Fleiri fréttir

Menntun

Skúli Steinar Pétursson skrifar

Ég var í rauninni ekki velkominn í háskólanám. Það var ekki gert ráð fyrir mér af því að ég er með fötlun.

Landbúnaðarstefna Evrópusambandsins. Hugsum málið aftur

Björn Sigurbjörnsson skrifar

Töluvert hefur verið birt í blöðunum að undanförnu af gagnlegum upplýsingum um landbúnaðarstefnu ESB. Umfjöllun um hana hefur verið af ýmsu tagi og sýnist sitt hverjum sem algengt er um flókin og afdrifarík málefni.

Uppgjör við hrunið snýst um sannleikann

Ragnar Halldórsson skrifar

Formaður hinna svokölluðu Vinstri grænna, Steingrímur J. Sigfússon, segir í viðtali við Fréttablaðið 11. júní að þingmenn flokksins hafi verið samkvæmir sjálfum sér í gegnum alla atkvæðagreiðsluna sem sendi fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins einan í svokallaðan landsdóm, án ákæru eða undangenginnar rannsóknar.

Sátt um Rammaáætlun

Katrín Júlíusdóttir skrifar

Eitt af stóru verkefnunum í orkumálum Íslands er að ná sátt og samstöðu meðal þjóðarinnar um hvar skuli virkja og hvar skuli vernda. Frá árinu 2007 hefur verið starfandi verkefnisstjórn um gerð Rammaáætlunar um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma.

Árangur í baráttunni gegn utanvegaakstri

Svandís Svavarsdóttir skrifar

Nú er hafið mesta ferðamannasumar Íslandssögunnar, ef marka má spár og þá þróun sem verið hefur það sem af er árinu. Tugþúsundum fleiri útlendingar munu sækja landið heim en á síðasta ári og Íslendingar hafa sjaldan eða aldrei verið duglegri að ferðast um landið sitt.

Löggulíf - extended version

Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar

Í sumar eigum við eftir að heyra í fréttum af heysprettu víða um land, fjölmennum fótboltamótum,

Ómakleg Orrahríð

Kristinn H. Gunnarsson skrifar

Í aðsendri grein vegur Magnús Orri Schram ómaklega að Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra.

Ekki frestun greiðslna nýrra umsókna

Ásta S. Helgadóttir skrifar

Tímabundið ákvæði í lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga, þess efnis að frestun greiðslna hefjist við móttöku umsóknar fellur niður þann 1. júlí næstkomandi. Ljóst er að Alþingi mun ekki framlengja gildistíma þessa ákvæðis og mun það því skipta töluverðu máli fyrir skuldara hvort þeir sækja um greiðsluaðlögun fyrir eða eftir næstu mánaðamót. Breyting þessi hefur engin áhrif á þær umsóknir um greiðsluaðlögun sem berast fyrir 1. júlí.

Góðar fréttir af unglingunum

Ólafur Stephensen skrifar

Áhyggjur af því að siðgæði næstu kynslóðar fari hrakandi eru líklega jafngamlar siðmenningunni. Þeim eldri finnst oft innprentun góðra siða, gilda og aga hafa tekizt illa hjá þeim yngri. Samt skrimtir mannkynið og má jafnvel halda því fram að margt hafi skánað í aldanna rás.

Að skipta atkvæði

Haukur Arnþórsson skrifar

Stjórnlagaráð birti á vef sínum þann 9. júní 2011 tillögur um ákvæði í stjórnarskrá um kosningar. Þeim er ætlað að vera leiðbeinandi fyrir löggjafann við setningu nýrrar almennrar kosningalöggjafar og vera rammi fyrir breytingar á henni.

Umhugsunarefni

Ögmundur Jónasson skrifar

Síðastliðið haust komu til umræðu, og síðar atkvæðagreiðslu, á Alþingi niðurstöður og tillögur rannsóknarnefndar Alþingis sem starfað hafði fyrri hluta ársins samkvæmt einróma samþykkt Alþingis frá 12. desember 2008.

Bylting endar í grískum blús

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Lífið er viðbjóðslegur vindlingur en ég reyki hann samt.“ Þannig hljómar lína úr eldgömlum rebetika-söng. Sú tónlist er stundum nefnd gríski blúsinn en ekki veitir af blús þar við Eyjahafið um þessar mundir.

Á að slíta friðinn um Rammaáætlun?

Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar

Það er alvarlegt þegar opinber stofnun afvegaleiðir umræðuna í samfélaginu til að víkja sér undan ábyrgð á eigin verkum. Orkustofnun birti nýverið tilkynningu þar sem segir að Landvernd rangtúlki leyfi sem Orkustofnun veitti til rannsókna við Grændal. Orkumálastjóri bætti um betur í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins og fullyrti að margir í þjóðfélaginu misskildu inntak rannsóknarleyfis: "Þetta er í raun ekki leyfi til framkvæmda heldur einkaleyfi til rannsókna og til að afla gagna um ákveðið svæði.“ Síðan er haft eftir orkumálastjóra að leyfi til rannsókna í Grændal nái hvorki til framkvæmda né jarðrasks.

Guðinn sem brást

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Við veltum því stundum fyrir okkur hvaðan þeir komu útrásarvíkingarnir, hvernig þeir urðu svona miklir asnar. Hvaðan komu þeir? Því er jafn fljótsvarað og það er erfitt að horfast í augu við það: Útrásarvíkingarnir komu úr íslenska þjóðardjúpinu en ekki frá tunglinu. Þetta voru krakkar aldir upp í Vesturbænum og Breiðholtinu, frá Stykkishólmi, Ísafirði, Garðabæ. Úr íslenska skólakerfinu. Þeir koma úr alls konar fjölskyldum og upp til hópa voru þetta vel menntaðir, vel gefnir krakkar.

Landsdómur

Magnús Orri Schram skrifar

Hafinn er málflutningur í máli fyrrverandi forsætisráðherra fyrir landsdómi. Forsaga þessa máls nær aftur til haustsins 2008 er Geir H. Haarde og aðrir fulltrúar þingflokka á Alþingi ákváðu að skipa rannsóknarnefnd Alþingis en skýrslu hennar var ætlað að liggja til grundvallar ályktun þingsins um hvort ráðherrar hefðu brotið lög um ráðherraábyrgð í aðdraganda hrunsins.

Auðmýkt er eina leiðin

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Skýrsla rannsóknarnefndar kirkjuþings er vandað plagg. Hún staðfestir það sem margir töldu í raun liggja fyrir; að ýmsir starfsmenn og stofnanir kirkjunnar gerðu mistök þegar ásakanir komu fram um kynferðisbrot á hendur Ólafi Skúlasyni, þáverandi biskupi Íslands, árið 1996. Alls eru tilgreindir í skýrslunni 23 núlifandi einstaklingar, sem taldir eru hafa gert mistök í málinu. Þeirra á meðal eru ýmsir sem enn starfa á vettvangi kirkjunnar, þar með talinn biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson.

Fyrirgefðu

Það er nógu þungbært að gera mistök en herfilegt að þurfa líka að biðjast fyrirgefningar. Ég átti mömmu, sem gaf engan afslátt á beiðni um fyrirgefningu. Mér varð eitt sinn á að henda snjóbolta í höfuð á stelpu úr húsinu hinum megin götunnar. Hún veinaði og beygði af og rauk inn. Mamma tók á móti mér þegar ég kom heim. Hún var alvarleg í bragði og sagði: "Sestu niður, vinur.“ Ég setti mig í stellingar og bjóst við hinu versta. "Konan á miðhæðinni á nítján hringdi. Hún sagði að þú hefðir kastað bolta í höfuð dóttur hennar. Stúlkan er í rúminu.“

Ekki fleiri verkföll í sumar, takk

Þórir Garðarsson skrifar

Ég hef áður stungið niður penna af þessu tilefni og finn mig enn á ný knúinn til þess að benda á hversu fráleitt það er fyrir okkur sem erum að reyna að byggja upp ferðaþjónustuna á Íslandi að leggja framtíð hennar aftur og aftur að veði með vinnudeilum eða verkföllum á viðkvæmasta tíma.

Útskriftargrein myndlistarnema

Dúx í myndlist. Dúx er afstætt í myndlistarnámi þar sem um er að ræða sjálfstætt nám, þar sem nemendur hlaupa um líkt og hauslausir kjúklingar þreifandi fyrir hverju korni með táberginu á klónni sem var við það að detta af í gær en virðist vera að gróa með ígerð í dag. „Dúx“ myndlistar hefur því í raun ekki hinn hefðbundna vettvang til þess að tjá sig um námið og skólann og hvernig nemandinn kemur út eftir útspýtingu. Í listaháskóla fer fram annarskonar nám, sem er ekki ýkja áþreifanlegt á ýmsum sviðum og einkunnir þykja afstæðar. Hver og einn gerir námið að sínu, útskrifast með þá reynslu sem hann sjálfur vill öðlast. Nemendur taka afstöðu á ómeðvitaðan eða meðvitaðan hátt hvernig þeir koma að skólanum og hvernig skólinn kemur að þeim.

Óásættanleg sóun

Arinbjörn Sigurgeirsson skrifar

TugÞúsundir landsmanna eru nú án atvinnu og í streði við banka og fjármálafyrirtæki vegna lánamála sinna. Lausnir ríkisstjórnar, Alþingis og fjármálafyrirtækja koma í sundurslitnum bútum, mjöööög hææægt. Allt er þungt í vöfum, allt tekur tíma, mest sértækar lausnir og dómsmál, endalaus bið.

Gott eða slæmt?

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Ferðahelgin mikla, hvítasunnuhelgin, er gengin í garð með tilheyrandi ferðalögum landsmanna. Umferð um þjóðvegi landsins verður þó ef að líkum lætur ekki eins mikil og í fyrra, að minnsta kosti ekki ef hún verður í takti við þá þróun sem verið hefur það sem af er árinu.

Gleðisvik

Þorsteinn Pálsson skrifar

Stundum snúast vopnin í höndum þeirra sem beita þeim. Birtingarmynd tveggja slíkra atburða kom fram í vikunni sem er að líða. Þannig falla pólitísku málaferlin gegn Geir Haarde í grýttan jarðveg og forsætisráðherra hefur verið svikinn um gleðina yfir því að kollvarpa stjórnkerfi fiskveiða.

Tíunda deild

Davíð Þór Jónsson skrifar

Nýlega léku Íslendingar landsleik við Dani í fótbolta. Fyrir leikinn var talað um það í fjölmiðlum að nú væri tími til kominn að vinna Danina, það hefði enn ekki tekist. Svo fór að Danir unnu 2:0. Í kjölfarið spratt upp gagnrýnin umræða um gengi íslenska landsliðsins í undankeppninni sem nú fer fram, en liðið er aðeins með eitt stig eftir að hafa leikið við Portúgala, Norðmenn, Dani og Kýpurbúa. Jafnvel var rætt um það hvort þessi ósigur væri ekki kornið sem fyllti mælinn og nú væri ekki seinna vænna að láta þjálfarann fjúka.

Átta milljarðar til hækkunar lífeyris og bóta í velferðarkerfinu

Stjórnvöld hafa ákveðið að verja rúmum átta milljörðum króna á þessu ári til að hækka bætur almannatrygginga og atvinnuleysisbætur. Þetta er í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að lífeyrisþegar og atvinnuleitendur skuli njóta hliðstæðra kjarabóta og samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði. Fyrir átta milljarða króna er unnt að bæta umtalsvert kjör þeirra sem minnst hafa og draga úr fátækt. Það er markmiðið með þessum aðgerðum stjórnvalda þar sem hækkanir verða mestar hjá þeim tekjulægstu í hópi lífeyris- og bótaþega.

Einstakt tækifæri Bændasamtakanna

Jón Sigurðsson skrifar

Bændasamtökin og landbúnaðarráðherra vilja stöðva viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þess vegna krefjast þau þess að tollar verði áfram lagðir á evrópskar landbúnaðarvörur eða innflutningur bannaður – þvert gegn samþykkt Alþingis um aðildarumsóknina og einnig þvert gegn meginreglum ESB.

Um bönn og bannfæringu

Ögmundur Jónasson skrifar

Ég legg alltaf við hlustir þegar varað er við bannáráttunni, enda tel ég að helst allt sem ekki skaðar aðra eigi að vera leyfilegt.

Er ávinningur endurútreiknings í reynd kominn fram?

Gunnlaugur Kristinsson skrifar

Raunvísindastofnun Háskólans hefur að beiðni Umboðsmanns skuldara lagt fram greinargerð um endurútreikning gengistryggðra lána. Um skýrsluna er fátt annað hægt að segja en að varast ber um of að draga af henni ályktanir aðra en þá að bílalánafyrirtækin beita mismunandi aðferðum við endurútreikninga sína og að allir bankarnir beita sömu aðferðarfræði við endurútreikning íbúðarlána.

Tiltrú á krónuna: Sönnunargagn A

Hafsteinn Hauksson skrifar

Um 465 milljarðar króna eru í höndunum á fólki sem enginn þekkir. Þessi skuggahópur hefur gengið undir ýmsum nöfnum frá hruni; jöklabréfaeigendur, óþolinmóða fjármagnið og aflandskrónueigendur.

Ruslaborgin Reykjavík?

Marta María Friðriksdóttir skrifar

Ruslið mitt var stimplað. Einn af þessum hráslagalegu morgnum í vikunni tók ég í fyrsta sinn eftir stórum bláum einn og fimm, fimmtán, framan á ruslatunnunni minni. Aðlögunartíminn sem veittur var í maí er liðinn og sorphirða hefur breyst; fimmtán metra reglan gildir. Þegar ég settist inn í bílinn eftir að hafa losað mig við ruslapokann var mér orðið svo kalt á „sumar“morgni í Reykjavík að ég hálfvorkenndi vesalings sorphirðumönnunum sem þurfa að ganga þessa plús fimmtán metra á tíu daga fresti til að sækja ruslatunnuna mína. Ég er viss um að hver einasti sentimetri eftir fimmtán metrana hafi stuðlað að því að mér varð svona kalt. Fram að fimmtán metra mörkunum var sumar og sól.

Hvern dæmir sagan?

Ólafur Stephensen skrifar

Málareksturinn gegn Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra fyrir landsdómi ber mörg einkenni pólitískra réttarhalda.

Sumarbústaðagettó

Pawel Bartozsek skrifar

Það ríkir einstök og merkileg aðskilnaðarstefna í ferðamálum á Íslandi. Innfæddir keyra allt sjálfir, tjalda og gista í bústöðum. Útlendingarnir eru keyrðir og látnir gista á hótelum. Það þykir sérstakt markmið að bjóða hinum erlendu gestum sem dýrasta gistingu en hinum innlendu sem ódýrastan valkost við hana.

Svar til Sigurðar Arnar Hektorssonar

Gunnar Smári Egilsson skrifar

Ástæða þess að ég benti á í grein á vef SÁÁ, saa.is, að greining á ADHD í fullorðnum og rítalínmeðferð byggð á henni væri umdeild meðal lækna var fyrst og fremst málflutningur nokkurra geðlækna – og reyndar landlæknis einnig – um að ekki mætti raska þessari meðferð með því að horfa til þess skaða sem óhófleg ávísun á rítalín hefði á vímuefnasjúklinga. Þessir sjúklingar – það er vímuefnasjúklingarnir – voru kallaðir jaðarhópur. Og mátti skilja að neikvæð áhrif rítalíns á þennan hóp væru jafnvel ásættanlegir annmarkar á vel lukkaðri meðferð annars hóps sjúklinga.

Einn situr Geir

Æ já, alveg rétt hugsaði ég, þegar ég sá fyrir tilviljun sjónvarpsfréttirnar þar sem Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sór af sér sakir. Ég hafði alveg gleymt að fylgjast með landsdómsmálinu og satt best að segja leiði ég hugann alltaf sjaldnar að hruninu mikla.

Hvert örstutt spor, Gunnar Smári, hvert örstutt spor

Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar

Á vef SÁÁ er að finna pistil eftir Gunnar Smára Egilsson frá 3. júní þar sem formaðurinn sýnir af sér fordæmalausan þekkingarskort og fellir sleggjudóma um grafalvarlegt málefni.

Mælir (óafvitandi) með evru

Anthony Coughlan, fyrrum prófessor við Trinity College í Dublin á Írlandi, hélt nýlega fyrirlestur á vegum Háskóla Íslands og Heimssýnar um Írland og evruna og hvort í reynslu þeirra fælist lærdómur fyrir Ísland. Hann benti réttilega á að vegna þeirra erfiðleika sem Írar, Grikkir og fleiri þjóðir gengju nú í gegnum væru úrræði stjórnvalda allsstaðar þau sömu, að

Markvissar vímuefnaforvarnir byggja á samvinnu heilbrigðisstétta

Eyjólfur Guðmundsson skrifar

Vegna fjölmiðlaumræðu í tengslum við „læknadóp“ og stefnu heilbrigðisyfirvalda í forvörnum og meðferðarmálum vímuefnasjúklinga vil ég koma á framfæri viðhorfum mínum, en ég hef starfað í fjölmörg ár sem heimilislæknir í Reykjavík og haft sérstakan áhuga á velferð sjúklinga með vímuefnavandamál.

Ný tækifæri fyrir tæknisinnaða

Hjálmar Árnason skrifar

Varla hefur farið framhjá neinum hróp atvinnulífsins eftir tæknimenntuðu fólki. Það er grafalvarleg staða ef íslensk fyrirtæki geta ekki fengið til sín tæknimenntað fólk. Auglýsingar fyrirtækja að undanförnu sýna þennan vanda í hnotskurn. Í 20/20 markmiðum ríkisstjórnar er þung áhersla lögð á að efla tæknimenntun. Í sama streng taka samtök á vinnumarkaði. Málið er grafalvarlegt því án tæknimenntaðs fólks mun stöðnun ríkja á vinnumarkaði okkar. Úr þessu þarf að bæta.

Sannleiksandinn

Sigfinnur Þorleifsson og Vigfús B. Albertsson skrifar

Í kirkjum landsins hljómar nú víða boðskapurinn um sannleiksandann. Þörfin er brýn fyrir okkur öll sem tilheyrum kirkjunni og viljum stuðla að farsælli samfylgd kirkju og þjóðar að taka þann boðskap til okkar og leitast við að ástunda sannleikann í kærleika eins og postulinn hvetur okkur til. Það merkir m.a. að við þjónar þjóðkirkjunnar séum reiðubúin til að líta í eigin barm, viðurkenna það sem farið hefur úrskeiðis og bæta í brestina því breytinga er þörf. Það eru gömul sannindi að sá eða sú sem ekki lítur í eigin barm og gengst við sjálfum sér endar ein/n. Það er mikil gjöf í lífinu að fá tækifæri til að skoða sjálfan sig í ljósi sögunnar og vita hvert förinni er heitið. Þjóðkirkjan er á slíkum tímamótum, núna og ætíð.

Vitundarvakning um umhverfismál

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Akstur utan vega hefur verið viðvarandi vandamál hér á landi. Því miður hafa allt of margir ökumenn jeppa og annarra vélknúinna ökutækja of mikið og of lengi sýnt viðkvæmu gróðurfari á hálendi Íslands vanvirðingu og yfirgang á ferðum sínum. Víða sjást merki þessa í náttúru Íslands enda getur það tekið náttúruna ár og upp í áratugi að jafna sig þegar djúp hjólför eru komin í viðkvæmt land.

Sjá næstu 50 greinar