetta er gamall og góður siður sem starfsfólki skólanna og kirkjunnar finnst bæði hátíðlegur og hlýlegur, jafnvel marka upphaf hátíðleika aðventunnar og jólahaldsins. Því hvað er fallegra en bænakvak lítilla barna, sálmasöngur smárra og tærra radda inni í hljómandi kirkjuskipum, æska landsins að lofsyngja með gleðiraust og helgum hljóm? 8.12.2012 08:00 Norrænar varnir Ólafur Þ. Stephensen skrifar Ákvörðun stjórnvalda í Finnlandi og Svíþjóð um að taka þátt í loftrýmiseftirliti Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Íslandi hefur vakið athygli, ekki sízt vegna þess að með því verður samvinna ríkjanna og NATO enn nánari. 8.12.2012 08:00 Mikilvægi hluta- bréfaskráninga Páll Harðarson skrifar Velmegun Íslands í gegnum tíðina hefur verið nátengd því hvernig atvinnulífinu reiðir af. Örfá af stærri fyrirtækjum landsins sem gegna stóru hlutverki sem atvinnuveitendur eru nú á hlutabréfamarkaði en þau hafa að miklu leyti fjármagnað sinn vöxt í gegnum kauphöll. Hlutabréfamarkaðurinn er núna að glæðast, en einhverra hluta vegna hefur það verið útbreiddur misskilningur að einungis stór fyrirtæki eigi erindi inn á markað. Við sjáum það svo á nýskráningum og á þeim sem hafa áætlanir um að koma á markað að um er að ræða fyrirtæki í stærri kantinum, frekar en ekki. En þetta er ekki staðreyndin þegar litið er til annarra markaða á Norðurlöndunum. Hvers vegna koma ekki fleiri smá og millistór fyrirtæki á markað hér og njóta þeirra vaxtarmöguleika sem þar er boðið upp á? 8.12.2012 08:00 Alþjóðasamvinna um heilbrigðismál Ingimar Einarsson skrifar Ríki heims hafa átt með sér víðtækt samstarf um heilbrigðismál um langt skeið. Með undirritun stofnskrár Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) 22. júlí 1946 og formlegri stofnunar hennar 7. apríl 1948 tók WHO yfir verkefni og hlutverk Heilbrigðisnefndar Þjóðabandalagsins ásamt fleiri viðfangsefnum. Alls var um að ræða 43 alþjóðasamninga um heilbrigðismál og a.m.k. 7 alþjóðlegar stofnanir sem hin nýja alþjóðasamvinnustofnun um heilbrigðismál tók yfir. 8.12.2012 08:00 Vernd barna óháð landamærum Halla Gunnarsdóttir skrifar Síðastliðið sumar voru gerðar breytingar á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Breytingarnar létu ekki mikið yfir sér en fólu í sér þýðingarmikið skref í alþjóðlegri baráttu gegn ofbeldi gegn börnum. Þar á meðal var gerð sú breyting að mögulegt er að sækja til saka íslenskan ríkisborgara eða einstakling sem býr hér á landi fyrir brot gegn barni utan landsteinanna, óháð því hvort brotið sætir refsingu í því landi sem það er framið. 8.12.2012 08:00 Úrtölufólkið og spýjan Sr. Örn Bárður Jónsson skrifar Hvað ef landnámsmennirnir forðum daga hefuðu snúið við og sagt "Þetta er bara vesen. Hættum við að leita á vit nýrrar framtíðar“? 8.12.2012 08:00 Halldór 07.12.2012 7.12.2012 16:00 Er gætt að rétti þínum? Starf mitt felst í því að gæta að réttindum fólks, meðal annars vegna umferðarslysa. Ég veit því vel að það verður seint sagt að íslenskt tryggingaumhverfi ofali þá sem eiga um sárt að binda vegna slysa. Sumir launþegar eru þó betur settir en annað fólk, þar sem þeir hafa viðbótartryggingavernd vegna bílslysa í sínum kjarasamningi. Tryggingin er þó að hverfa úr kjarasamningum án þess að nokkur veiti því athygli. 7.12.2012 07:00 Ert þú barnið mitt? Helga Vala Helgadótttir skrifar Nú liggur fyrir á Alþingi löngu tímabært frumvarp til breytinga á barnalögum. Um er að ræða slíka réttarbót að ótrúlegt er að hún sé ekki fyrir löngu afgreidd. Örlítil breyting á 10. gr. barnalaga, sem segir til um hverjir geti átt aðild að faðernismáli. 7.12.2012 06:00 „Af barna munni og brjóstmylkinga býrðu þér lof“ Aldís Schram skrifar Lítil stúlka hefur verið svívirt af kaþólskum kirkjuþjónum Landakotsskólans. Sem foreldrarnir treystu fyrir í þeirri trú að þar yrði hún í öruggum höndum, þarna sem hún var í klerksins Georges höndum, hans öfugugga höndum, sem auðmýktu hana, kúguðu og saurguðu hana; þessa kirkjunnar þjóns sem átti að leggja hendur yfir hana en lagði hendur á hana; þessa séra sem átti að að auðsýna henni gæsku Guðs en svipti hana sakleysinu, barndóminum, meydóminum; þarna í þessum kaþólska skóla þar sem hún leið kynferðisofbeldi af skólastjórans Georges hendi, aftur og aftur, dag eftir dag, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár. 7.12.2012 06:00 Skólastarf í framhaldsskólum í skugga niðurskurðar Aðalheiður Steingrímsdóttir skrifar Því er oft haldið fram að lítill niðurskurður hafi orðið í velferðarkerfinu og vísað til forgangsröðunar í ríkisfjármálum. Ætli það sé raunin hjá framhaldsskólum landsins sem eru hluti af velferðarkerfinu? Hefur þeim verið hlíft við niðurskurði? Hver er veruleikinn í skólastarfinu? Hér á eftir verða dregnar fram nokkrar staðreyndir til íhugunar fyrir þá sem standa fyrir utan skólakerfið. 7.12.2012 06:00 „Það mikilvægasta er ósýnilegt berum augum“ Auðbjörg Reynisdóttir skrifar Fyrirsögnin að ofan eru orð litla prinsins í samnefndri bók frá 1943 eftir Antoine De Saint-Exupéry. Ég naut þess að lesa bókina fyrir son minn er hann var yngri enda með betri barnabókum sem skrifaðar hafa verið. Prinsinn varaði vin sinn við því að það mikilvægasta færi fram hjá honum ef hann ekki horfði og hlustaði með hjartanu. „Maður sér ekki vel nema með hjartanu“ endurtók hann í sífellu. Hvað átti prinsinn við? Nú langar mig að segja aðra sögu úr heilbrigðiskerfinu í framhaldi af grein minni hér í blaðinu 16. þessa mánaðar og viðtali við mig þann sautjánda. 7.12.2012 06:00 Spámaður snýr aftur! Steingrímur J. Sigfússon skrifar Fræg er innkoma hins danska Lars Christensen í umræður um íslensk efnahagsmál árið 2006. Lars karlinn var ekki sleginn blindu á ójafnvægið, skuldsetninguna og hætturnar í íslensku efnahagsbólunni eins og flestir hér heima. Hann horfði á mælana, kannaði undirliggjandi hagvísa og dró sínar ályktanir um að hér stefndi í óefni og reyndist sannspár eins og við þekkjum. Nýfrjálshyggju- og útrásarliðið á Íslandi tók gagnrýni hans illa eins og yfirleitt öllu og öllum sem ekki tóku þátt í lofgerðarsöngnum um íslensku snilldina. Lars þótti vera veisluspillir sem stýrðist af litlu öðru en sérstakri tegund af danskri öfund og var þannig afgreiddur út úr umræðunni. 7.12.2012 06:00 Gull Gunnar Hansson skrifar Hvað segir maður við barn sem vinnur allan daginn niðri í þrjátíu metra djúpri holu í svartamyrkri og kæfandi hita? Þar sem súrefni er það lítið að erfitt er að anda? Holan er þröng og eina leiðin út er að klifra upp eftir reipi sem virðist við það að slitna í sundur. Allt í kring eru eins holur með fleiri vinnandi börnum í. Þetta er gullnáma. Börnin eru ódýrt vinnuafl. 7.12.2012 06:00 Helstu átakamál samfélagsins má rekja til íslensku krónunnar Upphrópanir um reikningaskil milli kynslóða eru ekki nýlunda á Íslandi. Meðal þess sem rætt hefur verið um í því sambandi er kynslóðin sem fékk lánin sín að gjöf, þ.e. að þeir sem voru í réttum stjórnmálaflokkum á árunum fyrir verðtryggingu gátu margir hverjir fengið óverðtryggð "lán“ til kaupa á íbúð sem þeir þurftu aldrei að borga til baka nema að óverulegu leyti, þar sem verðbólgan sá um að gera lánin verðlaus áður en þau voru að fullu greidd. 7.12.2012 06:00 Umferðaröryggi, mengun og rekstraröryggi Özur Lárusson skrifar Meðalaldur bílaflotans hér á landi hefur hækkað mikið á síðustu árum enda hrundi bílasala úr 13 þúsundum bíla árið 2008 niður í tæplega þrjú þúsund bíla árið 2009. Heldur hefur salan tekið við sér á síðustu misserum en frá síðasta ári hefur verið gaman að ræða um prósentuaukningu í bílasölu þar sem hún er há. Sama á við um fjölgun nemenda í Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi á Ströndum en þar fjölgaði nemendum í vetur um 50%, fór úr fjórum í sex! 7.12.2012 06:00 Vínmenningarslys Ólafur Þ. Stephensen skrifar Fréttablaðið greindi í byrjun vikunnar frá könnun, sem sýnir að Íslendingar verða í vaxandi mæli varir við áfengissmygl og heimabrugg. Könnunina gerðu Markaðs- og miðlarannsóknir fyrir Félag atvinnurekenda (FA), sem gætir meðal annars hagsmuna áfengisinnflytjenda. 7.12.2012 06:00 Litla-netið-okkar.is Pawel Bartoszek skrifar Einu sinni var internet. Og þetta internet þótti alveg ágætt en það var alveg rosalega stórt. Svo stórt að mörgum okkar þótti það óþægilegt. Sérstaklega þótti mörgum óþægilegt hvað við, á þessu litla landi, höfðum litla stjórn á því hvað menn gætu gert úti á hinu stóra interneti. 7.12.2012 06:00 Sjá næstu 50 greinar
Sinnulausi neytandinn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Um helgina heyrði ég fregnir af því að einhver fyrirtæki úti í heimi hefðu verið dæmd fyrir eitthvað samráð. Gott ef ekki var um framleiðendur sjónvarpstækja að ræða. Ekki man ég fyrir mitt litla líf hvaða framleiðendur það voru og ég efast um að þegar þörfin á nýju sjónvarpstæki – sem er reyndar ekki ofarlega á forgangslistanum – bankar upp á, muni ég hafa fyrir því að fletta því upp. Það eru því töluverðar líkur á því að þegar fjárfest verður í sjónvarpi, sem vonandi er langt þangað til, muni ég verðlauna svikahrappana með viðskiptum mínum. 11.12.2012 06:00
Enn hoggið í sama knérunn Jórunn Tómasdóttir skrifar Eins og málin horfa við þessa stundina benda allar líkur til þess að Fjölbrautaskóli Suðurnesja sé nauðbeygður til að draga saman seglin, synja nemendum um skólavist á næstu önnum og segja upp starfsfólki. Hver er ástæðan? Skólastjórnendur FS og menntamálaráðuneytið greinir á um þær. Ráðuneyti telur sig ekki geta aðhafst, að sinni, til að mæta þeim vanda sem fulltrúar skólans hafa kynnt og ekki sé unnt að bregðast við breytingum miðað við þær forsendur sem fyrir liggja. 11.12.2012 06:00
Af skattpíningu og kúgun atvinnuvega dr. Edward H. Hujibens skrifar Það heyrist hátt í ferðaþjónustu um þessar mundir og að hluta er það að ósekju. Boðaðar skatta- og gjaldahækkanir á hótel og bílaleigur koma með hrikalega stuttum fyrirvara. Hins vegar hefur öll umræða umfram fyrirvarann fallið í heldur fyrirsjáanlegan og hefðbundinn farveg, ekki síst þar sem nú er kosningavetur. Má draga saman kjarna þeirrar umræðu með orðunum „allar skattahækkanir eru vondar“. 11.12.2012 06:00
Lýðræðið skrumskælt Guðmundur Gunnarsson skrifar Íslendingar kusu um framtíðina 20. okt. síðastliðinn. Fréttin um kosningarnar fór víða, og niðurstaðan ekki síður. Margir töldu að á Íslandi væri samfélag þar sem lýðræði virkaði í alvöru, væri ekki kæft eða skrumskælt af þingmönnum og gæslumönnum sérhagsmuna. Erlendir fjölmiðlar sendu fréttamenn til Íslands til þess að fjalla um byltinguna sem íslenska þjóðin framkallaði 2009 með því að stilla sér upp fyrir framan Alþingishúsið og hrekja sitjandi ríkisstjórn frá völdum og reka frá stjórnendur Seðlabankans sem höfðu gert hann gjaldþrota. Hún valdi síðan 25 einstaklinga úr 530 frambjóðendum og fól þeim að vinna úr samþykktum 1000 manna þjóðfundar og 800 blaðsíðna skýrslu Stjórnlaganefndar og setja stjórnmálamönnum nýjar leikreglur með því að skrifa nýja stjórnarskrá. 11.12.2012 06:00
Að meta hjúkrunarfræðinga að verðleikum Ragnhildur I. Bjarnadóttir skrifar Undanfarið hafa umræður um launakjör hjúkrunarfræðinga verið áberandi í fjölmiðlum, meðal annars greinar þar sem hjúkrunarfræðingar lýsa aðstæðum sínum og upplifunum af starfinu. Þessar greinar hafa vakið athygli á hinu mikilvæga hlutverki hjúkrunarfræðinga við að hlúa að og hjúkra sjúkum. Eins hafa höfundarnir minnt á að vegna vaktaálags og slakra launakjara getur starfið stangast á við önnur hlutverk þeirra, til dæmis sem foreldrar, makar og við rekstur heimilis. Þetta er þó ekki nema lítill hluti af ástæðunum fyrir því að kjarabætur hjúkrunarfræðinga eru brýnar. 11.12.2012 06:00
Grunnskólinn. Fagmennska eða fúsk? Arnar Ævarsson skrifar Hlutverk og staða grunnskólans þarfnast skoðunar. Skilvirkt skólakerfi á að vera staðreynd á Íslandi, en ekki eilífur draumur. 11.12.2012 06:00
„Hart í bak“ Sighvatur Björgvinsson skrifar Ein af aðalpersónunum í leikritinu Hart í bak eftir Jökul Jakobsson er "Strandkapteinninn“. Kapteinn þessi er sagður hafa kallað: "Hart í bak!“ til rórmannsins um leið og kapteinninn renndi skipi sínu á fullum dampi upp á sker. Leikrit Jökuls fjallar ekki um strandið heldur um framvindu mála eftir strand. 11.12.2012 06:00
Greiðslukortasvik og varnir gegn þeim Bergsveinn Sampsted skrifar Kortasvik eru núorðið meðal algengustu glæpa í fjármálakerfum heimsins. Á Íslandi eru slík afbrot þó enn fátíð en full ástæða er til að hafa varann á, sérstaklega varðandi hraðbanka, netviðskipti og símgreiðslur. 11.12.2012 06:00
Tillögur að skipulagi heilbrigðisþjónustu á Íslandi Teitur Guðmundsson skrifar Ég skrifaði grein nýverið um framtíð heilbrigðisþjónustu hérlendis og velti vöngum yfir því hvað væri skynsamlegt að athuga í því samhengi. Þessi grein er áætlað framhald hennar með innleggi í umræðuna sem hefur verið undanfarið. Allar götur síðan ég kom heim úr námi árið 1999 hefur verið býsna neikvæð umræða um heilbrigðisþjónustu. Þá þykir mér hún hafa aukist til muna síðastliðin ár eða frá kreppu og má líklega setja almenna vanlíðan og öryggisleysi samfara umfjöllun um skuldavanda heimila, fyrirtækja og ríkis að einhverju leyti í samhengi við það. Ítrekaðar frásagnir eru af sparnaði, lélegum tækjakosti og húsnæði, slælegum aðbúnaði starfsmanna, lélegum launum og svona mætti lengi telja. Það sárvantar að ræða hið góða og benda á jákvæða hluti sem eru að gerast alla daga líka í heilbrigðisþjónustunni. Þá má ekki gleyma að reikna þjóðhagsleg áhrif af góðri heilbrigðisþjónustu og fara að líta á það sem hagnað fremur en endalausan kostnað eins og okkur hættir til að gera. 11.12.2012 06:00
Kirkjan mótmælir kynbundnu ofbeldi! Arna Ýrr Sigurðardóttir skrifar Það hefur ekki ríkt nein lognmolla í kringum kirkjuna á undanförnum misserum. Reglulega birtast í fjölmiðlum fréttir af einstaklingum innan kirkjunnar sem hafa misnotað vald sitt með kúgun og ofbeldi. Jafnvel æðstu ráðamenn hafa orðið uppvísir að slíku, bæði innan íslensku þjóðkirkjunnar og kaþólsku kirkjunnar. Og þetta á ekki bara við hér á landi, heldur víða um heim. Alls staðar rísa upp einstaklingar sem hafa kjark til að segja sögu sína, sögu af því hvernig níðst var á þeim á stöðum sem áttu að veita öruggt skjól. Og þetta gerist ekki bara innan kirkjunnar, heldur víða í félagasamtökum, t.d. í íþróttahreyfingunni og skátahreyfingunni. 11.12.2012 06:00
Verður heilbrigðisstarfsfólk klónað? Auður Finnbogadóttir skrifar Síðustu viku hef ég verið sorgmædd og hrædd. Laugardaginn 1. desember fékk yndislegi dregurinn minn, Finnbogi Örn sem er 11 ára, heilablóðfall. Hann lamaðist hægra megin og missti málið sitt. Finnbogi Örn hefur oft háð baráttu á sinni stuttu ævi. Hann er með Down‘s heilkenni, hann fór í hjartaaðgerð þriggja mánaða í London og aðra í Lundi í apríl sl. svo við höfum meiri reynslu en við kærum okkur um vegna veikinda. 11.12.2012 06:00
Framgangskerfi hjúkrunarfræðinga Sigurveig Magnúsdóttir skrifar Ég hef tilheyrt hjúkrunarstéttinni frá árinu 2006 og þar af unnið í fimm ár á Landspítalanum. Þar sem ég hef aldrei tilheyrt annarri stétt hef ég hugleitt hvort starfsþróun annarra stétta sé með sama móti og hjá hjúkrunarfræðingum Landspítalans. 11.12.2012 06:00
Ferðaþjónustan sameinist gegn kynferðisofbeldi á börnum Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Öll börn heimsins eiga rétt á vernd gegn kynferðislegu ofbeldi, þau eiga rétt á vernd gegn hvers kyns kynferðislegu hátterni, vændi og klámi. Slíkt er tilgreint í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og í íslenskum lögum. 11.12.2012 06:00
Af vísindalegri fáfræði um græðara Gunnlaugur Sigurðsson skrifar Sannarlega er öfundsvert það fólk sem nýtur blíðviðris og góðrar tíðar án þess að kvíða því vonda veðri og ótíð sem hlýtur að binda enda á sæluna fyrr eða síðar. Ég er ekki þannig en mér hefur samt tekist að draga talsvert úr kvíðanum fyrir verri tíð með markvissri viðleitni til að sætta mig við vont veður þegar það loksins brestur á og sjá fegurðina í austan hreti og hvassviðri jafnvel og fagna norðan nepjunni sem býður mín utandyra að morgni og fer köldum höndum sínum inn undir klæðin og frostrigningunni sem sleikir vanga minn eins og vingjarnlegur hundur sem hefur verið að lepja krapavatn. Þetta hefur tekist bærilega, kvíðinn er minni og árangurinn sá að ég nýt betur bæði góðviðris og lakari tíðar og er umfram allt orðinn mun mildari í dómum mínum um vont veður en áður og að því leyti sjálfur örlítið skárri í umgengni við mína nánustu og jafnvel fleiri. 10.12.2012 15:00
Hver vill verða öryrki? Grétar Pétur Geirsson skrifar Af og til kemur upp umræða um mikla fjölgun öryrkja. Oftar en ekki er látið að því liggja að fólk geti sótt um örorkulífeyri alveg eins og sótt er um atvinnuleysisbætur, málið sé svo einfalt. Því fer fjarri að hlutirnir gangi þannig fyrir sig. Fram þarf að fara nokkuð ítarlegt læknisfræðilegt mat. Svo er það spurningin hver vill verða öryrki? 10.12.2012 15:00
Útflutningur rafmagns – besti kosturinn? Sveinn A. Sæland skrifar Á undanförnum árum hefur umræðan um lagningu sæstrengs til Evrópu og sala á rafmagni frá Íslandi um hann fengið byr undir vængi. Með tilkomu orkumikils forstjóra árið 2009 hefur Landsvirkjun (LV) gengið í gegnum stefnumörkun þar sem nýtt hlutverk fyrirtækisins er sett fram og áherslur eru aðrar en áður. 10.12.2012 15:00
Útgerðarmenn innheimta 92% veiðigjald Kristinn H. Gunnarsson skrifar Mikil orrusta stendur yfir um skiptingu arðsins sem fiskimiðin gefa af sér. Sjávarútvegurinn gefur af sér 35-45 milljarða króna árlega svo það er eftir miklu að slægjast. Um 75% af þessari fjárhæð fara til 18 stærstu fyrirtækjanna. 10.12.2012 15:00
Slagurinn við verðbólguna Magnús Halldórsson skrifar Þegar verðbólga fer yfir verðbólgumarkmið seðlabanka fer víðast hvar í heiminum fram rökræða um verðbólguhorfur og stöðu efnahagsmála milli seðlabankastjóra og síðan æðstu ráðamanna ríkisstjórna með bréfaskrifum og greiningum. 10.12.2012 08:53
Fjandsamlegar tollareglur Ólafur Þ. Stephensen skrifar Fréttablaðið hefur að undanförnu haldið áfram umfjöllun um reglur sem gilda um innflutning ferðamanna á tollfrjálsum varningi. Óhætt er að segja að það komi betur og betur í ljós hversu neytenda- og raunar mannfjandsamlegar þessar reglur eru. 10.12.2012 06:00
Stóristyrkur Sigurður Árni Þórðarson skrifar Í vorbirtunni 1941 settu stúdentar upp húfur sínar. Annar landsdúxanna var kona. Dúxar eru dýrmætir og hæsta einkunn skipti máli því dúxar fengu stórastyrk. Það var peningasjóður til að kosta nám erlendis. Svo var sagt frá í fréttum ríkisútvarpsins að menntamálaráð hefði ákveðið að styrkja ekki aðeins fjóra eins og verið hafði heldur tíu stúdenta. En engin kona var þó í hópi styrkþega! Stúdentinn með hæstu einkunn í 10.12.2012 06:00
Útflutningur rafmagns - besti kosturinn? Sveinn A. Sæland skrifar Á undanförnum árum hefur umræðan um lagningu sæstrengs til Evrópu og sala á rafmagni frá Íslandi um hann fengið byr undir vængi. Með tilkomu orkumikils forstjóra árið 2009 hefur Landsvirkjun (LV) gengið í gegnum stefnumörkun þar sem nýtt hlutverk fyrirtækisins er sett fram og áherslur eru aðrar en áður. Til upprifjunar þá byggir stefnumörkunin á þremur meginstoðum: 1. Að stunda skilvirka raforkuvinnslu og framþróun. 2. Að þróa fjölbreyttan viðskiptavinahóp. 3. Að tengjast evrópskum orkumarkaði. 10.12.2012 06:00
Sköpunarverkið í fabúlunni Guðmundur Andri Thorsson skrifar Við rogumst með heilt tré inn í stofuna til okkar, setjum á það skraut og ljós, dönsum kringum það og tignum það. Við lýsum hvern glugga og hvern skugga. Við fyllum munninn með sætum kökum og eldum mat sem okkur finnst hafa merkinguna: Jól. Við gefum hvert öðru, gleðjum hvert annað, erum saman. Við hlýðum á það fegursta sem mönnunum hefur dottið í hug að setja saman af tónafléttum. Við klæðumst okkar fínustu 10.12.2012 06:00
Kynbundið ofbeldi er mál sem snertir alla Kynbundið ofbeldi heldur áfram að vera mest langvarandi en samt minnst viðurkennda mannréttindabrot í heiminum. Það er mál sem snertir alla menningarheima, kynþætti, trúarbrögð, og félags- og efnahagslegar stöður. Birtingarform kynbundins ofbeldis eru nauðganir, heimilisofbeldi, kynferðisleg árás, mansal á konum og stúlkum, vændi, limlestingar á kynfærum kvenna, kynferðisleg áreitni og nauðungarhjónabönd. 10.12.2012 06:00
Heimilisofbeldi þrífst í skjóli þagnarinnar Borghildur Dóra Björnsdóttir skrifar Því miður hef ég ekki heyrt nægilega umræðu um heimilisofbeldi í samfélaginu eða í fjölmiðlum, hún þarf að vera meiri. Það þarf fræðslu um heimilisofbeldi í skólum og í samfélaginu öllu. Það er svo margt sem við vitum ekki um það og svo margt sem er í felum. Heimilisofbeldi er nær okkur en við höldum. Það kemur fram í ólíkum myndum, líkamlegu ofbeldi, vanrækslu, andlegu- og kynferðislegu ofbeldi. Ég hef horft upp á heimilisofbeldi, vitað um manneskjur sem hafa lent í því og einnig hef ég lent í flestum þáttum þess sjálf. 10.12.2012 06:00
Frelsið mun gjöra yður sanna Finnur Þór Vilhjálmsson skrifar Því fylgir jafnan einkennileg blanda af kátínu, furðu og ónotum að lesa frásagnir af boðunarsamkomum langt leiddra hægrimanna. (Með því á ég bara við jaðarhópinn sem heldur fastar í ósýnilegu höndina en eigin skynsemi.) Í viðskipta- og atvinnulífshluta Morgunblaðsins 20. nóvember sl. var viðtal vegna stólræðu innflutts farandpredikara frá fyrirheitnalandi þessa hóps yfir innvígðum á dögunum. (Og blaðamanni Morgunblaðsins, ef gera ber einhvern skilsmun þar á.) Sá var Daniel nokkur Mitchell, bandarískur starfsmaður Cato Institute í Washington DC, USA, og pípa nú kannski strax reykskynjarar hjá mörgum en látum gott heita og höldum áfram. (Bara sem smjörþefur þá var eftirfarandi bók efst á lista nýrra og forvitnilegra á heimasíðu Cato Institute um miðja vikuna: The Financial Crisis and the Free Market Cure: Why Pure Capitalism is the World Economy's Only Hope.) 8.12.2012 08:00
Útrýmum kynbundu ofbeldi! Jóhanna Sigurðardóttir skrifar Einn allra stærsti áfanginn í sögu jafnréttisbaráttunnar á síðustu áratugum felst óneitanlega í að þögnin um kynbundið ofbeldi hefur verið rofin og jafnframt hefur baráttan gegn því verið sett á dagskrá grasrótarsamtaka, stjórnmálanna og samfélagsins alls. Við vitum að á meðan kynbundið ofbeldi er við lýði eru mannréttindi og velferð, líf og heilsa fótum troðin. Í hvert einasta skipti sem fórnarlömb stíga fram og greina frá ofbeldinu og ná eyrum samfélagsins höfum við færst nær markmiðum okkar um samfélag án ofbeldis, samfélag virðingar fyrir mannréttindum allra og reisn og almennrar velferðar. 8.12.2012 08:00
Látið börnin koma til mín Brynhildur Björnsdóttir skrifar Kirkjuferð á aðventu er stór hluti af starfi fjölmargra skóla og leikskóla. Þá trítla börn af öllum stærðum og gerðum í næstu kirkju til að hlusta á hugvekju, taka þátt í helgihaldi og syngja sálma. Þetta er gamall og góður siður sem starfsfólki skólanna og kirkjunnar finnst bæði hátíðlegur og hlýlegur, jafnvel marka upphaf hátíðleika aðventunnar og jólahaldsins. Því hvað er fallegra en bænakvak lítilla barna, sálmasöngur smárra og tærra radda inni í hljómandi kirkjuskipum, æska landsins að lofsyngja með gleðiraust og helgum hljóm? 8.12.2012 08:00
Norrænar varnir Ólafur Þ. Stephensen skrifar Ákvörðun stjórnvalda í Finnlandi og Svíþjóð um að taka þátt í loftrýmiseftirliti Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Íslandi hefur vakið athygli, ekki sízt vegna þess að með því verður samvinna ríkjanna og NATO enn nánari. 8.12.2012 08:00
Mikilvægi hluta- bréfaskráninga Páll Harðarson skrifar Velmegun Íslands í gegnum tíðina hefur verið nátengd því hvernig atvinnulífinu reiðir af. Örfá af stærri fyrirtækjum landsins sem gegna stóru hlutverki sem atvinnuveitendur eru nú á hlutabréfamarkaði en þau hafa að miklu leyti fjármagnað sinn vöxt í gegnum kauphöll. Hlutabréfamarkaðurinn er núna að glæðast, en einhverra hluta vegna hefur það verið útbreiddur misskilningur að einungis stór fyrirtæki eigi erindi inn á markað. Við sjáum það svo á nýskráningum og á þeim sem hafa áætlanir um að koma á markað að um er að ræða fyrirtæki í stærri kantinum, frekar en ekki. En þetta er ekki staðreyndin þegar litið er til annarra markaða á Norðurlöndunum. Hvers vegna koma ekki fleiri smá og millistór fyrirtæki á markað hér og njóta þeirra vaxtarmöguleika sem þar er boðið upp á? 8.12.2012 08:00
Alþjóðasamvinna um heilbrigðismál Ingimar Einarsson skrifar Ríki heims hafa átt með sér víðtækt samstarf um heilbrigðismál um langt skeið. Með undirritun stofnskrár Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) 22. júlí 1946 og formlegri stofnunar hennar 7. apríl 1948 tók WHO yfir verkefni og hlutverk Heilbrigðisnefndar Þjóðabandalagsins ásamt fleiri viðfangsefnum. Alls var um að ræða 43 alþjóðasamninga um heilbrigðismál og a.m.k. 7 alþjóðlegar stofnanir sem hin nýja alþjóðasamvinnustofnun um heilbrigðismál tók yfir. 8.12.2012 08:00
Vernd barna óháð landamærum Halla Gunnarsdóttir skrifar Síðastliðið sumar voru gerðar breytingar á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Breytingarnar létu ekki mikið yfir sér en fólu í sér þýðingarmikið skref í alþjóðlegri baráttu gegn ofbeldi gegn börnum. Þar á meðal var gerð sú breyting að mögulegt er að sækja til saka íslenskan ríkisborgara eða einstakling sem býr hér á landi fyrir brot gegn barni utan landsteinanna, óháð því hvort brotið sætir refsingu í því landi sem það er framið. 8.12.2012 08:00
Úrtölufólkið og spýjan Sr. Örn Bárður Jónsson skrifar Hvað ef landnámsmennirnir forðum daga hefuðu snúið við og sagt "Þetta er bara vesen. Hættum við að leita á vit nýrrar framtíðar“? 8.12.2012 08:00
Er gætt að rétti þínum? Starf mitt felst í því að gæta að réttindum fólks, meðal annars vegna umferðarslysa. Ég veit því vel að það verður seint sagt að íslenskt tryggingaumhverfi ofali þá sem eiga um sárt að binda vegna slysa. Sumir launþegar eru þó betur settir en annað fólk, þar sem þeir hafa viðbótartryggingavernd vegna bílslysa í sínum kjarasamningi. Tryggingin er þó að hverfa úr kjarasamningum án þess að nokkur veiti því athygli. 7.12.2012 07:00
Ert þú barnið mitt? Helga Vala Helgadótttir skrifar Nú liggur fyrir á Alþingi löngu tímabært frumvarp til breytinga á barnalögum. Um er að ræða slíka réttarbót að ótrúlegt er að hún sé ekki fyrir löngu afgreidd. Örlítil breyting á 10. gr. barnalaga, sem segir til um hverjir geti átt aðild að faðernismáli. 7.12.2012 06:00
„Af barna munni og brjóstmylkinga býrðu þér lof“ Aldís Schram skrifar Lítil stúlka hefur verið svívirt af kaþólskum kirkjuþjónum Landakotsskólans. Sem foreldrarnir treystu fyrir í þeirri trú að þar yrði hún í öruggum höndum, þarna sem hún var í klerksins Georges höndum, hans öfugugga höndum, sem auðmýktu hana, kúguðu og saurguðu hana; þessa kirkjunnar þjóns sem átti að leggja hendur yfir hana en lagði hendur á hana; þessa séra sem átti að að auðsýna henni gæsku Guðs en svipti hana sakleysinu, barndóminum, meydóminum; þarna í þessum kaþólska skóla þar sem hún leið kynferðisofbeldi af skólastjórans Georges hendi, aftur og aftur, dag eftir dag, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár. 7.12.2012 06:00
Skólastarf í framhaldsskólum í skugga niðurskurðar Aðalheiður Steingrímsdóttir skrifar Því er oft haldið fram að lítill niðurskurður hafi orðið í velferðarkerfinu og vísað til forgangsröðunar í ríkisfjármálum. Ætli það sé raunin hjá framhaldsskólum landsins sem eru hluti af velferðarkerfinu? Hefur þeim verið hlíft við niðurskurði? Hver er veruleikinn í skólastarfinu? Hér á eftir verða dregnar fram nokkrar staðreyndir til íhugunar fyrir þá sem standa fyrir utan skólakerfið. 7.12.2012 06:00
„Það mikilvægasta er ósýnilegt berum augum“ Auðbjörg Reynisdóttir skrifar Fyrirsögnin að ofan eru orð litla prinsins í samnefndri bók frá 1943 eftir Antoine De Saint-Exupéry. Ég naut þess að lesa bókina fyrir son minn er hann var yngri enda með betri barnabókum sem skrifaðar hafa verið. Prinsinn varaði vin sinn við því að það mikilvægasta færi fram hjá honum ef hann ekki horfði og hlustaði með hjartanu. „Maður sér ekki vel nema með hjartanu“ endurtók hann í sífellu. Hvað átti prinsinn við? Nú langar mig að segja aðra sögu úr heilbrigðiskerfinu í framhaldi af grein minni hér í blaðinu 16. þessa mánaðar og viðtali við mig þann sautjánda. 7.12.2012 06:00
Spámaður snýr aftur! Steingrímur J. Sigfússon skrifar Fræg er innkoma hins danska Lars Christensen í umræður um íslensk efnahagsmál árið 2006. Lars karlinn var ekki sleginn blindu á ójafnvægið, skuldsetninguna og hætturnar í íslensku efnahagsbólunni eins og flestir hér heima. Hann horfði á mælana, kannaði undirliggjandi hagvísa og dró sínar ályktanir um að hér stefndi í óefni og reyndist sannspár eins og við þekkjum. Nýfrjálshyggju- og útrásarliðið á Íslandi tók gagnrýni hans illa eins og yfirleitt öllu og öllum sem ekki tóku þátt í lofgerðarsöngnum um íslensku snilldina. Lars þótti vera veisluspillir sem stýrðist af litlu öðru en sérstakri tegund af danskri öfund og var þannig afgreiddur út úr umræðunni. 7.12.2012 06:00
Gull Gunnar Hansson skrifar Hvað segir maður við barn sem vinnur allan daginn niðri í þrjátíu metra djúpri holu í svartamyrkri og kæfandi hita? Þar sem súrefni er það lítið að erfitt er að anda? Holan er þröng og eina leiðin út er að klifra upp eftir reipi sem virðist við það að slitna í sundur. Allt í kring eru eins holur með fleiri vinnandi börnum í. Þetta er gullnáma. Börnin eru ódýrt vinnuafl. 7.12.2012 06:00
Helstu átakamál samfélagsins má rekja til íslensku krónunnar Upphrópanir um reikningaskil milli kynslóða eru ekki nýlunda á Íslandi. Meðal þess sem rætt hefur verið um í því sambandi er kynslóðin sem fékk lánin sín að gjöf, þ.e. að þeir sem voru í réttum stjórnmálaflokkum á árunum fyrir verðtryggingu gátu margir hverjir fengið óverðtryggð "lán“ til kaupa á íbúð sem þeir þurftu aldrei að borga til baka nema að óverulegu leyti, þar sem verðbólgan sá um að gera lánin verðlaus áður en þau voru að fullu greidd. 7.12.2012 06:00
Umferðaröryggi, mengun og rekstraröryggi Özur Lárusson skrifar Meðalaldur bílaflotans hér á landi hefur hækkað mikið á síðustu árum enda hrundi bílasala úr 13 þúsundum bíla árið 2008 niður í tæplega þrjú þúsund bíla árið 2009. Heldur hefur salan tekið við sér á síðustu misserum en frá síðasta ári hefur verið gaman að ræða um prósentuaukningu í bílasölu þar sem hún er há. Sama á við um fjölgun nemenda í Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi á Ströndum en þar fjölgaði nemendum í vetur um 50%, fór úr fjórum í sex! 7.12.2012 06:00
Vínmenningarslys Ólafur Þ. Stephensen skrifar Fréttablaðið greindi í byrjun vikunnar frá könnun, sem sýnir að Íslendingar verða í vaxandi mæli varir við áfengissmygl og heimabrugg. Könnunina gerðu Markaðs- og miðlarannsóknir fyrir Félag atvinnurekenda (FA), sem gætir meðal annars hagsmuna áfengisinnflytjenda. 7.12.2012 06:00
Litla-netið-okkar.is Pawel Bartoszek skrifar Einu sinni var internet. Og þetta internet þótti alveg ágætt en það var alveg rosalega stórt. Svo stórt að mörgum okkar þótti það óþægilegt. Sérstaklega þótti mörgum óþægilegt hvað við, á þessu litla landi, höfðum litla stjórn á því hvað menn gætu gert úti á hinu stóra interneti. 7.12.2012 06:00
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun