Þjónustugjöld lækka í Kópavogi 10. janúar 2007 05:00 Alþýðusamband Íslands vinnur nú að könnun á þjónustugjöldum sveitarfélaga og þó að könnuninni sé ekki lokið, hefur forseti ASÍ látið hafa það eftir sér að sambandið hafi miklar áhyggjur af hækkandi þjónustugjöldum sveitarfélaganna. ASÍ þarf ekki að hafa áhyggjur af hækkunum á þjónustugjöldum hjá Kópavogsbæ. Stjórnendur Kópavogsbæjar hafa ákveðið að halda flestum þjónustugjöldum óbreyttum milli áranna 2006 og 2007 en það jafngildir raunlækkun um a.m.k. 7% í þeirri verðbólgu sem nú er. Þannig verða leikskólagjöld óbreytt á milli ára. Sömuleiðis verða gjöld fyrir skóladagvist og skólamáltíðir óbreytt og einnig verða gjöld félagsþjónustunnar vegna heimaþjónustu, matarþjónustu og þjónustu á sambýlum óbreytt. Útsvarsprósenta, fasteignaskattur, vatnsskattur og holræsagjald eru einnig óbreytt milli ára. Afsláttur er veittur af fasteignagjöldum samkvæmt ákveðnum reglum og er sá afsláttur svipaður að krónutölu milli ára. Eldri borgarar fá sérstakan afslátt af fasteignagjöldum í samræmi við heimildir laga og reglna. Þær hækkanir sem verða, taka mið af verðlagshækkunum. Gjaldskrá byggingafulltrúa hækkar í samræmi við byggingavísitölu, auk þess sem lóðaleiga og sorpeyðingargjald hækka um tæp 7%. Þau gjöld standa því í stað að raunvirði. Loks má nefna, að áfram munu foreldrar með börn á leikskólaaldri eiga kost á heimagreiðslum fyrir börn sín sem nema þrjátíu þúsund krónum á mánuði eins og á síðasta ári. Með ráðdeild í rekstri á undanförnum árum, hefur tekist að byggja upp sterka fjárhagsstöðu Kópavogsbæjar sem nú verður notuð með þessum hætti til að létta byrðarnar á hinum almenna bæjarbúa. Gleðilegt ár. Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Alþýðusamband Íslands vinnur nú að könnun á þjónustugjöldum sveitarfélaga og þó að könnuninni sé ekki lokið, hefur forseti ASÍ látið hafa það eftir sér að sambandið hafi miklar áhyggjur af hækkandi þjónustugjöldum sveitarfélaganna. ASÍ þarf ekki að hafa áhyggjur af hækkunum á þjónustugjöldum hjá Kópavogsbæ. Stjórnendur Kópavogsbæjar hafa ákveðið að halda flestum þjónustugjöldum óbreyttum milli áranna 2006 og 2007 en það jafngildir raunlækkun um a.m.k. 7% í þeirri verðbólgu sem nú er. Þannig verða leikskólagjöld óbreytt á milli ára. Sömuleiðis verða gjöld fyrir skóladagvist og skólamáltíðir óbreytt og einnig verða gjöld félagsþjónustunnar vegna heimaþjónustu, matarþjónustu og þjónustu á sambýlum óbreytt. Útsvarsprósenta, fasteignaskattur, vatnsskattur og holræsagjald eru einnig óbreytt milli ára. Afsláttur er veittur af fasteignagjöldum samkvæmt ákveðnum reglum og er sá afsláttur svipaður að krónutölu milli ára. Eldri borgarar fá sérstakan afslátt af fasteignagjöldum í samræmi við heimildir laga og reglna. Þær hækkanir sem verða, taka mið af verðlagshækkunum. Gjaldskrá byggingafulltrúa hækkar í samræmi við byggingavísitölu, auk þess sem lóðaleiga og sorpeyðingargjald hækka um tæp 7%. Þau gjöld standa því í stað að raunvirði. Loks má nefna, að áfram munu foreldrar með börn á leikskólaaldri eiga kost á heimagreiðslum fyrir börn sín sem nema þrjátíu þúsund krónum á mánuði eins og á síðasta ári. Með ráðdeild í rekstri á undanförnum árum, hefur tekist að byggja upp sterka fjárhagsstöðu Kópavogsbæjar sem nú verður notuð með þessum hætti til að létta byrðarnar á hinum almenna bæjarbúa. Gleðilegt ár. Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar