Hugsað upphátt Jón Kr. Óskarsson skrifar 25. júní 2011 06:00 Það hefur ýmislegt komið í huga minn undanfarnar vikur um málefni eldri borgara á landinu. Erum við annars eða þriðja flokks fólk? Skýrsla sem birtist fyrir nokkrum um aðbúnað eldra fólks á hjúkrunarheimilum á Íslandi skelfir mann, er það virkilega svo að eldra fólk hér á landi eigi ekki betra skilið en þar kemur fram? Eigum við sem skópum þetta þjóðfélag, þessa velferð með vinnuframlagi okkar, sköttum til ríkis og sveitarfélaga ekki betra skilið? Mér finnst að ráðamenn þjóðarinnar verði að taka á þessum málum og það strax. Er ég tala um velferðarríki, þá sé ég ekki þetta velferðarþjóðfélag hér á landi, eins og ég þekki til í Þýskalandi t.d., þar sem fjölskyldur fá tannlækningar fríar, sjúkraþjálfun fría, hjón fá barnabætur með börnum sínum til 24 ára aldurs ef þau búa í heimahúsi og stunda t.d. háskólanám. Er sambærileg velferð hér á landi, ekki sé ég það. Held við ættum að athuga okkar gang, hætta að ræða um hvað velferðarstjórn eða velferðarríkisstjórn er hér á landi, það tel ég algjört öfugmæli. Einu hefur skotið upp í kolli mínum undanfarnar vikur. Stéttarfélög hafa staðið í samningaviðræðum um kaup og kjör. Hvergi hef ég séð að eldri borgarar hafi innan samninganefnda, hvorki atvinnuveitenda eða launþega, fulltrúa í þessum samninganefndum en slíkt þekkist á Norðurlöndum t.d. Ég skora því á ASÍ, BSRB, BHM og stóru stéttarfélögin, t.d Rafiðnaðarsamband Íslands og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og kennarasamtökin, að athuga þessi mál og huga betur að málefnum sinna eldri félaga, því langflestir verða sem betur fer aldraðir. Það er sárgrætilegt að hugsa til þess hvernig ríkisvaldið hefur leikið eldri borgara á liðnum mánuðum og árum. Er ef til vill komið að þeim tímapunkti að eldri borgarar bjóði fram sérstaklega til Alþingis og sveitarstjórna? Í Ísrael var sett á fót framboð eldri borgara fyrir um það bil tveimur árum og þeir náðu nokkrum þingmönnum þannig að réttar raddir heyrðust frá eldri borgurum þar í landi. Þar fékk þetta framboð allgóðan stuðning frá börnum og barnabörnum. Við skulum minnast þess að Adenauer, Churchill og De Gaulle voru upp á sitt besta um áttrætt í pólitík. Það er verið að ræða um virðisaukaskatt þessa dagana. Hvergi hef ég séð að lækka eigi virðisaukaskatt á lyfjum sem eru mikil útlát fyrir eldri borgara, við gleymumst þar sem annars staðar. Í sambandi við ályktanir frá eldri borgurum virðist vera mjög erfitt að koma þeim á framfæri við fjölmiðla, hvað veldur? Á sama tíma geta alls konar ungliðahreyfingar komið sínum ályktunum mjög fljótt á framfæri, hvað veldur? Við erum þó yfir 20% af kosningabærum þjóðfélagsþegnum og allir vilja atkvæði okkar í kosningum. Nóg að sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það hefur ýmislegt komið í huga minn undanfarnar vikur um málefni eldri borgara á landinu. Erum við annars eða þriðja flokks fólk? Skýrsla sem birtist fyrir nokkrum um aðbúnað eldra fólks á hjúkrunarheimilum á Íslandi skelfir mann, er það virkilega svo að eldra fólk hér á landi eigi ekki betra skilið en þar kemur fram? Eigum við sem skópum þetta þjóðfélag, þessa velferð með vinnuframlagi okkar, sköttum til ríkis og sveitarfélaga ekki betra skilið? Mér finnst að ráðamenn þjóðarinnar verði að taka á þessum málum og það strax. Er ég tala um velferðarríki, þá sé ég ekki þetta velferðarþjóðfélag hér á landi, eins og ég þekki til í Þýskalandi t.d., þar sem fjölskyldur fá tannlækningar fríar, sjúkraþjálfun fría, hjón fá barnabætur með börnum sínum til 24 ára aldurs ef þau búa í heimahúsi og stunda t.d. háskólanám. Er sambærileg velferð hér á landi, ekki sé ég það. Held við ættum að athuga okkar gang, hætta að ræða um hvað velferðarstjórn eða velferðarríkisstjórn er hér á landi, það tel ég algjört öfugmæli. Einu hefur skotið upp í kolli mínum undanfarnar vikur. Stéttarfélög hafa staðið í samningaviðræðum um kaup og kjör. Hvergi hef ég séð að eldri borgarar hafi innan samninganefnda, hvorki atvinnuveitenda eða launþega, fulltrúa í þessum samninganefndum en slíkt þekkist á Norðurlöndum t.d. Ég skora því á ASÍ, BSRB, BHM og stóru stéttarfélögin, t.d Rafiðnaðarsamband Íslands og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og kennarasamtökin, að athuga þessi mál og huga betur að málefnum sinna eldri félaga, því langflestir verða sem betur fer aldraðir. Það er sárgrætilegt að hugsa til þess hvernig ríkisvaldið hefur leikið eldri borgara á liðnum mánuðum og árum. Er ef til vill komið að þeim tímapunkti að eldri borgarar bjóði fram sérstaklega til Alþingis og sveitarstjórna? Í Ísrael var sett á fót framboð eldri borgara fyrir um það bil tveimur árum og þeir náðu nokkrum þingmönnum þannig að réttar raddir heyrðust frá eldri borgurum þar í landi. Þar fékk þetta framboð allgóðan stuðning frá börnum og barnabörnum. Við skulum minnast þess að Adenauer, Churchill og De Gaulle voru upp á sitt besta um áttrætt í pólitík. Það er verið að ræða um virðisaukaskatt þessa dagana. Hvergi hef ég séð að lækka eigi virðisaukaskatt á lyfjum sem eru mikil útlát fyrir eldri borgara, við gleymumst þar sem annars staðar. Í sambandi við ályktanir frá eldri borgurum virðist vera mjög erfitt að koma þeim á framfæri við fjölmiðla, hvað veldur? Á sama tíma geta alls konar ungliðahreyfingar komið sínum ályktunum mjög fljótt á framfæri, hvað veldur? Við erum þó yfir 20% af kosningabærum þjóðfélagsþegnum og allir vilja atkvæði okkar í kosningum. Nóg að sinni.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar