Án hjálpar stjórnarandstöu 13. janúar 2007 05:00 Rektor Háskóla Íslands og menntamálaráðherra hafa undirritað samning um kennslu og rannsóknir við skólann sem nær til 5 ára. Markmið samningsins er að tryggja gæði kennslu og rannsókna við háskólann og stuðla að metnaðarfullri framþróun í starfsemi skólans. Eins og kunnugt er kynnti rektor Háskóla Íslands það markmið skólans á síðasta ári að koma háskólanum í raðir bestu háskóla heims. Það er vissulega metnaðarfullt markmið en það að setja það fram hefur skapað mikilvæga umræðu um stöðu skólans og háskólanna almennt hér á landi. Í ályktun háskólaráðs þar sem samningnum er fagnað segir: ,,Samningurinn markar tímamót fyrir Háskóla Íslands og rennir traustum stoðum undir framkvæmd þeirrar metnaðarfullu framtíðarstefnu sem skólinn hefur markað. Með því er náð mikilvægum áfanga að því langtímamarkmiði Háskóla Íslands að komast í hóp fremstu háskóla í heiminum og þar með að styrkja samkeppnishæfni íslensks samfélags til framtíðar." Á fjárlögum þessa árs voru framlög til Háskóla Íslands hækkuð um 300 milljónir króna og var það gert í tengslum við samninginn sem undirritaður var á dögunum. Framlög til Háskólans á Akureyri voru einnig hækkuð. Athygli mína vakti við afgreiðslu fjárlaga þessa árs að stjórnarandstaðan sat hjá í mörgum mikilvægum málum og þar með talið í þessum. Málefni háskólanna og þar með talið HÍ hafa verið stjórnarandstöðunni tilefni til umræðna utan dagskrár marg oft, tilefni til að leggja fram tugi fyrirspurna og tilefni til umræðna við upphaf þingfunda. Þegar kom svo að því að standa við stóru orðin og styðja við áframhaldandi þróun Háskóla Íslands þá sat stjórnarandstaðan hjá. Ég fagna þessu skrefi sem stigið hefur verið við áframhaldandi uppbyggingu háskólastigsins. Þar hefur orðið bylting á undanförnum árum ef við skoðum framboð náms, fjölda háskóla, fjölgun nemenda og framlög hins opinbera til háskólastigsins. Við erum að fjárfesta í framtíð okkar með stóraukinni fjárfestingu í háskólastiginu og menntakerfinu öllu og þar með í nýsköpun atvinnulífsins. Það er lykillinn að áframhaldandi velmegun og uppbyggingu þess velferðarsamfélags sem við viljum búa í. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins og situr í menntamálanefnd Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Rektor Háskóla Íslands og menntamálaráðherra hafa undirritað samning um kennslu og rannsóknir við skólann sem nær til 5 ára. Markmið samningsins er að tryggja gæði kennslu og rannsókna við háskólann og stuðla að metnaðarfullri framþróun í starfsemi skólans. Eins og kunnugt er kynnti rektor Háskóla Íslands það markmið skólans á síðasta ári að koma háskólanum í raðir bestu háskóla heims. Það er vissulega metnaðarfullt markmið en það að setja það fram hefur skapað mikilvæga umræðu um stöðu skólans og háskólanna almennt hér á landi. Í ályktun háskólaráðs þar sem samningnum er fagnað segir: ,,Samningurinn markar tímamót fyrir Háskóla Íslands og rennir traustum stoðum undir framkvæmd þeirrar metnaðarfullu framtíðarstefnu sem skólinn hefur markað. Með því er náð mikilvægum áfanga að því langtímamarkmiði Háskóla Íslands að komast í hóp fremstu háskóla í heiminum og þar með að styrkja samkeppnishæfni íslensks samfélags til framtíðar." Á fjárlögum þessa árs voru framlög til Háskóla Íslands hækkuð um 300 milljónir króna og var það gert í tengslum við samninginn sem undirritaður var á dögunum. Framlög til Háskólans á Akureyri voru einnig hækkuð. Athygli mína vakti við afgreiðslu fjárlaga þessa árs að stjórnarandstaðan sat hjá í mörgum mikilvægum málum og þar með talið í þessum. Málefni háskólanna og þar með talið HÍ hafa verið stjórnarandstöðunni tilefni til umræðna utan dagskrár marg oft, tilefni til að leggja fram tugi fyrirspurna og tilefni til umræðna við upphaf þingfunda. Þegar kom svo að því að standa við stóru orðin og styðja við áframhaldandi þróun Háskóla Íslands þá sat stjórnarandstaðan hjá. Ég fagna þessu skrefi sem stigið hefur verið við áframhaldandi uppbyggingu háskólastigsins. Þar hefur orðið bylting á undanförnum árum ef við skoðum framboð náms, fjölda háskóla, fjölgun nemenda og framlög hins opinbera til háskólastigsins. Við erum að fjárfesta í framtíð okkar með stóraukinni fjárfestingu í háskólastiginu og menntakerfinu öllu og þar með í nýsköpun atvinnulífsins. Það er lykillinn að áframhaldandi velmegun og uppbyggingu þess velferðarsamfélags sem við viljum búa í. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins og situr í menntamálanefnd Alþingis.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar