Lóðaúthlutun og fjármögnun grunnskóla í Kópavogi 10. janúar 2007 05:00 Það hlýtur að vekja ýmsar spurningar þegar auðmaður fer fram á að bætt sé við lóð, sem ekki er á skipulagi, til að fullnægja óskum hans af því að hann fékk ekki úthlutað lóð þegar dregið var. Enn frekari spurningar vakna þegar hann kemur á fund bæjarstjóra með þetta erindi viku eftir að þeir tveir undirrita samkomulag um fjárveitingu fyrirtækis á hans vegum til skóla í bænum, og auk þess situr skólastjóri viðkomandi skóla í bæjarstjórn fyrir sama flokk og bæjarstjórinn. Hér er vísað til beiðni Þorsteins Vilhelmssonar um að bætt verði við lóð við götuenda á Rjúpnahæð í Kópavogi. Þess ber að geta að þessi beiðni mun enn vera óafgreidd til umfjöllunar í eðlilegum farvegi. En verði hún samþykkt verður það væntanlega gegn vilja minnihlutans, allavega vinstri grænna. Slík samþykkt væri í hæsta máta óeðlileg, en kannski bara venjulegt dæmi um spillingu. Það væri í sjálfu sér alvarlegt, en öllu alvarlegri er þó hinn endinn á þessari sögu, sem er fjárstyrkur tveggja fyrirtækja, eignarhaldsfélaganna Norvik hf. og Ránarborgar ehf., sem er í eigu Þorsteins Vilhelmssonar, til Lindaskóla í Kópavogi. Um er að ræða 17 milljóna króna styrk næstu þrjú ár til að „hefja markvisst skipulag á viðbótar enskukennslu og samþættingu í íþrótta/hreyfifærni og útikennslu í 1.- 4. bekk á tímabilinu 2006-2009". Markmiðið er að haustið 2009 verði 35 stunda kennsla á viku orðin að veruleika (það er reyndar spurning hvort eðlilegt sé að stefna að 35 stunda vinnuviku 6-10 ára barna). Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri segir svipað fyrirkomulag hafa verið tekið upp í Kópavogsskóla síðastliðið haust (Mbl. 21. des). Hann telur það „mikilvægt að fyrirtækin taki þátt í menntun barnanna okkar" og segir „menn hafa mikinn metnað og reyna að auka menntunina og hækka þjónustustigið í skólunum". Það er kannski smekksatriði hvort það sé til marks um metnað að kría fé út úr fyrirtækjum til að halda uppi kennslu í grunnskólum, sérstaklega þegar forsvarsmenn bæjarins guma af sterkri fjárhagsstöðu. En hvað sem því líður, þá er hér um hápólitískt mál að ræða. Það er grundvallaratriði hvort eigi að reka opinbera skóla, þó ekki sé nema að hluta, fyrir styrki frá einkafyrirtækjum. Nógu vafasamt er hvort eigi að leita til fyrirtækja um styrki til einstakra viðburða í skólanum, en hér er um viðvarandi starfsemi að ræða sem bersýnilega þykir eðlileg og mikilvæg. Bæjarfélaginu ber að leggja fé til slíkrar starfsemi. Talað er um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja felst fyrst og fremst í því að kjör og aðbúnaður starfsmanna séu í góðu lagi, að vera samfélaginu til nokkurs gagns og starfa í sátt við umhverfið. En það er í fyllsta máta óeðlilegt að opinberir skólar séu reknir með styrkjum frá fyrirtækjum. Slíkt er í rauninni afturhvarf til fyrri tíma. Það er ekki hlutverk eignarhaldsfélaga að taka þátt í menntun barnanna. Höfundur er varabæjarfulltrúi vinstri grænna í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Það hlýtur að vekja ýmsar spurningar þegar auðmaður fer fram á að bætt sé við lóð, sem ekki er á skipulagi, til að fullnægja óskum hans af því að hann fékk ekki úthlutað lóð þegar dregið var. Enn frekari spurningar vakna þegar hann kemur á fund bæjarstjóra með þetta erindi viku eftir að þeir tveir undirrita samkomulag um fjárveitingu fyrirtækis á hans vegum til skóla í bænum, og auk þess situr skólastjóri viðkomandi skóla í bæjarstjórn fyrir sama flokk og bæjarstjórinn. Hér er vísað til beiðni Þorsteins Vilhelmssonar um að bætt verði við lóð við götuenda á Rjúpnahæð í Kópavogi. Þess ber að geta að þessi beiðni mun enn vera óafgreidd til umfjöllunar í eðlilegum farvegi. En verði hún samþykkt verður það væntanlega gegn vilja minnihlutans, allavega vinstri grænna. Slík samþykkt væri í hæsta máta óeðlileg, en kannski bara venjulegt dæmi um spillingu. Það væri í sjálfu sér alvarlegt, en öllu alvarlegri er þó hinn endinn á þessari sögu, sem er fjárstyrkur tveggja fyrirtækja, eignarhaldsfélaganna Norvik hf. og Ránarborgar ehf., sem er í eigu Þorsteins Vilhelmssonar, til Lindaskóla í Kópavogi. Um er að ræða 17 milljóna króna styrk næstu þrjú ár til að „hefja markvisst skipulag á viðbótar enskukennslu og samþættingu í íþrótta/hreyfifærni og útikennslu í 1.- 4. bekk á tímabilinu 2006-2009". Markmiðið er að haustið 2009 verði 35 stunda kennsla á viku orðin að veruleika (það er reyndar spurning hvort eðlilegt sé að stefna að 35 stunda vinnuviku 6-10 ára barna). Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri segir svipað fyrirkomulag hafa verið tekið upp í Kópavogsskóla síðastliðið haust (Mbl. 21. des). Hann telur það „mikilvægt að fyrirtækin taki þátt í menntun barnanna okkar" og segir „menn hafa mikinn metnað og reyna að auka menntunina og hækka þjónustustigið í skólunum". Það er kannski smekksatriði hvort það sé til marks um metnað að kría fé út úr fyrirtækjum til að halda uppi kennslu í grunnskólum, sérstaklega þegar forsvarsmenn bæjarins guma af sterkri fjárhagsstöðu. En hvað sem því líður, þá er hér um hápólitískt mál að ræða. Það er grundvallaratriði hvort eigi að reka opinbera skóla, þó ekki sé nema að hluta, fyrir styrki frá einkafyrirtækjum. Nógu vafasamt er hvort eigi að leita til fyrirtækja um styrki til einstakra viðburða í skólanum, en hér er um viðvarandi starfsemi að ræða sem bersýnilega þykir eðlileg og mikilvæg. Bæjarfélaginu ber að leggja fé til slíkrar starfsemi. Talað er um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja felst fyrst og fremst í því að kjör og aðbúnaður starfsmanna séu í góðu lagi, að vera samfélaginu til nokkurs gagns og starfa í sátt við umhverfið. En það er í fyllsta máta óeðlilegt að opinberir skólar séu reknir með styrkjum frá fyrirtækjum. Slíkt er í rauninni afturhvarf til fyrri tíma. Það er ekki hlutverk eignarhaldsfélaga að taka þátt í menntun barnanna. Höfundur er varabæjarfulltrúi vinstri grænna í Kópavogi.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun