Borgarráð og trúin Tryggvi Hrólfsson skrifar 23. júní 2011 06:00 Í aðsendri grein þann 21. júní síðastliðinn skrifar Dögg Harðardóttir athyglisverða grein um margumtalaðar tillögur mannréttindaráðs um samstarf skóla og trúar/lífsskoðunarfélaga. Meginatriði greinarinnar er að það sé mikilvægt fyrir borgarráð að styðjast við vísindalegar rannsóknir þegar tekin er ákvörðun í málinu þannig að það megi rökstyðja hana með faglegum hætti. Enn fremur heldur Dögg því fram að auðvelt sé að nálgast slíkar rannsóknir með leitarvélum, sem sagt rannsóknir á tengslum trúar við breytur eins og hamingju, heilsufar, tilgang í lífinu og sjálfsvíg svo einhver dæmi séu tekin, og að niðurstöður þeirra í heildina bendi til þess að þeim sem telja sig trúaða vegni almennt betur en hinum. Vegna þessa og vegna þess að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna segir að það sem barni sé fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar stjórnvöld gera ráðstafanir sem varða börn, sé borgarráði ekki stætt á að fara gegn vísindalegum rannsóknum og samþykkja reglur mannréttindaráðs. Það eru ýmsar leiðir fyrir mig að svara þessum rökum Daggar. Ég get til dæmis farið að ráði hennar og leitað eftir frekari upplýsingum um þessar vísindalegu rannsóknir. Það tók mig innan við fimm mínútur að komast að því að málið er hvergi nærri eins einfalt og Dögg heldur fram, og að flest bendi til þess að það sé ekki trúin sem auki lífshamingju fólks heldur þau félagstengsl og samsemd sem trúað fólk myndar gjarnan með sér í kringum félagsstarfsemi tengdri trú sinni. Félagsstarfsemi og samsemd skipta vissulega miklu máli í skólastarfinu, en því miður kemur þetta lítið við málefninu sem Dögg lagði upp með og auk þess enginn ágreiningur um að því er ég veit til. Sjálfsagt er að skólinn leggi ríka áherslu á félagsstarf og samsemd nemenda sinna og hann getur gert það án þess að mögulega brjóta á mannréttindum nokkurs manns. Dögg er því einfaldlega sjálfri ekki stætt á að handvelja vísindalegar rannsóknir eftir því hvað hentar og alhæfa út frá þeim eftir eigin hentugleik. Þessi umræða er orðin afar þreytt. Fyrst og fremst vegna þess að langmestur meirihluti hennar, þar á meðal grein Daggar og svar mitt að ofan við henni, kemur málinu einfaldlega ekkert við. Tillögur mannréttindaráðs snúast til dæmis ekkert um að leggja niður kristilegan menningararf þjóðarinnar, enda skipar hann áfram mikilvægan sess í skólastarfi þó áherslan sé á fræðslu en ekki iðkun, heldur snúast þær um það hvort skólinn sem stofnun á vegum borgaryfirvalda í ríki sem að nafninu til að minnsta kosti kennir sig við trúfrelsi ætti að taka þátt í trúboði. Dramatískar upphrópanir og hálfsoðnar tilvísanir í vísindalegar rannsóknir koma því málinu sjaldnast við og þar sem mannréttindi og velferð barna okkar eru gríðarlega mikilvæg málefni hvet ég alla sem vilja koma að máli til þess að halda sig við efnið. Þeir sem hafa áhuga á því að að rýna í grein sem ég fann varðandi tengsl lífshamingju, trúar og félagstengla geta fundið hana hér: http://www.asanet.org/images/journals/docs/pdf/asr/Dec10ASRFeature.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Í aðsendri grein þann 21. júní síðastliðinn skrifar Dögg Harðardóttir athyglisverða grein um margumtalaðar tillögur mannréttindaráðs um samstarf skóla og trúar/lífsskoðunarfélaga. Meginatriði greinarinnar er að það sé mikilvægt fyrir borgarráð að styðjast við vísindalegar rannsóknir þegar tekin er ákvörðun í málinu þannig að það megi rökstyðja hana með faglegum hætti. Enn fremur heldur Dögg því fram að auðvelt sé að nálgast slíkar rannsóknir með leitarvélum, sem sagt rannsóknir á tengslum trúar við breytur eins og hamingju, heilsufar, tilgang í lífinu og sjálfsvíg svo einhver dæmi séu tekin, og að niðurstöður þeirra í heildina bendi til þess að þeim sem telja sig trúaða vegni almennt betur en hinum. Vegna þessa og vegna þess að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna segir að það sem barni sé fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar stjórnvöld gera ráðstafanir sem varða börn, sé borgarráði ekki stætt á að fara gegn vísindalegum rannsóknum og samþykkja reglur mannréttindaráðs. Það eru ýmsar leiðir fyrir mig að svara þessum rökum Daggar. Ég get til dæmis farið að ráði hennar og leitað eftir frekari upplýsingum um þessar vísindalegu rannsóknir. Það tók mig innan við fimm mínútur að komast að því að málið er hvergi nærri eins einfalt og Dögg heldur fram, og að flest bendi til þess að það sé ekki trúin sem auki lífshamingju fólks heldur þau félagstengsl og samsemd sem trúað fólk myndar gjarnan með sér í kringum félagsstarfsemi tengdri trú sinni. Félagsstarfsemi og samsemd skipta vissulega miklu máli í skólastarfinu, en því miður kemur þetta lítið við málefninu sem Dögg lagði upp með og auk þess enginn ágreiningur um að því er ég veit til. Sjálfsagt er að skólinn leggi ríka áherslu á félagsstarf og samsemd nemenda sinna og hann getur gert það án þess að mögulega brjóta á mannréttindum nokkurs manns. Dögg er því einfaldlega sjálfri ekki stætt á að handvelja vísindalegar rannsóknir eftir því hvað hentar og alhæfa út frá þeim eftir eigin hentugleik. Þessi umræða er orðin afar þreytt. Fyrst og fremst vegna þess að langmestur meirihluti hennar, þar á meðal grein Daggar og svar mitt að ofan við henni, kemur málinu einfaldlega ekkert við. Tillögur mannréttindaráðs snúast til dæmis ekkert um að leggja niður kristilegan menningararf þjóðarinnar, enda skipar hann áfram mikilvægan sess í skólastarfi þó áherslan sé á fræðslu en ekki iðkun, heldur snúast þær um það hvort skólinn sem stofnun á vegum borgaryfirvalda í ríki sem að nafninu til að minnsta kosti kennir sig við trúfrelsi ætti að taka þátt í trúboði. Dramatískar upphrópanir og hálfsoðnar tilvísanir í vísindalegar rannsóknir koma því málinu sjaldnast við og þar sem mannréttindi og velferð barna okkar eru gríðarlega mikilvæg málefni hvet ég alla sem vilja koma að máli til þess að halda sig við efnið. Þeir sem hafa áhuga á því að að rýna í grein sem ég fann varðandi tengsl lífshamingju, trúar og félagstengla geta fundið hana hér: http://www.asanet.org/images/journals/docs/pdf/asr/Dec10ASRFeature.pdf
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar