Að gefnu tilefni Gunnar Jóhannesson skrifar 23. júní 2011 12:59 Í bakþanka sínum, Aðskiljum til jöfnuðar, sem birtist í Fréttablaðinu 21. júní síðastliðinn, lætur Kolbeinn Proppé að því liggja að þjóðkirkjan í núverandi mynd heyri til liðnum tíma og hafi einungis haldið velli fram á þennan dag því hún sé „tengd við ríkisstyrkta öndunarvél sem ég og þú og allir aðrir skattgreiðendur borga". Kolbeinn virðist ennfremur þeirrar skoðunar að hér komi fram mikill ójöfnuður sem gangi freklega gegn rétti og frelsi annarra og hljóti að vinna gegn því samfélagi sem við viljum tilheyra. Því skuli „Aðskilja til jöfnuðar". Látum það liggja á milli hluta að sá aðskilnaður er þegar orðinn að flestu leyti, enda er þjóðkirkjan sjálfstæð stofnun og sjálfstæður réttaraðili sem ber réttindi og skyldur að lögum. En burtséð frá því er þjóðkirkjan ekki hafin yfir gagnrýni frekar en annað í mannlegu samfélagi, og er rétt og skylt að benda á það sem betur má fara þegar hún er annars vegar. Þá er sjálfsagt að gera breytingar til bóta á ríkjandi fyrirkomulagi þegar þess gerist þörf og vilji stendur til þess. Þjóðkirkjan er þar ekki undanskilin. En í þeirri umræðu duga ekki til formálalausir þankar á borð við þá sem Kolbeinn leggur fram. Það er eðlileg krafa að rétt sé farið með málavexti, enda leitt þegar málflutningur verður villandi og áróðurskenndur, eins og svo oft vill verða þegar þjóðkirkjan er gagnrýnd. Það sýnir sig ekki síst þegar kemur að fjárhagslegum samskiptum þjóðkirkjunnar og ríkisins, hina „ríkisstyrkt[u] öndunarvél" sem Kolbeinn kallar svo. Þó það sé til að æra óstöðugan - svo oft hefur þessi misskilningur verið leiðréttur - get ég ekki látið hjá líða að minna á hið rétta í þessu samhengi. Tekjur þjóðkirkjunnar byggja á lögvörðum samningi við ríkið á grundvelli kirkjueigna. Samkvæmt honum afhendir þjóðkirkjan ríkinu miklar eignir sem á móti greiðir tilteknum fjölda presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar laun. Þessi samningur hefur ekkert að gera með trúfrelsi né stendur gegn því! Þá er stór hluti af tekjum þjóðkirkjunnar fólginn í sóknargjöldunum, sem eru félagsgjöld þeirra sem skráðir eru í þjóðkirkjuna. Ríkið innheimtir þau fyrir þjóðkirkjuna sem og fyrir önnur trúfélög. Hvað sóknargjöldin varðar má geta þess að ríkið hefur ítrekað skert þau með einhliða lagasetningu frá því sem samið var um þegar núverandi fyrirkomulagi var komið á. Hér er um tekjur þjóðkirkjunnar að ræða að langstærstum hluta. Í þessu samhengi má líka hafa í huga að þjóðkirkjan veitir landsmönnum öllum víðtæka þjónustu óháð trúfélagsaðild. Auk þess stendur hún vörð um mikil menningarverðmæti sem fólgin eru í gömlum kirkjum sem ríkið hefur friðlýst. Þá er ótalin öll sú blómlega menning sem þjóðkirkjan ræktar með margvíslegu móti um land allt. Í þessum efnum er síður en svo gengið á rétt einstaklinga eða annarra trúfélaga, ólíkt því sem Kolbeinn lætur að liggja. Raunin er sú að mannréttindadómar hafa fallið sem taka af öll tvímæli um að staða þjóðkirkjunnar gangi ekki gegn trúfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og almennum mannréttindum. Þá ber ennfremur að geta þess að þar sem skilið hefur á milli þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga í fjárhagslegum efnum hefur þjóðkirkjan bent á að eðlilegt sé að ríkið rétti við hlut þeirra. Það var meðal annars gert árið 2000 í tengslum við kristnitökuhátíðina. Það sem mönnum finnst um þjóðkirkjuna og erindi hennar gildir einu í þessu samhengi. Þjóðkirkjan á sjálfsagt tilkall til þeirra réttinda sem eðlileg þykja í réttsýnu samfélagi þar sem farið er að lögum. Enda þótt annað mætti skilja af grein hans leyfi ég mér að ætla að Kolbeinn Proppé sé mér sammála um það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Í bakþanka sínum, Aðskiljum til jöfnuðar, sem birtist í Fréttablaðinu 21. júní síðastliðinn, lætur Kolbeinn Proppé að því liggja að þjóðkirkjan í núverandi mynd heyri til liðnum tíma og hafi einungis haldið velli fram á þennan dag því hún sé „tengd við ríkisstyrkta öndunarvél sem ég og þú og allir aðrir skattgreiðendur borga". Kolbeinn virðist ennfremur þeirrar skoðunar að hér komi fram mikill ójöfnuður sem gangi freklega gegn rétti og frelsi annarra og hljóti að vinna gegn því samfélagi sem við viljum tilheyra. Því skuli „Aðskilja til jöfnuðar". Látum það liggja á milli hluta að sá aðskilnaður er þegar orðinn að flestu leyti, enda er þjóðkirkjan sjálfstæð stofnun og sjálfstæður réttaraðili sem ber réttindi og skyldur að lögum. En burtséð frá því er þjóðkirkjan ekki hafin yfir gagnrýni frekar en annað í mannlegu samfélagi, og er rétt og skylt að benda á það sem betur má fara þegar hún er annars vegar. Þá er sjálfsagt að gera breytingar til bóta á ríkjandi fyrirkomulagi þegar þess gerist þörf og vilji stendur til þess. Þjóðkirkjan er þar ekki undanskilin. En í þeirri umræðu duga ekki til formálalausir þankar á borð við þá sem Kolbeinn leggur fram. Það er eðlileg krafa að rétt sé farið með málavexti, enda leitt þegar málflutningur verður villandi og áróðurskenndur, eins og svo oft vill verða þegar þjóðkirkjan er gagnrýnd. Það sýnir sig ekki síst þegar kemur að fjárhagslegum samskiptum þjóðkirkjunnar og ríkisins, hina „ríkisstyrkt[u] öndunarvél" sem Kolbeinn kallar svo. Þó það sé til að æra óstöðugan - svo oft hefur þessi misskilningur verið leiðréttur - get ég ekki látið hjá líða að minna á hið rétta í þessu samhengi. Tekjur þjóðkirkjunnar byggja á lögvörðum samningi við ríkið á grundvelli kirkjueigna. Samkvæmt honum afhendir þjóðkirkjan ríkinu miklar eignir sem á móti greiðir tilteknum fjölda presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar laun. Þessi samningur hefur ekkert að gera með trúfrelsi né stendur gegn því! Þá er stór hluti af tekjum þjóðkirkjunnar fólginn í sóknargjöldunum, sem eru félagsgjöld þeirra sem skráðir eru í þjóðkirkjuna. Ríkið innheimtir þau fyrir þjóðkirkjuna sem og fyrir önnur trúfélög. Hvað sóknargjöldin varðar má geta þess að ríkið hefur ítrekað skert þau með einhliða lagasetningu frá því sem samið var um þegar núverandi fyrirkomulagi var komið á. Hér er um tekjur þjóðkirkjunnar að ræða að langstærstum hluta. Í þessu samhengi má líka hafa í huga að þjóðkirkjan veitir landsmönnum öllum víðtæka þjónustu óháð trúfélagsaðild. Auk þess stendur hún vörð um mikil menningarverðmæti sem fólgin eru í gömlum kirkjum sem ríkið hefur friðlýst. Þá er ótalin öll sú blómlega menning sem þjóðkirkjan ræktar með margvíslegu móti um land allt. Í þessum efnum er síður en svo gengið á rétt einstaklinga eða annarra trúfélaga, ólíkt því sem Kolbeinn lætur að liggja. Raunin er sú að mannréttindadómar hafa fallið sem taka af öll tvímæli um að staða þjóðkirkjunnar gangi ekki gegn trúfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og almennum mannréttindum. Þá ber ennfremur að geta þess að þar sem skilið hefur á milli þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga í fjárhagslegum efnum hefur þjóðkirkjan bent á að eðlilegt sé að ríkið rétti við hlut þeirra. Það var meðal annars gert árið 2000 í tengslum við kristnitökuhátíðina. Það sem mönnum finnst um þjóðkirkjuna og erindi hennar gildir einu í þessu samhengi. Þjóðkirkjan á sjálfsagt tilkall til þeirra réttinda sem eðlileg þykja í réttsýnu samfélagi þar sem farið er að lögum. Enda þótt annað mætti skilja af grein hans leyfi ég mér að ætla að Kolbeinn Proppé sé mér sammála um það.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar