Íslenska krónan Andrés Magússon skrifar 12. janúar 2007 05:00 Andrés Magússon skrifar um efnahagsmál Nýlega hefur verið bent á að hróplega lítil og lágvær umræðan er um það hvernig hægt sé að bæta úr slökum lánskjörum á Íslandi. Þess vegna á Illugi Gunnarsson þakkir skilið fyrir grein sína „Evra og hagstjórn“ sem birtist í Fréttablaðinu á sunnudaginn. Mig langar þó að benda á tvö atriði sem hugsanlega hefðu betur mátt fara í grein hans. Illugi skrifar: „Sá hagstjórnarvandi sem glímt hefur hefur verið við undanfarin misseri ... hefur Seðlabankinn borið hitann og þungann af“. og vísar til þess að Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti. Nú er hins vegar þannig málum háttað að þeir sem standa fyrir ákvarðanatökum í Seðlabankanum eru á góðum launum og eru yfirleitt komnir yfir miðjann aldur. Þeir eru því flestir skuldlausir og koma háir vextir ekki niður á þeim. Nákvæmara hefði því verið hjá Illuga að orða þetta þannig; „Sá hagstjórnarvandi sem glímt hefur hefur verið við undanfarin misseri hefur Seðlabankinn ákveðið að lántakendur, þ.e. fátækari hluti þjóðarinnar, skuli bera hitann og þungann af“. Í öðru lagi heldur Illugi því fram í niðurlagi greinar sinnar að þeir sem vilja taka upp evru, t.d. til þess að lækka greiðslubyrði íbúaðlána, „skauti framhjá því“ að ýmsir ókostir geta fylgt því að missa þann hagstjórnarmátt sem íslenska krónan veitir. Í þessu sambandi langar mig að benda á grein sem birtist í Morgunblaðinu þann 25. ágúst sl. þar sem þessi mál eru ýtarlega rædd. Vissulega getur verið slæmt að missa þann hagstjórnarmátt sem íslenska krónan hugsanlega hefur, en spurningin snýst ekki um það heldur; Er hagstjórnarmáttur íslensku krónunnar að skila almenningi meiru heldur en ókostirnir við að hafa íslensku krónuna? Til þess að geta svarað því þurfum við að vita hvað það kostar íslensku þjóðina að hafa íslenska krónuna. Nú bregður svo við að þær upplýsingar eru hvergi til og eru hvergi í vinnslu. Þess vegna verða leikmenn að áætla svarið við þessari brennandi spurningu. Láta mun nærri að íbúðarskuldir landsmanna í dag séu 1000 milljarðir. Vextir í dag eru uþb 15,5% hér en uþb. 4,1% í Noregi, munurinn er 11,4%. 11,4% af 1000 milljörðum er 114 milljarðir á ári. Lán til atvinnuveganna eru margfalt meiri en íbúðalánin, íslenskir neytendur þurfa að bera hluta þess kostnaðar í hærra þjónustu- og vöruverði, og því er hægt að uþb tvöfallda töluna 113 milljarði. En mismunurinn 11,4% miðast aðeins við eitt ár, þegar fram líða stundir bætast vaxtarvextir við, sem margfalda kostnaðinn. Þar við bætist hærra vöruverð vegna þess að auðveldara er að koma á fákeppni, ýmiss kostnaður við myntbreytingar, aukaumstang og stjórnsýslu. Útkoman er svo há tala að það er ekki hægt að taka hana sér í munn. Fáar hagstærðir á Íslandi komast nálægt þessari tölu, nema ef vera skyldi tekjuafgangur bankanna, en að þessum tveimur upphæðum svipar saman er tilviljun. Nú er spurningin til Illuga og Seðlabankans: Skilar hagstjórnarmáttur íslensku krónunnar einnig þessari upphæð? Pennar sem ekki hafa skautað fram hjá þessarri spurningu hafa komist að þeirri niðurstöðu að svarið sé nei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Andrés Magússon skrifar um efnahagsmál Nýlega hefur verið bent á að hróplega lítil og lágvær umræðan er um það hvernig hægt sé að bæta úr slökum lánskjörum á Íslandi. Þess vegna á Illugi Gunnarsson þakkir skilið fyrir grein sína „Evra og hagstjórn“ sem birtist í Fréttablaðinu á sunnudaginn. Mig langar þó að benda á tvö atriði sem hugsanlega hefðu betur mátt fara í grein hans. Illugi skrifar: „Sá hagstjórnarvandi sem glímt hefur hefur verið við undanfarin misseri ... hefur Seðlabankinn borið hitann og þungann af“. og vísar til þess að Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti. Nú er hins vegar þannig málum háttað að þeir sem standa fyrir ákvarðanatökum í Seðlabankanum eru á góðum launum og eru yfirleitt komnir yfir miðjann aldur. Þeir eru því flestir skuldlausir og koma háir vextir ekki niður á þeim. Nákvæmara hefði því verið hjá Illuga að orða þetta þannig; „Sá hagstjórnarvandi sem glímt hefur hefur verið við undanfarin misseri hefur Seðlabankinn ákveðið að lántakendur, þ.e. fátækari hluti þjóðarinnar, skuli bera hitann og þungann af“. Í öðru lagi heldur Illugi því fram í niðurlagi greinar sinnar að þeir sem vilja taka upp evru, t.d. til þess að lækka greiðslubyrði íbúaðlána, „skauti framhjá því“ að ýmsir ókostir geta fylgt því að missa þann hagstjórnarmátt sem íslenska krónan veitir. Í þessu sambandi langar mig að benda á grein sem birtist í Morgunblaðinu þann 25. ágúst sl. þar sem þessi mál eru ýtarlega rædd. Vissulega getur verið slæmt að missa þann hagstjórnarmátt sem íslenska krónan hugsanlega hefur, en spurningin snýst ekki um það heldur; Er hagstjórnarmáttur íslensku krónunnar að skila almenningi meiru heldur en ókostirnir við að hafa íslensku krónuna? Til þess að geta svarað því þurfum við að vita hvað það kostar íslensku þjóðina að hafa íslenska krónuna. Nú bregður svo við að þær upplýsingar eru hvergi til og eru hvergi í vinnslu. Þess vegna verða leikmenn að áætla svarið við þessari brennandi spurningu. Láta mun nærri að íbúðarskuldir landsmanna í dag séu 1000 milljarðir. Vextir í dag eru uþb 15,5% hér en uþb. 4,1% í Noregi, munurinn er 11,4%. 11,4% af 1000 milljörðum er 114 milljarðir á ári. Lán til atvinnuveganna eru margfalt meiri en íbúðalánin, íslenskir neytendur þurfa að bera hluta þess kostnaðar í hærra þjónustu- og vöruverði, og því er hægt að uþb tvöfallda töluna 113 milljarði. En mismunurinn 11,4% miðast aðeins við eitt ár, þegar fram líða stundir bætast vaxtarvextir við, sem margfalda kostnaðinn. Þar við bætist hærra vöruverð vegna þess að auðveldara er að koma á fákeppni, ýmiss kostnaður við myntbreytingar, aukaumstang og stjórnsýslu. Útkoman er svo há tala að það er ekki hægt að taka hana sér í munn. Fáar hagstærðir á Íslandi komast nálægt þessari tölu, nema ef vera skyldi tekjuafgangur bankanna, en að þessum tveimur upphæðum svipar saman er tilviljun. Nú er spurningin til Illuga og Seðlabankans: Skilar hagstjórnarmáttur íslensku krónunnar einnig þessari upphæð? Pennar sem ekki hafa skautað fram hjá þessarri spurningu hafa komist að þeirri niðurstöðu að svarið sé nei.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar