Íslenska krónan Andrés Magússon skrifar 12. janúar 2007 05:00 Andrés Magússon skrifar um efnahagsmál Nýlega hefur verið bent á að hróplega lítil og lágvær umræðan er um það hvernig hægt sé að bæta úr slökum lánskjörum á Íslandi. Þess vegna á Illugi Gunnarsson þakkir skilið fyrir grein sína „Evra og hagstjórn“ sem birtist í Fréttablaðinu á sunnudaginn. Mig langar þó að benda á tvö atriði sem hugsanlega hefðu betur mátt fara í grein hans. Illugi skrifar: „Sá hagstjórnarvandi sem glímt hefur hefur verið við undanfarin misseri ... hefur Seðlabankinn borið hitann og þungann af“. og vísar til þess að Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti. Nú er hins vegar þannig málum háttað að þeir sem standa fyrir ákvarðanatökum í Seðlabankanum eru á góðum launum og eru yfirleitt komnir yfir miðjann aldur. Þeir eru því flestir skuldlausir og koma háir vextir ekki niður á þeim. Nákvæmara hefði því verið hjá Illuga að orða þetta þannig; „Sá hagstjórnarvandi sem glímt hefur hefur verið við undanfarin misseri hefur Seðlabankinn ákveðið að lántakendur, þ.e. fátækari hluti þjóðarinnar, skuli bera hitann og þungann af“. Í öðru lagi heldur Illugi því fram í niðurlagi greinar sinnar að þeir sem vilja taka upp evru, t.d. til þess að lækka greiðslubyrði íbúaðlána, „skauti framhjá því“ að ýmsir ókostir geta fylgt því að missa þann hagstjórnarmátt sem íslenska krónan veitir. Í þessu sambandi langar mig að benda á grein sem birtist í Morgunblaðinu þann 25. ágúst sl. þar sem þessi mál eru ýtarlega rædd. Vissulega getur verið slæmt að missa þann hagstjórnarmátt sem íslenska krónan hugsanlega hefur, en spurningin snýst ekki um það heldur; Er hagstjórnarmáttur íslensku krónunnar að skila almenningi meiru heldur en ókostirnir við að hafa íslensku krónuna? Til þess að geta svarað því þurfum við að vita hvað það kostar íslensku þjóðina að hafa íslenska krónuna. Nú bregður svo við að þær upplýsingar eru hvergi til og eru hvergi í vinnslu. Þess vegna verða leikmenn að áætla svarið við þessari brennandi spurningu. Láta mun nærri að íbúðarskuldir landsmanna í dag séu 1000 milljarðir. Vextir í dag eru uþb 15,5% hér en uþb. 4,1% í Noregi, munurinn er 11,4%. 11,4% af 1000 milljörðum er 114 milljarðir á ári. Lán til atvinnuveganna eru margfalt meiri en íbúðalánin, íslenskir neytendur þurfa að bera hluta þess kostnaðar í hærra þjónustu- og vöruverði, og því er hægt að uþb tvöfallda töluna 113 milljarði. En mismunurinn 11,4% miðast aðeins við eitt ár, þegar fram líða stundir bætast vaxtarvextir við, sem margfalda kostnaðinn. Þar við bætist hærra vöruverð vegna þess að auðveldara er að koma á fákeppni, ýmiss kostnaður við myntbreytingar, aukaumstang og stjórnsýslu. Útkoman er svo há tala að það er ekki hægt að taka hana sér í munn. Fáar hagstærðir á Íslandi komast nálægt þessari tölu, nema ef vera skyldi tekjuafgangur bankanna, en að þessum tveimur upphæðum svipar saman er tilviljun. Nú er spurningin til Illuga og Seðlabankans: Skilar hagstjórnarmáttur íslensku krónunnar einnig þessari upphæð? Pennar sem ekki hafa skautað fram hjá þessarri spurningu hafa komist að þeirri niðurstöðu að svarið sé nei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Andrés Magússon skrifar um efnahagsmál Nýlega hefur verið bent á að hróplega lítil og lágvær umræðan er um það hvernig hægt sé að bæta úr slökum lánskjörum á Íslandi. Þess vegna á Illugi Gunnarsson þakkir skilið fyrir grein sína „Evra og hagstjórn“ sem birtist í Fréttablaðinu á sunnudaginn. Mig langar þó að benda á tvö atriði sem hugsanlega hefðu betur mátt fara í grein hans. Illugi skrifar: „Sá hagstjórnarvandi sem glímt hefur hefur verið við undanfarin misseri ... hefur Seðlabankinn borið hitann og þungann af“. og vísar til þess að Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti. Nú er hins vegar þannig málum háttað að þeir sem standa fyrir ákvarðanatökum í Seðlabankanum eru á góðum launum og eru yfirleitt komnir yfir miðjann aldur. Þeir eru því flestir skuldlausir og koma háir vextir ekki niður á þeim. Nákvæmara hefði því verið hjá Illuga að orða þetta þannig; „Sá hagstjórnarvandi sem glímt hefur hefur verið við undanfarin misseri hefur Seðlabankinn ákveðið að lántakendur, þ.e. fátækari hluti þjóðarinnar, skuli bera hitann og þungann af“. Í öðru lagi heldur Illugi því fram í niðurlagi greinar sinnar að þeir sem vilja taka upp evru, t.d. til þess að lækka greiðslubyrði íbúaðlána, „skauti framhjá því“ að ýmsir ókostir geta fylgt því að missa þann hagstjórnarmátt sem íslenska krónan veitir. Í þessu sambandi langar mig að benda á grein sem birtist í Morgunblaðinu þann 25. ágúst sl. þar sem þessi mál eru ýtarlega rædd. Vissulega getur verið slæmt að missa þann hagstjórnarmátt sem íslenska krónan hugsanlega hefur, en spurningin snýst ekki um það heldur; Er hagstjórnarmáttur íslensku krónunnar að skila almenningi meiru heldur en ókostirnir við að hafa íslensku krónuna? Til þess að geta svarað því þurfum við að vita hvað það kostar íslensku þjóðina að hafa íslenska krónuna. Nú bregður svo við að þær upplýsingar eru hvergi til og eru hvergi í vinnslu. Þess vegna verða leikmenn að áætla svarið við þessari brennandi spurningu. Láta mun nærri að íbúðarskuldir landsmanna í dag séu 1000 milljarðir. Vextir í dag eru uþb 15,5% hér en uþb. 4,1% í Noregi, munurinn er 11,4%. 11,4% af 1000 milljörðum er 114 milljarðir á ári. Lán til atvinnuveganna eru margfalt meiri en íbúðalánin, íslenskir neytendur þurfa að bera hluta þess kostnaðar í hærra þjónustu- og vöruverði, og því er hægt að uþb tvöfallda töluna 113 milljarði. En mismunurinn 11,4% miðast aðeins við eitt ár, þegar fram líða stundir bætast vaxtarvextir við, sem margfalda kostnaðinn. Þar við bætist hærra vöruverð vegna þess að auðveldara er að koma á fákeppni, ýmiss kostnaður við myntbreytingar, aukaumstang og stjórnsýslu. Útkoman er svo há tala að það er ekki hægt að taka hana sér í munn. Fáar hagstærðir á Íslandi komast nálægt þessari tölu, nema ef vera skyldi tekjuafgangur bankanna, en að þessum tveimur upphæðum svipar saman er tilviljun. Nú er spurningin til Illuga og Seðlabankans: Skilar hagstjórnarmáttur íslensku krónunnar einnig þessari upphæð? Pennar sem ekki hafa skautað fram hjá þessarri spurningu hafa komist að þeirri niðurstöðu að svarið sé nei.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar