Dagdeildarmeðferð sem kostur? Páll Eiríksson skrifar 23. júní 2011 06:00 Í tilefni af umræðum í fjölmiðlum undanfarið um erfiðleika í fangelsismálum okkar Íslendinga langar mig til þess að skjóta inn nokkrum orðum um valkosti. Í byrjun sjöunda áratugarins var ég sumarafleysingamaður í lögreglunni í Reykjavík og kynntist „hinni hliðinni“ á lífinu í Reykjavík. Seinna í læknanámi og eftir útskrift kynntist ég við störf á Kleppspítala æ fleirum, sem höfðu komist í kast við lögin og lent í fangelsi. Margir höfðu þeir/þær ungir í ölvímu eða síðari árin í vímu eiturlyfja brotið af sér og orðið „tugthúslimir“ fyrir. Þessir einstaklingar, sem oft komu frá brotnum heimilum eða „sjúkum“ fjölskyldum, með t.d. geðveikri móður og áfengissjúkum föður eru gjarnan viðkvæmar sálir. Sem börn höfðu þau aldrei fengið að finna fyrir þeim varnarmúr (protective shield) frá foreldrum/uppeldisaðilum, sem hverju ungviði er svo mikilvægt til þess að ná að þroskast og vaxa andlega, siðferðilega og félagslega. Frá árinu 1971 hef ég unnið 20 ár á Norðurlöndum á geðdeildum fyrir fullorðna, börn og unglinga og er sama sagan þar og hér. Einstaklingar, sem að mínum dómi vantaði grundvallarstuðning í æsku, lenda í fangelsi í stað þess að fá meðferð og aðstoð til að ná fótfestu í lífinu. Á árunum 1979-1989 veitti ég forstöðu dagdeild geðdeildar Borgarspítalans. Byggðist starfsemi þessarar deildar, sem hafði allt að 24 sjúklinga í meðferð í einu, á hugmyndum frá Norðurlöndum, Hollandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Á þessum árum heimsótti ég hartnær 60 geðdeildir í þessum löndum og þá fyrst og fremst dagdeildir og meðferðarheimili. Á dagdeild Borgarspítalans var megináhersla lögð á hópvinnu, en einstaklings- og fjölskyldumeðferð skipaði og háan sess á deildinni. Með þessu fyrirkomulagi skapaðist víxlverkun milli meðferðar, fjölskyldu og vinnu, sem að mínum dómi er mjög mikilvæg einstaklingum í sálarkreppu. Margir þessara einstaklinga höfðu átt við vímuefnavanda að etja í kjölfar vanrækslu í æsku, ofbeldis, misþyrminga, nauðgunar eða sifjaspella. Ekki var óalgengt að laganna verðir hefðu komið inn í líf þeirra. Föstum reglum var fylgt á deildinni og fólk aðstoðað til þess að skipuleggja líf sitt og líta fram á við. Kallaði ég þessa meðferð „lífsins skóla“ í viðtölum við þá einstaklinga og fjölskyldur, sem meðferð fengu. Eftir u.þ.b. 3 mánaða meðferð fórum við að sjá árangur, en sumir komu á deildina mun lengur, enda er ekki til nein hraðspólun eftir margra ára andlegan sársauka og vanlíðan. Starfsfólkið, sem var frábært, var af ýmsum toga: hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, listþjálfar, sálfræðingar, félagsráðgjafar, aðstoðarlæknar og geðlæknar. Fór mönnun starfsliðsins eftir ýmsu og sama gilti um meðferðarúrræði og fræðslu. Meðferðin beindist bæði að hinu talaða orði og ekki síður tjáningu tilfinninga/hugsana í formi hreyfingar, teikninga, málunar o.s.frv. Á haustin var tekið slátur og kartöflur, sem settar höfðu verið niður um vorið, teknar upp. Áhugi starfsfólks var mikill enda sást góður árangur í flestum tilvikum, en margir skjólstæðinga höfðu verið inn og út af geðdeildum, sumir um margra ára skeið. Deildin var rekin nær lyfjalaust. Í sambandi við dagdeildina var og sístækkandi göngudeild jafnframt því sem innlögðum einstaklingum á geðdeild Borgarspítala fækkaði. Reynsla mín fær mig til þess að drepa niður penna og benda á dagdeildarmeðferð sem valkost í málum dæmdra manna/kvenna, sem ekki teljast hættuleg samfélaginu eða sem eftirmeðferð eftir fangelsisvistun. Tel ég að virk meðferð sérlega yngra fólks muni bera langvarandi árangur og mun betri en innilokun og lítið samband við fjölskyldu, atvinnulíf og lífið sjálft utan veggja fangelsis, Vitur maður og reyndur á þessu sviði Njörður P. Njarðvík sagði á fundi eitt sinn eitthvað á þessa leið: Er nokkurt vit í því að kasta óhörðnuðum unglingi, sem framið hefur „fíkniefnabrot“, beint á Litla Hraun eftir stutta afeitrun? Vel verður að vanda bæði til vals á starfsfólki og þeim sem meðferð hljóta. Undirbúningur allur í formi forsamtala og jafnvel tilrauna til meðferðar þarf að vera vandaður. Ef vel er á spöðum haldið er ég ekki í vafa um að þjóðfélaginu takist á þennan hátt að breyta lífi margra einstaklinga til meiri þroska og ábyrgðar. Er þá horft til framtíðar, því að skaðaðir einstaklingar verða jú einnig foreldrar og makar. Bitur, niðurbrotinn einstaklingur verður sjaldnast öðrum góð fyrirmynd. Glíma þarf á slíkum deildum við margvíslegan vanda, andlegan, siðferðilegan og félagslegan ásamt vafalaust fíkniefnavanda og þar gæti reynsla SÁÁ komið inn. Vonast ég til þess að ráðandi yfirvöld líti á þennan valkost í stað þess að einblína á stækkun lokaðra og einangraðra fangelsa. Fangelsa sem bjóða auk þess upp á margs konar hættur fyrir óþroskaða einstaklinga með lítið sjálfstraust og þol, til þess að standast álag frá forföllnum, reyndum afbrotamönnum. Margur maðurinn/konan hefur sagt við mig á löngum ferli mínum í geðgeiranum „Ég kom út úr fangelsi sem verri manneskja en þegar ég fór inn.“ Viljum við slíkt? Árið 2007 sendi ég þessa grein til yfirmanns fangelsismála og fékk jákvæð viðbrögð. Enn hefur þó ekkert í þessa veru verið gert þrátt fyrir langa biðlista eftir afplánun dóma. Enda er kannski ekki á öðru von þegar bið eftir nýju fangelsi hefur staðið í marga áratugi. En þessi lausn, sem ég bendi hér á gæti vafalaust stytt biðlista eftir afplánun mikið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í tilefni af umræðum í fjölmiðlum undanfarið um erfiðleika í fangelsismálum okkar Íslendinga langar mig til þess að skjóta inn nokkrum orðum um valkosti. Í byrjun sjöunda áratugarins var ég sumarafleysingamaður í lögreglunni í Reykjavík og kynntist „hinni hliðinni“ á lífinu í Reykjavík. Seinna í læknanámi og eftir útskrift kynntist ég við störf á Kleppspítala æ fleirum, sem höfðu komist í kast við lögin og lent í fangelsi. Margir höfðu þeir/þær ungir í ölvímu eða síðari árin í vímu eiturlyfja brotið af sér og orðið „tugthúslimir“ fyrir. Þessir einstaklingar, sem oft komu frá brotnum heimilum eða „sjúkum“ fjölskyldum, með t.d. geðveikri móður og áfengissjúkum föður eru gjarnan viðkvæmar sálir. Sem börn höfðu þau aldrei fengið að finna fyrir þeim varnarmúr (protective shield) frá foreldrum/uppeldisaðilum, sem hverju ungviði er svo mikilvægt til þess að ná að þroskast og vaxa andlega, siðferðilega og félagslega. Frá árinu 1971 hef ég unnið 20 ár á Norðurlöndum á geðdeildum fyrir fullorðna, börn og unglinga og er sama sagan þar og hér. Einstaklingar, sem að mínum dómi vantaði grundvallarstuðning í æsku, lenda í fangelsi í stað þess að fá meðferð og aðstoð til að ná fótfestu í lífinu. Á árunum 1979-1989 veitti ég forstöðu dagdeild geðdeildar Borgarspítalans. Byggðist starfsemi þessarar deildar, sem hafði allt að 24 sjúklinga í meðferð í einu, á hugmyndum frá Norðurlöndum, Hollandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Á þessum árum heimsótti ég hartnær 60 geðdeildir í þessum löndum og þá fyrst og fremst dagdeildir og meðferðarheimili. Á dagdeild Borgarspítalans var megináhersla lögð á hópvinnu, en einstaklings- og fjölskyldumeðferð skipaði og háan sess á deildinni. Með þessu fyrirkomulagi skapaðist víxlverkun milli meðferðar, fjölskyldu og vinnu, sem að mínum dómi er mjög mikilvæg einstaklingum í sálarkreppu. Margir þessara einstaklinga höfðu átt við vímuefnavanda að etja í kjölfar vanrækslu í æsku, ofbeldis, misþyrminga, nauðgunar eða sifjaspella. Ekki var óalgengt að laganna verðir hefðu komið inn í líf þeirra. Föstum reglum var fylgt á deildinni og fólk aðstoðað til þess að skipuleggja líf sitt og líta fram á við. Kallaði ég þessa meðferð „lífsins skóla“ í viðtölum við þá einstaklinga og fjölskyldur, sem meðferð fengu. Eftir u.þ.b. 3 mánaða meðferð fórum við að sjá árangur, en sumir komu á deildina mun lengur, enda er ekki til nein hraðspólun eftir margra ára andlegan sársauka og vanlíðan. Starfsfólkið, sem var frábært, var af ýmsum toga: hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, listþjálfar, sálfræðingar, félagsráðgjafar, aðstoðarlæknar og geðlæknar. Fór mönnun starfsliðsins eftir ýmsu og sama gilti um meðferðarúrræði og fræðslu. Meðferðin beindist bæði að hinu talaða orði og ekki síður tjáningu tilfinninga/hugsana í formi hreyfingar, teikninga, málunar o.s.frv. Á haustin var tekið slátur og kartöflur, sem settar höfðu verið niður um vorið, teknar upp. Áhugi starfsfólks var mikill enda sást góður árangur í flestum tilvikum, en margir skjólstæðinga höfðu verið inn og út af geðdeildum, sumir um margra ára skeið. Deildin var rekin nær lyfjalaust. Í sambandi við dagdeildina var og sístækkandi göngudeild jafnframt því sem innlögðum einstaklingum á geðdeild Borgarspítala fækkaði. Reynsla mín fær mig til þess að drepa niður penna og benda á dagdeildarmeðferð sem valkost í málum dæmdra manna/kvenna, sem ekki teljast hættuleg samfélaginu eða sem eftirmeðferð eftir fangelsisvistun. Tel ég að virk meðferð sérlega yngra fólks muni bera langvarandi árangur og mun betri en innilokun og lítið samband við fjölskyldu, atvinnulíf og lífið sjálft utan veggja fangelsis, Vitur maður og reyndur á þessu sviði Njörður P. Njarðvík sagði á fundi eitt sinn eitthvað á þessa leið: Er nokkurt vit í því að kasta óhörðnuðum unglingi, sem framið hefur „fíkniefnabrot“, beint á Litla Hraun eftir stutta afeitrun? Vel verður að vanda bæði til vals á starfsfólki og þeim sem meðferð hljóta. Undirbúningur allur í formi forsamtala og jafnvel tilrauna til meðferðar þarf að vera vandaður. Ef vel er á spöðum haldið er ég ekki í vafa um að þjóðfélaginu takist á þennan hátt að breyta lífi margra einstaklinga til meiri þroska og ábyrgðar. Er þá horft til framtíðar, því að skaðaðir einstaklingar verða jú einnig foreldrar og makar. Bitur, niðurbrotinn einstaklingur verður sjaldnast öðrum góð fyrirmynd. Glíma þarf á slíkum deildum við margvíslegan vanda, andlegan, siðferðilegan og félagslegan ásamt vafalaust fíkniefnavanda og þar gæti reynsla SÁÁ komið inn. Vonast ég til þess að ráðandi yfirvöld líti á þennan valkost í stað þess að einblína á stækkun lokaðra og einangraðra fangelsa. Fangelsa sem bjóða auk þess upp á margs konar hættur fyrir óþroskaða einstaklinga með lítið sjálfstraust og þol, til þess að standast álag frá forföllnum, reyndum afbrotamönnum. Margur maðurinn/konan hefur sagt við mig á löngum ferli mínum í geðgeiranum „Ég kom út úr fangelsi sem verri manneskja en þegar ég fór inn.“ Viljum við slíkt? Árið 2007 sendi ég þessa grein til yfirmanns fangelsismála og fékk jákvæð viðbrögð. Enn hefur þó ekkert í þessa veru verið gert þrátt fyrir langa biðlista eftir afplánun dóma. Enda er kannski ekki á öðru von þegar bið eftir nýju fangelsi hefur staðið í marga áratugi. En þessi lausn, sem ég bendi hér á gæti vafalaust stytt biðlista eftir afplánun mikið.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun