Lóðaúthlutun og fjármögnun grunnskóla í Kópavogi 10. janúar 2007 05:00 Það hlýtur að vekja ýmsar spurningar þegar auðmaður fer fram á að bætt sé við lóð, sem ekki er á skipulagi, til að fullnægja óskum hans af því að hann fékk ekki úthlutað lóð þegar dregið var. Enn frekari spurningar vakna þegar hann kemur á fund bæjarstjóra með þetta erindi viku eftir að þeir tveir undirrita samkomulag um fjárveitingu fyrirtækis á hans vegum til skóla í bænum, og auk þess situr skólastjóri viðkomandi skóla í bæjarstjórn fyrir sama flokk og bæjarstjórinn. Hér er vísað til beiðni Þorsteins Vilhelmssonar um að bætt verði við lóð við götuenda á Rjúpnahæð í Kópavogi. Þess ber að geta að þessi beiðni mun enn vera óafgreidd til umfjöllunar í eðlilegum farvegi. En verði hún samþykkt verður það væntanlega gegn vilja minnihlutans, allavega vinstri grænna. Slík samþykkt væri í hæsta máta óeðlileg, en kannski bara venjulegt dæmi um spillingu. Það væri í sjálfu sér alvarlegt, en öllu alvarlegri er þó hinn endinn á þessari sögu, sem er fjárstyrkur tveggja fyrirtækja, eignarhaldsfélaganna Norvik hf. og Ránarborgar ehf., sem er í eigu Þorsteins Vilhelmssonar, til Lindaskóla í Kópavogi. Um er að ræða 17 milljóna króna styrk næstu þrjú ár til að „hefja markvisst skipulag á viðbótar enskukennslu og samþættingu í íþrótta/hreyfifærni og útikennslu í 1.- 4. bekk á tímabilinu 2006-2009". Markmiðið er að haustið 2009 verði 35 stunda kennsla á viku orðin að veruleika (það er reyndar spurning hvort eðlilegt sé að stefna að 35 stunda vinnuviku 6-10 ára barna). Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri segir svipað fyrirkomulag hafa verið tekið upp í Kópavogsskóla síðastliðið haust (Mbl. 21. des). Hann telur það „mikilvægt að fyrirtækin taki þátt í menntun barnanna okkar" og segir „menn hafa mikinn metnað og reyna að auka menntunina og hækka þjónustustigið í skólunum". Það er kannski smekksatriði hvort það sé til marks um metnað að kría fé út úr fyrirtækjum til að halda uppi kennslu í grunnskólum, sérstaklega þegar forsvarsmenn bæjarins guma af sterkri fjárhagsstöðu. En hvað sem því líður, þá er hér um hápólitískt mál að ræða. Það er grundvallaratriði hvort eigi að reka opinbera skóla, þó ekki sé nema að hluta, fyrir styrki frá einkafyrirtækjum. Nógu vafasamt er hvort eigi að leita til fyrirtækja um styrki til einstakra viðburða í skólanum, en hér er um viðvarandi starfsemi að ræða sem bersýnilega þykir eðlileg og mikilvæg. Bæjarfélaginu ber að leggja fé til slíkrar starfsemi. Talað er um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja felst fyrst og fremst í því að kjör og aðbúnaður starfsmanna séu í góðu lagi, að vera samfélaginu til nokkurs gagns og starfa í sátt við umhverfið. En það er í fyllsta máta óeðlilegt að opinberir skólar séu reknir með styrkjum frá fyrirtækjum. Slíkt er í rauninni afturhvarf til fyrri tíma. Það er ekki hlutverk eignarhaldsfélaga að taka þátt í menntun barnanna. Höfundur er varabæjarfulltrúi vinstri grænna í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það hlýtur að vekja ýmsar spurningar þegar auðmaður fer fram á að bætt sé við lóð, sem ekki er á skipulagi, til að fullnægja óskum hans af því að hann fékk ekki úthlutað lóð þegar dregið var. Enn frekari spurningar vakna þegar hann kemur á fund bæjarstjóra með þetta erindi viku eftir að þeir tveir undirrita samkomulag um fjárveitingu fyrirtækis á hans vegum til skóla í bænum, og auk þess situr skólastjóri viðkomandi skóla í bæjarstjórn fyrir sama flokk og bæjarstjórinn. Hér er vísað til beiðni Þorsteins Vilhelmssonar um að bætt verði við lóð við götuenda á Rjúpnahæð í Kópavogi. Þess ber að geta að þessi beiðni mun enn vera óafgreidd til umfjöllunar í eðlilegum farvegi. En verði hún samþykkt verður það væntanlega gegn vilja minnihlutans, allavega vinstri grænna. Slík samþykkt væri í hæsta máta óeðlileg, en kannski bara venjulegt dæmi um spillingu. Það væri í sjálfu sér alvarlegt, en öllu alvarlegri er þó hinn endinn á þessari sögu, sem er fjárstyrkur tveggja fyrirtækja, eignarhaldsfélaganna Norvik hf. og Ránarborgar ehf., sem er í eigu Þorsteins Vilhelmssonar, til Lindaskóla í Kópavogi. Um er að ræða 17 milljóna króna styrk næstu þrjú ár til að „hefja markvisst skipulag á viðbótar enskukennslu og samþættingu í íþrótta/hreyfifærni og útikennslu í 1.- 4. bekk á tímabilinu 2006-2009". Markmiðið er að haustið 2009 verði 35 stunda kennsla á viku orðin að veruleika (það er reyndar spurning hvort eðlilegt sé að stefna að 35 stunda vinnuviku 6-10 ára barna). Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri segir svipað fyrirkomulag hafa verið tekið upp í Kópavogsskóla síðastliðið haust (Mbl. 21. des). Hann telur það „mikilvægt að fyrirtækin taki þátt í menntun barnanna okkar" og segir „menn hafa mikinn metnað og reyna að auka menntunina og hækka þjónustustigið í skólunum". Það er kannski smekksatriði hvort það sé til marks um metnað að kría fé út úr fyrirtækjum til að halda uppi kennslu í grunnskólum, sérstaklega þegar forsvarsmenn bæjarins guma af sterkri fjárhagsstöðu. En hvað sem því líður, þá er hér um hápólitískt mál að ræða. Það er grundvallaratriði hvort eigi að reka opinbera skóla, þó ekki sé nema að hluta, fyrir styrki frá einkafyrirtækjum. Nógu vafasamt er hvort eigi að leita til fyrirtækja um styrki til einstakra viðburða í skólanum, en hér er um viðvarandi starfsemi að ræða sem bersýnilega þykir eðlileg og mikilvæg. Bæjarfélaginu ber að leggja fé til slíkrar starfsemi. Talað er um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja felst fyrst og fremst í því að kjör og aðbúnaður starfsmanna séu í góðu lagi, að vera samfélaginu til nokkurs gagns og starfa í sátt við umhverfið. En það er í fyllsta máta óeðlilegt að opinberir skólar séu reknir með styrkjum frá fyrirtækjum. Slíkt er í rauninni afturhvarf til fyrri tíma. Það er ekki hlutverk eignarhaldsfélaga að taka þátt í menntun barnanna. Höfundur er varabæjarfulltrúi vinstri grænna í Kópavogi.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar