Borgarráð og trúin Tryggvi Hrólfsson skrifar 23. júní 2011 06:00 Í aðsendri grein þann 21. júní síðastliðinn skrifar Dögg Harðardóttir athyglisverða grein um margumtalaðar tillögur mannréttindaráðs um samstarf skóla og trúar/lífsskoðunarfélaga. Meginatriði greinarinnar er að það sé mikilvægt fyrir borgarráð að styðjast við vísindalegar rannsóknir þegar tekin er ákvörðun í málinu þannig að það megi rökstyðja hana með faglegum hætti. Enn fremur heldur Dögg því fram að auðvelt sé að nálgast slíkar rannsóknir með leitarvélum, sem sagt rannsóknir á tengslum trúar við breytur eins og hamingju, heilsufar, tilgang í lífinu og sjálfsvíg svo einhver dæmi séu tekin, og að niðurstöður þeirra í heildina bendi til þess að þeim sem telja sig trúaða vegni almennt betur en hinum. Vegna þessa og vegna þess að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna segir að það sem barni sé fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar stjórnvöld gera ráðstafanir sem varða börn, sé borgarráði ekki stætt á að fara gegn vísindalegum rannsóknum og samþykkja reglur mannréttindaráðs. Það eru ýmsar leiðir fyrir mig að svara þessum rökum Daggar. Ég get til dæmis farið að ráði hennar og leitað eftir frekari upplýsingum um þessar vísindalegu rannsóknir. Það tók mig innan við fimm mínútur að komast að því að málið er hvergi nærri eins einfalt og Dögg heldur fram, og að flest bendi til þess að það sé ekki trúin sem auki lífshamingju fólks heldur þau félagstengsl og samsemd sem trúað fólk myndar gjarnan með sér í kringum félagsstarfsemi tengdri trú sinni. Félagsstarfsemi og samsemd skipta vissulega miklu máli í skólastarfinu, en því miður kemur þetta lítið við málefninu sem Dögg lagði upp með og auk þess enginn ágreiningur um að því er ég veit til. Sjálfsagt er að skólinn leggi ríka áherslu á félagsstarf og samsemd nemenda sinna og hann getur gert það án þess að mögulega brjóta á mannréttindum nokkurs manns. Dögg er því einfaldlega sjálfri ekki stætt á að handvelja vísindalegar rannsóknir eftir því hvað hentar og alhæfa út frá þeim eftir eigin hentugleik. Þessi umræða er orðin afar þreytt. Fyrst og fremst vegna þess að langmestur meirihluti hennar, þar á meðal grein Daggar og svar mitt að ofan við henni, kemur málinu einfaldlega ekkert við. Tillögur mannréttindaráðs snúast til dæmis ekkert um að leggja niður kristilegan menningararf þjóðarinnar, enda skipar hann áfram mikilvægan sess í skólastarfi þó áherslan sé á fræðslu en ekki iðkun, heldur snúast þær um það hvort skólinn sem stofnun á vegum borgaryfirvalda í ríki sem að nafninu til að minnsta kosti kennir sig við trúfrelsi ætti að taka þátt í trúboði. Dramatískar upphrópanir og hálfsoðnar tilvísanir í vísindalegar rannsóknir koma því málinu sjaldnast við og þar sem mannréttindi og velferð barna okkar eru gríðarlega mikilvæg málefni hvet ég alla sem vilja koma að máli til þess að halda sig við efnið. Þeir sem hafa áhuga á því að að rýna í grein sem ég fann varðandi tengsl lífshamingju, trúar og félagstengla geta fundið hana hér: http://www.asanet.org/images/journals/docs/pdf/asr/Dec10ASRFeature.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í aðsendri grein þann 21. júní síðastliðinn skrifar Dögg Harðardóttir athyglisverða grein um margumtalaðar tillögur mannréttindaráðs um samstarf skóla og trúar/lífsskoðunarfélaga. Meginatriði greinarinnar er að það sé mikilvægt fyrir borgarráð að styðjast við vísindalegar rannsóknir þegar tekin er ákvörðun í málinu þannig að það megi rökstyðja hana með faglegum hætti. Enn fremur heldur Dögg því fram að auðvelt sé að nálgast slíkar rannsóknir með leitarvélum, sem sagt rannsóknir á tengslum trúar við breytur eins og hamingju, heilsufar, tilgang í lífinu og sjálfsvíg svo einhver dæmi séu tekin, og að niðurstöður þeirra í heildina bendi til þess að þeim sem telja sig trúaða vegni almennt betur en hinum. Vegna þessa og vegna þess að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna segir að það sem barni sé fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar stjórnvöld gera ráðstafanir sem varða börn, sé borgarráði ekki stætt á að fara gegn vísindalegum rannsóknum og samþykkja reglur mannréttindaráðs. Það eru ýmsar leiðir fyrir mig að svara þessum rökum Daggar. Ég get til dæmis farið að ráði hennar og leitað eftir frekari upplýsingum um þessar vísindalegu rannsóknir. Það tók mig innan við fimm mínútur að komast að því að málið er hvergi nærri eins einfalt og Dögg heldur fram, og að flest bendi til þess að það sé ekki trúin sem auki lífshamingju fólks heldur þau félagstengsl og samsemd sem trúað fólk myndar gjarnan með sér í kringum félagsstarfsemi tengdri trú sinni. Félagsstarfsemi og samsemd skipta vissulega miklu máli í skólastarfinu, en því miður kemur þetta lítið við málefninu sem Dögg lagði upp með og auk þess enginn ágreiningur um að því er ég veit til. Sjálfsagt er að skólinn leggi ríka áherslu á félagsstarf og samsemd nemenda sinna og hann getur gert það án þess að mögulega brjóta á mannréttindum nokkurs manns. Dögg er því einfaldlega sjálfri ekki stætt á að handvelja vísindalegar rannsóknir eftir því hvað hentar og alhæfa út frá þeim eftir eigin hentugleik. Þessi umræða er orðin afar þreytt. Fyrst og fremst vegna þess að langmestur meirihluti hennar, þar á meðal grein Daggar og svar mitt að ofan við henni, kemur málinu einfaldlega ekkert við. Tillögur mannréttindaráðs snúast til dæmis ekkert um að leggja niður kristilegan menningararf þjóðarinnar, enda skipar hann áfram mikilvægan sess í skólastarfi þó áherslan sé á fræðslu en ekki iðkun, heldur snúast þær um það hvort skólinn sem stofnun á vegum borgaryfirvalda í ríki sem að nafninu til að minnsta kosti kennir sig við trúfrelsi ætti að taka þátt í trúboði. Dramatískar upphrópanir og hálfsoðnar tilvísanir í vísindalegar rannsóknir koma því málinu sjaldnast við og þar sem mannréttindi og velferð barna okkar eru gríðarlega mikilvæg málefni hvet ég alla sem vilja koma að máli til þess að halda sig við efnið. Þeir sem hafa áhuga á því að að rýna í grein sem ég fann varðandi tengsl lífshamingju, trúar og félagstengla geta fundið hana hér: http://www.asanet.org/images/journals/docs/pdf/asr/Dec10ASRFeature.pdf
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar