Fleiri fréttir

Þegar ég hitti vasaþjófinn

Davíð Þór Jónsson skrifar

Á ferðum mínum um heiminn hef ég stundum rekið augun í skilti þar sem varað er við vasaþjófum.

Hugsað upphátt

Jón Kr. Óskarsson skrifar

Það hefur ýmislegt komið í huga minn undanfarnar vikur um málefni eldri borgara á landinu. Erum við annars eða þriðja flokks fólk?

Hvað er málið með landsbyggðina?

Kristinn Hermannsson skrifar

Sif Sigmarsdóttir tekur að sér vanþakklátt hlutverk sendiboðans í bakþönkum sínum í Fréttablaðinu (22.6.) þar sem hún spyr hvað sé málið með landsbyggðina, af hverju þurfi að finna byggðavinkla á sjávarútvegi og menntamálum og hvort sé best að stjórna þessum málaflokkum án tillits til byggðasjónarmiða? Hún getur þess réttilega að málin séu oft rædd manna á milli, en fólk sé feimið við að ræða þau hispurslaust fyrir opnum tjöldum. Það er miður, því eins og margt annað á Íslandi örra breytinga þarf einmitt að ræða ítarlega gengi ólíkra landshluta og hvort tilefni sé til inngripa. Samkvæmt minni reynslu er oftar en ekki gengið út frá veigamikilli en rangri forsendu í þessari umræðu, það er að landsbyggðin sé efnahagslegur baggi á höfuðborgarsvæðinu.

Seki skuldarinn

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar

Orðið skuldari er mjög gildishlaðið orð og hefur á sér afar neikvætt yfirbragð og merkingu. Merking orðsins hefur komist í nýjar hæðir í kjölfar bankahrunsins. Nú er keppst við að endurskilgreina lántakendur í lánþega og skuldara. Það er allt í lagi að vera lánþegi sérstaklega ef þú hefur komist yfir kúlulán og þarft ekki að borga skuldirnar eða hefur góð tengsl og getur fengið skuldir þínar felldar niður eftir að hafa hlaupið burt með gróðann. En þorri fólks þarf að borga skuldir sínar upp í topp með ofurálagningu verðbóta og vaxta og á sama tíma að taka á sig auknar álögur við að greiða niður skuldir sem óreiðumenn hafa varpað blygðunarlaust yfir á þjóðina. Við þessar efnahagsaðstæður reynist sífellt erfiðara fyrir fólkið í landinu að standa í skilum við lánardrottnana.

Kjötkatli lokað

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Alþingismenn tóku rétta ákvörðun þegar þeir urðu sammála um að hætta að úthluta sjálfir alls konar smástyrkjum til góðra mála, eins og venjan hefur verið lengi. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær hefur fjárlaganefnd nú ákveðið að færa þessa úthlutun frá þinginu og í hendur sjóða, sveitarfélaga og ráðuneyta.

Allt annað mál

Pawel Bartoszek skrifar

Sú yfirlýsing RÚV að stöðin myndi ekki sýna barnaþætti þar sem erlendum orðum er skotið í samræður, gjarnan í kennsluskyni, er án efa með fýlupúkalegri fréttum á þeim hluta ársins 2011 sem er að líða.

Tegundinni útrýmt?

Tvær fréttir vöktu sérstaka athygli mína síðustu daga, þegar blöðunum var flett yfir fyrsta kaffibolla dagsins. Fréttirnar eru annars vegar að sjötíu prósent dýrara er að aka hringinn í kringum Ísland og hins vegar að kjördæmapot hafi nú verið upprætt af fjárlaganefnd.

Að gefnu tilefni

Gunnar Jóhannesson skrifar

Í bakþanka sínum, Aðskiljum til jöfnuðar, sem birtist í Fréttablaðinu 21. júní síðastliðinn, lætur Kolbeinn Proppé að því liggja að þjóðkirkjan í núverandi mynd heyri til liðnum tíma og hafi einungis haldið velli fram á þennan dag því hún sé „tengd við ríkisstyrkta öndunarvél sem ég og þú og allir aðrir skattgreiðendur borga". Kolbeinn virðist ennfremur þeirrar skoðunar að hér komi fram mikill ójöfnuður sem gangi freklega gegn rétti og frelsi annarra og hljóti að vinna gegn því samfélagi sem við viljum tilheyra. Því skuli „Aðskilja til jöfnuðar".

Til foreldra barna í leik- og grunnskólum

Á fundi mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar 6.júní sl. var tillaga meirihluta Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna fyrir leik- og grunnskóla Reykjavíkur samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru einu fulltrúar ráðsins sem hafa verið á móti tillögunni frá upphafi.

Starfinu miðar áfram

Þorvaldur Gylfason skrifar

Hvar sem ég kem verð ég var við áhuga fólks á störfum Stjórnlagaráðs. Gagnlegar athugasemdir og ábendingar berast dag hvern frá almenningi inn á vef ráðsins og eftir öðrum leiðum. Á fyrri tíð kom fyrir, að stjórnlagaþing þurftu að koma saman á afskekktum stöðum til að fá frið fyrir ágangi kröfuharðra hagsmunahópa. Svo er ekki nú. Við komum saman á opnum fundum í alfaraleið og bjóðum öllum, sem þess óska, að leggja hönd á plóg. Endurskoðun stjórnarskrárinnar er samstarfsverkefni, þar sem margir koma að málum. Þess vegna höfum við óskað eftir að hafa þjóðina með í ráðum skref fyrir skref frá upphafi til enda frekar en að vinna fyrir luktum dyrum og leggja fram fullmótaðar tillögur að loknu verki. Allir hafa aðgang að Stjórnlagaráði. Útlendingar hafa sýnt þessu opna vinnulagi áhuga og sagt frá því í erlendum blöðum og sjónvarpi.

Hrafnseyrarþing

Vésteinn Ólason skrifar

Ekki er laust við að þeir sem fylgst hafa með rannsóknum á Íslandssögu undanfarna áratugi undrist stundum orð alþingismanna þegar þeir fara að vísa til sögunnar. Í ræðum þeirra gætir einatt viðhorfa sem rekja má til sagnfræðirita eða sagnfræðiumræðu nítjándu aldar og fyrri hluta þeirrar tuttugustu. Þegar þessi sögufróðleikur hljómar í þingsölum hefur hann þó oftast farið gegnum mörg stig endurvinnslu síðan hann kom fyrst fram.

Dagdeildarmeðferð sem kostur?

Páll Eiríksson skrifar

Í tilefni af umræðum í fjölmiðlum undanfarið um erfiðleika í fangelsismálum okkar Íslendinga langar mig til þess að skjóta inn nokkrum orðum um valkosti. Í byrjun sjöunda áratugarins var ég sumarafleysingamaður í lögreglunni í Reykjavík og kynntist "hinni hliðinni“ á lífinu í Reykjavík. Seinna í læknanámi og eftir útskrift kynntist ég við störf á Kleppspítala æ fleirum,

Af hverju leynd?

Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri skrifar

Fréttir Fréttablaðsins af stundvísi flugfélaga hafa vakið talsverða athygli og viðbrögð. Blaðið sagði frá því í fyrradag að yfir sumarmánuðina, þegar ferðalög landsmanna eru í hámarki, var í fyrra einungis rúmlega þriðjungur flugferða Iceland Express um Keflavíkurflugvöll á áætlun og tæplega 74 prósent ferða Icelandair. Hins vegar var norræna flugfélagið SAS á áætlun í rúmlega 93 prósentum tilvika.

Eltingaleikur við sólina

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

"Við eltum bara góða veðrið,“ segja Íslendingar gjarnan glaðir í bragði þegar þeir eru inntir eftir því hvert eigi að halda í sumarfríinu. Enda ekki annað hægt, veður eru ótrygg í meira lagi á skerinu og erfitt að stóla á marga sólardaga í röð á sama stað. Við höfum því vanið okkur á að haga seglum eftir vindi. Pökkum bæði sandölum og síðerma peysum og eigum flest frostþolna svefnpoka fyrir tjaldferðir. Til útlanda er heldur ekki auðvelt að komast, flugmiðar kosta hönd og löpp og ekki eru margir möguleikar sjóleiðis. Við sitjum í fjötrum á okkar fjarlægu eyju en reynum að gera gott úr því.

Borgarráð og trúin

Tryggvi Hrólfsson skrifar

Í aðsendri grein þann 21. júní síðastliðinn skrifar Dögg Harðardóttir athyglisverða grein um margumtalaðar tillögur mannréttindaráðs um samstarf skóla og trúar/lífsskoðunarfélaga. Meginatriði greinarinnar er að það sé mikilvægt fyrir borgarráð að styðjast við vísindalegar rannsóknir þegar tekin er ákvörðun í málinu þannig að það megi rökstyðja hana með faglegum hætti. Enn fremur heldur Dögg því fram að auðvelt sé að nálgast slíkar rannsóknir með

Jóhanna og traustið

Helgi Magnússon skrifar

Á þjóðhátíðardögum eiga ýmsir ræðumenn það til að verða yfirmáta jákvæðir í garð meðborgaranna og væmnir í meira lagi. Að þessu sinni kvað mjög rammt að þessu á Íslandi vegna 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar.

Klasamyndun í áliðnaði

Þorsteinn Víglundsson skrifar

Í annarri grein minni um vægi áliðnaðar á Íslandi er fjallað um þann fjölda fyrirtækja sem sprottið hefur upp í kringum þessa atvinnugrein hér á landi.

Sérstakir sendiherrar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Ásdís Guðmundsdóttir skrifar

Árið 2007 var samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks undirritaður á Íslandi. Sá samningur hefur ekki enn verið lögfestur. Að undanförnu hafa sjö einstaklingar sótt námskeiðið "Sendiherrar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks“. Námskeiðið er samstarfsverkefni Landssamtakanna Þroskahjálpar og Fjölmenntar sem er símenntunar- og þekkingarmiðstöð.

Gallaðar forsendur Daggar Harðardóttur

Egill Óskarsson skrifar

Dögg Harðardóttir stjórnlagaráðsfulltrúi skrifar litla grein í Fréttablaðið í dag (21. júní). Þar setur hún fram ákveðna röksemdafærslu fyrir því að borgarráð Reykjavíkur eigi að hafna tillögum mannréttindaráðs borgarinnar um samstarf skóla og trú- og lífsskoðunarfélaga.

Aðvörun!

Grétar Mar Jónsson skrifar

Nú er ljóst að ríkistjórnin ætlar að beygja sig undir vilja LÍÚ og SA og með því tekur hún hagsmuni fárra fram yfir heildarhagsmuni.

„Óvissuferð“ sérstaks saksóknara

Lýður Guðmundsson skrifar

Nýverið var undirritaður sóttur heim að morgni og færður í yfirheyrslu af starfsmönnum embættis sérstaks saksóknara (ESS) í tengslum við rannsókn embættisins á starfsemi VÍS.

Banvænt daður

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Fáir þora að segja nokkuð um það upphátt af ótta við að vera uppnefndir kaldrifjaðir markaðsdýrkendur og frjálshyggjublesar – eða jafnvel bara almennir lúsablesar. En það er hvíslað í myrkustu skúmaskotum samkvæma, á kaffistofunni í gætilega völdum félagsskap, í heita pottinum eftir að óþekktu andlitin fara upp úr. Spurningin liggur í loftinu: Hvað er málið með landsbyggðina?

Sáttaleiðin

Ólafur Stephensen skrifar

Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur nú sagt sitt álit á hugmyndum ríkisstjórnarinnar um róttækar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Það er mjög samhljóða skýrslu innlendra hagfræðinga, sem sjávarútvegsráðherra fékk til að rýna frumvarp sitt til breytinga á fiskveiðistjórnunarlögunum.

Alþjóðlegi MND dagurinn 21. júní: Lifa af eða að lifa?

Guðjón Sigurðsson skrifar

Á þessu tvennu er mikill munur. Þrátt fyrir að Ísland hafi undirgengist samþykktir Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra virðumst við vera föst í þessum flokki „Lifa af" þegar kemur að bótaþegum og láglaunaþegum mörgum sem byggja þetta land. Okkur hættir til að líta á það sem eðlilegt að einhver hluti þjóðarinnar eigi fyrir mat, hafi húsaskjól og komist mögulega í vinnu í strætó. Þetta getur flokkast undir að lifa af. Hvað með lífið sjálft? Viljum við Íslendingar að stór hluti þjóðarinnar eigi ekkert líf? Ég held ekki.

Aðskiljum til jöfnuðar

Það er kannski eins og að sparka í liggjandi trúarsöfnuð að ætla að tjá sig um málefni þjóðkirkjunnar nú um stundir. Hins vegar er erfitt að láta undir hælinn leggjast að velta fyrir sér málefnum þeirrar stofnunar nú um stundir. Látum vera hennar innri málefni, sem mér sem utan hennar stendur ættu ekki að koma við. Um þau mega innanbúðarmenn véla að vild. Verra þykir mér þegar þeir gera það á launum frá mér og hvorki ég, né þeir fulltrúar sem ég kýs til að hafa áhrif fyrir mína hönd, fá um það ráðið. mönnum kann að þykja ýmislegt um þjóðkirkjuna.

Gerum við okkar bezta?

ólafur Þ. Stephensen skrifar

Í tilefni af alþjóðadegi flóttamanna í gær birti Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) skýrslu um stöðu flóttamanna á heimsvísu. Þar eru ýmsar sláandi upplýsingar. Þegar Flóttamannahjálpin var stofnuð fyrir 60 árum fór hún með mál um 2,1 milljónar flóttamanna, sem hafði hrakizt frá heimilum sínum vegna ófriðarins í Evrópu. Nú er hins vegar talið að flóttamenn séu tæplega 44 milljónir.

Manndómur

Stundum finnst manni sumir stjórnmálamenn og smáhópar innan stjórnmálahreyfinga gera lítinn greinarmun á stjórnmálaflokki og sértrúarsöfnuði. Standa eins og hundar á roði á kennisetningum og trúa því að það sé af hugsjón og heiðarleika, eða yfirburða vitsmunum.

Borgarráð, börnin og trúin

Borgarráð Reykjavíkur fær til umfjöllunar á næstu dögum reglur mannréttindaráðs um samstarf skóla og trúar- og lífsskoðunarfélaga. Þegar borgarráð tekur afstöðu í málinu er mikilvægt að stuðst sé við vísindalegar rannsóknir þannig að ákvörðunina megi rökstyðja með faglegum hætti. Slíkar rannsóknir er auðvelt að nálgast með leitarvélum. Skólasamfélagið er vísindasamfélag og verður að vera hafið yfir pólitíska stefnu í þessu máli sem öðrum.

Alþjóðadagur flóttamanna í dag

Kristján Sturluson skrifar

20. júní er alþjóðadagur flóttamanna. 60 ár eru frá samþykkt flóttamannasamnings Sameinuðu þjóðanna og 55 ár síðan Ísland fullgilti hann.

Ísland í öfganna rás

Gerður Kristný skrifar

Það sem okkur tókst að barma okkur yfir þessu kalda vori. Þrátt fyrir velbyggðu húsin og upphituðu bílana leið okkur eins og við værum tötrumklæddir niðursetningar sem sendir hefðu verið upp á heiði í leitir frostaveturinn mikla og ættum von á kalsárum frá tám og upp undir handarkrika. Okkur tók sárar að sjá hitastigið falla en gengi íslensku krónunnar, enda ef til vill orðin því vön. "Það var búið að lofa / hnattrænni hlýnun,“ segir í Júníhreti, ljóði Gyrðis Elíassonar úr Nokkrum almennum orðum um kulnun sólar. Margir hafa eflaust hugsað svipað.

Hvernig ætli það sé?

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Hvernig ætli að sé að vera köttur? Smjúga um grasið og inn í myrkviðinn, bíða í sínu bæli, hlusta, sleikja sig, blunda… Eða hundur? Öll skilningarvitin þanin til að þjóna þessu eina markmiði: að finna slóðina, verja svæðið, sækja bráðina. Og hvernig ætli það sé eiginlega að vera kýr? Liggja og horfa á heiminn í allri þessari miklu jórtrandi rósemd …

Að dreifa eymdinni sem jafnast

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Eftir að hópur hagfræðinga gaf frumvarpi sjávarútvegsráðherra um breytingar á fiskveiðistjórnuninni falleinkunn er viðkvæðið í stjórnarliðinu, einkum hjá þingmönnum og ráðherrum Vinstri grænna, að málið snúist um „fleira en hagfræði“. Með því er í raun verið að segja að ekki eigi að reka sjávarútveg á Íslandi með hagkvæmasta mögulega hætti.

Jafnrétti og mannréttindi í allra þágu

Guðbjartur Hannesson skrifar

Hefð er fyrir því að helga 19. júní umræðu um jafnrétti kynjanna. Þann dag fyrir 96 árum öðluðust konur á Íslandi kosningarrétt en reyndar með þeim fráleitu takmörkunum að rétturinn tók aðeins til kvenna sem voru fjörutíu ára og eldri.

Dulið atvinnuleysi í Reykjavík

Áslaug María Friðriksdóttir skrifar

Skráð atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu í apríl síðastliðnum var 8,9% skv. tölum Vinnumálastofnunar en fyrir landið í heild 8,1%. Fjöldi þeirra sem eru atvinnulausir á höfuðborgarsvæðinu skv. þessum tölum er 9.626 eða um 73% allra atvinnulausra á landinu og 45% ef aðeins er horft til Reykjavíkur.

Umræðan má ekki hljóðna

Ólína Þorvarðardóttir skrifar

Árið 2009 samþykktu Evrópusambandsríkin bann við sölu á selskinnum og öðrum selaafurðum í aðildarríkjum frá öðrum en inúítum. Tilefni bannsins var einkum vaxandi andstaða evrópsks almennings gegn drápsaðferðum Kanadamanna sem sýndar höfðu verið í fréttamyndum og vakið óhug. Talið er að um 900 þúsund selir hafi fram að banni verið veiddir í heiminum árlega, þar af veiddu Norðmenn, Kanadamenn og Namibíumenn um 60%. Kanadamenn og Norðmenn brugðust ókvæða við ákvörðum Evrópuþingsins og létu þegar í ljós þá afstöðu að það bryti í bága við grundvallarreglur um frjáls viðskipti. Minna fór fyrir andstöðu inúíta í fyrstu, enda voru þeir undanþegnir banninu þar sem því var ekki ætlað að raska högum þeirra sem stunda sjálfbærar og mannúðlegar veiðar. En almenningsálitið gerir ekki greinarmun á því hvaðan selskinnið kemur sem boðið er til sölu. Myndir af blóðugum selkópum snertu vitanlega við þeim sem þær höfðu séð. Almenningur snerist gegn harðneskjulegum atvinnuselveiðum og sú andstaða færðist með tímanum yfir á allar selveiðar.

Ekki steinn yfir steini

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Skýrsla hóps hagfræðinga, sem Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra valdi sjálfur til að greina áhrif frumvarps síns um breytingar á fiskveiðistjórnuninni á hag sjávarútvegsins, er samfelldur áfellisdómur yfir málinu. Hagfræðingahópurinn tekur undir nánast öll atriði í þeirri gagnrýni sem þegar hefur komið fram á frumvarpið – og gott betur. Hann rífur málatilbúnað sjávarútvegsráðherrans niður þannig að þar stendur ekki steinn yfir steini.

Þjóðrembingurinn

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar

Landsmenn héldu þjóðhátíðardag sinn hátíðlegan í gær með hefðbundnum hætti. Dagurinn einkennist af tvennu; ríghaldi í horfnar hefðir með blómsveigum og ræðum og svo húllumhæi með mússík og kandíflossi. Fátt nýtt á ferð þar.

„Súrra sifja þorri“

Þorsteinn Pálsson skrifar

Standmynd Jóns Sigurðssonar forseta á Austurvelli er dagleg áminning um að við eigum þjóðhetju. Það er góður vitnisburður um þjóðrækni Íslendinga að minnast þess með margvíslegu móti og myndarskap að tvö hundruð ár eru nú frá fæðingu hans. Nokkrum skrefum vestan við Austurvöll er standmynd Skúla Magnússonar landfógeta. Í desember verða þrjú hundruð ár frá fæðingu hans. Engar spurnir eru af því að þeirra merku tímamóta verði minnst með þeim hætti sem efni standa til.

Að vera foreldri

Hér á árum áður var komið í veg fyrir að konur með þroskahömlun eignuðust börn með því að þær voru gerðar ófrjóar án vitundar og vilja þeirra sjálfra. Þar með voru brotin á þeim þau sjálfsögðu mannréttindi sem fela í sér að eiga börn og ráða yfir sínum líkama sem er það persónulegasta sem maður á.

Sjá næstu 50 greinar