Fleiri fréttir

„Hausinn minn er eina heimilið sem ég mun búa í alla ævi“

Leikkonan Elín Sif Hall var að stíga sín fyrstu skref í Borgarleikhúsinu í leikritinu 9 líf en hún vakti meðal annars athygli fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Lof mér að falla fyrir nokkrum árum. Hún lýsir sér sem listamanni í mótun sem elskar að kaupa notuð föt og drekka kaffi. Auk þess reynir hún að finna innblástur í öllu en sköpunargleðin nærir andlega heilsu hennar hvað mest. Elín Hall er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Norðurljósin léku við landsmenn

Björt norðurljós vöktu mikla lukku meðal Íslendinga í gærkvöldi og í nótt sem virtust keppast við að birta myndir af ljósadýrðinni á samfélagsmiðlum. Myndir hafa verið birtar víðsvegar frá landinu.

Þetta eru liðin sem keppa í þriðju þáttaröð af Kviss

Spurningaþátturinn Kviss hefur göngu sína á ný í kvöld undir stjórn Björns Braga Arnarssonar. Eins og í fyrri tveimur þáttaröðunum munu 16 lið mæta til leiks og keppa í útsláttarkeppni þar til eitt lið stendur uppi sem sigurvegari. 

Pat­rekur segir Birgittu ekki hafa átt neðan­beltis­höggin skilið

Íslensku raunveruleikaþættirnir Æði sem sýndir eru á Stöð 2 hafa notið mikilla vinsælda en fjórar seríur hafa verið framleiddar. Á dögunum lýsti Patrekur Jamie úr Æði hópnum, yfir óánægju sinni vegna ummæla sem Birgitta Líf, meðlimur LXS vinkvennahópsins sem er miðpunktur nýrrar raunveruleikaseríu lét falla. Patrekur segir nú málið hafa verið misskilning.

Jane Fonda er með krabba­mein

Nú rétt í þessu tilkynnti leikkonan, umhverfisaktívistinn og sjónvarpskonan Jane Fonda að hún hefði greinst með krabbamein.

Ástrós og Adam eiga von á barni

LXS raunveruleikastjarnan og dansarinn Ástrós Traustadóttir og frumkvöðullinn Adam Karl Helgason eiga von á barni í febrúar á næsta ári. Það er mikill spenningur hjá parinu fyrir erfingjanum en þetta er þeirra fyrsta barn saman.

Hrafn giftist sálufélaga sínum eftir þrjátíu ára aðskilnað

Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, og Oddný Halldórsdóttir eru orðin hjón. Hrafn greinir frá því á Facebook að þau hafi gengið í hjónaband fyrir tveimur vikum. Svaramenn voru Auður Magnúsdóttir og Guðmundur Baldursson.

„Það er búið að rugla í okkur svo lengi“

„Maður veltir oft fyrir sér með þær systur, í hvaða súpu þær eru, í hvaða hringiðju. Ég held að þær séu á þeim stað þar sem pressan er óhugsandi,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir talskona fyrir jákvæða líkamsímynd og guðfræðingur um Kardashian systurnar.

Gengur fram af fólki og eignast aðdáendur með svæsnasta hlaðvarpi landsins

Kynlífsklúbbar í Berlín, misgóð Tinder-deit og það eilífa verkefni að hætta að deita meth-hausa. Þetta eru ósköp eðlileg viðfangsefni Vigdísar Howser Harðardóttur í hlaðvarpi hennar Kallaðu mig Howser og á engan er hallað þegar fullyrt er að þar fari yfirgengilegasta hlaðvarp landsins.

Dolly selur hár­kollur ætlaðar hundum

Ástsæla tónlistarkonan Dolly Parton hefur sett vörumerkið „Doggy Parton“ á laggirnar en merkið selur vörur fyrir hunda. Hluti af ágóðanum frá sölu varningsins mun fara til samtaka sem bjarga dýrum og gefa þeim heimili.

Hildur Guðna orðuð við Óskars­verð­laun

Kvikmyndin Tár var í dag frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Cate Blanchett fer með aðalhlutverk myndarinnar og samdi Hildur Guðnadóttir tónlistina. Hildur er sögð líkleg til að vinna Óskarsverðlaun fyrir myndina.

Birgitta miður sín og biðst af­sökunar

Birgitta Líf hefur beðist afsökunar á orðum sem hún lét falla í Ísland í dag í vikunni. Hún hafi ekki verið að reyna að skjóta á neinn heldur einungis segja frá því hvernig LXS-þátturinn væri. 

Segir orð Birgittu vera kjafts­högg

Raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Patrekur Jaime er ekki sáttur með orð sem Birgitta Líf Björnsdóttir, einnig raunveruleikaleikastjarna, lét falla í Ísland í dag í vikunni. Birgitta sagði raunveruleikaþátt sinn vera „mest alvöru raunveruleikaþætti“ sem gerðir hafa verið hér á landi.

Harry Styles á toppnum

Harry Styles situr efstur á lista sumarsins frá streymisveitunni Spotify. Á honum eru streymistölur síðustu mánaðar settar saman í tuttugu laga lista en Kate Bush tók þó sigursætið, ef aðeins er horft á streymistölurnar frá Bandaríkjunum, 37 árum eftir að lagið kom upprunalega út.

Ritstýrir Húsfreyjunni samhliða starfi bæjarstjóra

Gengið hefur verið frá ráðningu nýs ritstjóra Húsfreyjunnar, tímariti Kvenfélagasambands Íslands. Sigríðar Ingvarsdóttur tekur við starfinu af Kristínu Lindu Jónsdóttur sem ritstýrt hefur tímaritinu í tæpa tvo áratugi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu.

Virðist yngja upp þegar kærusturnar ná 25 ára aldri

Ástarmál stórleikarans Leonardo Dicaprio vekja yfirleitt töluverða athygli fólks en kappinn hefur verið í ástarsamböndum með fjölda þekktra kvenna í gegnum tíðina, yfirleitt fyrirsætum eða leikkonum. 

„Það er kannski einhverjum sem finnst þetta órómantískt“

Þóra Hrund Guðbrandsdóttir eigandi Munum og framkvæmdastjóri ÍMARK telur að það ætti að reka fjölskyldur og heimili meira eins og fyrirtæki. Hún hafði velt þessu mikið fyrir sér og stofnaði í kjölfarið verkefnið Fjölskyldan ehf. 

Suður­afríska leik­konan Charlbi Dean er látin

Suðurafríska leikkonan og fyrirsætan Charlbi Dean, sem fór meðal annars með hlutverk í verðlaunamyndinni Triangle of Sadness og sjónvarpsþáttaröðinni Black Lightning, er látin. Dean varð 32 ára.

Miley Cyrus í kvikmynd með Dolly Parton

Söng- og leikkonan Miley Cyrus mun koma fram í nýrri kvikmynd sem guðmóðir hennar Dolly Parton stendur fyrir. Dolly fer með aðalhlutverkið myndarinnar en stjörnur eins og Jimmy Fallon, Willie Nelson, Ana Gasteyer og Billy Ray Cyrus munu einnig taka þátt í verkefninu.

Eina eintakið fauk út í logandi hraunið

Spilahöfundarnir Guðmundur Egilsson og Ásgeir Frímannsson lentu heldur betur í óhappi þegar þeim datt í hug að nýta eldgosið í markaðsefni: „Við vorum að vera sniðugir að taka upp markaðsefni fyrir spilið þegar spilakassinn okkar fauk út í logandi hraunið og brann til kaldra kola.“

Birti mynd af sér með fyrrverandi

Súpermódelið Irina Shayk birti mynd af sér með leikaranum Bradley Cooper en hann er fyrrverandi kærasti hennar og barnsfaðir. Fyrrum parið virðist vera að hafa það notalegt í sólinni og skrifaði hún ekkert undir myndirnar en lét lyndistáknið rautt hjarta fylgja með. 

„Svo veldur það mér áhyggjum hvað bíður hennar“

Samtök atvinnulífsins og fyrirtæki öll verða að vera duglegri að gefa fötluðum börnum sem lokið hafa skólagöngu tækifæri í lífinu en staða þeirra og tækifæri eftir ákveðin aldur eru afar takmarkaðir.

„Þetta er fyrsta skiptið mitt á Íslandi“

Katy Perry var ekki að spara stóru orðin þegar hún talaði um Ísland í ræðu sinni við skírnarathöfn skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima. „Ég er svo glöð að vera partur af þessari sjómannahefð hér á fallega Íslandi,“ sagði hún meðal annars.

Sopra­nos-leikarinn Bob LuPone er látinn

Bandaríski leikarinn Robert „Bob“ LuPone, er látinn, 76 ára að aldri. LuPone gerði garðinn frægan sem leikari á Broadway í New York en einnig fyrir hlutverk sitt í þáttunum vinsælu, Sopranos.

Ætla að flytja frá Banda­ríkjunum vegna skot­á­rása

Breski söngvarinn Ozzy Osbourne og eiginkona hans, Sharon, ætla að flytja frá Bandaríkjunum á næstunni eftir að hafa búið þar í tugi ára. Ástæðan mun vera að Ozzy er ósáttur með fjölda þeirra sem látast í skotárásum í landinu.

Alfreð Gísla og Hrund Gunnsteins fögnuðu saman um helgina

Alfreð Gíslason handboltakempa og Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu eru eitt heitasta nýja par landsins um þessar mundir. Parið fagnaði 48 ára afmæli Hrundar um helgina í faðmi fjölskyldu og vina en þau hafa verið að hittast undanfarna mánuði.

Sjá næstu 50 fréttir