Mannréttindi og ágreiningur Magnús Stefánsson skrifar 6. janúar 2007 00:01 Í Fréttablaðinu 3. janúar 2007 er birt grein eftir Sigurð T. Sigurðsson, fyrrverandi formann Verkalýðsfélagsins Hlífar, undir yfirskriftinni: Mannréttindi sniðgengin. Í henni er fjallað um fullgildingu samþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) nr. 158 um uppsögn starfs af hálfu atvinnurekanda. Greinin hefst á þeim orðum að Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur eigi vítur skilið fyrir sinnuleysi gagnvart réttindum launafólks. Sigurður segir að þetta komi berlega fram í því að láta undir höfuð leggjast að fullgilda nefnda alþjóðasamþykkt. Ekki veit ég hvort það er gert af ráðnum hug en það kemur ekki fram í grein Sigurðar hvenær alþjóðasamþykktin var afgreidd af þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Það var á 68. Alþjóðavinnumálaþinginu í Genf árið 1982. Hvað skyldu margir samherjar Sigurðar í stjórnmálum hafa setið á stóli félagsmálaráðherra frá þeim tíma? Til upprifjunar má nefna Svavar Gestsson, Jóhönnu Sigurðardóttur, Rannveigu Guðmundsdóttur og Guðmund Árna Stefánsson. Hefur Sigurður spurt þetta fólk að því hvers vegna það beitti sér ekki fyrir fullgildingu samþykktarinnar þegar það var sannanlega í aðstöðu til þess? Hvaða einkunn skyldi þetta fólk fá þegar Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur eiga vítur skilið fyrir sinnuleysið sem þeir hafa sýnt að mati Sigurðar T. Sigurðssonar? Til fróðleiks má geta þess að samkvæmt 1. gr. samþykktarinnar er heimilt að hrinda efni hennar í framkvæmd m.a. með kjarasamningum. Ég minnist þess ekki að réttindi samkvæmt samþykkt ILO nr. 158 hafi verið forgangskrafa hvorki Alþýðusambandsins né Verkalýðsfélagsins Hlífar í kjarasamningum við atvinnurekendur? Sannleikurinn er auðvitað sá að hér er um að ræða mál sem lengi er búið að vera ágreiningsefni fulltrúa Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Það hafa verið gerðar ítrekaðar tilraunir af hálfu félagsmálaráðuneytisins að leita leiða til samkomulags um málið. Það kæmi mér ekki á óvart þótt félagsmálaráðherrar úr Framsóknarflokknum hafi lagt meira af mörkum í þeim efnum en þeir ráðherrar sem voru nefndir hér að framan. Kjarni málsins er þessi. Stjórnvöld hafa ekki viljað beita sér fyrir fullgildingu samþykktar ILO nr. 158 í fullri andstöðu annars aðilans á vinnumarkaðnum. Samtök atvinnurekenda hafa eindregið lagst gegn fullgildingu með þeim rökum að með henni og framkvæmd samþykktarinnar dragi úr sveigjanleika og hreyfanleika á íslenskum vinnumarkaði. Hreyfanleiki, sveigjanleiki og öryggi eru aðalviðfangsefni vinnumála um þessar mundir. Í lok nóvember kom út á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins grænbók um þetta efni. Þar er lögð áhersla á að aðildarríki ESB setji sér markmið um aukinn sveigjanleika á evrópskum vinnumarkaði þannig að samkeppnishæfni hans aukist en jafnframt sé félagslegt öryggisnet til fyrir einstaklinga sem á þurfa að halda. Núverandi ríkisstjórn hefur unnið í þessum anda. Árið 2000 tóku gildi lög um vernd gegn uppsögnum vegna fjölskylduábyrgðar. Í framhaldi af því fullgiltu íslensk stjórnvöld samþykkt ILO um það efni. Öllum eru ljósar réttarbæturnar fyrir launafólk sem felast í lögum um fæðingar- og foreldraorlof og nýjum lögum um atvinnuleysistryggingar þar sem verulega er aukin vernd einstaklinga við atvinnumissi. Stjórnvöld hafa síður en svo verið sinnulaus um efni samþykktar ILO nr. 158. Félagsmálaráðherra hefur falið Rannsóknarsetri í vinnurétti og jafnréttismálum við Háskólann á Bifröst að semja tillögu að leiðbeiningarreglum varðandi uppsagnir starfsmanna í anda samþykktar ILO nr. 158. Í bréfinu til háskólans er lögð áhersla á að við smíði leiðbeiningarreglnanna verði m.a. litið til reglna sem um þetta efni gilda í ríkjum sem standa Íslendingum næst í efnahagslegu og félagslegu tilliti. Þegar tillagan liggur fyrir verður hún lögð fyrir samstarfsnefnd félagsmálaráðuneytisins um málefni Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, ASÍ og Samtaka atvinnulífsins til frekari umfjöllunar. Höfundur er félagsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 3. janúar 2007 er birt grein eftir Sigurð T. Sigurðsson, fyrrverandi formann Verkalýðsfélagsins Hlífar, undir yfirskriftinni: Mannréttindi sniðgengin. Í henni er fjallað um fullgildingu samþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) nr. 158 um uppsögn starfs af hálfu atvinnurekanda. Greinin hefst á þeim orðum að Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur eigi vítur skilið fyrir sinnuleysi gagnvart réttindum launafólks. Sigurður segir að þetta komi berlega fram í því að láta undir höfuð leggjast að fullgilda nefnda alþjóðasamþykkt. Ekki veit ég hvort það er gert af ráðnum hug en það kemur ekki fram í grein Sigurðar hvenær alþjóðasamþykktin var afgreidd af þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Það var á 68. Alþjóðavinnumálaþinginu í Genf árið 1982. Hvað skyldu margir samherjar Sigurðar í stjórnmálum hafa setið á stóli félagsmálaráðherra frá þeim tíma? Til upprifjunar má nefna Svavar Gestsson, Jóhönnu Sigurðardóttur, Rannveigu Guðmundsdóttur og Guðmund Árna Stefánsson. Hefur Sigurður spurt þetta fólk að því hvers vegna það beitti sér ekki fyrir fullgildingu samþykktarinnar þegar það var sannanlega í aðstöðu til þess? Hvaða einkunn skyldi þetta fólk fá þegar Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur eiga vítur skilið fyrir sinnuleysið sem þeir hafa sýnt að mati Sigurðar T. Sigurðssonar? Til fróðleiks má geta þess að samkvæmt 1. gr. samþykktarinnar er heimilt að hrinda efni hennar í framkvæmd m.a. með kjarasamningum. Ég minnist þess ekki að réttindi samkvæmt samþykkt ILO nr. 158 hafi verið forgangskrafa hvorki Alþýðusambandsins né Verkalýðsfélagsins Hlífar í kjarasamningum við atvinnurekendur? Sannleikurinn er auðvitað sá að hér er um að ræða mál sem lengi er búið að vera ágreiningsefni fulltrúa Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Það hafa verið gerðar ítrekaðar tilraunir af hálfu félagsmálaráðuneytisins að leita leiða til samkomulags um málið. Það kæmi mér ekki á óvart þótt félagsmálaráðherrar úr Framsóknarflokknum hafi lagt meira af mörkum í þeim efnum en þeir ráðherrar sem voru nefndir hér að framan. Kjarni málsins er þessi. Stjórnvöld hafa ekki viljað beita sér fyrir fullgildingu samþykktar ILO nr. 158 í fullri andstöðu annars aðilans á vinnumarkaðnum. Samtök atvinnurekenda hafa eindregið lagst gegn fullgildingu með þeim rökum að með henni og framkvæmd samþykktarinnar dragi úr sveigjanleika og hreyfanleika á íslenskum vinnumarkaði. Hreyfanleiki, sveigjanleiki og öryggi eru aðalviðfangsefni vinnumála um þessar mundir. Í lok nóvember kom út á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins grænbók um þetta efni. Þar er lögð áhersla á að aðildarríki ESB setji sér markmið um aukinn sveigjanleika á evrópskum vinnumarkaði þannig að samkeppnishæfni hans aukist en jafnframt sé félagslegt öryggisnet til fyrir einstaklinga sem á þurfa að halda. Núverandi ríkisstjórn hefur unnið í þessum anda. Árið 2000 tóku gildi lög um vernd gegn uppsögnum vegna fjölskylduábyrgðar. Í framhaldi af því fullgiltu íslensk stjórnvöld samþykkt ILO um það efni. Öllum eru ljósar réttarbæturnar fyrir launafólk sem felast í lögum um fæðingar- og foreldraorlof og nýjum lögum um atvinnuleysistryggingar þar sem verulega er aukin vernd einstaklinga við atvinnumissi. Stjórnvöld hafa síður en svo verið sinnulaus um efni samþykktar ILO nr. 158. Félagsmálaráðherra hefur falið Rannsóknarsetri í vinnurétti og jafnréttismálum við Háskólann á Bifröst að semja tillögu að leiðbeiningarreglum varðandi uppsagnir starfsmanna í anda samþykktar ILO nr. 158. Í bréfinu til háskólans er lögð áhersla á að við smíði leiðbeiningarreglnanna verði m.a. litið til reglna sem um þetta efni gilda í ríkjum sem standa Íslendingum næst í efnahagslegu og félagslegu tilliti. Þegar tillagan liggur fyrir verður hún lögð fyrir samstarfsnefnd félagsmálaráðuneytisins um málefni Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, ASÍ og Samtaka atvinnulífsins til frekari umfjöllunar. Höfundur er félagsmálaráðherra.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun