Fleiri fréttir

Sýndu brellur sem íslenskt fyrirtæki gerði fyrir Witcher

Reykjavík Visual Effects (RVX) birtu á föstudaginn myndband sem sýnir þær tölvubrellur sem starfsmenn fyrirtækisins gerðu fyrir Netflix þættina Witcher. Þættirnir, bækur og tölvuleikir úr söguheimi Withcer njóta mikilla vinsælda um heim allan.

Mikið um erlend tökuverkefni hér á landi

Verið er að taka upp fjögur erlend kvikmyndaverkefni í stærri kantinum hér á landi um þessar mundir. Þar á meðal er stórt verkefni frá Sony og annað frá Netflix og BBC.

„Horfið á Fávita með ömmu ykkar“

Söngkonan og aktivistinn Sólborg Guðbrandsdóttir er með mörg járn í eldinum þessa dagana. Ásamt því að taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár er Sólborg að fara af stað með þættina Fávitar á Stöð 2+ efnisveitunni í dag.

Kafað í fyrstu stiklu Rings of Power

Amazon Studios birtu í gær fyrstu stiklu nýrra þátta sem gerast í söguheimi Hringadróttinssögu. Þættirnir Rings of Power gerast þúsundum ára á undan sögunni um Frodo, Sam, Aragorn og félaga.

Ljúfsár stund meðal netverja eftir síðasta þátt Verbúðarinnar

Áttundi og jafnframt síðasti þáttur Verbúðarinnar var sýndur á RÚV í kvöld en þættirnir hafa notið gríðarlegra vinsælda. Netverjar kepptust við að koma sínum vangaveltum á framfæri eftir þáttinn en allir virðast hafa verið límdir við skjáinn. 

„Gríðarlega spennt að fá loksins að labba rauða dregilinn“

Leikarar í Svörtu söndum, þáttum sem sýndir eru á Stöð 2, segja það mikinn heiður að hafa fengið inngöngu á hina virtu kvikmyndahátíð Berlinale í Þýskalandi sem fer fram í kvöld. Sjónvarpsþættirnir verða þá heimsfrumsýndir en í umsögn dómnefndar er þáttunum hrósað í hástert, meðal annars fyrir karaktersköpun, myndatöku og einstakt umhverfi á Íslandi.

Galadriel og Elrond mæta aftur í Rings of Power

Fyrsta stikla Amazon-þáttanna Lord of the Rings: The Rings of Power verður sýnd í hálfleik á Super-bowl um helgina en upphitunin fyrir það er þegar hafin. Vanity Fair birti í dag myndir af nokkrum af aðalpersónum þáttanna og sagði frá hluta þess sem þættirnir eiga að fjalla um.

Tökur eru hafnar við Mývatn á nýrri mynd Hafsteins

Tökur eru hafnar á nýrri mynd leikstjórans Hafsteins Gunnars Sigurðssonar sem er að gera sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd á ensku. Hafsteinn er meðal annars þekktur fyrir myndirnar Undir trénu og París norðursins.

Telur framtíð Nágranna ekki í hættu

Fyrrverandi stjórnandi hjá BBC, ITV og Channel 4 í Bretlandi hefur ekki trú á því að framtíð áströlsku sápuóperunnar Nágranna sé í hættu.

Bruce Willis fær sinn eigin flokk á Razzie-verðlaununum

Í gær var tilkynnt hvaða myndir eru tilnefndar til Razzie-verðlaunanna í ár. Á hátíðinni er kastljósinu beint að því versta í kvikmyndum. Verðlaunin eru afhent degi á undan Óskarnum, þar sem það besta fær alla athyglina.

Framtíð Nágranna í mikilli hættu

Óvíst er hvort að framleiðslu áströlsku sápuóperunnar vinsælu Nágranna verði haldið áfram. Sjónvarpsstöðin sem borgar brúsann fyrir framleiðslu þáttanna hefur ákveðið að skrúfa fyrir kranann.

Sjá næstu 50 fréttir