17. júní hátíðadagskrá Fyrir hvern? Iðunn Steinsdóttir skrifar 24. júní 2011 11:00 17. júní 2011 var enginn smáræðis hátíðisdagur. 200 ára afmæli þjóðardýrlingsins Jóns Sigurðssonar. Veðrið var þokkalegt og ég ákvað að drífa mig niður á Austurvöll. Þar með væri ég líka búin að afgreiða göngutúr dagsins en ég bý vestast í Vesturbænum. Ég sá fram á að verða komin á staðinn tíu mínútum áður en athöfnin hæfist og gerði mér vonir um að komast á góðan stað, jafnvel að ná mér í sæti. En þegar inn á völlinn kom blasti við mér undarleg sjón. Stór hluti hans var afgirtur. Innan girðingar stóðu lögregluþjónar og þar var líka upphækkaður pallur með sætum fyrir forsetann og annað íslenskt fyrirfólk. En utan girðingarinnar voru líka Íslendingar, margir með börnin sín. Þeir voru eins og ég komnir til að sjá og heyra það sem fram færi. En vandinn var að fæstir sáu nokkurn skapaðan hlut. Við vorum of langt í burtu og trén sem prýða Austurvöll skyggðu líka á. Ég varð reið og fúl. Af hverju máttum við ekki fylgjast með? Var þessi hátíð ekki fyrir okkur öll? Var hún bara fyrir nokkra útvalda? Þegar mér er misboðið á ég það til að skauta yfir lög og reglur og á endanum laumaðist ég inn fyrir girðinguna. Þar var ung lögreglukona sem stöðvaði mig. Ég spurði hvernig stæði á þessu og hún sagði að það væri gert til að tryggja öryggið. Við röbbuðum aðeins um málið og kvöddumst með vinsemd. Hún var bara í vinnunni sinni og engin ástæða til að hnýta í hana. Ég fór að svipast um eftir hættulegu fólki. Þarna var kona með regnhlíf sem skagaði hátt upp í loft. Á henni var kóróna og mynd af trúð, sýndist mér. Svo voru einhverjir tveir með lítil spjöld, trúlega með mótmælum. Allt var þetta fólk þögult og áreitti ekki nokkurn mann. Ég gafst upp og hélt af stað heim. Á leiðinni velti ég því fyrir mér hvað væri að gerast í þessu þjóðfélagi. Var hræðslan og hugleysið búið að ná undirtökum í þeim mæli að ekki væri þorandi að halda hátíðadagskrá fyrir almenning ef stjórnmálamenn og annað fyrirfólk væri til staðar? Ég veit ekki hverjir stjórnuðu hér og ákváðu að útiloka okkur en mér finnst þeir aumkunarverðir. Þegar heim kom kveikti ég á sjónvarpinu og þar blasti við mér hátíðin á Austurvelli, nota bene allt sem gerðist innan girðingar. Ég vil því gefa réttum og sléttum Íslendingum það ráð að sitja bara framan við sjónvarpið næst en reyna ekki að sýna einhverja þjóðrækni með því að fara niður á Austurvöll. Það er ekkert fyrir okkur. Ég býst við að þegar upp er staðið hafi ýmsir verið fúlir þegar heim var haldið og þeir höfðu misst af fjörinu. En ég er nokkuð sátt því að ég hafði allavega minn daglega göngutúr upp úr krafsinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
17. júní 2011 var enginn smáræðis hátíðisdagur. 200 ára afmæli þjóðardýrlingsins Jóns Sigurðssonar. Veðrið var þokkalegt og ég ákvað að drífa mig niður á Austurvöll. Þar með væri ég líka búin að afgreiða göngutúr dagsins en ég bý vestast í Vesturbænum. Ég sá fram á að verða komin á staðinn tíu mínútum áður en athöfnin hæfist og gerði mér vonir um að komast á góðan stað, jafnvel að ná mér í sæti. En þegar inn á völlinn kom blasti við mér undarleg sjón. Stór hluti hans var afgirtur. Innan girðingar stóðu lögregluþjónar og þar var líka upphækkaður pallur með sætum fyrir forsetann og annað íslenskt fyrirfólk. En utan girðingarinnar voru líka Íslendingar, margir með börnin sín. Þeir voru eins og ég komnir til að sjá og heyra það sem fram færi. En vandinn var að fæstir sáu nokkurn skapaðan hlut. Við vorum of langt í burtu og trén sem prýða Austurvöll skyggðu líka á. Ég varð reið og fúl. Af hverju máttum við ekki fylgjast með? Var þessi hátíð ekki fyrir okkur öll? Var hún bara fyrir nokkra útvalda? Þegar mér er misboðið á ég það til að skauta yfir lög og reglur og á endanum laumaðist ég inn fyrir girðinguna. Þar var ung lögreglukona sem stöðvaði mig. Ég spurði hvernig stæði á þessu og hún sagði að það væri gert til að tryggja öryggið. Við röbbuðum aðeins um málið og kvöddumst með vinsemd. Hún var bara í vinnunni sinni og engin ástæða til að hnýta í hana. Ég fór að svipast um eftir hættulegu fólki. Þarna var kona með regnhlíf sem skagaði hátt upp í loft. Á henni var kóróna og mynd af trúð, sýndist mér. Svo voru einhverjir tveir með lítil spjöld, trúlega með mótmælum. Allt var þetta fólk þögult og áreitti ekki nokkurn mann. Ég gafst upp og hélt af stað heim. Á leiðinni velti ég því fyrir mér hvað væri að gerast í þessu þjóðfélagi. Var hræðslan og hugleysið búið að ná undirtökum í þeim mæli að ekki væri þorandi að halda hátíðadagskrá fyrir almenning ef stjórnmálamenn og annað fyrirfólk væri til staðar? Ég veit ekki hverjir stjórnuðu hér og ákváðu að útiloka okkur en mér finnst þeir aumkunarverðir. Þegar heim kom kveikti ég á sjónvarpinu og þar blasti við mér hátíðin á Austurvelli, nota bene allt sem gerðist innan girðingar. Ég vil því gefa réttum og sléttum Íslendingum það ráð að sitja bara framan við sjónvarpið næst en reyna ekki að sýna einhverja þjóðrækni með því að fara niður á Austurvöll. Það er ekkert fyrir okkur. Ég býst við að þegar upp er staðið hafi ýmsir verið fúlir þegar heim var haldið og þeir höfðu misst af fjörinu. En ég er nokkuð sátt því að ég hafði allavega minn daglega göngutúr upp úr krafsinu.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar