Kvittað fyrir móttöku jóla- og nýárskveðju 3. janúar 2007 05:00 Um jólin og áramótin berast góðar kveðjur inn á mitt heimili sem skrifaðar eru á jólakort, og vil ég nota tækifærið og þakka þeim sem þau sendu, fyrir góðar og hlýlegar jóla- og nýárskveðjur. Eitt kort skar sig nokkuð frá hinum, í fyrsta lagi fylgdi ekki hver væri sendandinn og í öðru lagi var sú kveðja skráð á kortið að ég ásamt tveimur þriðju af þingheimi hefði framið mesta glæp Íslandssögunnar og skömm okkar yrði uppi meðan land byggðist. Minna mátti nú ekki gagn gera. Myndin á kortinu var af flæðarmáli Hálslóns þar sem lónið er að fljóta yfir steina sem skráð eru á nöfn okkar stórglæpamannanna, ásamt þeim staðhæfingum sem skrifaðar voru aftan á kortið stóru letri. Ýmislegt hefur gengið á í kringum Kárahnjúkavirkjun og Hálslón, en mig rak minni til þess að Samtök um verndun hálendis Austurlands stóðu fyrir þessum gerningi. Í þessum samtökum er margt af ágætis fólki sem eru sveitungar mínir og kunningjar, dagfarsprútt fólk, sem sumt hefur kvartað undan óvæginni umræðu fyrir austan um virkjanamál. Getur verið að samtök þessa fólks hafi gengist fyrir því að senda mér þá kveðju um jólin að ég og vinnufélagar mínir í þinginu sem samþykktu Kárahnjúkavirkjun séu mestu glæpamenn Íslandssögunnar, án nokkurra fyrirvara þar um? Ég vona samtakanna vegna og þessara ágætu kunningja minna að þetta kort sé ekki frá þeim, en vonast til að fá það upplýst. Ég geymi kortið sem minjagrip, en sendi Samtökum um verndun hálendis Austurlands nýárskveðju, og vona að umræðan um virkjunarmálin verði nú svolítið hófstilltari en verið hefur. Ég hef ekki á móti málefnalegum skoðanaskiptum, en mér finnst eigi að síður að þessi gerningur og útsendingar á þessum kortum verða dálítið fyrir utan landamerki slíkrar umræðu. Höfundur er alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Um jólin og áramótin berast góðar kveðjur inn á mitt heimili sem skrifaðar eru á jólakort, og vil ég nota tækifærið og þakka þeim sem þau sendu, fyrir góðar og hlýlegar jóla- og nýárskveðjur. Eitt kort skar sig nokkuð frá hinum, í fyrsta lagi fylgdi ekki hver væri sendandinn og í öðru lagi var sú kveðja skráð á kortið að ég ásamt tveimur þriðju af þingheimi hefði framið mesta glæp Íslandssögunnar og skömm okkar yrði uppi meðan land byggðist. Minna mátti nú ekki gagn gera. Myndin á kortinu var af flæðarmáli Hálslóns þar sem lónið er að fljóta yfir steina sem skráð eru á nöfn okkar stórglæpamannanna, ásamt þeim staðhæfingum sem skrifaðar voru aftan á kortið stóru letri. Ýmislegt hefur gengið á í kringum Kárahnjúkavirkjun og Hálslón, en mig rak minni til þess að Samtök um verndun hálendis Austurlands stóðu fyrir þessum gerningi. Í þessum samtökum er margt af ágætis fólki sem eru sveitungar mínir og kunningjar, dagfarsprútt fólk, sem sumt hefur kvartað undan óvæginni umræðu fyrir austan um virkjanamál. Getur verið að samtök þessa fólks hafi gengist fyrir því að senda mér þá kveðju um jólin að ég og vinnufélagar mínir í þinginu sem samþykktu Kárahnjúkavirkjun séu mestu glæpamenn Íslandssögunnar, án nokkurra fyrirvara þar um? Ég vona samtakanna vegna og þessara ágætu kunningja minna að þetta kort sé ekki frá þeim, en vonast til að fá það upplýst. Ég geymi kortið sem minjagrip, en sendi Samtökum um verndun hálendis Austurlands nýárskveðju, og vona að umræðan um virkjunarmálin verði nú svolítið hófstilltari en verið hefur. Ég hef ekki á móti málefnalegum skoðanaskiptum, en mér finnst eigi að síður að þessi gerningur og útsendingar á þessum kortum verða dálítið fyrir utan landamerki slíkrar umræðu. Höfundur er alþingismaður
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar