Jóhanna og traustið Helgi Magnússon skrifar 23. júní 2011 06:00 Á þjóðhátíðardögum eiga ýmsir ræðumenn það til að verða yfirmáta jákvæðir í garð meðborgaranna og væmnir í meira lagi. Að þessu sinni kvað mjög rammt að þessu á Íslandi vegna 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra las ræðu á Austurvelli að morgni 17. júní og sagði þar m.a.: „Lykillinn að betri tíð er samstaða þjóðarinnar og traust manna í millum.“ Nú ætti það að vera fullkomlega eðlilegt að forsætisráðherra leggði sig fram um að auka traust milli manna í þjóðfélaginu. Auka traust milli hópa, landshluta, hagsmunaaðila og stjórnmálaflokka. En hefur ráðherrann lagt sig fram um það? Þann 29. maí, fyrir tæpum þremur vikum, réðist hún gegn stórum hópi landsmanna með fáheyrðum svívirðingum á flokksstjórnarfundi Samfylkingar. Jóhanna Sigurðardóttir sagði þá m.a.: „Ofurlaunaliðið, fjárglæframennirnir og stóreignaelítan fá ekki að soga til sín hagvöxtinn sem fram undan er…nóg að þjóðin hafi þurft að greiða fyrir síðasta gleðskap þessa fólks. Sú svallveisla var haldin undir lúðrablæstri frjálshyggjutrúboðs Sjálfstæðisflokksins.“ Þriðjungur þjóðarinnar fjárglæframenn?Hér talar forsætisráðherra lýðræðisþjóðar! Sá ráðherra á að vera fremstur meðal jafningja og veita leiðsögn og forystu. Þegar forsætisráðherra kemur fram með slíkri heift og hatri í garð þriðjungs þjóðarinnar, þá verður erfitt að gera kröfur um málefnalega umræðu meðal landsmanna. Ætli ráðherrann hafi nokkuð verið með þennan þriggja vikna skæting í huga þegar hann las orðin „traust manna í millum“ á Austurvelli þann 17. júní? Þau orð eru lítils virði í ljósi þess sem sagt var þann 29. maí. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á síðari áratugum yfirleitt notið kjörfylgis á bilinu 33% til 38% kjósenda í alþingiskosningum. Hann mælist með slíkt fylgi í skoðanakönnunum um þessar mundir. Ætli fylgjendur þessa flokks, rúmur þriðjungur þjóðarinnar, sé sáttur við að forsætisráðherra leyfi sér að kalla hann „fjárglæframenn“? Er það með framkomu af þessu tagi sem forsætisráðherra ætlar að auka samstöðu og traust manna í millum? KommúnistaávarpiðKolbrún Bergþórsdóttir lýsti athyglisverðri sýn á flokksþingsræðu forsætisráðherra í pistli þann 2. júní sl. Kolbrún er að mínu mati skemmtilegasti, beitt-asti og athyglisverðasti greinarhöfundurinn sem skrifar reglubundið í Morgunblaðið undir nafni um þessar mundir. Hún sagði þá m.a.: „Eftir nýlegan flokksstjórnarfund Samfylkingarinnar er ljóst að báðir ríkisstjórnarflokkarnir fyrirlíta fjármagn, hafa takmarkaðan áhuga á atvinnuuppbyggingu og berjast fyrir því að koma á láglaunastefnu, svo að þegnarnir hafi það nú örugglega flestir jafnskítt.“ Þá sagði hún að ræða Jóhönnu væri sennilega sú furðulegasta sem hún hafi haldið á ferlinum en þar taldi hún upp þá hópa sem ríkisstjórnin hygðist beita sér sérstaklega gegn, en þeirra var getið hér að framan. Þá sagði Kolbrún: „Þetta kommúnistaávarp forsætisráðherra var þvílíkur samsetningur að manni fallast hendur. Áleitnasta hugsun manns er: Getur enginn losað þjóðina við þessa skelfilegu ríkisstjórn?“ Samstaða þjóðarinnar og traust manna í millum næst einungis ef leiðsögninni verður lyft á hærra plan en nú er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Á þjóðhátíðardögum eiga ýmsir ræðumenn það til að verða yfirmáta jákvæðir í garð meðborgaranna og væmnir í meira lagi. Að þessu sinni kvað mjög rammt að þessu á Íslandi vegna 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra las ræðu á Austurvelli að morgni 17. júní og sagði þar m.a.: „Lykillinn að betri tíð er samstaða þjóðarinnar og traust manna í millum.“ Nú ætti það að vera fullkomlega eðlilegt að forsætisráðherra leggði sig fram um að auka traust milli manna í þjóðfélaginu. Auka traust milli hópa, landshluta, hagsmunaaðila og stjórnmálaflokka. En hefur ráðherrann lagt sig fram um það? Þann 29. maí, fyrir tæpum þremur vikum, réðist hún gegn stórum hópi landsmanna með fáheyrðum svívirðingum á flokksstjórnarfundi Samfylkingar. Jóhanna Sigurðardóttir sagði þá m.a.: „Ofurlaunaliðið, fjárglæframennirnir og stóreignaelítan fá ekki að soga til sín hagvöxtinn sem fram undan er…nóg að þjóðin hafi þurft að greiða fyrir síðasta gleðskap þessa fólks. Sú svallveisla var haldin undir lúðrablæstri frjálshyggjutrúboðs Sjálfstæðisflokksins.“ Þriðjungur þjóðarinnar fjárglæframenn?Hér talar forsætisráðherra lýðræðisþjóðar! Sá ráðherra á að vera fremstur meðal jafningja og veita leiðsögn og forystu. Þegar forsætisráðherra kemur fram með slíkri heift og hatri í garð þriðjungs þjóðarinnar, þá verður erfitt að gera kröfur um málefnalega umræðu meðal landsmanna. Ætli ráðherrann hafi nokkuð verið með þennan þriggja vikna skæting í huga þegar hann las orðin „traust manna í millum“ á Austurvelli þann 17. júní? Þau orð eru lítils virði í ljósi þess sem sagt var þann 29. maí. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á síðari áratugum yfirleitt notið kjörfylgis á bilinu 33% til 38% kjósenda í alþingiskosningum. Hann mælist með slíkt fylgi í skoðanakönnunum um þessar mundir. Ætli fylgjendur þessa flokks, rúmur þriðjungur þjóðarinnar, sé sáttur við að forsætisráðherra leyfi sér að kalla hann „fjárglæframenn“? Er það með framkomu af þessu tagi sem forsætisráðherra ætlar að auka samstöðu og traust manna í millum? KommúnistaávarpiðKolbrún Bergþórsdóttir lýsti athyglisverðri sýn á flokksþingsræðu forsætisráðherra í pistli þann 2. júní sl. Kolbrún er að mínu mati skemmtilegasti, beitt-asti og athyglisverðasti greinarhöfundurinn sem skrifar reglubundið í Morgunblaðið undir nafni um þessar mundir. Hún sagði þá m.a.: „Eftir nýlegan flokksstjórnarfund Samfylkingarinnar er ljóst að báðir ríkisstjórnarflokkarnir fyrirlíta fjármagn, hafa takmarkaðan áhuga á atvinnuuppbyggingu og berjast fyrir því að koma á láglaunastefnu, svo að þegnarnir hafi það nú örugglega flestir jafnskítt.“ Þá sagði hún að ræða Jóhönnu væri sennilega sú furðulegasta sem hún hafi haldið á ferlinum en þar taldi hún upp þá hópa sem ríkisstjórnin hygðist beita sér sérstaklega gegn, en þeirra var getið hér að framan. Þá sagði Kolbrún: „Þetta kommúnistaávarp forsætisráðherra var þvílíkur samsetningur að manni fallast hendur. Áleitnasta hugsun manns er: Getur enginn losað þjóðina við þessa skelfilegu ríkisstjórn?“ Samstaða þjóðarinnar og traust manna í millum næst einungis ef leiðsögninni verður lyft á hærra plan en nú er.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar