17. júní hátíðadagskrá Fyrir hvern? Iðunn Steinsdóttir skrifar 24. júní 2011 11:00 17. júní 2011 var enginn smáræðis hátíðisdagur. 200 ára afmæli þjóðardýrlingsins Jóns Sigurðssonar. Veðrið var þokkalegt og ég ákvað að drífa mig niður á Austurvöll. Þar með væri ég líka búin að afgreiða göngutúr dagsins en ég bý vestast í Vesturbænum. Ég sá fram á að verða komin á staðinn tíu mínútum áður en athöfnin hæfist og gerði mér vonir um að komast á góðan stað, jafnvel að ná mér í sæti. En þegar inn á völlinn kom blasti við mér undarleg sjón. Stór hluti hans var afgirtur. Innan girðingar stóðu lögregluþjónar og þar var líka upphækkaður pallur með sætum fyrir forsetann og annað íslenskt fyrirfólk. En utan girðingarinnar voru líka Íslendingar, margir með börnin sín. Þeir voru eins og ég komnir til að sjá og heyra það sem fram færi. En vandinn var að fæstir sáu nokkurn skapaðan hlut. Við vorum of langt í burtu og trén sem prýða Austurvöll skyggðu líka á. Ég varð reið og fúl. Af hverju máttum við ekki fylgjast með? Var þessi hátíð ekki fyrir okkur öll? Var hún bara fyrir nokkra útvalda? Þegar mér er misboðið á ég það til að skauta yfir lög og reglur og á endanum laumaðist ég inn fyrir girðinguna. Þar var ung lögreglukona sem stöðvaði mig. Ég spurði hvernig stæði á þessu og hún sagði að það væri gert til að tryggja öryggið. Við röbbuðum aðeins um málið og kvöddumst með vinsemd. Hún var bara í vinnunni sinni og engin ástæða til að hnýta í hana. Ég fór að svipast um eftir hættulegu fólki. Þarna var kona með regnhlíf sem skagaði hátt upp í loft. Á henni var kóróna og mynd af trúð, sýndist mér. Svo voru einhverjir tveir með lítil spjöld, trúlega með mótmælum. Allt var þetta fólk þögult og áreitti ekki nokkurn mann. Ég gafst upp og hélt af stað heim. Á leiðinni velti ég því fyrir mér hvað væri að gerast í þessu þjóðfélagi. Var hræðslan og hugleysið búið að ná undirtökum í þeim mæli að ekki væri þorandi að halda hátíðadagskrá fyrir almenning ef stjórnmálamenn og annað fyrirfólk væri til staðar? Ég veit ekki hverjir stjórnuðu hér og ákváðu að útiloka okkur en mér finnst þeir aumkunarverðir. Þegar heim kom kveikti ég á sjónvarpinu og þar blasti við mér hátíðin á Austurvelli, nota bene allt sem gerðist innan girðingar. Ég vil því gefa réttum og sléttum Íslendingum það ráð að sitja bara framan við sjónvarpið næst en reyna ekki að sýna einhverja þjóðrækni með því að fara niður á Austurvöll. Það er ekkert fyrir okkur. Ég býst við að þegar upp er staðið hafi ýmsir verið fúlir þegar heim var haldið og þeir höfðu misst af fjörinu. En ég er nokkuð sátt því að ég hafði allavega minn daglega göngutúr upp úr krafsinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
17. júní 2011 var enginn smáræðis hátíðisdagur. 200 ára afmæli þjóðardýrlingsins Jóns Sigurðssonar. Veðrið var þokkalegt og ég ákvað að drífa mig niður á Austurvöll. Þar með væri ég líka búin að afgreiða göngutúr dagsins en ég bý vestast í Vesturbænum. Ég sá fram á að verða komin á staðinn tíu mínútum áður en athöfnin hæfist og gerði mér vonir um að komast á góðan stað, jafnvel að ná mér í sæti. En þegar inn á völlinn kom blasti við mér undarleg sjón. Stór hluti hans var afgirtur. Innan girðingar stóðu lögregluþjónar og þar var líka upphækkaður pallur með sætum fyrir forsetann og annað íslenskt fyrirfólk. En utan girðingarinnar voru líka Íslendingar, margir með börnin sín. Þeir voru eins og ég komnir til að sjá og heyra það sem fram færi. En vandinn var að fæstir sáu nokkurn skapaðan hlut. Við vorum of langt í burtu og trén sem prýða Austurvöll skyggðu líka á. Ég varð reið og fúl. Af hverju máttum við ekki fylgjast með? Var þessi hátíð ekki fyrir okkur öll? Var hún bara fyrir nokkra útvalda? Þegar mér er misboðið á ég það til að skauta yfir lög og reglur og á endanum laumaðist ég inn fyrir girðinguna. Þar var ung lögreglukona sem stöðvaði mig. Ég spurði hvernig stæði á þessu og hún sagði að það væri gert til að tryggja öryggið. Við röbbuðum aðeins um málið og kvöddumst með vinsemd. Hún var bara í vinnunni sinni og engin ástæða til að hnýta í hana. Ég fór að svipast um eftir hættulegu fólki. Þarna var kona með regnhlíf sem skagaði hátt upp í loft. Á henni var kóróna og mynd af trúð, sýndist mér. Svo voru einhverjir tveir með lítil spjöld, trúlega með mótmælum. Allt var þetta fólk þögult og áreitti ekki nokkurn mann. Ég gafst upp og hélt af stað heim. Á leiðinni velti ég því fyrir mér hvað væri að gerast í þessu þjóðfélagi. Var hræðslan og hugleysið búið að ná undirtökum í þeim mæli að ekki væri þorandi að halda hátíðadagskrá fyrir almenning ef stjórnmálamenn og annað fyrirfólk væri til staðar? Ég veit ekki hverjir stjórnuðu hér og ákváðu að útiloka okkur en mér finnst þeir aumkunarverðir. Þegar heim kom kveikti ég á sjónvarpinu og þar blasti við mér hátíðin á Austurvelli, nota bene allt sem gerðist innan girðingar. Ég vil því gefa réttum og sléttum Íslendingum það ráð að sitja bara framan við sjónvarpið næst en reyna ekki að sýna einhverja þjóðrækni með því að fara niður á Austurvöll. Það er ekkert fyrir okkur. Ég býst við að þegar upp er staðið hafi ýmsir verið fúlir þegar heim var haldið og þeir höfðu misst af fjörinu. En ég er nokkuð sátt því að ég hafði allavega minn daglega göngutúr upp úr krafsinu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar