Fleiri fréttir

Scar­lett Johans­son eignaðist dreng

Leikkonan Scarlett Johansson og Saturday Night Live stjarnan Colin Jost hafa eignast dreng og fékk hann nafnið Cosmo. Jost deilir gleðitíðindunum með fylgjendum sínum á Instagram.

Gat ekki beðið um verri dag til að lenda í sótt­kví

Það er sjaldan hentugur tími til að þola frelsisskerðingu en sumir dagar geta reynst óheppilegri en aðrir. Þessu kynntist Ólafur Ásgeirsson, leikhúsmaður og spunaleikari, vel á dögunum þegar hann var sendur í sóttkví nokkrum klukkustundum eftir að hann fleygði baðkarinu sínu.

Gerir upp gamlar tilfinningar á nýrri sýningu

Listakonan Rakel Tomas opnar sýninguna Hvar ertu? næsta föstudag á vinnustofu sinni og sýningarrými á Grettisgötu 3. Til sýnis verða um tuttugu ný verk sem Rakel segir hafa farið í allt aðra átt en hún átti von á við upphaf ferlisins.

Skapofsakastið segir ekkert um það hvernig foreldri þú ert

Vissulega getur verið vandasamt fyrir foreldra að takast á við skapofsakast hjá barni en samt sem áður er það erfiðast fyrir barnið sjálft sem upplifir þessar sterku tilfinningar - reiði, depurð, svekkelsi - yfir því að hafa ekki fengið það sem það langaði svo mikið í, segir Hildur Inga Magnadóttir markþjálfi og ráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni.

Safnaði 1,5 milljón áður en hún lét raka hárið af fyrir Kraft

Hin tólf ára gamla Agla Björk Kristjánsdóttir rakaði í dag af sér hárið til styrktar stuðningsfélaginu Krafti en hún hefur safnað einni og hálfri milljón. Kraftur stendur Öglu mjög nærri en hún missti föður sinn úr krabbameini fyrir fjórum árum.

Meg­han sögð hafa boðið Katrínu sam­starf

Samband þeirra Meghan Markle og Katrínar hertogaynju af Cambridge er talið hafa batnað til muna og á Meghan að hafa boðið Katrínu að vinna með sér að nýju sjónvarpsefni. Þetta þykir til tíðinda þar sem lengi hefur verið talið afar stirt á milli þeirra.

Vegan­istar svara Þor­björgu og bjóða henni á Cross­Fit æfingu

Árni Björn Kristjánsson, CrossFit þjálfari og veganisti til margra ára, gagnrýnir heilsu- og næringarþerapistann Þorbjörgu Hafsteinsdóttur fyrir fáfræði í garð veganisma. Þorbjörg var gestur í hlaðvarpsþætti þar sem hún tók undir þau orð að veganistar væru á villigötum.

Tekjur Íslendinga: Onlyfans-stjarna er tekjuhæsti áhrifavaldurinn

Samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar Verslunar sem kom út í dag þénaði Klara Sif Magnúsdóttir rúmlega eina milljón króna á mánuði árið 2020. Helsta tekjulind Klöru Sifjar er vefsíðan Onlyfans, en hún selur áskrifendum sínum aðgang að erótísku efni í gegnum síðuna.

„Ég var orðin of með­vituð um líkama minn“

Tónlistarkonan Britney Spears opnaði sig um líkamsímynd sína á Instagram á dögunum. Brjóstamyndir sem hún hefur birt af sjálfri sér hafa vakið athygli aðdáenda, en hún segir myndirnar tengjast ákveðinni frelsun.

Grínistinn Sean Lock er látinn

Breski grínistinn Sean Lock er látinn, 58 ára að aldri. Umboðsmaður Locks staðfestir í samtali við BBC að hann hafi látist af völdum krabbameins.

„Alveg sama þó fólk sé ekki búið að tannbursta sig“

„Við töluðum við fólk á ótrúlega breiðu aldursbili og spurðum þau út í fyrsta skiptið þeirra og alls konar. Við fengum ótrúlega einlægar frásagnir,“ segir Sigga Dögg um viðmælendurna í nýjum þáttum sínum Allskonar kynlíf.

„Það er mikil undiralda í samfélaginu“

„Fólk vill komast út og gera og heyra og vera til og lifa einhverskonar lífi,“ segir Viktoría Blöndal sem stendur fyrir upplestrarkvöldi í miðbæ Reykjavíkur á fimmtudag. 

Fyrir og eftir myndir geta verið skaðlegar og valdið skömm

„Það eru einhverjir sem verða fyrir engum áhrifum af þessum myndum en í flestum tilfellum eru þessar myndir að sýna myndir af feitum líkama fyrir og svo stæltari og grennri líkama eftir.“ segir Aldís Eva Friðriksdóttir sálfræðingur um svokallaðar fyrir og eftir myndir.

Eyddi brúð­kaups­deginum í ein­angrun

Þau Íris Rós Ragnhildardóttir og Árni Beinteinn Árnason gátu ekki haldið draumabrúðkaupið sitt, eins og til stóð að gera í gær. Íris greindist með kórónuveiruna nokkrum dögum fyrir stóra daginn og er því reglum samkvæmt í einangrun.

Tólf ára stúlka rakar af sér hárið fyrir gott mál­efni

Hin tólf ára gamla Agla Björk Kristjánsdóttir setti sér það markmið að safna fimm hundruð þúsund krónum til styrktar stuðningsfélaginu Krafti og raka af sér hárið þegar markmiðinu væri náð. Kraftur stendur Öglu Björk nærri en hún missti föður sinn úr krabbameini fyrir fjórum árum.

Sigmar og Júlíana gengin í það heilaga

Sigmar Guðmundsson, frambjóðandi Viðreisnar og fyrrverandi fjölmiðlamaður, og Júlíana Einarsdóttir mannauðssérfræðingur, eru gengin í það heilaga.

Barn Eminem kemur út sem kynsegin

Barn rapparans Eminem hefur nú komið út úr skápnum sem kynsegin og notast nú við nafnið Stevie. Eminem ættleiddi Stevie árið 2005 þegar hán var aðeins þriggja ára.

Þolandi stefnir Nicki Mina­j

Tónlistarkonan Nicki Minaj og eiginmaður hennar Kenneth Petty hafa fengið á hendur sér lögsókn frá konu sem Petty var sakfelldur fyrir að hafa gert tilraun til að nauðga árið 1994. Hjónin eru nú sökuð um áreiti og ofsóknir.

Bríet frestar stórtónleikunum

Söngkonan Bríet hefur frestað útgáfutónleikum sem stóð til að halda þann 11. september næstkomandi í Eldborgarsal Hörpu. Tónleikarnir verða í stað haldnir þann 22. október.

Orðinn 98 ára en leggur enn stund á fræðin

Páll Bergþórsson veðurfræðingur varð 98 ára gamall í dag. Þrátt fyrir háan aldur dundar hann sér enn við fræðin og segir tíma til kominn að gripið verði til loftslagsaðgerða.

Klóra sér í hausnum eftir nóttina og fiska eftir svörum

Viðskiptavinir rafskútuleigunnar Hopp vissu ekki á hvaðan á sig stóð veðrið þegar þeir sáu dauða fiska á sex mismunandi farartækjum. Málið hefur vakið mikla athygli á meðal forvitinna netverja sem leita nú að veraldlegum skýringum.

Sherlock-stjarnan Una Stubbs er látin

Breska leikkonan Una Stubbs, sem þekktust er fyrir að hafa farið með hlutverk í þáttunum Till Death Us Do Part og Sherlock, er látin, 84 ára að aldri.

Spenna, forvitni og fiðringur í Fyrsta blikinu

Raunveruleikaþættirnir Fyrsta blikið byrja í sýningu á Stöð 2 þann 27. ágúst. Í þáttunum munu áhorfendur kynnast fólki í leit að ástinni sem hefur verið parað saman á blind stefnumót. 

Sjá næstu 50 fréttir