Bændur í Húnaþingi taka upp evru 11. janúar 2007 05:00 Mikil umræða hefur verið um ókosti krónunnar okkar á undanförnum vikum og einkum nefnt að vextir eru hér mjög háir, að krónan sveiflast mikið og að hagstjórn er erfið í litlu, opnu hagkerfi. Og víst er hagstjórnin erfið. Seðlabankinn hækkar vexti til að draga úr eftirspurn. En hvað gerist? Háir vextir laða að erlent fjármagn, gengi krónunnar hækkar, verð á nýjum bílum lækkar. Ekki nema von að hagstjórnin gangi illa. Tilgangur hagstjórnar er að hafa áhrif á framboð og eftirspurn lykilþátta efnahagskerfisins svo sem vinnuafls, fjármagns, fjárfestinga og neyslu. Grunnhugsunin er sú að aukin spurn eftir takmörkuðum gæðum leiði til verðhækkunar og þar með verðbólgu og þar með lakari lífskjara. En þá vaknar lykilspurning: ERU GÆÐIN TAKMÖRKUÐ? Flestir merkustu hagfræðingar heims hafa komið frá Bandaríkjunum eða Bretlandi þ.e. stærstu hagkerfunum og frá sjónarhóli þeirra eru gæðin áreiðanlega takmörkuð, a.m.k. til skemmri tíma litið. En frá sjónarhóli smáþjóðar eru þau það EKKI, það er meira en nóg til í heiminum af peningum og vinnuafli fyrir Íslendinga og flæðið er svo til frjálst hingað. Þetta höfum við nýtt okkur í uppsveiflu undanfarinna ára. Og svo bregður við að samfara aukinni eftirspurn hefur verðið á aðföngum lækkað en ekki hækkað! Því að útlenskt vinnuafl og peningar eru mun ódýrari en íslenskt. Er nema von að uppsveiflan verði lífleg? Og ég spyr; er hagstjórnin kannski ekki bara ógerleg heldur líka óþörf? Og hvað gerist í niðursveiflu í litlu samfélagi sem ekki hefur sjálfstæðan gjaldmiðil? Hinn mikli „hagstjórnarvandi“ Mývetninga sem hlaust af lokun Kísiliðjunnar leystist af sjálfu sér með að hluti vinnuaflsins fór til Reyðarfjarðar. Utanríkisráðherra á hrós skilið fyrir að hamra á þeim möguleika að þjóðin taki upp evru án þess að ganga í Evrópusambandið. Aðrir stjórnmálamenn og embættismenn hafa verið duglegri að hugsa um vandamál en lausnir í því máli. Björn Rúnar Guðmundsson hagfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans skrifaði góða grein um málið í Fréttablaðið 13. des. sl. Hann lýsir því sem raunhæfum kosti að taka upp evru með því að hætta að mestu innlendri peningamálastjórn og skipta út íslenskum seðlum fyrir evrur. Bændur í Húnaþingi eru byrjaðir að taka upp evruna þótt ekki hafi þeir fulltrúa í stjórn sameiginlegs seðlabanka Evrópu. Veiðifélag Víðidalsár hefur árum saman gert leigusamninga að hluta í erlendri mynt. Leigutakinn selur veiðileyfin að hluta til úr landi og dregur með þessu úr gjaldeyrisáhættu sinni. Bóndinn fær hluta tekna sinna í erlendri mynt og getur fjármagnað nýju dráttarvélina með erlendum lánum. Þannig lækkar hann vaxtabyrði sína án þess að taka áhættu af gengi krónunnar. SVÞ hafa hugleitt hvort verslanir ættu að taka við evrum og ASÍ hefur hugleitt að gefa fólki kost á launum í evrum. Þegar fólkið og fyrirtækin verða einn dag öll búin að taka upp evruna munu stjórnmálamenn og embættismenn kannski segja eins og Grettir sterki forðum að „verður það er varir og svo hitt er eigi varir“. Höfundur rekur sauðfjárbú í Húnaþingi og er formaður stjórnar NordVest verðbréfa hf. í Reykjavík (sem reyndar er alveg ótengt Norðurlandi vestra!) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið um ókosti krónunnar okkar á undanförnum vikum og einkum nefnt að vextir eru hér mjög háir, að krónan sveiflast mikið og að hagstjórn er erfið í litlu, opnu hagkerfi. Og víst er hagstjórnin erfið. Seðlabankinn hækkar vexti til að draga úr eftirspurn. En hvað gerist? Háir vextir laða að erlent fjármagn, gengi krónunnar hækkar, verð á nýjum bílum lækkar. Ekki nema von að hagstjórnin gangi illa. Tilgangur hagstjórnar er að hafa áhrif á framboð og eftirspurn lykilþátta efnahagskerfisins svo sem vinnuafls, fjármagns, fjárfestinga og neyslu. Grunnhugsunin er sú að aukin spurn eftir takmörkuðum gæðum leiði til verðhækkunar og þar með verðbólgu og þar með lakari lífskjara. En þá vaknar lykilspurning: ERU GÆÐIN TAKMÖRKUÐ? Flestir merkustu hagfræðingar heims hafa komið frá Bandaríkjunum eða Bretlandi þ.e. stærstu hagkerfunum og frá sjónarhóli þeirra eru gæðin áreiðanlega takmörkuð, a.m.k. til skemmri tíma litið. En frá sjónarhóli smáþjóðar eru þau það EKKI, það er meira en nóg til í heiminum af peningum og vinnuafli fyrir Íslendinga og flæðið er svo til frjálst hingað. Þetta höfum við nýtt okkur í uppsveiflu undanfarinna ára. Og svo bregður við að samfara aukinni eftirspurn hefur verðið á aðföngum lækkað en ekki hækkað! Því að útlenskt vinnuafl og peningar eru mun ódýrari en íslenskt. Er nema von að uppsveiflan verði lífleg? Og ég spyr; er hagstjórnin kannski ekki bara ógerleg heldur líka óþörf? Og hvað gerist í niðursveiflu í litlu samfélagi sem ekki hefur sjálfstæðan gjaldmiðil? Hinn mikli „hagstjórnarvandi“ Mývetninga sem hlaust af lokun Kísiliðjunnar leystist af sjálfu sér með að hluti vinnuaflsins fór til Reyðarfjarðar. Utanríkisráðherra á hrós skilið fyrir að hamra á þeim möguleika að þjóðin taki upp evru án þess að ganga í Evrópusambandið. Aðrir stjórnmálamenn og embættismenn hafa verið duglegri að hugsa um vandamál en lausnir í því máli. Björn Rúnar Guðmundsson hagfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans skrifaði góða grein um málið í Fréttablaðið 13. des. sl. Hann lýsir því sem raunhæfum kosti að taka upp evru með því að hætta að mestu innlendri peningamálastjórn og skipta út íslenskum seðlum fyrir evrur. Bændur í Húnaþingi eru byrjaðir að taka upp evruna þótt ekki hafi þeir fulltrúa í stjórn sameiginlegs seðlabanka Evrópu. Veiðifélag Víðidalsár hefur árum saman gert leigusamninga að hluta í erlendri mynt. Leigutakinn selur veiðileyfin að hluta til úr landi og dregur með þessu úr gjaldeyrisáhættu sinni. Bóndinn fær hluta tekna sinna í erlendri mynt og getur fjármagnað nýju dráttarvélina með erlendum lánum. Þannig lækkar hann vaxtabyrði sína án þess að taka áhættu af gengi krónunnar. SVÞ hafa hugleitt hvort verslanir ættu að taka við evrum og ASÍ hefur hugleitt að gefa fólki kost á launum í evrum. Þegar fólkið og fyrirtækin verða einn dag öll búin að taka upp evruna munu stjórnmálamenn og embættismenn kannski segja eins og Grettir sterki forðum að „verður það er varir og svo hitt er eigi varir“. Höfundur rekur sauðfjárbú í Húnaþingi og er formaður stjórnar NordVest verðbréfa hf. í Reykjavík (sem reyndar er alveg ótengt Norðurlandi vestra!)
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar