Fleiri fréttir

Skálmöld í miðbæ Reykjavíkur

Á síðasta ári komu fjórir að meðaltali dag hvern á slysaog bráðamóttöku Landspítala - háskólasjúkrahúss vegna áverka sem þeir höfðu hlotið af völdum ofbeldis.

Utanríkismál á dagskrá

Mikill kosningaskjálfti virðist kominn í íslenska stjórnmálaflokka og ýmsum brögðum beitt til að marka sér sérstöðu. Allt er þetta brölt óskaplega klassískt og fyrirsjáanlegt sem er miður því að ýmis tíðindi gætu gerst í pólitíkinni á árinu 2007.

Án hjálpar stjórnarandstöu

Rektor Háskóla Íslands og menntamálaráðherra hafa undirritað samning um kennslu og rannsóknir við skólann sem nær til 5 ára. Markmið samningsins er að tryggja gæði kennslu og rannsókna við háskólann og stuðla að metnaðarfullri framþróun í starfsemi skólans.

Bush grætur, hvalkjöt, skrítinn dómsdagur, könguló

Hvaða kenndir vekja myndir af Bush grátandi? Samúð? Varla? Ekki þegar maður hugsar um afleiðingarnar af gerðum hans, ónýtt land þar sem áður ríkti einræði en þó einhvers konar stöðugleiki, fjölda látinna þar, heilan heimshluta sem er í uppnámi...

„Himinbornar systur“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskólans, rituðu í gær undir samkomulag um menntun og rannsóknir. Það markar nýtt upphaf í þróun vísindarannsókna og háskólakennslu. Í því felst einnig veigamesta pólitíska ákvörðun kjörtímabilsins.

Talnabrellur Stefáns Ólafssonar

Fjör færist jafnan í Stefán Ólafsson prófessor, þegar þingkosningar nálgast. Hann stagaðist á því í kosningabaráttunni fyrir fjórum árum, að fátækt hefði aukist á Íslandi.

Er Alþingi óþarfi?

Að undanförnu hefur stjórnarandstaðan bókstaflega verið að springa úr spenningi yfir kosningunum í vor og hugsanlegri félagshyggjustjórn stjórnandstöðuflokkanna að þeim loknum. Þannig bar æsingurinn yfir „væntanlegum“ stjórnarskiptum formenn Vinstrihreyfingarinnar og Samfylkingarinnar ofurliði í Kryddsíldinni á gamlársdag.

Skortur á mannréttindum

Sigurður T. Sigurðarson skrifar

Í Fréttablaðinu 6. janúar sl. er grein eftir Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, sem fjallar um grein sem ég skrifaði í sama blað og birtist þremur dögum áður, þar sem ég víti núverandi stjórnarflokka fyrir sinnuleysi í réttindamálum launafólks.

Íslenska krónan

Andrés Magússon skrifar

Nýlega hefur verið bent á að hróplega lítil og lágvær umræðan er um það hvernig hægt sé að bæta úr slökum lánskjörum á Íslandi. Þess vegna á Illugi Gunnarsson þakkir skilið fyrir grein sína „Evra og hagstjórn“ sem birtist í Fréttablaðinu á sunnudaginn. Mig langar þó að benda á tvö atriði sem hugsanlega hefðu betur mátt fara í grein hans.

Stjórn efnahagsmála í molum – ójöfnuður eykst

Nú um áramótin er ástæða til þess að líta yfir farinn veg og athuga stöðu stjórnmálanna, þegar skammt er til þingkosninga en þær eiga að fara fram í maí næsta vor. Það sem blasir við nú um áramótin er að vöruskiptahallinn er meiri en nokkru sinni fyrr og verðbólga mikil.

Aukin þjónusta við fötluð börn

Stefán Jón Hafstein skrifar

Ótrúlegt hvað sumir hlutir ganga seint, en stundum ganga þeir þó. Eitt af erfiðustu málum sem ég kynntist sem formaður menntaráðs var ósk foreldra fatlaðra barna um að börn þeirra fengju lengda viðveru allt til loka grunnskóla.

Pamuk, skáld Borgarinnar

Kannski er Pamuk merkilegasti rithöfundur í heimi um þessar mundir, ekki bara vegna þess að hann sé svona góður, heldur líka vegna þess að hann situr þvert á aðalátakalínu heimsins, milli austurs og vesturs. Viðfangsefni hans eru stór og skipta máli...

Spilafíkn

Frásagnir af spilafíklum sem birtust í Fréttablaðinu í gær, hljóta að vekja marga til umhugsunar um spilakassa, og hvert það getur leitt að ánetjast þeim. Hér á landi eru nú upp undir eitt þúsund spilakassar, og flestir þeirra eru á veitingastöðum og sjoppum þar sem bæði ungir sem aldnir eiga greiðan aðgang að þeim.

Risi á brauðfótum

Saga heimsins er saga heimsvelda, sem tókust á um yfirráð yfir löndum og þjóðum. En hvað er heimsveldi? Heimsveldi þarf ekki að ráða yfir heiminum öllum, það hefur engu veldi tekizt. Skilgreiningin er þrengri.

Hvað er svona merkilegt við Teigsskóg?

Hvað er svona merkilegt við Teigsskóg? spurði þulan í RÚV um daginn, þegar umræðan beindist allt í einu að skógivaxinni hlíð vestan Þorskafjarðar. Spurningin hjómaði í mínum eyrum eins og brandari úr hugarskoti Jóns Gnarr.

Bændur í Húnaþingi taka upp evru

Mikil umræða hefur verið um ókosti krónunnar okkar á undanförnum vikum og einkum nefnt að vextir eru hér mjög háir, að krónan sveiflast mikið og að hagstjórn er erfið í litlu, opnu hagkerfi.

Skítlegt eðli kvótakerfisins

Almennt gera landsmenn sér nú fyllilega grein fyrir algjöru árangursleysi kvótakerfisins í sjávarútvegi við að þjóna upphaflegu markmiði sínu, þ.e. að byggja upp þorskstofninn.Þorskveiðin nú er helmingi minni en fyrir daga kerfisins og landaður afli af Íslandsmiðum hefur ekki verið minni um árabil. Árangursleysið segir í raun allt sem segja þarf um kerfið og þau „fræði“ sem uppbyggingarstarfið hvílir á.

Misskilið frelsi

Á áramótum heita margir því að breyta líferni sínu til bættrar heilsu og langlífis. Fyrir þá hina sömu má benda á að ein markvissasta og árangursríkasta leiðin til almennrar heilsubótar og langrar ævi er tiltölulega einföld. Það er einfaldlega það að temja sér bætta hegðun í umferðinni og tileinka sér óvæga sjálfsgagnrýni í þeim efnum.

Sumarfrí Blairs, landið kvatt, ónýtar byggingar, Hugo Chavez

Tony Blair liggur undir ámæli fyrir að vilja ekki fórna fríum sínum sem hann tekur oft fjarri heimabyggð. Þetta þýðir að Blair þarf að fljúga langvegu, til staða eins og Bahamas eða Miami, með tilheyrandi útblæstri koltvísýrings...

Frjáls vilji og nauðhyggja

Á miðöldum deildu lærðir menn um það hvort hinn venjulegi og almenni syndari, hefði frjálsan vilja, og gæti þannig forðast freistingar og tálsnörur djöfulsins, eða að honum væri ákveðin forlög fyrirfram samkvæmt klukkuverki sköpunar Guðs og réði veslingurinn því engu um það hvort breytni hans stefndi sál hans til eilífrar glötunar ellegar sáluhjálpar.

Þjónustugjöld lækka í Kópavogi

Alþýðusamband Íslands vinnur nú að könnun á þjónustugjöldum sveitarfélaga og þó að könnuninni sé ekki lokið, hefur forseti ASÍ látið hafa það eftir sér að sambandið hafi miklar áhyggjur af hækkandi þjónustugjöldum sveitarfélaganna.

Lóðaúthlutun og fjármögnun grunnskóla í Kópavogi

Það hlýtur að vekja ýmsar spurningar þegar auðmaður fer fram á að bætt sé við lóð, sem ekki er á skipulagi, til að fullnægja óskum hans af því að hann fékk ekki úthlutað lóð þegar dregið var.

Eignarnámstvímæli

Nýlega veittu samtök ungra sjálfstæðismanna rithöfundinum Andra Snæ Magnasyni frelsisskjöld Kjartans Gunnarssonar fyrir þá skuld að hafa beitt hugmyndafræði frjálshyggju í þágu náttúruverndar. Rétt er að stór hluti bókar verðlaunahafans, Draumalandið, á dýpri rætur í frjálslyndi en stjórnlyndi.

Nýriki Nonni og stórfyrirtækin

Maður getur ekki annað en dáðst að útsjónarsemi nýju millanna – sem eru auðvitað miklu ríkari en hinir gömlu. Þeir eru afar duglegir í fjárfestingum í útlöndum. En á sama tíma virðist þeim vera sama þótt þeir blóðmjólki íslenskan almenning í gegnum fyrirtæki sín, verslanir, banka og flugfélög...

Flugeldagræðgi

Það er verið að sprengja heiminn!“ sagði lítil stúlka í Kópvogi laust eftir miðnætti á nýársnótt. Ályktunin var eðlileg því hávaðinn og lætin voru slík að allt ætlaði bókstaflega um koll að keyra.

Fátæklegar rannsóknir á sviði lista og menningar

Páll Baldvin Baldvinsson skrifar

Ég er svona stór, segir í kvæðinu. Skrifstofustjóri vísindaskrifstofu menntamálaráðuneytis, Vilhjálmur Lúðvíksson, hrósar íslenskum vísindamönnum fyrir dugnað í grein í Morgunblaðinu um helgina.

Að velja siglingaleiðir

Af fréttaflutningi síðustu daga hefur mátt álykta að við val á siglingaleiðum skipa fyrir suðvesturhorn landsins sé aðeins til einn sannleikur, í formi skýrslu Det Norske Veritas frá því í maí 1999.

Hvað gerir Samfylkingin?

Hér er spurt hvort Samfylkingin muni brátt einhenda sér í að berja á Vinstri grænum í staðinn fyrir að láta Steingrím taka af sér fylgið möglunarlaust, en síðan er rætt um grein eftir einn helsta leiðtoga Samfylkingar þar sem er boðuð sameining við Framsóknarflokkinn...

Vofa Víkverja gengur ljósum logum

Þetta hljómar auðvitað eins og víkverjatuð hjá mér, en það er einmitt lóðið. Þessi svokallaði bloggheimur er að verða eins og einn gígantískur víkverjapistill. Ég verð að viðurkenna að eftir sjö ár á netinu er mér skapi næst að hætta þessu...

Mannréttindi og ágreiningur

Magnús Stefánsson skrifar

Það er engin tilviljun að stjórnvöld hafa ekki fullgilt umrædda samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Það hafa verið gerðar ítrekaðar tilraunir af hálfu félagsmálaráðuneytisins að leita leiða til samkomulags um málið.

Brugðist við nýjum aðstæðum

Einar Kristinn Guðfinnsson skrifar

Þær fréttir sem bárust á dögunum um hagtölur í sjávarvegi eru athyglisverðar. Annars vegar sjáum við af tölunum að fiskaflinn í tonnum talið er sá minnsti í 15 ár og dróst saman um fimmtung á milli ára. Hins vegar jókst verðmætið um 12 til 14 prósent frá árinu á undan.

Hættuleg siglingaleið

Fyrsta þætti björgunaraðgerða vegna strands flutningaskipsins Wilson Muuga er lokið farsællega. Það er þó langt í frá að mál þetta sé úr sögunni, því nú er eftir að fjarlægja sjálft skipsflakið úr fjörunni við Hvalsnes á Reykjanesi og það getur orðið þrautin þyngri.

Byssa Saddams og Bush

Blóðbaðið heldur áfram í Írak, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Menn halda þar áfram að murka lífið hver úr öðrum ár fram af ári, ættbálkur gegn bálki. Að baki ofbeldinu búa ævafornar hugsjónir um heiður, hefnd og sóma.

Áramótahugleiðing

Áramótin eru einn besti tími ársins. Þegar gamla árið er að klárast og það nýja tekur við. Maður byrjar einhvern veginn á nýrri byrjun við hver áramót. Á þessu ári ætla ég að vera betri manneskja, eyða meiri tíma með fjölskyldunni, vinna heimavinnuna mína betur og síðast en ekki síst fara í heilsuátak til að komast í kjólinn fyrir næstu áramót sem ég komst ekki í í ár.

Misskilningur um fátækt

Í umræðu um fátækt fyrir jólin og í grein Hannesar H. Gissurarsonar í Fréttablaðinu hinn 29. desember hefur gætt grundvallarmisskilnings um eðli mælinga á fátækt og tekjuójöfnuði. Þannig segir t.d. HHG í grein sinni eftirfarandi: „Fátækt … hafði aukist, af því að Björgólfur Guðmundsson og Jóhannes í Bónus voru orðnir miklu ríkari …“

Leysir ekki vanda sundraðs Íraks

Myndir af aftöku Saddams Hussein ganga nú eins og eldur í sinu um netheima. Myndskeið, sem tekið var upp með farsíma án vitundar eða heimildar íraskra yfirvalda er einræðisherrann fyrrverandi var hengdur eldsnemma að morgni laugardags, hafði komið fyrir sjónir milljóna manna um allan heim áður en varði. Í fréttatímum sjónvarpsstöðva um víða veröld voru auk þess birtar opinberar myndir frá aftökunni sem Íraksstjórn sendi frá sér.

Mannréttindi sniðgengin

Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur eiga vítur skilið fyrir sinnuleysi sitt gagnvart réttindum launafólks. Þetta kemur mjög berlega fram í því að láta undir höfuð leggjast að fullgilda samþykkt nr. 158 frá Alþjóðavinnumálastofnuninni (ILO), sem tryggir launafólki lágmarks mannréttindi við uppsagnir úr starfi, en slík ákvæði vantar algjörlega í íslenska löggjöf.

Kvittað fyrir móttöku jóla- og nýárskveðju

Um jólin og áramótin berast góðar kveðjur inn á mitt heimili sem skrifaðar eru á jólakort, og vil ég nota tækifærið og þakka þeim sem þau sendu, fyrir góðar og hlýlegar jóla- og nýárskveðjur.

Fátæk börn peð í valdagráðugu tafli

Þinglok Alþingis nú fyrir jólin breyttust skyndilega í örvæntingarfulla atlögu formanns Samfylkingarinnar að Geir H. Haarde forsætisráðherra. Með valdagráðugri reiði réðst flokksstýran að honum með afar ósanngjörnum áróðursorðum vegna viðkvæmustu borgara þessa lands: Fátækra barna.

Kreppan með krónuna

Landsmenn hafa nú heilsað nýju ári. Eitt viðfangsefni blasir við í upphafi þess sem ætla má að sé mikilvægara en flest önnur þegar til lengri tíma er litið. Það er kreppan með krónuna. Við þurfum bærilega stöðugan gjaldmiðil rétt eins og aðrar þjóðir. Krónan hefur ekki staðist þær kröfur sem rétt er að gera í þeim efnum.

Áróður álmanna

Katrín Jakobsdóttir skrifar

Hafnfirðingar fengu allir gjöf frá Alcan nú fyrir jólin. Í ljósvakamiðlum mátti sjá auglýsingar frá álfyrirtækjum og í prentmiðlum myndir af brosandi fólki við störf sín í álverum. Áróður álfyrirtækjanna er kominn á fullt enda átta forsvarsmenn þeirra sig á því að í kosningunum hér á landi í vor verður kosið um umhverfismál.

Glansmynd eða guðsmynd

Í Fréttablaðinu 11.12. svarar Jón Valur Jensson guðfræðingur grein minni í Fréttablaðinu 21.11. síðastliðinn er bar heitið Trú, trúarbrögð og vísindi. Ég var farinn að halda að enginn af öllum þessum „guðfræðingum“ þessa lands vildi tjá sig um þær fullyrðingar er ég sagðist hafa aflað mér og setti þarna fram. Jón Valur segir Guð lifandi og „persónulegan“.

Fátæktaraðskilnaður

Ég var að velta fátækt fyrir mér og af hverju svona margir þurfa að vera fátækir, eigum við sem þjóð að hugsa um okkar minnstu syni og dætur, sem einhverra hluta vegna búa við fátækt. Eða á lögmálið um hinn sterkasta sem ríkir og að hinir veiku megi deyja drottni sínum, hvort viljum við? Er það nokkur spurning? Við viljum öll hjálpa hinum veikari, það er bara spurning hversu mikið við viljum leggja til?

Þjóðkirkja hæðist að jafnræði trúfélaga

Í byrjun aðventu ritaði ríkislaunaður talsmaður þjóðkirkjunnar Steinunn Arnþrúður grein hér í blaðið undir fyrirsögninni „Jafnræði trúfélaga og staða þjóðkirkjunnar“.

Ekki meiri Cleese, plís!

Okurvextirnir hérna eru þjóðarböl. Það er ekki hægt að láta eins og bankarnir beri ekki þar sök á, að þeir séu bara að starfa innan ramma þess sem er leyfilegt og löglegt. Eitt sinn var talað um það sem er löglegt en siðlaust – þannig er einmitt farið um starfsemi bankanna á Íslandi...

Sjá næstu 50 greinar