Hugsað upphátt Jón Kr. Óskarsson skrifar 25. júní 2011 06:00 Það hefur ýmislegt komið í huga minn undanfarnar vikur um málefni eldri borgara á landinu. Erum við annars eða þriðja flokks fólk? Skýrsla sem birtist fyrir nokkrum um aðbúnað eldra fólks á hjúkrunarheimilum á Íslandi skelfir mann, er það virkilega svo að eldra fólk hér á landi eigi ekki betra skilið en þar kemur fram? Eigum við sem skópum þetta þjóðfélag, þessa velferð með vinnuframlagi okkar, sköttum til ríkis og sveitarfélaga ekki betra skilið? Mér finnst að ráðamenn þjóðarinnar verði að taka á þessum málum og það strax. Er ég tala um velferðarríki, þá sé ég ekki þetta velferðarþjóðfélag hér á landi, eins og ég þekki til í Þýskalandi t.d., þar sem fjölskyldur fá tannlækningar fríar, sjúkraþjálfun fría, hjón fá barnabætur með börnum sínum til 24 ára aldurs ef þau búa í heimahúsi og stunda t.d. háskólanám. Er sambærileg velferð hér á landi, ekki sé ég það. Held við ættum að athuga okkar gang, hætta að ræða um hvað velferðarstjórn eða velferðarríkisstjórn er hér á landi, það tel ég algjört öfugmæli. Einu hefur skotið upp í kolli mínum undanfarnar vikur. Stéttarfélög hafa staðið í samningaviðræðum um kaup og kjör. Hvergi hef ég séð að eldri borgarar hafi innan samninganefnda, hvorki atvinnuveitenda eða launþega, fulltrúa í þessum samninganefndum en slíkt þekkist á Norðurlöndum t.d. Ég skora því á ASÍ, BSRB, BHM og stóru stéttarfélögin, t.d Rafiðnaðarsamband Íslands og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og kennarasamtökin, að athuga þessi mál og huga betur að málefnum sinna eldri félaga, því langflestir verða sem betur fer aldraðir. Það er sárgrætilegt að hugsa til þess hvernig ríkisvaldið hefur leikið eldri borgara á liðnum mánuðum og árum. Er ef til vill komið að þeim tímapunkti að eldri borgarar bjóði fram sérstaklega til Alþingis og sveitarstjórna? Í Ísrael var sett á fót framboð eldri borgara fyrir um það bil tveimur árum og þeir náðu nokkrum þingmönnum þannig að réttar raddir heyrðust frá eldri borgurum þar í landi. Þar fékk þetta framboð allgóðan stuðning frá börnum og barnabörnum. Við skulum minnast þess að Adenauer, Churchill og De Gaulle voru upp á sitt besta um áttrætt í pólitík. Það er verið að ræða um virðisaukaskatt þessa dagana. Hvergi hef ég séð að lækka eigi virðisaukaskatt á lyfjum sem eru mikil útlát fyrir eldri borgara, við gleymumst þar sem annars staðar. Í sambandi við ályktanir frá eldri borgurum virðist vera mjög erfitt að koma þeim á framfæri við fjölmiðla, hvað veldur? Á sama tíma geta alls konar ungliðahreyfingar komið sínum ályktunum mjög fljótt á framfæri, hvað veldur? Við erum þó yfir 20% af kosningabærum þjóðfélagsþegnum og allir vilja atkvæði okkar í kosningum. Nóg að sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Það hefur ýmislegt komið í huga minn undanfarnar vikur um málefni eldri borgara á landinu. Erum við annars eða þriðja flokks fólk? Skýrsla sem birtist fyrir nokkrum um aðbúnað eldra fólks á hjúkrunarheimilum á Íslandi skelfir mann, er það virkilega svo að eldra fólk hér á landi eigi ekki betra skilið en þar kemur fram? Eigum við sem skópum þetta þjóðfélag, þessa velferð með vinnuframlagi okkar, sköttum til ríkis og sveitarfélaga ekki betra skilið? Mér finnst að ráðamenn þjóðarinnar verði að taka á þessum málum og það strax. Er ég tala um velferðarríki, þá sé ég ekki þetta velferðarþjóðfélag hér á landi, eins og ég þekki til í Þýskalandi t.d., þar sem fjölskyldur fá tannlækningar fríar, sjúkraþjálfun fría, hjón fá barnabætur með börnum sínum til 24 ára aldurs ef þau búa í heimahúsi og stunda t.d. háskólanám. Er sambærileg velferð hér á landi, ekki sé ég það. Held við ættum að athuga okkar gang, hætta að ræða um hvað velferðarstjórn eða velferðarríkisstjórn er hér á landi, það tel ég algjört öfugmæli. Einu hefur skotið upp í kolli mínum undanfarnar vikur. Stéttarfélög hafa staðið í samningaviðræðum um kaup og kjör. Hvergi hef ég séð að eldri borgarar hafi innan samninganefnda, hvorki atvinnuveitenda eða launþega, fulltrúa í þessum samninganefndum en slíkt þekkist á Norðurlöndum t.d. Ég skora því á ASÍ, BSRB, BHM og stóru stéttarfélögin, t.d Rafiðnaðarsamband Íslands og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og kennarasamtökin, að athuga þessi mál og huga betur að málefnum sinna eldri félaga, því langflestir verða sem betur fer aldraðir. Það er sárgrætilegt að hugsa til þess hvernig ríkisvaldið hefur leikið eldri borgara á liðnum mánuðum og árum. Er ef til vill komið að þeim tímapunkti að eldri borgarar bjóði fram sérstaklega til Alþingis og sveitarstjórna? Í Ísrael var sett á fót framboð eldri borgara fyrir um það bil tveimur árum og þeir náðu nokkrum þingmönnum þannig að réttar raddir heyrðust frá eldri borgurum þar í landi. Þar fékk þetta framboð allgóðan stuðning frá börnum og barnabörnum. Við skulum minnast þess að Adenauer, Churchill og De Gaulle voru upp á sitt besta um áttrætt í pólitík. Það er verið að ræða um virðisaukaskatt þessa dagana. Hvergi hef ég séð að lækka eigi virðisaukaskatt á lyfjum sem eru mikil útlát fyrir eldri borgara, við gleymumst þar sem annars staðar. Í sambandi við ályktanir frá eldri borgurum virðist vera mjög erfitt að koma þeim á framfæri við fjölmiðla, hvað veldur? Á sama tíma geta alls konar ungliðahreyfingar komið sínum ályktunum mjög fljótt á framfæri, hvað veldur? Við erum þó yfir 20% af kosningabærum þjóðfélagsþegnum og allir vilja atkvæði okkar í kosningum. Nóg að sinni.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar