Mannréttindi og ágreiningur Magnús Stefánsson skrifar 6. janúar 2007 00:01 Í Fréttablaðinu 3. janúar 2007 er birt grein eftir Sigurð T. Sigurðsson, fyrrverandi formann Verkalýðsfélagsins Hlífar, undir yfirskriftinni: Mannréttindi sniðgengin. Í henni er fjallað um fullgildingu samþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) nr. 158 um uppsögn starfs af hálfu atvinnurekanda. Greinin hefst á þeim orðum að Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur eigi vítur skilið fyrir sinnuleysi gagnvart réttindum launafólks. Sigurður segir að þetta komi berlega fram í því að láta undir höfuð leggjast að fullgilda nefnda alþjóðasamþykkt. Ekki veit ég hvort það er gert af ráðnum hug en það kemur ekki fram í grein Sigurðar hvenær alþjóðasamþykktin var afgreidd af þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Það var á 68. Alþjóðavinnumálaþinginu í Genf árið 1982. Hvað skyldu margir samherjar Sigurðar í stjórnmálum hafa setið á stóli félagsmálaráðherra frá þeim tíma? Til upprifjunar má nefna Svavar Gestsson, Jóhönnu Sigurðardóttur, Rannveigu Guðmundsdóttur og Guðmund Árna Stefánsson. Hefur Sigurður spurt þetta fólk að því hvers vegna það beitti sér ekki fyrir fullgildingu samþykktarinnar þegar það var sannanlega í aðstöðu til þess? Hvaða einkunn skyldi þetta fólk fá þegar Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur eiga vítur skilið fyrir sinnuleysið sem þeir hafa sýnt að mati Sigurðar T. Sigurðssonar? Til fróðleiks má geta þess að samkvæmt 1. gr. samþykktarinnar er heimilt að hrinda efni hennar í framkvæmd m.a. með kjarasamningum. Ég minnist þess ekki að réttindi samkvæmt samþykkt ILO nr. 158 hafi verið forgangskrafa hvorki Alþýðusambandsins né Verkalýðsfélagsins Hlífar í kjarasamningum við atvinnurekendur? Sannleikurinn er auðvitað sá að hér er um að ræða mál sem lengi er búið að vera ágreiningsefni fulltrúa Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Það hafa verið gerðar ítrekaðar tilraunir af hálfu félagsmálaráðuneytisins að leita leiða til samkomulags um málið. Það kæmi mér ekki á óvart þótt félagsmálaráðherrar úr Framsóknarflokknum hafi lagt meira af mörkum í þeim efnum en þeir ráðherrar sem voru nefndir hér að framan. Kjarni málsins er þessi. Stjórnvöld hafa ekki viljað beita sér fyrir fullgildingu samþykktar ILO nr. 158 í fullri andstöðu annars aðilans á vinnumarkaðnum. Samtök atvinnurekenda hafa eindregið lagst gegn fullgildingu með þeim rökum að með henni og framkvæmd samþykktarinnar dragi úr sveigjanleika og hreyfanleika á íslenskum vinnumarkaði. Hreyfanleiki, sveigjanleiki og öryggi eru aðalviðfangsefni vinnumála um þessar mundir. Í lok nóvember kom út á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins grænbók um þetta efni. Þar er lögð áhersla á að aðildarríki ESB setji sér markmið um aukinn sveigjanleika á evrópskum vinnumarkaði þannig að samkeppnishæfni hans aukist en jafnframt sé félagslegt öryggisnet til fyrir einstaklinga sem á þurfa að halda. Núverandi ríkisstjórn hefur unnið í þessum anda. Árið 2000 tóku gildi lög um vernd gegn uppsögnum vegna fjölskylduábyrgðar. Í framhaldi af því fullgiltu íslensk stjórnvöld samþykkt ILO um það efni. Öllum eru ljósar réttarbæturnar fyrir launafólk sem felast í lögum um fæðingar- og foreldraorlof og nýjum lögum um atvinnuleysistryggingar þar sem verulega er aukin vernd einstaklinga við atvinnumissi. Stjórnvöld hafa síður en svo verið sinnulaus um efni samþykktar ILO nr. 158. Félagsmálaráðherra hefur falið Rannsóknarsetri í vinnurétti og jafnréttismálum við Háskólann á Bifröst að semja tillögu að leiðbeiningarreglum varðandi uppsagnir starfsmanna í anda samþykktar ILO nr. 158. Í bréfinu til háskólans er lögð áhersla á að við smíði leiðbeiningarreglnanna verði m.a. litið til reglna sem um þetta efni gilda í ríkjum sem standa Íslendingum næst í efnahagslegu og félagslegu tilliti. Þegar tillagan liggur fyrir verður hún lögð fyrir samstarfsnefnd félagsmálaráðuneytisins um málefni Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, ASÍ og Samtaka atvinnulífsins til frekari umfjöllunar. Höfundur er félagsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 3. janúar 2007 er birt grein eftir Sigurð T. Sigurðsson, fyrrverandi formann Verkalýðsfélagsins Hlífar, undir yfirskriftinni: Mannréttindi sniðgengin. Í henni er fjallað um fullgildingu samþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) nr. 158 um uppsögn starfs af hálfu atvinnurekanda. Greinin hefst á þeim orðum að Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur eigi vítur skilið fyrir sinnuleysi gagnvart réttindum launafólks. Sigurður segir að þetta komi berlega fram í því að láta undir höfuð leggjast að fullgilda nefnda alþjóðasamþykkt. Ekki veit ég hvort það er gert af ráðnum hug en það kemur ekki fram í grein Sigurðar hvenær alþjóðasamþykktin var afgreidd af þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Það var á 68. Alþjóðavinnumálaþinginu í Genf árið 1982. Hvað skyldu margir samherjar Sigurðar í stjórnmálum hafa setið á stóli félagsmálaráðherra frá þeim tíma? Til upprifjunar má nefna Svavar Gestsson, Jóhönnu Sigurðardóttur, Rannveigu Guðmundsdóttur og Guðmund Árna Stefánsson. Hefur Sigurður spurt þetta fólk að því hvers vegna það beitti sér ekki fyrir fullgildingu samþykktarinnar þegar það var sannanlega í aðstöðu til þess? Hvaða einkunn skyldi þetta fólk fá þegar Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur eiga vítur skilið fyrir sinnuleysið sem þeir hafa sýnt að mati Sigurðar T. Sigurðssonar? Til fróðleiks má geta þess að samkvæmt 1. gr. samþykktarinnar er heimilt að hrinda efni hennar í framkvæmd m.a. með kjarasamningum. Ég minnist þess ekki að réttindi samkvæmt samþykkt ILO nr. 158 hafi verið forgangskrafa hvorki Alþýðusambandsins né Verkalýðsfélagsins Hlífar í kjarasamningum við atvinnurekendur? Sannleikurinn er auðvitað sá að hér er um að ræða mál sem lengi er búið að vera ágreiningsefni fulltrúa Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Það hafa verið gerðar ítrekaðar tilraunir af hálfu félagsmálaráðuneytisins að leita leiða til samkomulags um málið. Það kæmi mér ekki á óvart þótt félagsmálaráðherrar úr Framsóknarflokknum hafi lagt meira af mörkum í þeim efnum en þeir ráðherrar sem voru nefndir hér að framan. Kjarni málsins er þessi. Stjórnvöld hafa ekki viljað beita sér fyrir fullgildingu samþykktar ILO nr. 158 í fullri andstöðu annars aðilans á vinnumarkaðnum. Samtök atvinnurekenda hafa eindregið lagst gegn fullgildingu með þeim rökum að með henni og framkvæmd samþykktarinnar dragi úr sveigjanleika og hreyfanleika á íslenskum vinnumarkaði. Hreyfanleiki, sveigjanleiki og öryggi eru aðalviðfangsefni vinnumála um þessar mundir. Í lok nóvember kom út á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins grænbók um þetta efni. Þar er lögð áhersla á að aðildarríki ESB setji sér markmið um aukinn sveigjanleika á evrópskum vinnumarkaði þannig að samkeppnishæfni hans aukist en jafnframt sé félagslegt öryggisnet til fyrir einstaklinga sem á þurfa að halda. Núverandi ríkisstjórn hefur unnið í þessum anda. Árið 2000 tóku gildi lög um vernd gegn uppsögnum vegna fjölskylduábyrgðar. Í framhaldi af því fullgiltu íslensk stjórnvöld samþykkt ILO um það efni. Öllum eru ljósar réttarbæturnar fyrir launafólk sem felast í lögum um fæðingar- og foreldraorlof og nýjum lögum um atvinnuleysistryggingar þar sem verulega er aukin vernd einstaklinga við atvinnumissi. Stjórnvöld hafa síður en svo verið sinnulaus um efni samþykktar ILO nr. 158. Félagsmálaráðherra hefur falið Rannsóknarsetri í vinnurétti og jafnréttismálum við Háskólann á Bifröst að semja tillögu að leiðbeiningarreglum varðandi uppsagnir starfsmanna í anda samþykktar ILO nr. 158. Í bréfinu til háskólans er lögð áhersla á að við smíði leiðbeiningarreglnanna verði m.a. litið til reglna sem um þetta efni gilda í ríkjum sem standa Íslendingum næst í efnahagslegu og félagslegu tilliti. Þegar tillagan liggur fyrir verður hún lögð fyrir samstarfsnefnd félagsmálaráðuneytisins um málefni Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, ASÍ og Samtaka atvinnulífsins til frekari umfjöllunar. Höfundur er félagsmálaráðherra.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar