Klasamyndun í áliðnaði Þorsteinn Víglundsson skrifar 23. júní 2011 05:30 Í annarri grein minni um vægi áliðnaðar á Íslandi er fjallað um þann fjölda fyrirtækja sem sprottið hefur upp í kringum þessa atvinnugrein hér á landi. Við mat á þjóðhagslegu vægi áliðnaðar hér á landi vill það gjarnan gleymast hversu mikil viðskipti íslensku álverin eiga við hundruð innlendra fyrirtækja á ári hverju. Heildarfjárhæð þessara viðskipta árið 2010 nam 24 milljörðum króna og eru raforkukaup þar ekki meðtalin. Áliðnaður hefur starfað á Íslandi í liðlega 40 ár, eða frá því að álverið í Straumsvík hóf starfsemi sína árið 1969. Framan af var álframleiðsla lítil, innan við 100 þúsund tonn á ári eða sem samsvaraði um 0,5% af heimsframleiðslu. Mikil aukning hefur orðið á liðnum árum og á síðasta ári voru flutt út frá Íslandi 820 þúsund tonn af áli fyrir 222 milljarða króna. Þetta samsvarar 2% af heimsframleiðslu áls, sem er sambærilegt vægi okkar í fiskveiðum í heiminum. Aukið vægi áliðnaðar á liðnum 10 árum hefur ekki aðeins aukið útflutningstekjur þjóðarinnar heldur hefur einnig myndast fjöldi fyrirtækja í kringum iðnaðinn. Þetta er í samræmi við þá þróun sem orðið hefur í áliðnaði í Kanada. Þar í landi sinna liðlega 4 þúsund fyrirtæki þjónustu við áliðnað. Kanadísk fyrirtæki eru í fararbroddi í bæði hönnun, byggingu og þjónustu við álver um allan heim. Þar er virðisaukinn af stoðfyrirtækjum í kringum áliðnað að minnsta kosti jafn mikill og virðisaukinn af álverunum sjálfum. Þessarar þróunar er farið að gæta hér á landi. Fjöldi íslenskra fyrirtækja er, auk þess að sinna þjónustu við íslensk álver, einnig tekinn að flytja út þjónustu sína eða vörur. Veruleg sóknarfæri eru fyrir íslenskt atvinnulíf á þessu sviði á komandi árum. Hér starfa stærstu alþjóðlegu fyrirtækin í áliðnaði. Fyrirtæki sem hefur sýnt og sannað getu sína til að þjónusta álver hér á landi er um leið orðið gjaldgengt í þessum iðnaði um heim allan, enda kröfurnar sem gerðar eru til þjónustuaðila hér síst minni en annars staðar í heiminum. Íslensk fyrirtæki farin að þjóna álverum erlendisDæmi um þessa þróun er Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar sem hefur sérhæft sig í þjónustu við áliðnaðinn. Fyrirtækið sinnir annars vegar ýmiss konar þjónustu við daglegan rekstur álveranna en jafnframt framleiðir það úrval tækjabúnaðar til álframleiðslu undir vörumerkinu Stímir. Þessi búnaður hefur verið seldur til álvera í 19 mismunandi löndum. Annað dæmi er Efla verkfræðistofa, sem hefur um árabil unnið að framkvæmdum við álver og orkufrekan iðnað um allan heim. Fyrirtækið hefur unnið við tugi álvera í löndum eins og Noregi, Svíþjóð, Argentínu, Venesúela, Óman, Barein, Dubai, Katar og Kína svo dæmi séu nefnd. Þetta er svipuð þróun og hófst í sjávarútvegi fyrir um aldarfjórðungi þegar fyrirtæki á borð við Marel fóru að vaxa og dafna í tengslum við sjávarútveginn. Marel byggir afkomu sína núna að óverulegu leyti á íslenskum sjávarútvegi en hefði hins vegar aldrei komist á legg nema fyrir tilstilli hans. Öflugur og kröfuharður heimamarkaður skapaði þar tækifæri sem fyrirtækið nýtti sér síðan til fullnustu. Ekki er ólíklegt að hér geti svipuð þróun orðið í áliðnaði og raunin varð í sjávarútvegi. Í umræðu um áliðnað er gjarnan einblínt á álverin sjálf en oft vill gleymast að sú mikla þekking sem hér hefur byggst upp í kringum iðnaðinn skapar einnig fjölda tækifæra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Í annarri grein minni um vægi áliðnaðar á Íslandi er fjallað um þann fjölda fyrirtækja sem sprottið hefur upp í kringum þessa atvinnugrein hér á landi. Við mat á þjóðhagslegu vægi áliðnaðar hér á landi vill það gjarnan gleymast hversu mikil viðskipti íslensku álverin eiga við hundruð innlendra fyrirtækja á ári hverju. Heildarfjárhæð þessara viðskipta árið 2010 nam 24 milljörðum króna og eru raforkukaup þar ekki meðtalin. Áliðnaður hefur starfað á Íslandi í liðlega 40 ár, eða frá því að álverið í Straumsvík hóf starfsemi sína árið 1969. Framan af var álframleiðsla lítil, innan við 100 þúsund tonn á ári eða sem samsvaraði um 0,5% af heimsframleiðslu. Mikil aukning hefur orðið á liðnum árum og á síðasta ári voru flutt út frá Íslandi 820 þúsund tonn af áli fyrir 222 milljarða króna. Þetta samsvarar 2% af heimsframleiðslu áls, sem er sambærilegt vægi okkar í fiskveiðum í heiminum. Aukið vægi áliðnaðar á liðnum 10 árum hefur ekki aðeins aukið útflutningstekjur þjóðarinnar heldur hefur einnig myndast fjöldi fyrirtækja í kringum iðnaðinn. Þetta er í samræmi við þá þróun sem orðið hefur í áliðnaði í Kanada. Þar í landi sinna liðlega 4 þúsund fyrirtæki þjónustu við áliðnað. Kanadísk fyrirtæki eru í fararbroddi í bæði hönnun, byggingu og þjónustu við álver um allan heim. Þar er virðisaukinn af stoðfyrirtækjum í kringum áliðnað að minnsta kosti jafn mikill og virðisaukinn af álverunum sjálfum. Þessarar þróunar er farið að gæta hér á landi. Fjöldi íslenskra fyrirtækja er, auk þess að sinna þjónustu við íslensk álver, einnig tekinn að flytja út þjónustu sína eða vörur. Veruleg sóknarfæri eru fyrir íslenskt atvinnulíf á þessu sviði á komandi árum. Hér starfa stærstu alþjóðlegu fyrirtækin í áliðnaði. Fyrirtæki sem hefur sýnt og sannað getu sína til að þjónusta álver hér á landi er um leið orðið gjaldgengt í þessum iðnaði um heim allan, enda kröfurnar sem gerðar eru til þjónustuaðila hér síst minni en annars staðar í heiminum. Íslensk fyrirtæki farin að þjóna álverum erlendisDæmi um þessa þróun er Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar sem hefur sérhæft sig í þjónustu við áliðnaðinn. Fyrirtækið sinnir annars vegar ýmiss konar þjónustu við daglegan rekstur álveranna en jafnframt framleiðir það úrval tækjabúnaðar til álframleiðslu undir vörumerkinu Stímir. Þessi búnaður hefur verið seldur til álvera í 19 mismunandi löndum. Annað dæmi er Efla verkfræðistofa, sem hefur um árabil unnið að framkvæmdum við álver og orkufrekan iðnað um allan heim. Fyrirtækið hefur unnið við tugi álvera í löndum eins og Noregi, Svíþjóð, Argentínu, Venesúela, Óman, Barein, Dubai, Katar og Kína svo dæmi séu nefnd. Þetta er svipuð þróun og hófst í sjávarútvegi fyrir um aldarfjórðungi þegar fyrirtæki á borð við Marel fóru að vaxa og dafna í tengslum við sjávarútveginn. Marel byggir afkomu sína núna að óverulegu leyti á íslenskum sjávarútvegi en hefði hins vegar aldrei komist á legg nema fyrir tilstilli hans. Öflugur og kröfuharður heimamarkaður skapaði þar tækifæri sem fyrirtækið nýtti sér síðan til fullnustu. Ekki er ólíklegt að hér geti svipuð þróun orðið í áliðnaði og raunin varð í sjávarútvegi. Í umræðu um áliðnað er gjarnan einblínt á álverin sjálf en oft vill gleymast að sú mikla þekking sem hér hefur byggst upp í kringum iðnaðinn skapar einnig fjölda tækifæra.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar