Skítlegt eðli kvótakerfisins 11. janúar 2007 05:00 Almennt gera landsmenn sér nú fyllilega grein fyrir algjöru árangursleysi kvótakerfisins í sjávarútvegi við að þjóna upphaflegu markmiði sínu, þ.e. að byggja upp þorskstofninn.Þorskveiðin nú er helmingi minni en fyrir daga kerfisins og landaður afli af Íslandsmiðum hefur ekki verið minni um árabil. Árangursleysið segir í raun allt sem segja þarf um kerfið og þau „fræði“ sem uppbyggingarstarfið hvílir á. Æ fleiri sjá í gegnum þá blekkingu sem haldið hefur verið að þjóðinni að íslenska kvótakerfið skili einhverri gríðarlegri hagræðingu og þess vegna ætti þjóðin að sætta sig við ósanngirni og siðleysi kvótakerfisins. Á einum áratug hafa skuldir sjávarútvegsins aukist um 180 milljarða en tekjur greinarinnar hafa ekkert vaxið frá síðustu aldamótum. Það hefur verið í tísku á síðustu árum að halda lærða fyrirlestra um bætt viðskiptasiðferði. Aldrei hef ég í þessu sambandi séð að fjallað hafi verið um það siðferði sem hefur viðgengist með aflaheimildir sem eru í raun og sanni sameign íslensku þjóðarinnar. Í þessum viðskiptum hefur nánast viðgengist skítlegt siðferði þar sem gerðir samningar eru þverbrotnir. Loforð hafa ítrekað verið gefin íbúum byggðarlaga um að aflaheimildir verði ekki fluttar úr þeim þegar fyrirtæki hafa fest kaup á þeim en þau hafa oftar en ekki verið svikin með þeim afleiðingum að heilu byggðarlögin hafa staðið eftir án atvinnuréttar. Á Siglufirði stóð ríkið sjálft fyrir mjög umdeildri sölu á fyrirtækinu Þormóði ramma fyrir á að giska 15 árum en í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem finna má á ágætri heimasíðu stofnunarinnar, http://www.rikisendurskodun,is, má lesa þungan áfellisdóm yfir því hvernig þáverandi fjármálaráðherra stóð að þeirri sölu. Í skýrslunni kemur m.a. fram að fyrirtækið hafi verið selt á hálfvirði og að stjórnvöld hafi hunsað það að ræða við kaupendahóp sem samanstóð af hátt í 200 Siglfirðingum. Í 5. grein kaupsamnings sem fjármálaráðherra gerði við kaupendur Þormóðs ramma var það skilyrði að kaupendur, sem vel að merkja reka fyrirtækið enn, skyldu skuldbinda sig til að nýta aflakvóta í þágu útgerðar og vinnslu á Siglufirði. Stjórnendur fyrirtækisins hafa ekki uppfyllt þetta skilyrði hingað til og nú berast fréttir af því að ganga eigi lengra í að svíkja gerðan kaupsamning. Uppsagnir á áhöfnum skipa fyrirtækisins hafa verið boðaðar og eru skýringarnar sagðar vera þær að til standi að endurnýja skipaflota félagsins sem er kominn til ára sinna. Þessar skýringar eru hreint fráleitar þar sem ekki er von á nýju skipunum fyrr en í fyrsta lagi á næsta og þarnæsta ári. Eina haldbæra skýringin á þessum uppsögnum er því sú að fyrirtækið ætli að leigja aflaheimildirnar. Ekki ætla ég að skera úr um hvort brot á kaupsamningi sem gerður var við ríkið varði við lög en óumdeilt er að forráðamenn fyrirtækisins hafa ekki staðið við gerða samninga og loforð. Það er áhugaverð spurning hvort íslenskir viðskiptamenn telji eðli þessara viðskipta sem gerð eru með eigur almennings, þ.e. kvótann, vera að einhverju leyti frábrugðið eðli annarra viðskipta og þess vegna sé í góðu lagi að svíkja gefin loforð. Dæmin eru fjölmörg, s.s. sala Guðbjargarinnar frá Ísafirði og loforð sem gefin voru Stöðfirðingum um áframhald fiskvinnslu í plássinu. Við í Frjálslynda flokknum vonumst til þess að landsmenn sýni það í verki í komandi kosningum að þeir vilji vinda ofan af þessu spillta vitleysiskerfi sem hefur orðið þjóðinni til mikils tjóns. Engum er betur treystandj til þess en Frjálslynda flokknum undir forystu margreynds aflaskipstjóra, Guðjóns Arnars Kristjánssonar. Höfundur er alþingismaður Æ fleiri sjá í gegnum þá blekkingu sem haldið hefur verið að þjóðinni að íslenska kvótakerfið skili einhverri gríðarlegri hagræðingu og þess vegna ætti þjóðin að sætta sig við ósanngirni og siðleysi kvótakerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Almennt gera landsmenn sér nú fyllilega grein fyrir algjöru árangursleysi kvótakerfisins í sjávarútvegi við að þjóna upphaflegu markmiði sínu, þ.e. að byggja upp þorskstofninn.Þorskveiðin nú er helmingi minni en fyrir daga kerfisins og landaður afli af Íslandsmiðum hefur ekki verið minni um árabil. Árangursleysið segir í raun allt sem segja þarf um kerfið og þau „fræði“ sem uppbyggingarstarfið hvílir á. Æ fleiri sjá í gegnum þá blekkingu sem haldið hefur verið að þjóðinni að íslenska kvótakerfið skili einhverri gríðarlegri hagræðingu og þess vegna ætti þjóðin að sætta sig við ósanngirni og siðleysi kvótakerfisins. Á einum áratug hafa skuldir sjávarútvegsins aukist um 180 milljarða en tekjur greinarinnar hafa ekkert vaxið frá síðustu aldamótum. Það hefur verið í tísku á síðustu árum að halda lærða fyrirlestra um bætt viðskiptasiðferði. Aldrei hef ég í þessu sambandi séð að fjallað hafi verið um það siðferði sem hefur viðgengist með aflaheimildir sem eru í raun og sanni sameign íslensku þjóðarinnar. Í þessum viðskiptum hefur nánast viðgengist skítlegt siðferði þar sem gerðir samningar eru þverbrotnir. Loforð hafa ítrekað verið gefin íbúum byggðarlaga um að aflaheimildir verði ekki fluttar úr þeim þegar fyrirtæki hafa fest kaup á þeim en þau hafa oftar en ekki verið svikin með þeim afleiðingum að heilu byggðarlögin hafa staðið eftir án atvinnuréttar. Á Siglufirði stóð ríkið sjálft fyrir mjög umdeildri sölu á fyrirtækinu Þormóði ramma fyrir á að giska 15 árum en í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem finna má á ágætri heimasíðu stofnunarinnar, http://www.rikisendurskodun,is, má lesa þungan áfellisdóm yfir því hvernig þáverandi fjármálaráðherra stóð að þeirri sölu. Í skýrslunni kemur m.a. fram að fyrirtækið hafi verið selt á hálfvirði og að stjórnvöld hafi hunsað það að ræða við kaupendahóp sem samanstóð af hátt í 200 Siglfirðingum. Í 5. grein kaupsamnings sem fjármálaráðherra gerði við kaupendur Þormóðs ramma var það skilyrði að kaupendur, sem vel að merkja reka fyrirtækið enn, skyldu skuldbinda sig til að nýta aflakvóta í þágu útgerðar og vinnslu á Siglufirði. Stjórnendur fyrirtækisins hafa ekki uppfyllt þetta skilyrði hingað til og nú berast fréttir af því að ganga eigi lengra í að svíkja gerðan kaupsamning. Uppsagnir á áhöfnum skipa fyrirtækisins hafa verið boðaðar og eru skýringarnar sagðar vera þær að til standi að endurnýja skipaflota félagsins sem er kominn til ára sinna. Þessar skýringar eru hreint fráleitar þar sem ekki er von á nýju skipunum fyrr en í fyrsta lagi á næsta og þarnæsta ári. Eina haldbæra skýringin á þessum uppsögnum er því sú að fyrirtækið ætli að leigja aflaheimildirnar. Ekki ætla ég að skera úr um hvort brot á kaupsamningi sem gerður var við ríkið varði við lög en óumdeilt er að forráðamenn fyrirtækisins hafa ekki staðið við gerða samninga og loforð. Það er áhugaverð spurning hvort íslenskir viðskiptamenn telji eðli þessara viðskipta sem gerð eru með eigur almennings, þ.e. kvótann, vera að einhverju leyti frábrugðið eðli annarra viðskipta og þess vegna sé í góðu lagi að svíkja gefin loforð. Dæmin eru fjölmörg, s.s. sala Guðbjargarinnar frá Ísafirði og loforð sem gefin voru Stöðfirðingum um áframhald fiskvinnslu í plássinu. Við í Frjálslynda flokknum vonumst til þess að landsmenn sýni það í verki í komandi kosningum að þeir vilji vinda ofan af þessu spillta vitleysiskerfi sem hefur orðið þjóðinni til mikils tjóns. Engum er betur treystandj til þess en Frjálslynda flokknum undir forystu margreynds aflaskipstjóra, Guðjóns Arnars Kristjánssonar. Höfundur er alþingismaður Æ fleiri sjá í gegnum þá blekkingu sem haldið hefur verið að þjóðinni að íslenska kvótakerfið skili einhverri gríðarlegri hagræðingu og þess vegna ætti þjóðin að sætta sig við ósanngirni og siðleysi kvótakerfisins.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun