Að velja siglingaleiðir 9. janúar 2007 05:00 Af fréttaflutningi síðustu daga hefur mátt álykta að við val á siglingaleiðum skipa fyrir suðvesturhorn landsins sé aðeins til einn sannleikur, í formi skýrslu Det Norske Veritas frá því í maí 1999. Kaupskipaútgerðin tók þátt í starfi ráðherraskipaðrar nefndar á árunum 1998-2000. Nefndin hafði skv. skipunarbréfi það hlutverk „að móta reglur um tilkynningaskyldu og afmörkun siglingaleiða olíuskipa og annarra skipa sem sigla með hættulegan varning inn í íslenska efnahagslögsögu“. Samt fór það svo að aðalverkefni nefndarinnar sem tekist var hart á um varð um val á tveimur siglingaleiðum fyrir kaupskip við suðvestanvert landið á grundvelli niðurstaðna skýrslu Det Norske Veritas. Fulltrúar kaupskipaútgerðarinnar voru ekki tilbúnir að samþykkja einhliða framlagða skýrslu sem einu réttu niðurstöðuna um öryggi tveggja siglingaleiða á forsendum sem þeir voru ekki sáttir við. Nefndin lauk störfum árið 2000 og var niðurstaðan sú að málið skyldi tekið upp aftur þegar rannsóknir á öllum þáttum málsins hefðu verið lagðar fram. Síðan eru liðin sjö ár án þess að mikið hafi farið fyrir málinu. Nú ber svo við að samgönguráðuneytið hefur skipað nefnd sem ber heitið „nefnd um neyðarhafnir“ og skipunarbréfið er dagsett 29. nóv. 2006. Nefndin hefur fimm hlutverk og er eitt þeirra „að gera tillögu að skipulagi skipaumferðar, t.d. afmörkun siglingaleiða og/eða takmörkun á siglingum skipa sem flytja hættulegan varning í nánd við landið.“ Nú er nefndin hrein embættismannanefnd án þátttöku kaupskipaútgerðarinnar. Getur verið að það sé eitthvað athugavert við þessa stjórnsýslu og að það sé ástæða til að við gerum athugasemdir við hana? Viljum við fela ríkisstofnunum einum að taka ákvarðanir á forsendum sem þær sjálfar gefa sér án þátttöku þeirra sem málið snertir beint? SVÞ gera athugasemdir við slík vinnubrögð varðandi þetta mál og mörg önnur. Það er grundvallaratriði við setningu laga og reglugerða að þeir sem málið snertir fái aðkomu að því á vinnslustigi. Það kemur kaupskipaútgerðinni við þegar ákvarða á eina rétta siglingaleið fyrir suðvestan land og því gera SVÞ þá kröfu til samgönguráðuneytisins að þau fái að tilnefna fulltrúa í ofangreindri nefnd. Höfundur er forstöðumaður flutningasviðs SVÞ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Af fréttaflutningi síðustu daga hefur mátt álykta að við val á siglingaleiðum skipa fyrir suðvesturhorn landsins sé aðeins til einn sannleikur, í formi skýrslu Det Norske Veritas frá því í maí 1999. Kaupskipaútgerðin tók þátt í starfi ráðherraskipaðrar nefndar á árunum 1998-2000. Nefndin hafði skv. skipunarbréfi það hlutverk „að móta reglur um tilkynningaskyldu og afmörkun siglingaleiða olíuskipa og annarra skipa sem sigla með hættulegan varning inn í íslenska efnahagslögsögu“. Samt fór það svo að aðalverkefni nefndarinnar sem tekist var hart á um varð um val á tveimur siglingaleiðum fyrir kaupskip við suðvestanvert landið á grundvelli niðurstaðna skýrslu Det Norske Veritas. Fulltrúar kaupskipaútgerðarinnar voru ekki tilbúnir að samþykkja einhliða framlagða skýrslu sem einu réttu niðurstöðuna um öryggi tveggja siglingaleiða á forsendum sem þeir voru ekki sáttir við. Nefndin lauk störfum árið 2000 og var niðurstaðan sú að málið skyldi tekið upp aftur þegar rannsóknir á öllum þáttum málsins hefðu verið lagðar fram. Síðan eru liðin sjö ár án þess að mikið hafi farið fyrir málinu. Nú ber svo við að samgönguráðuneytið hefur skipað nefnd sem ber heitið „nefnd um neyðarhafnir“ og skipunarbréfið er dagsett 29. nóv. 2006. Nefndin hefur fimm hlutverk og er eitt þeirra „að gera tillögu að skipulagi skipaumferðar, t.d. afmörkun siglingaleiða og/eða takmörkun á siglingum skipa sem flytja hættulegan varning í nánd við landið.“ Nú er nefndin hrein embættismannanefnd án þátttöku kaupskipaútgerðarinnar. Getur verið að það sé eitthvað athugavert við þessa stjórnsýslu og að það sé ástæða til að við gerum athugasemdir við hana? Viljum við fela ríkisstofnunum einum að taka ákvarðanir á forsendum sem þær sjálfar gefa sér án þátttöku þeirra sem málið snertir beint? SVÞ gera athugasemdir við slík vinnubrögð varðandi þetta mál og mörg önnur. Það er grundvallaratriði við setningu laga og reglugerða að þeir sem málið snertir fái aðkomu að því á vinnslustigi. Það kemur kaupskipaútgerðinni við þegar ákvarða á eina rétta siglingaleið fyrir suðvestan land og því gera SVÞ þá kröfu til samgönguráðuneytisins að þau fái að tilnefna fulltrúa í ofangreindri nefnd. Höfundur er forstöðumaður flutningasviðs SVÞ
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar